Hinar ýmsu táknmyndir reðursins

Höfundur: Arngrímur Vídalín

Kvennakúgun tekur á sig ýmsar birtingarmyndir í hversdagslífinu, og er þar táknmynd reðursins þeirra ísmeygilegust. Má til að mynda nefna hið augljósa samhengi milli bananasplitts og munnmaka. Efni þessa pistils er hinsvegar sú birtingarmynd feðraveldisins sem hvað síst hefur verið til umræðu fram að þessu: tannburstinn.

Að sjá konu tannbursta sig með rykkjandi handahreyfingum, inn og út og umhverfis tunguna svo freyðir úr henni hvítan, er vægast sagt ógeðfellt og til þess fallið að blekkja konur til að tengja munnmök við tannhirðu og ferskleika í munni. Ekki skánar það þegar rafmagnstannburstar auka við sig vinsældir, enda eru slíkir burstar mótaðir eftir svonefndum titrurum, sem aftur eru nákvæmar eftirmyndir reðurs; hvorttveggja titrar í munni, svo ekki sé minnst á aðra staði.

Til er heil stétt karlmanna sem otar þessari ósvinnu að konum, prómóterandi hina reðurmótuðu græju samtíðis því að þeir penetrera hið fígúratíva vé konunnar, einsog karlremba við munnmök. Svo langt gengur þetta að stundum eru þær deyfðar svo „tannlækninum“ sé auðveldara um vik að halda þeim niðri á meðan, ýmist með gasi eða sprautu. Svo gengur hið kúgaða kyn útum sömu dyr og inn var komið með nístandi óþægindatilfinningu í koki og munni, víóleraðar, notaðar.

Verst af öllu er þó þegar mæður svo hvetja ungar dætur sínar til þessarar sömu iðju, svo karlmannleg froðan lekur um munnvik barnanna og hverfur niðrum niðurfall vasksins ásamt sakleysi æskuáranna. Svo spyr fólk sig hvers vegna unga kynslóðin sé svona klámvædd!

Hin augljósa lausn á vandanum er einföld: leggjum tannburstanum, hinni kúgandi birtingarmynd reðursins, og tökum upp munnskolsflöskuna þess í stað. Best færi á því að fólk færi útí búð þegar í stað og keypti sér litað munnskol, helst í slíkum lit að í engu megi líkja við sáðklessur kúgarans.

~ Þessi grein er paródía á þá sem halda að femínistar séu upp til hópa froðufellandi geðsjúklingar sem finna kvennakúgun í öllu frá tannburstun til þess að troða tóbaki í pípu. Hún er árétting um málefnalega umræðu byggða á staðreyndum en ekki óskhyggju, í von um að hver og einn lesi ekki einungis það sem hann vill sjá útúr því sem raunverulega er sagt.

Ein athugasemd við “Hinar ýmsu táknmyndir reðursins

  1. Bakvísun: Harmageddon og paródíukrísan | Pistlar Evu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.