Játningar karlfemínista

Þýðing: Gísli Ásgeirsson.

Karlfemínisti? Hver andskotinn er það eiginlega? Er þetta ekki mótsögn í hugtökum? Jafnvel refhvörf? Nei! Svo er alls ekki.

Femínismi er heiti á hugmynd og þeirri skipulögðu hreyfingu sem styður hana, hún hvetur til stjórnmálalegs, efnahagslegs og félagslegs jafnréttis fyrir bæði karla og konur, þar sem lykilorðið er jafnrétti.

Femínisti er manneskja sem trúir á þessa hugmynd og styður hana. Karlfemínisti er því karl sem trúir á jafnrétti karla og kvenna.

Sem svar við tíðhugsuðum en oft óorðuðum spurningum sumra karlmanna, þá táknar þetta ekki að konur vilji vera eins og karlar; þær vilja einfaldlega jafnan rétt, og karlfemínisti er ekki karl sem vill vera kona; hann er líka manneskja sem vill einfaldlega jafnan rétt fyrir bæði kynin.

Af hverju gera konur svona mikið veður út af jafnrétti? Þær mega kjósa, eiga eignir og vinna eins og karlar; og ótal lög og reglugerðir kveða á um jafnrétti. Er jafnréttið ekki þar með fengið í reynd? Við þessu er svarið bæði já og nei. Helsta vandamálið er að margir karlar hugsa enn á yfirlætislegum nótum „Við verðum að vernda litlu konuna“ og „Konur hafa ekki skapgerðina til að hugsa rökrétt (eins og karlar) eða til að stjórna.“ Þangað til þessir karlar skilja að rökræn hugsun og stjórnunarhæfni er ekki kynbundin, heldur árangur menntunar, þjálfunar, reynslu og áhuga eða metnaðar, öðlast konur ekki jöfn réttindi í raun.

Af hverju finna svona margir karlar þörf til að ráða yfir konum? Líkt og sungið er um í Fiðlaranum á þakinu, þá er það hefð og einnig eins konar ótti. Þegar fólk hefur þörf fyrir óeðlilegt vald yfir öðrum, byggist það yfirleitt á einhvers konar ótta í einhverjum mæli. Margir eru þeirrar skoðunar að með yfirráðum muni óttinn hverfa. Í raunveruleikanum gengur það ekki upp. Allir færir geðlæknar geta staðfest að eina leiðin til að kljást við brenglaðan ótta er að horfast í augu við hann og losna við brenglunina.

Ótti þessara karla við konur er svipaður og ótti kvenna við karla. Uppruni hans er afar flókinn og orsakirnar tengdar líffræði, þróun og félagslegum öflum sem samtvinnast á ýmsa vegu sem oft eru hófstilltir. En ef við reynum að gera okkur grein fyrir þessum öflum, er hægt að eiga við þau.

Ég get tekið sjálfan mig sem dæmi. Mér líkar vel við margar konur og óttast þær ekki (ekki sérstaklega og bara stundum). Ef kona vill reyna að skilja mig, kappkosta ég að skilja hana. Mér finnst að svona verði samskipti vel heppnuð, þegar báðir aðilar leggja sitt af mörkum. Ef þessi samskiptaaðferð væri notuð í vinnu, stjórnmálum og félagslífi okkar, er hugsanlegt að dulinn ótti karla og kvenna til hvers annars væri minni og jafnrétti yrði eðlilegt ástand.

Höfundur þessarar greinar er Allen Hurwitz og hana er að finna á þessari slóð: http://www2.smc.edu/voices/forerunner/volume1_3/1_3politics/malefem.htm

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.