Boðorð góða femínistans

Höfundur: Helga Kristín Einarsdóttir

Mynd: Wikipedia Commons

1. Þú skalt ekki brydda upp á umræðum um jafnrétti og kynjakúgun nema öðrum sé það þóknanlegt og þá einungis samkvæmt þeirra höfði. Bíddu eftir að dómarinn gefi þér merki um að þú megir fara inná.

2. Þú skalt ekki halda áfram að tala ef einhver úrskurðar skyndilega að þú farir með rakalaust bull. Þá hefur þú áreitt regluvörðinn. Farðu aftur á byrjunarreit.

3. Þú skalt ekki ýja að því að konur beri stundum skarðan hlut frá borði, nema þú getir sýnt fram á það með viðurkenndum hætti, t.d. á rannsóknarstofu eða með glærusýningu. Gakktu ekki heldur með þær grillur að þú hafir umboð til þess að tala af eigin reynslu. Karlar eiga nefnilega mjög bágt. Dragðu fimm spil.

4. Þú skalt ekki gera neitt sem þeir sem vita mun betur en þú geta hugsanlega túlkað sem frekju eða yfirgang og láttu ekki fyrir nokkurn mun í ljós skoðanir á kynhlutverkum, meðgöngu eða barnauppeldi án þess að ráðfæra þig fyrst við sérfræðinga. Biddu einhvern sem kann reglurnar að hafa vit fyrir þér og gefa upp á nýtt.

5. Þú skalt ekki reyna að skerða mannréttindi þeirra sem vilja kaupa áhorf eða afnot af líkamshlutum eða líkamsopum eins og þessum sem þú ert með. Þetta er ekkert persónulegt. Boys will be boys. Nú verðurðu rekinn út af.

6. Þú skalt ekki alltaf vera að misskilja allt. Þú hefur ekkert vit á klofhárum, jafnvel þótt þú sért kannski með svoleiðis. Þú myndir skilja þetta betur ef þú færir einhvern tímann út úr byrginu.

7. Þú skalt ekki reyna að láta vorkenna þér. Þú ert með kosningarétt og svona. Líttu frekar í spegil eða stígðu á vigtina. Ólsen.

8. Þú skalt ekki raska hugarró með því að ljá máls á nokkru því sem aðrir vilja hugsanlega ekki viðurkenna að sé til. Þol ei órétt (en bara af nærfærni og tillitssemi). Þú situr hjá í þessari umferð.

9. Þú skalt ekki tala lágkúrulega um þá sem líta á annað kynið sem söluvöru. Hlutgerving er bara vinnutæki. Komdu aftur þegar þú ert búinn að hafa þig til. Ólsen, ólsen.

10. Þú skalt ekki viðra sannfæringu þína nema þú hafir fengið staðfest vottorð um að skoðanirnar sem þú lætur í ljós séu öfgalausar, samkvæmt skilgreiningu þeirra sem eru mótfallnir því sem þú segir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.