Ofbeldi í nánum samböndum I

Höfundur: Samtök um kvennaathvarf

VISSIR ÞÚ AÐ?
• Samkvæmt nýlegri íslenskri rannsókn hefur rúmlega 21% íslenskra kvenna orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka
• Það jafngildir því að á bilinu 23.000–27.000 konur á Íslandi hafi verið beittar líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka
• Í sömu rannsókn kemur í ljós að 1–2% kvennanna höfðu verið beittar líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka á undangengnum 12 mánuðum
• Það jafngildir því að á bilinu 1200–2300 konur verði fyrir ofbeldi af þessu tagi á Íslandi á einu ári
• Kvennaathvarfið er athvarf fyrir konur og börn þeirra sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis og að á hverju ári dvelja tæplega 200 gestir í athvarfinu í lengri eða skemmri tíma
• Á þeim tæpum 30 árum sem Kvennaathvarfið hefur verið opið hafa um það bil 3400 konur og 2800 börn dvalið í athvarfinu um lengri eða skemmri tíma
• Að samkvæmt Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) munu 35% þeirra karla sem beita ofbeldi í nánu sambandi einu sinni, gera það aftur innan 5 vikna
• Það að að slíta ofbeldissambandi þýðir ekki sjálfkrafa að ofbeldinu linni
• Þegar kona yfirgefur ofbeldismann gengur oft í garð hættulegasti tíminn í sambandinu, og morð á konum sem slitið hafa ofbeldissambandi virðast mun algengari en morð á konum sem enn búa með ofbeldismanni
• Á Íslandi bjóðast mönnum sem beita ofbeldi í nánum samböndum meðferðarúrræðið KARLAR TIL ÁBYRGÐAR vilji þeir breyta hegðun sinni.
• Einungis 12% kvenna sem nýttu þjónustu Kvennaathvarfsis á síðasta ári höfðu kært ofbeldið til lögreglu þrátt fyrir að rúmlega 60% hafi hlotið sýnilega líkamlega áverka í sambandinu. Dómar yfir ofbeldismönnunum hafa verið afar fáir.
• Ýmsir sjúkdómar, s.s. liðagigt, asmi og lungnaþemba eru mun algengari meðal kvenna sem búa við ofbeldi heldur en annarra kvenna.
• Birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum eru ótalmargar og mismunandi en sérstaða þess birtist í því að gerandi og brotaþoli eru tengd nánum böndum sem gerir ofbeldið enn sársaukafyllra og erfiðara að forðast það en annars væri.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.