Ofbeldi í nánum samböndum -II

Höfundur: Samtök um kvennaathvarf

Yfirleitt þekkjum við líkamlegt ofbeldi og líklegt er að þú skilgreinir það sem ofbeldi ef maki þinn slær þig eða kýlir, sparkar í eða bítur þig, lokar þig inni, sker þig eða hendir í þig hlutum. Andlegt ofbeldi er erfiðara að greina og því hefur oft mikið gengið á áður en brotaþoli áttar sig á því hvað er að gerast.
Óæskileg framkoma getur stundum verið ofbeldi en stundum ekki. Það fer eftir kringumstæðum, upplifun, því sem hefur gengið á áður og því hvar völdin liggja í sambandinu. Annað flokkast alltaf undir ofbeldi.
Þú ert í ofbeldissambandi eða þú ert hugsanlega í ofbeldissambandi ef maki þinn;

• hefur þig undir ströngu eftirliti
• kemur í veg fyrir að þú hittir vini þína eða fjölskyldu
• takmarkar aðgang þinn að peningum
• kemur í veg fyrir að þú vinnir utan heimilis
• segir þér hvernig þú átt að klæðast
• kemur fram vilja sínum með hótunum
• öskrar á þig og svívirðir þig
• virðir ekki skoðanir þínar og tilfinningar
• sakar þig um svik eða framhjáhald
• þvingar þig til að horfa á klám
• gagnrýnir þig og verkin þín
• niðurlægir þig á almannafæri
• ásakar þig um það sem hann sjálfur eða aðrir bera ábyrgð á
• eyðileggur persónulegar eigur þínar
• neyðir þig til samfara eða annarra kynlífsathafna
• rengir upplifanir þínar t.d. þegar hann hefur komið illa fram við þig
• hótar að fyrirfara sér ef þú lætur ekki að vilja hans
• niðurlægir þig kynferðislega

Inni á heimasíðu Kvennaathvarfsins er að finna spurningalista sem eru gagnlegir til að meta ofbeldi í samböndum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.