Styrkjum staðalímyndirnar: Strákar eru klárari á netinu

Höfundur bloggfærslunnar er Brigitte Laloupe, en hún bloggar undir nafninu Olympe. Hún bloggar aðallega um femínísk málefni og hefur gefið út bók um svipað efni. Færslan er birt með leyfi höfundar og þýdd af Guðrúnu C. Emilsdóttur. Hún birtist fyrst 24. janúar 2012. Hvað dettur ykkur í hug þegar þið lesið fyrirsögnina á þessari grein í Le Figaro „Strákar klárari að lesa úr upplýsingum á netinu“? Að strákarnir séu frekar í essinu sínu á internetinu en stelpurnar. Útdrátturinn undir fyrirsögninni staðfestir það svo enn frekar:

„Samkvæmt rannsókn Pisa, eru strákar betri í skjálestri. Rannsóknin var framkvæmd í 16 löndum meðal 15 ára gamalla nemenda, og leiðir í ljós að stelpur eiga erfiðara með að vafra um netið en félagar þeirra.“

Stór hluti lesenda mun ekki lesa lengra. Þeir eru með aðalatriðið á hreinu. Nema hvað … þetta er alls ekki málið. Stelpur eiga ekki í meiri erfiðleikum með að vafra á netinu. Það þarf bara að fara aðeins lengra í textanum til þess að komast að raun um „að stelpur eru að meðaltali betri nemendur en strákar í öllum skólagreinum, en strákarnir eru ekki langt frá því að ná stelpunum þegar kemur að tölvulæsi!“ Sem sagt: – Stelpur eru betri í öllum skólafögunum (tölfræðilega séð) – Það á líka við um netið, en bilið er ekki eins áberandi. Til að vera nákvæmari, „þær eru betri hvort sem um tölvulæsi er að ræða eða lestur á pappír, en … forskotið minnkar. Þær skora 38 stigum umfram stráka að meðaltali í lestri á pappír í þessum 16 löndum sem rannsóknin nær yfir, sem samsvarar einu ári í menntun. En þær skora aðeins 24 stigum umfram þegar kemur að rafrænum lestri.“ Hvernig er hægt að færa sig frá niðurstöðu sem sýnir að stelpur eru almennt afkastameiri í öllum lestri, bæði á skjá og á pappír, yfir í það að segja að strákar séu klárari á netinu? Reyndar eru niðurstöður strákunum í hag varðandi tölvulæsi í þeim tilvikum þegar kynin eru jöfn í lestri á pappír. Er það vegna þess að þeir eru klárari? Fylgir kannski Y-litningnum einhvers konar netsnilld? Nei, líklegra en ósannað er að strákarnir nái sér á strik (án þess að verða endilega betri) þegar um er að ræða skjálestur, af sömu ástæðu og þeir eru betri í vélfræði eða að stelpur eru klárari í saumaskap! Afleiddar staðalímyndir þúsund ára verkaskiptingahefðar eru rótgrónar og vítahringurinn heldur áfram: 1. Upplýsingatækni er karlafag því það er tæknilegt. 2. Strákarnir eru styrktir í trú á eigin færni meðan stelpunum finnst þær sífellt minnimáttar. Frammistaða hvors hóps fyrir sig dregur dám af hinum (svokölluð pygmalion-áhrif). 3. Strákarnir leita inn á þessa braut og fá mögulega vinnu innan geirans í framhaldi af því. Stelpurnar eru mjög fáar innan upplýsingatækninnar. Annað hvort telja þær sig ekki eiga erindi í þessi störf eða þær hika við að vinna í þessum geira þar sem þeim finnst þær ekki velkomnar. 4. Af þessu er dregin sú ályktun að upplýsingatækni henti körlum betur. Þetta er svo staðfest enn frekar með ýmsu móti, eins og þessi bók sýnir (þetta er ekki grín, hún er í alvörunni til sölu):

[Með fávísar-útgáfunni getið þið orðið jafnar körlunum! – Intenet fyrir fávísar – Bók aðeins ætluð ykkur … konum! – Hentar öllum!] Svona afbökuð túlkun á rannsókn er ekki til að bæta ástandið. Og athuga skal að titillinn á greininni í Le Figaro hefur verið tekinn gagnrýnislaust upp af ýmsum öðrum fjölmiðlum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.