Konur leggja betur í stæði en karlar

Höfundur bloggfærslunnar er Brigitte Laloupe, en hún bloggar undir nafninu Olympe. Hún bloggar aðallega um femínísk málefni og hefur gefið út bók um svipað efni. Færslan er birt með leyfi höfundar og þýdd af Guðrúnu C. Emilsdóttur. Hún birtist fyrst 7. febrúar 2012.

Rekstrarstjóri bresks bílastæðafyrirtækis gerði myndband af 2500 ökumönnum að leggja bílum sínum. Greining á þessum myndum leiðir í ljós að konur eru betri en karlar í þeirri list að leggja í stæði.
– Konur eiga auðveldara með að finna stæði, því þær keyra hægar. Karlar aftur á móti keyra of hratt og missa af lausum stæðum.
– Konur eru líka betri í að stilla bílnum upp fyrir framan stæðið og leggja.
– 39% kvenna bakka af vandvirkni í stæðið, eins og mælt er með í ökuskólum. Aðeins 28% karla gera það.
– Þegar búið er að leggja bílnum, hafa 52% kvenna lagt nákvæmlega í miðju stæðisins, á móti 25% karlmanna.
– Eini þátturinn þar sem karlar koma betur út er tíminn sem það tekur þá að leggja bílnum; 16 sekúndur að meðaltali á móti 21 sekúndu hjá konunum.
Enn og aftur er sérlega athyglisvert að skoða viðbrögðin við þessum niðurstöðum. Klisjan um að konur séu verri bílstjórar er karlar er sérstaklega lífsseig, hún er einmitt tekin sem dæmi í bókinni minni. Heyrst hefur „kona undir stýri, bíllinn úti í mýri“. Til að koma fólki í skilning um hið gagnstæða þurftu tryggingafélög að bjóða upp á hagstæða samninga fyrir kvenkyns ökumenn þar sem þær valda sjaldnar tjóni. Tryggingafélögin notast nefnilega við nákvæmar og marktækar tölfræðiupplýsingar við ákvörðun iðgjalda en ekki við einhverja geðþóttaútreikninga.
Þrátt fyrir þetta varð ökukennari ónefnds skóla „hissa“ á þessum niðurstöðum, „þar sem venjulega eru karlar betri meðan á ökutímunum stendur“. „En svo virðist sem konur hafi tileinkað sér lærdóminn betur“, sagði hann í einhverjum sjónvarpsþætti. Annars vegar hefur hann óvéfengjanlega, tölfræðilega könnun sem byggir á videóupptökum og hins vegar hefur hann ályktanir sem hann dregur af daglegri reynslu sinni. Samkvæmt henni eru karlar betri en konur.
Niðurstaða hans ber keim af tveimur rökvillum:

1. Sýn hans á raunveruleikann er brengluð af almennum skoðunum. Hann heldur að karlar séu betri í að bakka í stæði og man því betur eftir þeim körlum sem gekk það vel, sem og þeim konum sem mistókst að bakka í stæði. Þetta er ekki óeðlilegt, því það samrýmist sýn hans á heiminn.
2. Það sem Bandaríkjamenn kalla „staðalímyndarhættan“. Við þekkjum hana allar: Við vitum að við kunnum að bakka í stæði, en það er nóg að maki eða vegfarandi horfi á okkur með vantrúarsvip til að okkur mistakist og við þurfum að reyna aftur og aftur áður en okkur tekst. Dómur þess sem horfir á er fyrirfram neikvæður og það veldur stressi sem leiðir til þess að við verðum óöruggari.

Fyrir þá sem ekki eru enn sannfærðir, má benda á eina staðhæfingu í viðbót: Konur leggja betur því þær fara betur eftir leiðbeiningum!
Og auðvitað er það ekki hrós! Þá er nú betra að gera þetta bara illa.

Auglýsing frá bílaleigu: Já, við leigjum líka konum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.