Þöggun í beinni

Höfundar: Gísli Ásgeirsson, Drífa Snædal

Hildur Lilliendal Viggósdóttir, sem safnaði ummælum af opnum Facebook-veggjum og birti í albúmi undir heitinu Karlar sem hata konur, var í kjölfar þess sett í 24 tíma straff á Facebook með þessari skýringu. Sá sem nefndur er þarna, sór af sér klögun. Nú hefur álíka tjáningarstraff tekið gildi og nú í 3 sólarhringa, þ.e. Hildi er meinað að birta færslur og gera athugasemdir, en má nota læk-takkann að vild. Með lokunartilkynningunni fylgdi þetta skjáskot af opnum FB-vegg. Brotið felst sem sagt ekki í því að viðhafa téð ummæli í upphafi, heldur að afrita þau og hafa eftir annars staðar.

Þeir sem kvartað hafa yfir síðum vegna haturskennds innihalds, fordóma, kláms, níðs og álíka óþverra á Facebook, vita að þar á bæ er brugðist afar seint við, ef það er þá á annað borð gert. Það þekkja þeir sem hafa sameinast í baráttu gegn slíkum síðum.

Tilgangur Hildar var að benda á hatursorðræðu í garð kvenna, sem er útbreiddari á netinu en margur hyggur. Viðbrögðin voru fyrirsjáanleg. Lítið var gert úr ummælunum en þeim mun meira ráðist á Hildi sjálfa, útlit hennar og persónu, grafnar upp færslur af bloggi hennar og slitnar úr samhengi, sjálfsagt í von um að hægt væri að sýna fram á hvað hún væri sjálf vond og ætti því ekki að hrófla við þeirri „sjálfsögðu“ iðju að fá að kasta skít og níða fólk. Þetta vilja margir fá að stunda óáreittir og bregðast ókvæða við. Lítið hefur hins vegar borið á umræðu um efni safnsins, enda er erfitt fyrir lítið samfélag að horfa í spegilinn á svona stundum.

Allt frá því femínistar fóru að benda á misrétti og krefjast aðgerða hafa sömu aðferðir verið notaðar til að draga úr vægi orða þeirra og krafna. Umræðunni er beint frá því sem skiptir máli og reynt að þagga niður í háværum röddum. Þessi klisjukenndu viðbrögð hafa nú borist í netheima og verður misréttið átakanlega augljóst við slíkar aðtæður. Viðbrögð við myndaalbúmi Hildar sýna að enn er langt í land í jafnréttisbaráttunni

„Afbrot“ Hildar var að birta internetið á internetinu. Allt efni myndasafnsins umtalaða var tekið af opnum veggjum og vísað í heimildir. Flest ummælin eru enn á sínum stað. Meðan rödd Hildar er þögguð, fá aðrir að dreifa sínum sora óáreittir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.