Frá lesanda

Höfundur: Lesandi
Góðan dag og takk fyrir knuz 🙂
Mér liggur dálítið á hjarta sem mig langar að fá að deila með ykkur. Í *skóla er árshátíð hjá börnunum og var ein slík haldin nýlega hjá þeim börnum sem eru að fara fermast. Þar var kosin “prinsessa” skólans og krýnd með tilheyrandi fegurðardrottningarborða. Mér blöskraði alveg og það vöknuðu hjá mér spurningar um hvað liggur að baki. Er þetta ekki ávísun á eitthvað kolrangt? Stúlkan sem fékk þessa nafnbót fær eflaust ekki gott veganesti að ég held. Þarna er hún kosin “prinsessa” og verðlaunuð fyrir það illa ígrundaða hlutverk.
Mig langaði að biðja lesendur knúzsins að segja mér skoðun sína á þessu máli. Eru svona kosningar í grunnskólum æskilegar? Hvaða afleiðingar gætu svona titlar og kosningar haft á börnin, bæði þau sem titlana hljóta og þau sem hljóta þá ekki? Það væri gaman að heyra frá sem flestum.
Kveðja, lesandi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.