Gullbarbie

Þýtt og endursagt af Kristínu Guðnadóttur. 


Gullbarbie verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem talin eru senda verstu skilaboðin til barna og ungs fólks um kynlíf og fegurð. Fataframleiðandinn Jack & Jones fékk þann vafasama heiður að taka á móti Gullbarbie fyrir árið 2011. Fyrirtækið framleiðir tískufatnað fyrir unga karlmenn.
Skilaboð þeirra eru að menn sem klæðast fatnaði frá Jack & Jones séu svo vinsælir meðal kvenna að nauðsynlegt sé að koma sér í gott form til að vera klárir fyrir allt kynlífið sem vinsældunum fylgi.
Auglýsingaherferð þeirra kallast Fitness Club og er hægt að skoða hér.


Fjórir voru tilnefndir til Gullbarbie verðlaunanna fyrir árið 2011:
  • Jack & Jones fyrir auglýsingaherferðina Fitness Club sem er tilnefnd vegna þess hve kynferðisleg hún er og vegna kynjamisréttis.
  • Hennnes og Mauritz. Tilnefning kemur til vegna mjög grannra fyrirsæta sem eru slæmar fyrirmyndir og lagfæringa á auglýsingum sem verða til þess að fyrirsætur líta ekki eðlilega út.
  • Vogue. Auglýsing er tilnefnd vegna þess að börnum er stillt fram eins og fullorðnum, klædd og förðuð sem sexy og tískumeðvituð.
  • Diesel. Auglýsingin er tilnefnd vegna þess að ilmvatnsflaska fyrirtækisins er sett fram eins og hún standi fyrir eitthvað annað en að vera ilmvatn. Auglýsingin snýst um kynlíf en ekki vöru.Það voru yfir 1500 manns, ungt fólk víðsvegar frá í Noregi sem kusu Jack & Jonesauglýsinguna, Fitness Club sem verstu skilaboðin til barna og ungs fólks um kynlíf og fegurð. Það er Press – Redd barna ungdom, sem stendur fyrir verðlaununum. Þeim er ætlað að vekja athygli á óheilbrigðum líkams- og fegurðarímyndum sem beint er að börnum og ungu fólki í gegnum auglýsingar.Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru veitt. Verðlaunahafi Gullbarbie fyrir árið 2010 var fataframleiðandinn Diesel fyrir gallabuxnaauglýsingar sínar þar sem barnungar fyrirsætur sátu fyrir í samfarastellingum klæddar gallabuxum frá fyrirtækinu. Diesel auglýsinguna má sjá hér.
Myndirnar sem skreyta pistilinn eru, auk sjálfrar Gullbarbiedúkkunnar, auglýsingarnar fjórar sem tilnefndar voru í ár.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.