Hver er skrautdúkkan?

Höfundur: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ég hef verið sakaður um margt á langri leið en aldrei fyrr um að gera lítið úr konum.  Eftir að hafa í áratugi tekið virkan þátt í jafnréttisbaráttunni og átt þar fjölda áhrifaríkra kvenna að samherjum og samstarfsmönnum er svona sending vissulega ný reynsla!“ (ÓRG  á FB)


Þetta er svar forsetans við gagnrýni Rósu Erlingsdóttur á málflutning hans í kosningabaráttunni. Í ljósi þessara fullyrðinga sætir fyrirlitningartónninn furðu þegar mótframbjóðendur hans ber á góma og hafa spjótin einkum beinst að einum þeirra. Hvernig rímar það við meinta virðingu hans fyrir konum, að tala um skrautdúkkur og skrautsýningar og láta í það skína að hún hafi hvorki sjálfstæðan vilja né hugsun?

Það er sannarlega fagnaðarefni að fá yfirlýsingar um virkan þátt forsetans í jafnréttisbaráttunni. Gaman væri að fá ábendingar um þennan meinta dugnað, s.s. greinaskrif, aðgerðir og annað því um líkt sem ber vott um framlag sameiningartákns þjóðarinnar í þessum mikilvæga málaflokki. 


Einnig vekja athygli ítrekuð ummæli forsetans um maka mótframbjóðanda síns sem ætlað er að rakka niður starfsheiður hans. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að leiðrétta þennan málflutning og er ítarlegustu samantektina að finna í þessari grein. Þetta vekur einnig þá spurningu hvort einlægur jafnréttissinni myndi ráðast svona að maka mótframbjóðanda síns? Tímasetningin vekur einnig furðu þar sem mótframbjóðandinn er í stuttu fæðingarorlofi og hefur átt óhægt um vik til að svara.

Það er í anda jafnréttis og hvatningar minnar um að umræðan sé málefnaleg og kurteis. “ (ÓRG á FB)


Málefnaleg og kurteis barátta er vonandi þjóðinni að skapi og þótt einn frambjóðandi gleymi sér í hita leiksins og grípi til stóryrða, eiga kjósendur betra skilið. Þessi gamalkunni tónn eldri manns í valdastöðu minnir óþægilega á umtal um Vigdísi Finnbogadóttur þegar hún bauð sig fram og Rósa Erlingsdóttir bendir á í grein sinni. Töluð orð verða trauðla tekin aftur. Merkilegt er líka hve mikinn hljómgrunn þetta á meðal kjósenda.
Þetta heitir kvenfyrirlitning á mannamáli.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.