Stjórnarskrárráð og kynferðisleg áreitni

Lög um kynferðislega áreitni felld úr gildi – fjöldi mála í upplausn
Í Frakklandi voru lög  um kynferðislega áreitni felld úr gildi 4. maí s.l. vegna ónákvæms orðalags varðandi skilgreiningu á afbrotinu.  Engin ný lög hafa verið tekin í gildi í staðinn þar sem ekki er búið að skilgreina hvað kynferðisleg áreitni er. Það hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal lögfræðinga, kvennasamtaka og almennings, því þau mál sem ekki var búið að úrskurða um og heyrðu undir þessi lög falla einnig niður. Aðeins er hægt að taka þau mál upp sem hægt er að endurskilgreina og fella undir önnur lög, s.s. vinnuréttarlög. Nýju lögin verða ekki afturvirk og því nokkuð ljóst að ekki verður hægt að dæma í mörgum málum.
Það hefur ekki síður vakið athygli að sá sem lagði fram tillögu um ógildingu laganna fyrir Stjórnarskrárráði Frakka sem ber ábyrgð á setningu laga, er fyrrverandi þingmaður sem var dæmdur fyrir kynferðislega áreitni árið 2011.
Um þetta mál bloggar  Brigitte Laloupe, en hún bloggar undir nafninu Olympe. Hún bloggar aðallega um femínísk málefni og hefur gefið út bók um svipað efni. Færslan er birt með leyfi höfundar og þýdd af Guðrúnu C. Emilsdóttur. Hún birtist fyrst 5. maí 2012.
Stjórnarskrárráð og kynferðisleg áreitni

Stjórnarskrárráðið hefur fellt úr gildi lög um kynferðislega áreitni og tekur niðurfellingin gildi án tafar. Það þýðir að brotið sem slíkt er ekki lengur til og ekki hægt að kæra það, enda falla öll mál niður sem heyra undir þessi lög og eru í ferli.

Það er vissulega hlutverk Stjórnarskrárráðsins að hafa eftirlit með því að lög séu samin af vandvirkni, að þau séu rétt og að hægt sé að beita þeim. Svo virðist sem þessi lög hafi ekki verið nógu nákvæm.
En það má benda á þetta:

  • Það vissu allir að lögin þörfnuðust betrumbóta, þar með talið Stjórnarskrárráðið sem hafði áður vakið máls á því. Í mörg ár hefur AVFT (Evrópskt samband sem berst gegn ofbeldi sem konur verða fyrir í starfi) barist fyrir því að lögin verði lagfærð. Frá árinu 2009 hefur upplýsinganefnd um ofbeldi gegn konum, sem þingkonan Danielle Bousquet veitir forstöðu,  mælst til þess að lögin verði samræmd við annars vegar Vinnuréttinn sem inniheldur ákvæði um þessi mál og hins vegar við skilgreiningu á Evrópurétti þar sem hún er mun nákvæmari. Í framhaldi af því gerði neðri deild þingsins EKKERT, þrátt fyrir að vera venjulega snögg að afgreiða ný lög eftir hin ýmsu atvik sem upp hafa komið. (http://www.assemblee-nationale.fr/13/rap-info/i1799-t1.asp#P3348_642292)

Erfitt er að horfa framhjá því að hugsanlega hefði niðurstaðan orðið önnur ef fleiri konur væru á þinginu eða í Stjórnarskrárráðinu.

https://i0.wp.com/blog.plafonddeverre.fr/public/conseil_constitutionnel_2012.JPG
Meðlimir ráðsins (af blog.plafonddeverre.fr/)

Til athugunar: Mæli með að þið lesið minnismiða lögfræðingsins Eolas um þetta mál varðandi vinnuréttinn:
„Fyrst og fremst, þá er kynferðisleg áreitni á vinnustað enn refsiverð samkvæmt Vinnuréttarlögum og skilgreind í ákvæðum laganna (http://www.legifrance.gouv.fr/affichCodeArticle.do;jsessionid=0851A8DC8710B134D3E33FFD6A5247EF.tpdjo06v_1?idArticle=LEGIARTI000006900818&cidTexte=LEGITEXT000006072050&dateTexte=20120505). Jafnframt er þar að finna ákvæði um refsiheimildir. Þessar lagaheimildir hafa ekki beint með ákvörðunina frá 4. maí að gera. Fram að þessu miðuðu allar ákærur við ákvæðið í hegningarlögunum sem var svo víðfeðmt að öll tilvik gátu heyrt undir það. Þær ákærur sem snerta vinnustað geta verið endurskilgreindar sem kærur um kynferðislega áreitni á vinnustað og málaferlin geta þá áfram haft sinn gang. Þetta á þó aðeins við um einkafyrirtæki, milli launþega og vinnuveitanda sem bundnir eru ráðningarsamningi (tímabundnir og ótímabundnir ráðningarsamningar, lærlingssamningar og námssamningar). Það á hins vegar ekki við ráðningartengsl innan hins opinbera eða gagnvart viðskiptavinum fyrirtækja sem ekki eru aðilar að ráðningarsamningi.“

Og Eolas tekur jafnframt fram:
„að vandamálið er hve starfsaldurinn meðal stjórnmálamanna er langur í Frakklandi (þessar 4 manneskjur hafa hrærst í 38 ár innan stjórnmálanna)“.*


*Þessar 4 manneskjur sem vísað er til varðandi langan starfsaldur, eru þær sem skrifuðu undirtillöguna um ógildingu laganna.

Ein athugasemd við “Stjórnarskrárráð og kynferðisleg áreitni

  1. Bakvísun: Kynferðisleg áreitni: Frakkar auðvelda dómaframkvæmd og þyngja refsingar | *knùz*

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.