„Má ég vera með?“

Höfundur: Gísli Ásgeirsson


Um þessar mundir eru 40 ár frá því að Bandaríkjaþing samþykkti lög, svonefnd Title IX, sem kveða á um að opinberar stofnanir, s.s. skólar, leggi jafnmikið fé í íþróttir karla og kvenna. Í Kanans landi koma skólar í stað hefðbundinna íþróttafélaga og þessi lög höfðu þau áhrif að þátttaka kvenna í íþróttum fór úr 1% í 40% á tæpum 30 árum. Þótt margir teldu þetta sjálfsagt réttlætismál linnti ekki kærum og dómsmálum næstu áratugina, þar sem reynt var að túlka og teygja ákvæðið í allar áttir.  Andstæðingar laganna tala um kynjakvóta og jákvæða mismunun, fylgjendur þeirra benda á gífurlega aukningu í þátttöku kvenna í íþróttum og árangur þeirra á heimvísu í kjölfar þeirra. Þessi umræða er enn lífleg eins og sjá má hér. Áhrif laganna á jafnrétti eru óumdeild og þeirra gætir jafnmikið utan vallar sem innan.

Körfuboltalið Yeddah United

Meðan grannar okkar í vestri fagna þessum tímamótum, vannst áfangasigur í Sádi-Arabíu. Sádar féllust á það með semingi að leyfa konum að keppa á Ólympíuleikunum í London sem hefjast eftir mánuð. Til þess þurfti að beita hörðu því  IOC hafði hótað að meina Sádum þátttöku vegna kynjamismunar. Að vísu er þeim mikið í mun að konurnar gæti virðingar sinnar í klæðaburði og talið er að keppendur í kvennaflokkum verði í víðum klæðnaði og með höfuðklút sem hylur hár en ekki andlit. Þetta er gert til að viðhalda virðingu þeirra, eins og segir í yfirlýsingu. 


Þótt Vesturlandabúum þyki þetta svo sjálfsagt að varla þurfi um að ræða, eru ýmsir trúarhópar þar eystra ákaflega ósáttir við ákvörðunina og spáð er mótmælum og kröfugerðum þegar eina konan í keppendahópi Sáda, þreytir keppni í hestaíþróttum. Í landi þar sem konur mega ekki aka bíl, telja sjálfsagt einhverjir að þær geti trauðla stjórnað hesti í stökkum yfir hindranir. Spurningin í fyrirsögninni á að tilheyra fortíðinni. Það á að ganga út frá þátttöku beggja kynja sem sjálfsögðum og eðlilegum hlut. Konur eiga ekki að þurfa að biðja um leyfi til að vera með, heldur mæta og taka þátt. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.