Viðtal: Páll Óskar Hjálmtýsson

„Það er engu líkara en að sá eini sem fær að vera í friði í þessum heimi sé hvítur, streit karlmaður í jakkafötum, hægrisinnaður, sem á peninga. Og stundum er þessi karlmaður með Biblíuna í annarri hendinni og byssuna í hinni. Allt annað má kalla einhverjum nöfnum, er hægt að uppnefna: helvítis femínisti, helvítis kellingar, helvítis hommar, helvítis þið, bleh! Út með kvenfyrirlitninguna, út með fyrirlitninguna á öðrum kynþáttum, eða á fólki sem er í annarri stöðu eða stétt en þú – við eigum öll að sitja við sama borð.“ 
   
 – Páll Óskar Hjálmtýsson (í kvöldfréttum RÚV 6. ágúst 2011)
Í tilefni Hinsegin daga – og iðandi af tilhlökkun til gleðigöngu og almennra hátíðahalda núna um helgina – rifjar Knúz.is upp eftirminnileg og áhrifarík orð Páls Óskars á RÚV eftir gleðigönguna í fyrra: Páll Óskar á Gay Pride 2011
Við spurðum í framhaldinu Pál Óskar um viðtalið, ummælin og viðbrögðin sem þau vöktu:
„Viðbrögðin voru mjög sterk – og þau voru bæði mjög jákvæð og mjög neikvæð og allt þar á milli. Ég man að margir sögðu við mig: „Loksins sagði einhver það sem ég hef alltaf verið að hugsa!“, og það var eins og einhverjum þætti það hreinlega léttir að heyra mig segja þetta upphátt.
Svo var eins og ótrúlega margir væru sannfærðir um að ég hefði verið að tala eitthvað sérstaklega um MIÐALDRA „hvíta, streit karlmenn í jakkafötum“, sem er algjör misskilningur – ég nefndi aldrei orðið „miðaldra“. Ég var alveg eins að tala um stráka í átta ára bekk – við munum öll eftir strákunum í bekknum okkar, þessum í íþróttaklíkunni sem áttu réttu græjurnar og voru með rétta lúkkið og stjórnuðu einfaldlega bekknum! Kannski var það út af þessum miðaldra-misskilningi sem mörgum fannst að sér vegið…!“
„En ég fékk líka tölvupósta frá karlmönnum með athugasemdum á borð við „Nú hefur þú gengið of langt, Páll Óskar – hér með lýkur mínum „tolerance“ gagnvart þér!“ og þá fann ég sterkt fyrir því hvað það er ótrúlega mikill munur á því að „umbera“ eitthvað og að „samþykkja“ það. Þarna var eitthvað lið sem hafði ákveðið að það ætlaði að sýna mér einhvern „tolerance“ – svo framarlega sem ég „gengi ekki of langt“ –  eins og með því að segja eitthvað sem þessu fólki fannst persónulega óþægilegt að heyra – og þannig hugsunarháttur er svo rosalega langt frá „acceptance“. Sem er það sem við erum að berjast fyrir!
Með þessum brýningarorðum frá Páli Óskari óskar Knúzið hinsegin fólki og öllum hinum í regnboganum gleðilegra Hinsegin daga!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.