„Öfgafemínista vísað úr strætó: Notar túr til að gagnrýna auglýsingar á apótekapokum“ MYNDIR

Höfundur: Hildur Lilliendahl Viggósdóttir 

Mynd:  http://www.flickr.com/photos/marniejoyce/ 

Gloria Steinem skrifaði einu sinni grein um það hvernig heimurinn væri ef blæðingar væru hlutskipti karla en ekki kvenna. Í inngangi segir hún frá konu sem hún þekkti sem byrjaði óafvitandi á bullandi túr þannig að rauður blettur myndaðist á kjólnum hennar meðan hún stóð á sviði í heitu rifrildi. Þegar einhver hvíslaði að konunni hvað hefði gerst sagði hún við áhorfendurna, (bara karlar): „Þið ættuð að vera stoltir af því að hafa konu á blæðingum á sviðinu ykkar. Það er sennilega það fyrsta raunverulega sem hefur hent þennan hóp í  áraraðir.“ 

Hér eru nokkur þeirra atriða Steinem telur upp í framhaldinu, þ.e. hennar sýn á það á hvaða hátt heimurinn væri öðruvísi ef karlar færu á túr:

 • Hægri vængur stjórnmálanna og bókstafstrúarmenn myndu túlka blæðingar (men-struation) sem ótvíræða sönnun þess að einungis karlar gætu þjónað Guði og þjóð í stríði („Þú verður að gefa blóð til að taka blóð“), setið í æðstu pólitísku embættunum („Geta konur verið nægilega öflugar án hins mánaðarlega hrings sem stjórnast af plánetunni Mars?“), verið prestar, ráðherrar, Guð Sjálfur („Hann gaf blóð sitt fyrir syndir okkar“) eða rabbínar („Án hinnar mánaðarlegu úthreinsunar syndanna eru konur skítugar“).
 • Hinsvegar myndi vinstrið, róttæku karlarnir og frjálslyndu karlarnir, fullyrða að kynin væru alveg jöfn, bara ólík; að kona gæti vel gengið við hlið karla ef hún væri bara viljug til að horfast í augu við að tíðaréttindin væru öðrum réttindum fremri eða að þær særðu sig svöðusári mánaðarlega („Þú verður að gefa blóð fyrir byltinguna.“)
 • Ungir drengir myndu tala um fyrstu blæðingarnar eins og hið öfundsverða upphaf karlmennskunnar. Gjafir, trúarlegar athafnir, hátíðlegir málsverðir og steggjapartí yrðu notuð til að halda upp á daginn. 
 • Læknavísindin myndu lítið nenna að rannsaka hjartaáföll, enda nytu karlmenn ákveðinnar hormónaverndar gagnvart þeim, en hefðu þeim mun meiri áhuga á túrverkjum. 
 • Tölfræðilegar rannsóknir myndu sýna að körlum gengi betur í íþróttum og ynnu til fleiri ólympíuverðlauna á meðan þeir væru á blæðingum. 
 • Bindi og tappar og annað slíkt væri að sjálfsögðu ókeypis. 
 • Sjónvarpsþættir myndu taka opinskátt á blæðingum. Ef við heimfærum 9. áratugar dæmi Steinem yfir á mína kynslóð hefðu Ross og Joey reynt að sannfæra Chandler um að hann væri enn alvöru karlmaður, þrátt fyrir að hafa ekki farið á túr í tvo mánuði. Allir karlarnir í Survivor færu á túr á sama tíma. Sama myndi gilda um dagblöð („Hákarlar ógna blæðandi körlum,“ „Dómari vísar í hið mánaðarlega við náðun nauðgara.“) Og svo bíómyndir (Newman og Redford saman í Blood Brothers!)

Steinem er fyndin kona. En svona er heimurinn ekki. Heimurinn er þannig að blæðingar eru kvenna og aðeins kvenna. Það er mín reynsla að blæðingar eru jaðarsettari sem umræðuefni í kynjablönduðum hópum en kynlíf, hægðir og jafnvel sjálfsfróun. Ég er til dæmis á póstlista með sjö öðrum konum og einum karli. Við erum öll góðir vinir og almennt tilbúin til að tala um hvað sem er. Um daginn var ein þessara kvenna á fyrstu blæðingunum í langan tíma. Hún segir í þessum lokaða hópi að henni finnist þetta hundleiðinlegt og spyr hvort konur geri þetta raunverulega í hverjum einasta mánuði. Inn í þessa litlu pælingu stakk hún samt afsökunarbeiðni innan sviga karlinum í hópnum til handa. Af því að við erum allar búnar að læra að beygja okkur undir þá hugmynd að karlar eigi ekki að þurfa að hlusta á blæðingatal.

Sjálf lenti ég í blæðingaleiðindum í gærmorgun. Ég var á leiðinni í vinnuna, var alltof sein og töluvert stressuð. Þegar ég stóð upp til að fara út úr strætó fann ég blóðið byrja að fossa úr mér. Ég átti ekki von á þessu (blæðingarnar mínar eru óreglulegar þessa dagana, þær eru nýbyrjaðar aftur eftir að ég hætti á getnaðarvörn sem slökkti algjörlega á þeim) og ég hef raunar ekki upplifað svona kraftmiklar blæðingar síðan ég var unglingur. Nema hvað. Ég laumaði mér taugaveikluð út úr strætó og þurfti að ganga 300 metra til að komast í vinnuna og á klósettið. Á þessum 300 metrum blæddi mér svo gríðarlega að í gallabuxunum mínum var blettur á stærð við kettling. Ég var rennblaut niður á læri. Það var því ekkert að gera annað en að koma mér inn á skrifstofu og tilkynna um það að ég þyrfti að fara aftur heim. Ég gaf þremur konum dagsanna skýringu á aðstæðum mínum, fullkomlega ófeimin, en vissi jafnframt vel að ef einhver þeirra hefði verið karl hefði ég bara blikkað hann og sagst þurfa að fara aftur heim að sinna „kvennavandamálum“ eða eitthvað slíkt.

Plastpokinn góði

Á leiðinni heim skrifaðist ég á við nokkrar konur, hluta af ritstjórninni hérna á knúz, í símanum mínum. Sagði þeim í framhjáhlaupi sem var, að ég sæti aftast í strætó ofan á plastpoka á leiðinni aftur heim því fötin mín væru eitt helvítis blóðbað. Út frá því ræddum við aðeins um þessa jaðarsetningu blæðinga og komumst að þeirri niðurstöðu að við þyrftum að „ofdeila“ með náunganum (les.: karlmanninum) til að fá þessu breytt. Mig langar að snúa þessu við. Mig langar að geta sagt hverjum sem er að ég sé á bullandi túr án þess að uppskera grettur eða taugaveiklun eða hroll eða skilaboð sem segja á einn eða annan hátt: þú hefðir ekki átt að segja mér þetta, ég vil ekki vita þetta, láttu mig í friði, ég er vandræðalegur, mig langar að æla etc.

Því segi ég: Ég heiti Hildur og hér er mynd af plastpokanum sem ég sat á í strætó á leiðinni heim úr vinnunni og næst ætla ég kannski að skrifa um brjóstahaldara. Knùz og bless.

19 athugasemdir við “„Öfgafemínista vísað úr strætó: Notar túr til að gagnrýna auglýsingar á apótekapokum“ MYNDIR

 1. Sko. Það kemur engum við nema þér sjálfri hvort þú sért með pípandi niðurgang, eða fossandi blæðingar.Ég held að ég þekki ekki eina manneskju sem líkar við það að vera á túr. Þegar þú ert í vinnuni, þarft að skíta, ferðu þá til allra og lætur þá vita að þú hafir verið að drulla í dolluna ? neeeei.Farðu nú að kveikja á heilabúinu í þér.

 2. Kleikur, ertu í alvörunni að bera saman blæðingar og niðurgang?Það að vera með niðurgang er engan vegin „eðlilegt“ ástand. Manneskja með niðurgang er með magapest eða hefur borðað skemmdann mat.Það að vera á túr er hinsvegar fullkomlega eðlilegt ástand sem allar konur ganga á gegnum u.þ.b. 1 sinni á mánuði. Hildur er ekki að tala um það í greininni að hún ætti alltaf að vera að auglýsa það að hún sé á túr heldur að það er virkilega slæmt að við konur þurfum að skammast okkur fyrir þennan eðlilega hlut.Ég vil líka benda þér á það að það er algjör óþarfi að koma með þennan dónaskap í lokinn. Við eigum líka að geta talað saman á málefnalegan hátt á netinu.

 3. bíddó okey semsagt þið eruð að halda því framm að þið mynduð vita hvernig heimurinn væri ef hann væri öðruvísi?gengur ekki upp þetta gengur eins og bíll ef við breytum einum hlut þá verðum við að breyta meiru til að þetta gangi upp og það að geta vitað eitthvað sem er ekki búið að gerast.hvernig veit ein manneskja já ef kallar færu á túr þá er allt það sem við þurfum að gera búin að pæla í því við höfum það ekki jafn gott og þið eruð að halda framm ég er orðinn svo full þreittur á einhverju svona bulli sem byggist á einu orði EF.já ég ætla blogga um eitthvað sem ég veit ekki skít umm (þá er ég að tala um að þetta „EF“ kallar væri á blæðingum)hættu að búast við því að allir sem eru með typpi eru karlrembur ég man þegar femenismi var fyrir jafnrétti ekki kvennrembur

 4. Ég var einu sinni að fara í kaffi á gamla vinnustaðnum mínum og mætti þá körlunum tveimur á útleið, fölum og fáum. Konurnar voru að segja fæðingarsögur. Þeir eru báðir feður. Lífsreynsla kvenna er svo ósmekkleg.

 5. Hehehe…Ég var nú sjálfur vitni að því að stúlka sem ég var að vinna með blygðaðist gríðarlega vegna blæðinga og túrverkja einn daginn. Hún sagði hinum stúlkunum á vinnustaðnum frá því með semingi, en hún hætti algjörlega að tala þegar ég var í sjónmáli. Ég falaðist eftir því að fá upplýsingar um hvað væri í gangi og það var ekki lítið mál að kaupa verkjalyf, dömubindi, tíðatappa eða þvíumlíkt handa henni, og handa öllum stelpunum, því það er sjálfsagt! Því jú, þetta er jafneðlilegt og að laufblöð vaxi á trjám. Skil ekki þennan ógeðisstimpil sem blæðingar hafa fengið á sig…skil’ett’ekki!Þannig gott hjá þér að ,,koma út úr skápnum“ með þínar blæðingar…;)

 6. Monkey – ef þú ert orðinn svo þreyttur á svona „bulli“ afhverju lestu þá pistla Hildar? Og þú byrjar vel á því að skrifa um eitthvað sem þú veist ekkert um þannig að endilega haltu því áfram, og einmitt ekkert einbeita þér að stafsetningu eða málfræði. Ég hef verið svo lánsöm að þekkja marga alvöru karlmenn sem ekki kippa sér upp við blæðingar, fæðingar eða annað náttúrulegt tengt mannslíkamanum. Mér þykja pempíur hundleiðinlegar. Ég er svo leið á þessu ungkarlahatri á femínisma, og þessu skítkasti á Hildi og okkur hin sem ræða þessi mál. Og túr er ágætis skurðpunktur náttúru og menningar og tökum túrinn því úr skápnum, ég heiti Oddný og fer bráðum að byrja á bullandi túr!

 7. Takk Hildur, ég er sammála þér að það er alveg út í hött að blæðingar þurfi að vera eitthvað voða feimnismál. Allar konur þurfa að díla við þetta, afhverju má maður ekki tala um það við fólk? Hef þó nokkuð oft fengið „ojj, too much information“ viðbrögð frá karlmönnum, þar sem ég hef ekki getað tamið mér að halda kjafti yfir t.d. túrverkjum. Það er auðvitað óþarfi að tilkynna öllum sem maður hittir allt um sinn tíðarhring, en það koma upp aðstæður þar sem manni langar til að tala um eitthvað honum tengt, og þá ætti að vera ofur eðlilegt að gera það.

 8. spritti, Kleikur, Guðmundur, Monkey: ef móðir ykkar hefði aldrei farið á blæðingar hefðuð þið aldrei getað fæðst til að tjá ykkar lítilfjörlegu plebbalegu athugasemdir.
  Þið færuð ykkur að voða ef þið sýnduð slíka óvirðingu gagnvart systrum mínum, móður eða vinkonum mínum.

  Tillitsleysi sprettur oft út frá ótta sem sprettur út frá þekkingarleysi. Að menning okkar sé, af nefnilega stórum hluta, tillitslaus gagnvart eðlilegu ferli líkamans sýnir að hún sé fáfróð um hið sama.
  Auka þarf líkamsfræðslu skólanna, en það eitt er ekki nóg því margir hunsa það sem þeir „læra“ í skóla.

  Kvenfólk, ungt sem aldrað, ekki skammast ykkar fyrir blæðingar og ekki vera hræddar við að benda karlmönnum á hvað það er aulalegt að vera fáfróðir um blæðingar (svo lengi sem maður býr í samfélagi með kvenfólki). En fremur, þeir sem gera hæðast að blæðingum, eða eru illkvittnir gagnvart hverju því sem fólk getur ekki gert af, bera vott um sitt eigið þroskaleysi eða pathólógíu. Ótti og/eða fáfræði er aldrei cool.

 9. Eitt sem þú gleymir að hugsa út í að okkur karlmönnunum finnast blæðingar svona ógeðslegar því þær eru fjarri okkur. Alveg einsog mörgum stelpum finnst sæði ógeðslegt því það er fjarri þeim, á meðan okkur strákunum finnst ekkert eðlilegra.

  Að sjálfsögðu eiga konur ekkert að þurfa fela það að þær séu á túr en að pósta mynd af alblóðugum plastpoka er ekki rétta aðferðin í þeirri barráttu.

 10. Ég er kvenmaður og er búin að vera á blæðingum afar lengi, ég veit fátt ógeðslegra en það að fara á blæðingar, ég er ekki „fjarri“ blæðingum en finnst þetta samt sem áður viðbjóður, þó þetta sé eðlilegt og allt það þá vill ég ekki að þetta sé dagleg umræða mín við fólk, í öllum guðans bænum ekki fara að berjast fyrir að þetta verði OK samræður í jólaboðum !!

 11. Mikið óskaplega hef ég gaman af því að lesa þessa steypu hérna, hahaha.
  Ekki get ég sagt að ég þekkji eina konu sem skammast sín fyrir að vera á túr en það er ekkert girnilegt.
  Ég get ekki sagt það að mér persónulega langi mikið að ræða við aðrar konur sem ég þekkji og segja „úff, ég er á svo bullandi túr að það bara fossar úr mér.“ og ég væri heldur ekki mikið til í að vinkonur mínar myndu ræða þetta við mig.
  Kvef er rosalega eðlilegt líka en ég fer ekkert að ræða horið mitt við fólkið í kringum mig.
  Hvernig væri að berjast fyrir einhverju sem skiptir máli? Eins og að stelpur sem hafa lent í kynferðisofbeldi geti talað um það án þess að skammast sín? eða að stelpur geti talað um geðsjúkdóma eða slíkt annað án þess að vera dæmdar?

  Persónulega, held ég að þessi grein sé mesta tímaeyðsla sem ég hef nokkurtíman upplifað.. En samt er líklega meiri tímaeyðsla að segja mína skoðun afþví öfga femínistar eru svo þröngsýnir að það er ekki fyndið.

 12. Skil ekki afhverju þú skammast þín fyrir túr né hikar við að segja frá túr Hildur….
  En að fara út í details eða að birta mynd af plastpokanum ? Wtf…

  Ég er karlmaður, ég ætla hér eftir að berjast fyrir því að fólk ræði um forhúðarost.
  Ég er byrjaður að safna honum í krukku, mun pósta mynd við fyrsta tækifæri, þegar ég er búin að safna smá magni.

  Forhúðarostur er bara mjög eðlilegur hlutur og ég ætti ekki að skammast mín fyrir hann!!

  • way to prove my point. hefði verið semí-viðeigandi svar ef ég hefði safnað tíðablóði saman einhversstaðar, fremur en að við værum að tala um óviðráðanlega og fullkomlega eðlilega líkamsstarfsemi. en góð tilraun.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.