Konan í karlinum


Fyrir helgi spruttu upp líflegar umræður á netinu um forsíðumynd í blaðinu Nýju lífi. Myndin er af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins.

Umræðan kom til af ýmsu. Myndin var tengd við fyrri afhafnir og pólitík Bjarna svo dæmi sé tekið. En það var líka rætt um myndina út frá hugmyndum um karlmennsku og kvenleika.

Forsíðumynd Nýs lífs af Bjarna var stillt upp með óvenjulegum hætti. Á myndinni sjáum við karl sem er formaður í stórum stjórnmálaflokki.  Hann er á stuttermabol, situr á tréborði, hallar sér afturábak og horfir brosandi og eilítið dreyminn út í loftið.

Í facebook-umræðum um myndina sá ég m.a. eftirfarandi ummæli:

„hef sjaldan séð eins kvennlega [sic!] mynd af karlmanni .. hahahahahhahaha !“

Annars staðar sá ég sagt:

„Hver eru skilaboð þessarar myndar? Að þjóðin þurfi á kvenlegum eða barnslegum leiðtoga að halda?“

Áhugavert er hversu sterkt fólk virðist tengja myndmálið á forsíðunni við eiginleika sem það metur karllæga/kvenlæga. Líka er eftirtektarvert að  það að telja megi Bjarna kvenlegan á myndinni sé fyndið.

Líklega hefði komið fáum á óvart að sjá valdakarl myndaðan eins og sjá má á teikningunni. Jakkaföt, bindi og maður sem hallar sér eilítið framávið, sjálfsöruggur á svip, eru algeng þemu í myndum af körlum.

 

Konur eru hins vegar mun oftar myndaðar einhvern veginn svona:

Forsíðumyndin af Bjarna Benediktssyni á forsíðu Nýs lífs er mun líkari myndum sem við eigum að venjast af konum en körlum. Feminískir fræðimenn hafa bent á að einkenni sem eru tileinkuð konum, séu sett skör lægra en þau sem talin eru karlmannleg.  Hér gæti verið komin skýring á hlátri einhverra yfir myndinni.  Fólki gæti þótt fyndin tilhugsunin um valdakarl sem mætir hress í myndatöku hjá tímariti og endar svo á forsíðunni eins og hver önnur „kerling“.

Fljótlega eftir að forsíðumyndin birtist hafði henni verið skeytt við mynd af leikara bandarísku myndarinnar  „The Forty Year Old Virgin“.  Þessari mynd deildi fólk flissandi á Facebook. Vissulega er hágreiðsla fertuga hreina sveinsins og Bjarna svipuð og brosið líkt og jafnvel skyrtan. En vísunin í skort á karlmennsku er líka augljós. Á sama hátt og karlmaður sem náð hefur fertugsaldri og hefur enn ekki sofið hjá er talinn hlægilegur, þá er valdakarl sem lætur mynda sig dreyminn og dálítið berskjaldaðan það líka.

Líklega er óhætt að fullyrða að enginn hefði nennt að ræða forsíðu Nýs lífs ef kona hefði setið þar fyrir í sömu stellingum og Bjarni. Það hefði líka verið ofurvenjuleg framsetning.

Það er mikilvægt að ræða hvernig kynjamyndir birtast okkur í fjölmiðlum, hvort sem er á forsíðum lífsstílsblaða, í auglýsingum eða öðru. Hvers vegna eru konur hlutgerðar og myndaðar í stellingum sem láta þær líta út fyrir að vera ósjálfbjarga og viðkvæmar? Og hvers vegna eru karlar sem myndaðir eru án þess að senda sjálfkrafa skilaboð um mátt og megin taldir hlægilegir?

Svör við þessum spurningum gætu ef til vill hjálpað okkur í átt að því jafna samfélagi sem við segjumst flest vilja búa í.

 

17 athugasemdir við “Konan í karlinum

 1. Minnir mig á kvót í Iggy Pop sem ég sá einhverntíman undir mynd af honum í kjól: “ I don’t think it is shameful to dress like a woman because I don’t think it’s shameful to be a woman.“

 2. Ástæða þess að þessi mynd olli mér velgju hefur ekkert að gera með „kvenleika“ hennar. Mér finnst hún svo viðurstyggilega popúlísk, það á bersýnilega að pimpa manninum í forsetaráðherraembættið ef svo má að orði komast.

  „Sjáið hressa gæjann! Það verður sko stuð þegar hann verður forsætisráðherra í staðinn fyrir fýlupúkann hana Jóhönnu!“

  *Gubb*

 3. Þetta er bara svo selectíf þvæla – ef þið flettið vogue magazine þá er önnur hver mynd af konum með ögrandi augnaráð yfirlætis (i.e. valdmikil) – eins og t.d. þessi:

  http://www.google.is/imgres?hl=en&client=firefox-a&hs=e1u&sa=X&rls=org.mozilla:is:official&biw=1036&bih=548&tbm=isch&prmd=imvnsol&tbnid=mpNgTkLMx29-fM:&imgrefurl=http://www.topnews.in/people/kate-moss&imgurl=http://www.topnews.in/light/files/kate_moss3.jpg&w=263&h=266&ei=idREULXMIqq80QXLsYHQBw&zoom=1&iact=hc&vpx=116&vpy=106&dur=242&hovh=212&hovw=210&tx=113&ty=118&sig=115114099779892788970&page=2&tbnh=156&tbnw=154&start=12&ndsp=17&ved=1t:429,r:0,s:12,i:177

  Það er vissulega verið að leika sér með undirlætis jafnt og dóminerandi pósur – en öll dramatík í sögu mannkyns hefur á einn eða annan hátt fjallað um valdamisvægi (Hetjan stendur gegn óyfirstíganleguvaldi en nær að sigrast á því) – Að reynt sé að fanga dramatík í ljósmyndum til að aftur ; fanga athygli – hefur ekkert með neitt Illuminati-samsæris-feðraveldi að gera – slíkar kenningar eru pseudo-intellectual þvæla og tilraun til að varpa eigin gremju á utanaðkomandi óvin.

  Að auglýsingar snúi mikið að konum hefur með það að gera að konur eru fyrst og fremst að kaupa þetta.

  Að kenna „feðraveldinu“ um sjoppulega menningu, selda og keypta af konum (konur ráða 75% af innkaupum á heimilum) , er eins og að kenna feminisma um fótboltabullur

  • Vá hvað þú ert hrokafullur Einar. Get ímyndað mér að þessi hroki þinn verði ti þess að það nennir einfaldlega enginn að svara þér.

 4. P.s, ekki reyna að segja mér að þið takið ekki eftir öllum svona myndunum í hverju einasta hefti af hverju einasta tískutímariti sem gefið er út í heimi í dag

  Ekki vera óheiðarleg

  • Mér finnst þessi mynd sem þú tekur til hér einmitt einkennandi fyrir framsetningu kvenna á tískuljósmyndum. hún horfir ekki beint í myndavélina og maður veit ekki alveg hvort hún er gröð eða smeik á svipin, sýnir hálsinn sem er veikleikamerki og þrír sveittir karlmenn virðast vera að draga hana aftur á bak til sín. Skilaboðin sem ég dreg af þessari mynd er að konan sé mjög fallegt og eftirsóknarvert leikfang en leikfang engu að síður og ef að mig langi til að verða svona eftirsótt af sveittum karlmönnum að þá þurfi ég að kaupa fötin, skartið, ilminn eða hvað sem verið er að auglýsa.

   • Eitthvað segir mér að ef karlmaður væri í stað konunar þarna og konur í stað karlanna – þá værir þú að tala um hvernig „Karlinn er í dómenerandi pósu, umkringdur konum sem líta upp til hans og hann er miðja alheimsins í þessari mynd og sú staðalímynd kennir konum að þær eigi að leyfa körlum að drottna yfir sér“… eða eitthvað álíka “ a picture truly tells a thousand words“

    Þetta er bara svo yfirmáta subjectiv þvæla að mér fallast hendur – maður sannfærir ekki orthadox-ið um að kredda þeirra sé loðin

   • P.s Það bara tímaspursmál hvenær einhver hæfur félagsfræðingur nennir að búa til svona próf – þar sem hann lætur grúppu af feministum skoða fyrri myndina – og síðan control grúppu af öðrum feministum skoða hina myndina (með öfugum formerkjum) – ég ég skal bara spá því hér og nú að í bæði control grúppuni og grúppu eitt, eiga yfir 90% feminista eftir að túlka myndirnar sem hlutgering á konum og upphafning á körlum

    Eina ástæðan að engin hefur gert það er vegna þess að þetta er svo petty umræðuefni að fæstir alvöru vísindamenn vilja leggja nafn sitt undir

   • Þeir sem geta sannreynt niðurstöðu sína með objectívum tilraunum en ekki subjectívum skoðunum

    Kreddur sem telja að þú sannir kenningar með því fyrst og fremst að safna Anecdotal evidence og reyna að sannfæra fólk með þeim gögnum til að ganga í „söfnuðinn“ – og halda einnig að vísindi séu lýðræði þar sem meiri hlutinn ræður – eru psuedo-intellectual gervi-vísindi by defenition

 5. Úúúúú… skemmtilegur pistill! Þess má líka geta að 40 Year Old Virgin er frekar góð mynd sem deilir að mínu mati á gamansaman hátt á karlrembu-menninguna. Allavega, rosa margt ófyndið við þetta.

 6. mér finnst fólk vera almennt að misskilja þetta með myndina af Bjarna Ben. Ég hló ekki að henni að því að hann væri kvenlegur eða væminn, ég hló að henni því þetta var svo BLATANT re-branding.. sjáiði hvað ég er sætur og alþýðlegur! langar ykkur ekki mest að knúsa mig, gleyma öllum Vafningunum og þjófnaðinum og spillingunni og kjósa mig sem fossætsráðerra!? MÚSSÍMÚSSÍ!

  • Nákvæmlega

   Það fyndna við þessa mynd hafði í mínum augum ekkert með kvenn-geringu að gera , heldur hversu strákslegur hann er á þessari mynd (þ.e. saklaus) og ég held að það sé lang líklegast tilgangurinn

   Að reyna að skóhorna einhverri staðalímynda ádeilu í þetta, sem eigi þá að vera niðurlægjandi fyrir konur – er bara virkilega langsótt

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.