Uppáhalds femínistabloggin mín (I) – I blame the patriarchy

Eftir erfiða æfingu með réttstöðulyftum á ég til að leggjast í sófann, sötra bjór og lesa róttækan femínisma á internetinu eða í stolinni rafbók. Uppáhaldið mitt er Twisty Faster á I blame the patriarchy. Hún er svo fyndin og hittir svo beint í mark að eistun nötra samtímis af hlátri og skelfingu. Fyrir karl eins og mig var fyrsta skiptið eins og að vera duglega sleginn með blautri tusku í andlitið. Hér var viðkvæmum karlsálum hvergi hlíft og samvinnu þeirra ekki óskað – Körlum er bannað að kommenta. Og það er augsjáanlega góð stefna. Kommentaþræðirnir eru þeir bestu í heimi. Stútfullir af fyndni, reiði, persónulegri reynslu og skarpri greiningu á öllu frá vinnustaðamóral að munnríðingum. Hvílík blessun að vera laus við karlatuðið sem allt hefði annars fyllst af og eyðilagt umræðuna og drepið alla úr leiðindum. Eða eins og Twisty segir:

The rarefied and incomparable Heterosexual Male Perspective bores the living lobe lubricant out of me.

Ég uppgötvaði líka smám saman mínar eigin tilhneigingar til að vera einn af þessum gaurum sem alltaf þurfa endilega að láta femínista heyra hversu rangt þær hafa fyrir sér um tilveru sína:

 • Gaurinn sem biður femínista í „fyllstu einlægni“ um að útskýra femínisma fyrir sér, hann sé allur af vilja gerður að skilja. (Oft maður sem hefur mikla nautn af því sem hann telur vera „rökræður“ en eru aðallega sparðatíningur, útúrsnúningar og hugartilraunir á abstrakt hugtökum eins og vændi í „heimi þar sem enginn þarf að líða efnahagslegan skort“).
 • Gaurinn sem útskýrir fyrir femínistum að þær séu að vinna málstaðnum ógagn með baráttuaðferðum sem geri ekkert nema að fæla burt karla eins og hann. (Oft maður sem er „nóg boðið“ þegar hann fer að óttast um rétt sinn til að notfæra sér konur til dæmis gegnum vændi eða klám.)
 • Gaurinn sem sér ekki forréttindi karla af því hann sjálfur bað ekki um þau og „hefur aldrei notið þeirra.“ (Oft maður sem telur sig eiga skilið meiri virðingu í samfélaginu fyrir sitt ómetanlega framlag.)
 • Gaurinn sem verður að koma á framfæri sínu einstaklega mikilvæga „sjónarmiði karla“ af því konur og sérstaklega femínistar bara skilja ekki karla. (Oft menn sem réttlæta rembuhegðun karla út frá meintum völdum kvenna sem felast í því hvað þær eru girnilegar fyrir karla.)

Þær eru reyndar fleiri gauratýpurnar. Hér segir Twisty hvers vegna hún nennir ekki að hafa slíka kommentara á síðunni:

We know all about your dicks and your glands and what gets you off and how you were socialized and the terrible strain of male privilege. We get all your dude-jokes. We know all your antifeminist arguments. We know all your porn-is-necessary justifications. We know how you behave when you perceive that someone of a lower caste has challenged your authori-tay. No need to explain to us that we are doing feminism wrong, because we’ve already heard it from the 495,312 dudes who thought of it before you were born. We know that you are not conscious of your own privilege. And we get that, because your invisible privilege derives from the oppression of women, you hate women.

Hér er góð hugmynd fyrir karla sem hata ekki konur: haldið kjafti, hlustið og lærið þegar konur segja ykkur frá reynslu sinni, til dæmis af kynferðisofbeldi, niðurlægingu í orðum og verki, útilokun úr valdahópum (innan formlegra sem og óformlegra samfélaga og hópa), þöggun og hunsun. En hlífið okkur við aumingjalegum afsökunum á ykkar eigin hegðun eða væli um að þið hafið ekki komist áfram í lífinu á því að vera karl eða útlistunum á þeirri djúpspekilegu staðreynd að karlar séu líka kúgaðir. Eða eins og Twisty segir:

Dear God What About the Men

69 athugasemdir við “Uppáhalds femínistabloggin mín (I) – I blame the patriarchy

 1. Lýsandi fyrir öfgahyggju og tvöfalt siðgæði að biðja fólk um að þegja ef það er ekki með réttu kynfærin (eða skoðanir)

   • Það er verið að smætta alla karlmenn sem bera fram þessar fjórar skoðanir ; Sem; „karla sem hata konur“

    þ.e. verið að reyna að afgreiða skoðanir þeirra með Ad-hominem rökum, algjörlega óháð contexti sem ummæli þeirra falla í

    Mikil einföldun að láta eins og aðeins sé verið „að biðja karlmenn að leggja eyrun við reynslu kvenna af kynbundnu misrétti.“

   • Annars er ekkert að því að hlusta – en greinin er í þversögn við sjálfa sig ef hún segir að slíkt eigi að vera one-way-street

   • Á einni síðu á það að vera one way street. Þær vilja bara fá fram hliðar kvenna. Einmitt vegna kommenta eins og frá þér og honum Kristni sem lesið þennan pistil og farið að kommenta á neikvæðan hátt í staðinn fyrir að lesa hann og læra af honum.

   • Ég er á engann hátt nálægt því að breiða yfir eða gera lítið úr hliðum kvenna með því að koma með counter-argument hér

    Ég geri lítið úr þeirri frekju að segja fólki að þegja ef það er ekki með réttu skoðanirnar (sem þessi grein gerir) – það er allt annar hlutur og hefur ekkert með kyn að gera (enda er pistlahöfundur karlmaður)

   • Ég held þú sért að misskilja eitthvað þegar þú heldur að einhverjum sé annt um hvað þú gerir lítið úr eða ekki. Það er einmitt punkturinn. Eigandi þessa bloggs ræður körlum einmitt frá því að kommenta því henni er nákvæmlega sama um 99% af því sem þeir segja á slíkum vettvangi. Þar á meðal fullyrðingar um hvort þú gerir lítið úr einhverju eða ekki.

   • Sömuleiðis held ég að þú sért að misskilja ef þú heldur að ég sé að commenta vegna þess að ég sé haldin ranghugmyndum um að þið hafið áhuga á því sem ég eða karlar alemennt hafi að segja

    Ég er hérna að kommenta fyrst og fremst til að benda á að þeir sem hafna að hlusta á skoðanir fólks á forsendum kyns eru siðferðislega brenglað fólk, hvort sem það eru örgustu karlrembur eða öfga-feministar eins og margir hér

    Mér er alveg sama hver vill heyra það

    Skilgreiningin á hræsnara er að gera kröfur til annara sem þú gerir ekki á sjálfan þig – og þú og fleiri hér hafa sýnt það svo ekki verður um villst að þið eruð miklir hræsnarar.

  • Ok, Guðjón, ég ætla að reyna líka. Misskilningur þinn felst því því að verið sé að þagga niður í körlum, taka af þeim réttinn til að láta í ljós skoðanir sínar eða reyna að kúga þá á einhvern hátt. Tilfellið er að það er verið að reyna að búa til EINN STAÐ á internetinu þar sem konur geta rætt upplifun sína af kvennakúgun án þess að eiga á hættu eða þurfa að standa í athugasemdum eins og finnast í þessum þræði. Af því að þetta gerist alltaf og allsstaðar. Það er bara verið að reyna að búa til safe haven þar sem konum líður eins og þær séu öruggar; þar sem þær geta sagt skoðun sína án þess að þurfa að svara fyrir hana og vera sagt af einhverjum köllum hvernig sú skoðun sé ekki nógu góð. Margar konur forðast opinbera umræðu vegna þess að þær nenna ekki að standa í þessu. Og þá má alveg kalla það góðverk að reyna að búa til EITT fokking athvarf fyrir þær á internetinu þar sem sjónarmið karla eru afþökkuð.

   • Eins og ég hef tekið fram – þá er ég ekki að andmæla lokuðum eða semi-lokuðum forums – nóg af þeim til

    Ég er að andmæla því feminíska dogma að ef karlmaður tjáir sig um þessi mál og er ekki já-maður, að þá sé hann skilgreindur by defninition sem „hrútskýrandi“ sem heilaþvegin hefur verið af feðraveldinu.

    Slíkar us-against-them skilgreiningar eru vinsælar hjá cultum og þar sem ég tel feminisma ekki vera cult, þá fynnst mér ekki við hæfi að þið notið slíka aðferðarfræði

  • Dásamleg kaldhæðni og yfirlæti Sóley. Smellpassar við kenningar um að slík rökræða sé fyrst og fremst notuð af feðraveldinu til að halda konum niðri

 2. Merkilegar þessar kaldhæðnislegu skilgreiningar á öllu sem ekki hentar femínistum. Rökræður sem ekki henta þeim eru ekki „rökræður“, tilmæli, ekki í raun tilmæli og svo framvegis.

  Þetta er aflestrar eins og trúaryfirlýsing. „Ég var villuráfandi guðleysingi, en svo fann ég guð – og nú sé ég að meintar „rökræður“ þeirra og „gagnrýni“ eru bara tuð sem stafar af skorti á skilningi“.

  Það er ótalmarkt snjallt, merkilegt og jákvætt í femínisma (í víðum skilningi), en líka margt víðáttu heimskulegt og ofstækisfullt. Þeim sem blöskrar blinda femínista á hið síðarnefnda reyna stundum að benda á einhverjar hliðar sem mætti taka til endurskoðunar, en eru þá ósjaldan fyrir það eitt skilgreindir sem hrýtskýrendur og kynrembur – og karlar eins og Ingólfur virðast taka undir af nautn.

  Það er þessi háðslega meðferð femínista á andstæðum skoðunum sem bendir til þess að um sértrúarhreyfingu sé að ræða. Múgæsingurinn og túlkunargleðin er slík að andmælendur eru skammaðir fyrir meinta heimsku sem er skilningur sem oft stafar af bókstaflegri túlkun á orðum þeirra, á sama tíma og femínista gráta sáran yfir því t.d. að tal þeirra um hatur sé túlkað of bókstaflega og fleira í þeim dúr.

  Er það sérkennilega tilfinningasöm afstaða femínista til vændis sem á eftir að reynast réttust eða hafa bestu áhrifin, eða er það sérkennilega kuldaleg afstaða frjálshyggjufólks? Er kannski til eitthvað vitrænt þarna á milli?

  Eru hugmyndir femínista um hvað skuli kalla völd hið endanlega orð í þeim efnum, eða á tíminn eftir að bylta þeim hugmyndum töluvert? Verður femínisminn í dag þá dálítið hjákátlegur eftir á að líta? Hver veit.

  Af velviljaðri samfélagsrýnandi hreyfingu að vera eru femínistar allt of uppteknir af því að girða fyrir gagnrýni og umræðu með háði og sleggjudómum. Það er dálítið dapurlegt. Yfirbragðið er skoðanalögreglulegt frekar en að það drjúpi af því skarpskyggnin.

  Að því sögðu þykir mér umrædd vefsíða mjög áhugaverð og punktar Ingólfs að sumu leyti góðir.

  Og dembið ykkur nú í minnimáttarkenndarlegt væl yfir því að ég hafi tjáð mig í „föðurlegum tón“, notað rosalega mörg orð og almennt dirfst að vera ósammála, sem í sjálfu sér hlýtur að merkja að ég sé bæði heimskur og hræðilega „privileged white male“.

   • Þegar skilgreiningarnar eru svona víðar á það sem rætt er um í greininni í raun við um 50% mannkyns – gefið að þeir hafi eitthvað annað en „Amen“ til málana að leggja

    Slík „us against them“ skilgreining er ein af 14 skilgreiningum sem Berkley Háskóli gefur út varðandi eiginleika sértrúarsöfnuða

   • Þetta verður svarið við öllum andmælum, sem segir okkur vitaskuld að andmæli séu ekki velkomin, umræða ekki vel séð.

    Undirgefni við flokkslínuna takk fyrir.

   • Nei Kristinn, bara sleppa hrokanum.

    Fyrir utan að stundum er ekki vilji til að „ræða hlutina“ og hlusta á einhver andmæli. Stundum vill fólk bara ræða hlutina við þá sem eru þeim sammála (eins og þessi femínisti sem á umrædda síðu vill gera). Hvað er þá að því? Er það einhver skylda femínista að þurfa alltaf að vera í einhverjum rökræðum og hlusta á einhver andmæli?

    Ef hún vill það ekki að þá er það bara hennar mál.

   • Kæra Guðrún, ef þú reynir að lesa innleggið mitt aftur, þá sérðu kannski að það fjallaði um umræðuna almennt og þessar lýsingar Ingólfs á hvernig andmælendur femínista eru (og þeir eru eflaust einhverjir svona).

    Varðandi hrokann, þá hef ég aldrei á ævinni rekist á annan eins hroka og femínistar viðhafa í orði og riti, svo ég fer nú varla að skafa mikð af þar. Það þarf einfaldlega að svara með dálítið ákveðnum hætti til að vinna gegn hæðnisáráttunni sem jafnan grasserar hér um slóðir – sjá innleggin fyrir neðan.

   • Það er ekki hæðnisárátta að sjá það fyndna við svör ykkar karlanna hér á þræðinum. Hér arkið þið inn og látið eins og það sé einhver svaka þöggun að á persónulegri bloggsíðu eins femínistans sé ekki vilji til að karlmenn tjái sig. Í hverju felst þöggunin? Er þetta ekki hennar persónulega val?

    Fyrir utan að myndi einhver setja eitthvað út á að baráttumanneskja fyrir réttindum svertingja myndi á sinni persónulegu bloggsíðu bara vilja að svertingjar myndu kommenta? Eða ef baráttumanneskja fyrir réttinum samkynhneigðra myndi bara vilja heyra í röddum samkynhneigðra á sinni bloggsíðu? Ég myndi ekki sjá neina sérstaka þöggun í því og það myndi ekki bögga mig neitt. Af hverju er það þá svona svakalegt ef kona sem í baráttu fyrir réttindum kvenna vill ekki heyra raddir karlmanna á sinni persónulegu síðu?

   • Bara svo það misskiljist ekki, þá er ég ekki að commenta á þessari síðu sem þú nefnir – auk þess er ég ekki að gagnrýna rétt fólks til að hafa lokað eða semi-lokað forum – ég er að gagnrýna strá-manns rökin sem borin eru fyrir þessari afstöðu – og þá fyrst og fremst rök Halldórs

    Auk þess hef ég tekið fram (og allir vita) að þessi „hrútskýringa“ kenning er miklu meira útbreidd en bara þessi eina síða og er demagougery par exellance, og ekkert meira

   • Það getur verið – en það gerir kenningua ekkert minna demagougery og sparðatýning

    Hún er á par við karlrembu þvaður um að konur séu „frekar“, eða „nöldrarar“ eða eitthvað álíka

    Að þú getir bent á einhverja cavemen fótboltabullur sem kommenta á dv.is og hafa hvorteðer ekkert vægi, þýðir ekki að fyrst að þeir megi bulla þá megir þú það líka – slíkt er barna-lógík

   • Gott, Lommi minn. Þú ert óttalega sannfærður um að sjónarmið þín og vina þinna séu merkileg og að það þurfi að útvarpa þeim, svo þú kannast nú ágætlega við þessa megalómaníu sjálfur.

   • Það er dapurlegt, Lommi ljúfur, að í huga þér fjalli innlegg mitt á einhvern hátt um það að á umræddri vefsíðu fái raddir karla ekki að heyrast. Innlegg mitt fjallaði um ómerkilegar staðalímyndirnar sem Ingólfur var að búa til yfir þá sem leyfa sér að andmæla femínistum.

    Þú nærð þessu eflaust með tíð og tíma – enda klár strákur.

  • Hhahahah Ingólfur! Frábær staðfesting á því að „þið“ skilgreinið einfaldlega andstæðar skoðanir og hugmyndir sem eitthvað sem þið frábiðjið ykkur. Lokuð hugmyndafræði. Trúarbrögð.

 3. Stórkostleg sönnun í verki – á einni persónulegri bloggsíðu femínista er ekki óskað eftir sjónarmiðum karla. Og karlar strax farnir að grenja yfir því!

   • Það væri áhugavert að sjá hversu margar konur myndu ekki commenta á „persónulega fótbolta síðu“ (sem dæmi) ef að þar væri skrifuð grein um að konur ættu að þegja á meðan karlar horfa á fótbolta og síðan væri þeirri grein póstað útum allt á facebook – alveg örugglega enginn feministi (eða tveir) sem myndu hafa skoðun á því

    Ég einfaldlega skil ekki hvernig fólk sem segist berjast fyrir jafnrétti getur verið með jafn marga bullandi tvöfalda standarda

 4. Auk þess; að láta eins og þetta „hrútskýrenda“ strámanns skilgreining sé fyrst að koma fram á þessari „einu“ síðu – og að þetta sé ekki vinsælt dogma hjá feminískum hugsuðum – er óheiðarleg málsvörn

 5. Hæ Guðjón! Konum hefur verið sagt að þegja á meðan karlar horfa á fótbolta síðan það var byrjað að keppa í fótbolta, og hafa þau skilaboð verið birt með afar reglulegu millibili á metafýsísku bloggsíðunni „samfélagið eins og það leggur sig“, raunar umtalsvert löngu áður en internetið var fundið upp. Nei, ég segi nú bara svona. 🙂

  • Halla, ég er sammála því

   Punkturinn minn var að það væri tvöfaldur standard; að fynnast það ekki í lagi (sem það auðvitað er ekki ) en fynnast eðlilegt að í málefnum jafnréttis og feminisma sé í lagi að segja fólki að þegja eftir skoðunum og kyni, og að búa til gátlista yfir rök einhvers ímyndaðs „Frankenstein“ karlmanns , og að þau rök séu verboten algjörlega óháð semhengi umræðunnar

 6. Mér finnst þessi gjörningur hjá Guðjóni Erni og Kristni, að bregða sér í hlutverk karlanna sem geta ekki séð umræður án þess að láta þær hverfast um hinn alltumlykjandi og heilaga karl. Æðislegt sýnidæmi um nákvæmlega hvers vegna sumir kjósa að frábiðja sér athugasemdir karlmanna í kommentakerfum.

  Þetta var kaldhæðni hjá ykkur er það ekki?

  • Þú ert náttúrulega að gantast með þá fásinnu að innlegg mitt hverfist um „hinn heilaga karl“? Svo ömurlega ómerkilega túlkun get ég ekki ímyndað mér að þú sért í fullri alvöru að setja fram.

   • Hvaða önnur túlkun er í boði? Hér er grein um ákveðið vefsvæði, og þá stefnu þess að ráða karlmönnum frá því að tjá sig í athugasemdakerfi vegna þess að flestir geta ekki séð umræðu um femínisma án þess að láta hana samstundis hverfast um sig, og karlmenn, og hvaða morknu rök sem þeir halda að þeir séu fyrstir að færa fram (af því þeir eru karlmenn, sjáðu til).

    Og hvað gerist? Inn arka karlar sem gátu greinilega ekki skilið meginpunkt greinarinnar, og byrja að fjasa um hvað femínistar séu nú að gera þetta vitlaust, og hvað um karlmennina, og skoðanalögreglu, eins og eitthvað sem þeir segja sé á einhvern hátt nýtt eða frumlegt.

   • Semsagt: meginpunktur greinarinnar var að meir og minna 50% mannkyns eigi að þegja af því að þeir séu ekki með réttu „tólin“ til að skilja þessi stórvísindi sem feminismi er?

    Ef það er ekki öfgafyllsta kynrembu kenning sem ég hef heyrt og vísir að því að feminismi sé að fara sömu leið og Zíonismi

   • Nei, meginpunkturinn er að stundum er gott og hollt að halda kjafti og hlusta. Bara hlusta. Ekki tala. Hlusta.

   • Það má vel vera, en þær stundir eru alveg örugglega ekki þegar verið er með epískri kynrembu og demagougery að gera lítið úr getu 50% mannkyns til að hafa skoðun (hvort kynið sem lítið er gert úr) – og að þurfa að útskýra það fyrir feministum (for crying out loud) gerir það að verkum að þvermóðskan og meinloka ykkar er farin að minna mig á scientology.

    Með öfgum endar flest hugmyndafræði í andhverfu sinni – og ykkar er ekki ónæm fyrir þeim örlögum, sérstaklega ekki þegar henni er beitt með jafn svakalegri gremju og kaldnhæðni , eins og þessi grein og linkurinn eru dæmi um.

   • Ó, kynremban. Hvílík þjáning fyrir þig. Þú verður bara að reyna að komast í gegnum daginn án þess að kommenta á I Blame the Patriarchy blogginu.

    Kannski er einhver annar vettvangur þar sem þú getur tjáð þig að vild? Eða verðurðu að fá að vera með allstaðar, sama þó nærveru þinni sé ekki óskað?

   • Ég hef ekki kommentað á „Blame …“ bloggið ? Ég kommentaði hér, á opnum vettvangi.

    Þú hefur augljóslega engar forsendur til að vita hversu gjarn ég er á að tjá mig almennt og því lýsir seinni málsgrein þín líklega engu öðru en þinni eigin gremju sem þú reynir hér vandræðilega að fá útrás fyrir

   • Ég var nú ekki að gera neina tilraun til að sálgreina þig, en fyrirgefðu ef það særði þig.

    Ég meinti að augljóslega böggar það þig eitthvað að til sé svæði á internetinu þar sem nærveru karla er ekki óskað. Það böggar þig það mikið að í pistli um hvernig ótrúlega margir karlmenn eru ófærir um að þegja og hlusta og eiga til að taka yfir samræður með karlmiðuðu gaspri, ákveður þú að gera einmitt nákvæmlega það.

    En þetta er náttúrulega bara einhver gremja sem ég vandræðalega að reyna að fá útrás fyrir. Þú náðir mér þarna, takk fyrir að útskýra hlutina fyrir mér.

   • Þessi þráður er orðinn frekar þunnur (bókstaflega), sérstaklega þegar þú þykist geta lesið hugsanir.

    Það böggar mig ekki að til séu slík svæði. Þú veist jafn vel og ég að svipað argument og Ingólfur og síðan sem hann linkar á, bera fram – eru mjög algeng í umræðum um jafnrétti og feminisma

    Og auðvitað er ég fyrst og fremst að svara grein Ingólfs (á mjög vinsælum íslenskum vef) með tillit til íslenskrar menningar og áhrif sem þessi vinsæli vefur hefur á hana – sem er líklega meiri en gremjufullum feministum með minnimáttarkennd grunar, (og það er bara í fínu lagi svo lengi sem ekki er verið að úthýsa fólki fyrir skoðanaskipti sem falla ekki undir Hallelújah hróp)

    Að greina out-of-context settningar frá karlmönnum á yfirborðslegan hátt til að smætta þeirra viðhorf eru álíka mikils virði og þegar karlrembur segja „konur eru alltaf að nöldra“ – álíka glöggskyn basis á bakvið þau – Auk þess sem þessar loðnu skilgreiningar eru komnar útí svo mikinn scientology gír að karl er by defenition „hrútskýrandi“ ef hann er ekki Já-maður.

    Það sem „böggar“ mig er að stór og sterkur Intellectual hópur á íslandi sjái ekki tvískynnungsháttin í að þvæla um slíkt – og hvernig slíkt gerir ekkert annað en að ala á „us against them“ hugsunargang (sem er einn helsti basis fyrir cult hugsun)

    Ég geri meiri kröfur til hvaða hugmyndafræðilegs hóps sem er, heldur en til fótboltabullna (sem dæmi) en þeir feministar sem hafa tjáð sig hér hafa sýnt frekar vel framá að kannski er það óskhyggja.

   • Málið er nú það, Salvar, að það er mikill og skemmtilegur blekkingarleikur í gangi þar sem því er haldið fram að femínismi sé jafnréttistefnan, með ákveðnum greini. Að hann sé samræða um jafnrétti.

    En þegar samræðan er bara á þann veg að ofsatrúarfólk tjáir sig með einum fyrirfram ákveðnum hætti og sussað er á aðra er náttúrulega ekki um neina samræðu að ræða, né heldur hina einu sönnu jafnréttisstefnu, heldur er um trúarafstöðu að ræða sem heitir femínismi og er til hliðar við hitt dótið.

    Það að femínistar haldi að tuðið i þeim sé eitthvað minna morkið og fast í hjólförunum en gagrýni annarra, hvort sem um karla eða konur er að ræða, sýnir ágætlega hvernig hrokinn hefur tekið völdin í hreyfingunni. Og ég er ekki að segja eitthvað af því að ég er karl – að halda því fram er lygileg kynremba – en það er svo sem ekki við öðru að búast af femínistum.

   • Já bara ef grey femínistarnir hefðu bara viskuna og gáfurnar til að skilja hvað þú hefur rétt fyrir þér!

    En haltu áfram að kenna, og útskýra hvað þú skilur þetta betur. Þetta eru alltsaman frumlegir punktar sem enginn hefur komið með áður.

    Hvað sem þú gerir, ekki hætta að tala. Talaðu og talaðu, og útskýrðu og kenndu. Því það verður sorglegur dagur þegar við getum ekki lengur treyst á að karl byrji að tala um hversu kúgaður hann er um leið og einhver opnar munninn til að tala um femínisma.

   • „Frumlegir punktar“? Heldur þú að þú og þið séuð eitthvað frumleg, Salvar? Ef frumlegheit eiga að vera forsenda þess að á mann sé hlustað ættuð þið alls ekki að vera að tjá ykkur.

    Nei, þetta snýst lítið um frumlegheit og meira um að lokaðar dogmur gangi ekki upp sem samfélagsádeila. Það þarf að vera hægt að ræða hlutina, hvort sem þeir eru frumlegir eða ekki.

    Og hvergi talaði ég um kúgaða karla. Þú ert að því er virðist ólæs ofan á allt saman.

 7. Ég gæti ekki verið hamingjusamari. Þessi kommentaþráður er skemmtilegasta listaverk sem ég hef séð í langan tíma. Sem er merkilegt því bara í dag hef ég séð tvær byggingar eftir Gaudí og farið á Míró-safnið í Barcelona.

  • Að reyna að gagnrýna grein sem dásamar blogg um hrokafyllstu og kynrembulegustu afstöðu veraldar til kynjaumræðunnar getur ekki orðið annað en sirkús. Það að ykkur skuli finnast þessi ótrúlegi rembingur sem femínistar af þessu tagi láta eftir sér í lagi bendir sterklega til þess að sjaldan hafi þörfin á gagnrýninni umræðu verið meiri.

 8. Fyrir þau ykkar sem náðuð því alls ekki, þá fjallaði innlegg mitt ekki um það að ég harmi það að til sé eitt blogg sem hlusti ekki á karla, heldur þau viðhorf til andmælandi karla sem eru auglýst þarna og Ingólfur endurtekur. Ég hef aldrei séð annan eins hroka og kynrembu og felst í þeim viðhorfum. Frábær femínismi það.

 9. Sjaldan – nei, aldrei – hefur þörfin fyrir gagnrýni Kristins á femínisma verið meiri. Einhvern tíma munum við gráta og kjökra: Ó bara að við hefðum hlustað á Kristin!

  • Nei, það hugsa ég nú ekki, Ingólfur. En kannski muntu einhvern dagin vaxa upp úr þessum krakkalega hæðnis-vesalingsskap og verða fær um að sjá að viðhorfin sem auglýst eru á umræddri vefsíðu eru ótrúlega hrokafull og léleg.

  • Annars er merkilegt, Ingólfur, að ég er að kommenta hérna á efni greinarinnar – en hún fjallar að stórum hluta um það viðhorf að gagnrýni karla á femínisma sé alltaf ómerkilegt þreytt blaður. Nú er það vitaskuld svo að mörgum finnst kjarninn í því sem femínistar segja líka vera ómerkilegt þreytt blaður, svo þetta óþol virðist ná til beggja hliða málsins.

   En umræða um hversu gagnleg þessi sjónarmið eru er tekin með þeim hætti að hæðst er út í eitt að innleggjum og síðan klappar klíkan sér lof í lófa yfir eigin hótfyndni í stað þess að taka af heilindum þátt í umræðunni.

   Eruð þið virkilega svo heillum horfin að halda að gagnrýnin sem Twisty nennir ekki að hlusta á sé ekki að sumu leyti nákvæmlega jafn sönn og nauðsynleg og gagnrýni ykkar á samfélagið er – sem sumir nenna þó ekki að hlusta á og frábiðja sér?

 10. Ummælin hjá (aðalega tveimur) karlmönnum hér á undan staðfesta efni greinarinnar og staðfesta ekki síður fyrir mér einnig kennngu sem ég sá á blogginu hennar Sóleyjar Tómasdóttur:

  „1. Að gera fólk ósýnilegt
  Þegar horft er framjá framlagi kvenna í umræðum, hvort sem er á opinberum vettvangi eða í persónulegum samtölum. Framkoman er til þess fallin að konum finnist framlag þeirra og skoðanir léttvægar og skipti ekki máli.

  2. Að gera fólk hlægilegt
  Þegar framlag kvenna í umræðum, hvort sem er á opinberum vettvangi eða í persónulegum samtölum er gert hlægilegt. Skoðanir þeirra jafnvel taldar byggja á tilfinningasemi eða kynbundnum líffræðilegum þáttum. Framkoman er til þess fallin að konur efast um gildi og réttmæti skoðana sinna og þora síður að setja þær fram.

  3. Að leyna upplýsingum
  Þegar konur hafa ekki sama aðgang að upplýsingum og karlar, hvort sem er á opinberum vettvangi eða í persónulegum samskiptum. Gerist á vinnustöðum, í stjórnmálum og í félagslífi. Karlarnir skiptast á mikilvægum upplýsingum í eigin óformlega hópi sem aldrei koma upp á yfirborðið á formlegum fundum og því standa konur höllum fæti í samskiptunum.

  4. Tvöföld refsing
  Þegar konum er legið á hálsi fyrir val sitt eða forgangsröðun í lífinu, bæði sem hópur, en einnig einstaklingar. Þá skiptir ekki máli hvert valið er, niðurstaða konunnar verður gagnrýnd hvort eð er. Velji kona t.d. að krefjast réttar síns er hún brjáluð, geri hún það ekki, getur hún sjálfri sér um kennt.

  5. Að framkalla skömm og sektarkennd
  Þessar velþekktu tilfinningar meðal kvenna eru framkallaðar m.a. með aðferðum 1-4.“

  Þessir herramenn falla í allar gryfjurnar 5

  • Ég hef mikinn áhuga á að heyra nákvæmlega hvernig okkur tekst það?

   Það er dáldið merkilegt að í öðru hverju kommenti um okkur tvo karlmennina er látið eins og við séum annað hvort með eitthvað svakalegt vald og máttugir, eða að við séum að væla og kveina (þ.e. minnimáttar). Hentistefnan er æpandi augljós

   Can´t have it both ways

   Og síðan er alveg ótrúlegt hversu gjarnir feministar hérna eru á að fara í manninn en ekki boltann (ad-hominem rökvilla og frekar aum nauðvörn þeirra sem hafa ekki rök)

 11. Áhugaverð lesning! Og mér þótti boðskapur bloggarans sem fjallað var um flottur. Við nennum ekki að heyra þessa sömu orthodoxu aftur og aftur og aftur. Því málið er, Kristinn, að svörum við ögrandi femíniskum skrifum er hægt að skipta í flokka. Það er því miður ekki hægt að komast hjá því. Og það voru staðalmyndirnar sem rætt var um í greininni. Þeir sem finna það hjá sér að skrifa athugasemdir við greinarnar falla yfirleitt í þessa hópa.

  Eftir að hafa lesið af hryllingi athugasemdir undir greinum minna uppáhaldshöfunda hef ég átt auðvelt með að skilja þá flokkun. Það er þurrpíkudissið, þið ríðið ekki nóg dissið, þið eruð svo ofstækisfull og að sama skapi vitlaus dissið, þið eruð ofsatrúarhópur dissið (og Guðjón, rök þín fyrir því eru hin sömu og leiðinlegir óvirkir fíklar nota, allt sem allir segja eru ýmist afneitun, sjálfsblekking og þannig er hægt að segja að allir séu fíklar) að ógleymdu þið viljið ekki jafnrétti heldur ofrétti dissið.

  Af einhverri ástæðu er enn svo gríðarleg karllæg slagsíða í öllu samfélaginu hjá þeim sem setja lög, framfylgja lögum, kenna í háskólum, lækna og fyrirbyggja heilsubrest. Hjá þeim sem eiga auðinn, stýra honum og dreifa. Hvernig er ekki hægt að stoppa og hlusta á kvenlægu hliðina? Það sem oft er verið að reyna að segja er að við erum „muted group“ við tölum og tölum en orð okkar ná ekki í gegn. Þess vegna er mikilvægt að stíga frá sígildri karllægri orðræðu og prufa bara að hlusta á kvenlæga orðræðu. Bara í smá stund. Ég hef alist upp við dýrkun á dauðum hvítum körlum alla mína ævi, nú langar mig ekki lengur að hlusta eingöngu á þeirra raddir.

  • Oddný – ég tók það fram hér fyrir ofan að ég tel feminista ekki vera cult (ofsatrúarhóp) – en sagði hinsvegar að feministar hafa tileinkað sér eina af fjórtan aðferðarfræðum sem cult nota (us against them) – og það óneitanlegt og miður.

   Ég er ekki ósammála að diss á „þurrkuntu“… o.s.fr nótum er kjánalegt og bjánalegt og fyrirsjáanlegt – en að hafa skoðun á hvort ein og ein grein t.d „geri málstaðnum ógagn“ sé einhverskonar atriði í skjúkdómsgreiningu heilaþvegna karlmanna er augljóslega ofstækisfullt out-of-context raus útí loftið – og það þarf mikla fyrringu fyrir einhvern sem berst fyrir jafnrétti til að sjá það ekki

 12. Guðjón, ég held að við séum á villigötum þegar við tölum um þetta sem einn málstað. Því með því smættum við jafnréttisbaráttu 50% mannkyns niður í eitt atriði. Og þá eru menn ýmist með eða á móti. Í mínum huga eru femínistar ekki einn, samleitur hópur, baráttumál okkar fjölbreytt, áherslur mismunandi og sægur af skoðunum á milli fólks. Afar dýnamískt ferli! Og ég þakka þér fyrir að vekja athygli á því með því að setja það í gæsalappir.

  Hins vegar eftir að hafa barist innan „feðraveldisins“ eða hegemónískrar karlmennsku í nokkuð mörg ár, verð ég að viðurkenna að ég skil hvaðan svör við ofangreindri gagnrýni kemur. Það hafa verið fyrirsjáanleg svör karla við orðræðu kvenna í ótalin ár. Og eftir að hafa greint þessi nánast ómerkjanlegu ferli, erum við frekar næmar fyrir þeim. Og þess vegna er rætt um yfirlætislegar athugasemdir karla þegar fólk sér kannski ekki strax hvað meint er.

  Er að reyna að koma að því sem ég tók með mér úr kynjafræði, þar sem augu mín opnuðust fyrir þessum duldu valdakerfum, en líklega er betra fólk en ég snjallara í útskýringum 🙂

  • Já ég er sammála – þetta er ekki einn málstaður – feminismi er regnhlífarheiti – þessvegna sérstaklega fynnst mér slæmt að 50% mannkyns sem eru með rangt kynfæri sé sjálfkrafa útskúfaðir sem hrútskýrendur ef þeir eru ósammála sumum greinum eftir feminista en ekki öðrum (eins og ég er) og að reynt sé að ramma þá með jafn víðum, out of context og lélegum skilgreiningum og Ingólfur kemur með hér.

   Ef fólk ætlar að reyna að búa til einhvern pop-psychology viðauka við DSM greiningarkerfið með skýrskotun í hvað einhverjir gúbbar segja á dv.is þá væri alveg eins hægt að skilgreina feðraveldið eftir hvað fólk á kleppi hefur fordómafullt að segja um konur

 13. Það er svo gott að vita til þess að hér á Íslandi, í heiminum og inni á knuz séu menn sem vita betur en feministar hvað feministum finnst eða eigi að finnast. Það er bara svo mikið öryggi í því. Takk fyrir að Guðjón Örn og Kristinn fyrir að vísa villuráfandi sauð eins og mér úr myrkri feminismans og inn í hlýtt ljós feðraveldisinns. Það var kominn tími til að yfirgefa trúarbrögðin og culthópinn feminisma og leyfa hinum heilaga karli að taka völdin í lífi mínu á ný. Takk 🙂

  • Að allt sem ég hef sagt hér sé rammað inn sem drottnunarárátta er jafn óheiðarlegt og það er viðbjóðslegt – skömmin við að gera það er ekki síðri en skömm þess hellisbúa sem kallar konur þurrkuntur útaf skoðunum þeirra

 14. Ekki skil ég nú hvernig þið nennið að standa í þessum hártogunum. Hér er allt tekið úr samhengi og allir ætla að eiga síðasta orðið.

  Það væri samt forvitnilegt að vita hvernig er umrædd bloggsíða fer að því að koma í veg fyrir að karmenn segi sína skoðun undir kvenmannsnafni eða dulnefni. Ætli sé gerð krafa um fæðingarvottorð, eða ljómynd þar sem kynfæri og username sjást á sama tíma? Kannski er eingöngu hægt að tengjast þessu í gengum facebook, að því tilskyldu að þú eigir meira en 50 vini. Annars er líklega hægt að komast fram hjá þessu öllu saman, ef viljinn er fyrir hendi.

  Annars er gott að einhversstaðar sé til vettvangur þar sem konur geta tekið þátt í málefnalegri umræðu sín á milli, án þess að eiga á hættu að fá yfir sig ómálefnalegar og lúalegar athugasemdir þeirra Guðjóns og Krisins.

 15. Merkilegt hvernig öll umræðan hér snýst um að svara körlum. Það er enginn hundsa þá eða ræða greinina sín á milli. Væri umræðan fátækari, ef ekki væri fyrir „vælandi karlrembur“? Það stæði allavega ekki eitt komment eftir hér, ef við tækjum þessa umræðu í burtu.

  Ég tók eftir því að kenningin sem Kjartan nefnir og gryfjuna sem herramennirnir falla í virðist hafa snúist upp í andhverfu sína í umræðunni á þessari síðu. Jafnvel er hægt að snúa kynjunum við:

  1. Að gera fólk ósýnilegt
  Þegar horft er framjá framlagi [karla] í umræðum, hvort sem er á opinberum vettvangi eða í persónulegum samtölum. Framkoman er til þess fallin að [körlum] finnist framlag þeirra og skoðanir léttvægar og skipti ekki máli.

  (Salvar: „Ég held þú sért að misskilja eitthvað þegar þú heldur að einhverjum sé annt um hvað þú gerir lítið úr eða ekki. Það er einmitt punkturinn. Eigandi þessa bloggs ræður körlum einmitt frá því að kommenta því henni er nákvæmlega sama um 99% af því sem þeir segja á slíkum vettvangi. Þar á meðal fullyrðingar um hvort þú gerir lítið úr einhverju eða ekki.“)

  (Ingólfur: „Stórkostleg sönnun í verki – á einni persónulegri bloggsíðu femínista er ekki óskað eftir sjónarmiðum karla. Og karlar strax farnir að grenja yfir því!“)

  2. Að gera fólk hlægilegt
  Þegar framlag karla í umræðum, hvort sem er á opinberum vettvangi eða í persónulegum samtölum er gert hlægilegt. Skoðanir þeirra jafnvel taldar byggja á tilfinningasemi eða kynbundnum líffræðilegum þáttum. Framkoman er til þess fallin að karlar efast um gildi og réttmæti skoðana sinna og þora síður að setja þær fram.

  (Sóley Tómasdóttir: „Dásamlegar athugasemdir Guðjón Örn. Smellpassa við greinina. Takk.“)
  (Ingólfur: „Hhahahah Kristinn! Frábært dæmi um leiðindin sem Twisty frábiður sér!“)

  3. Að leyna upplýsingum
  Þegar [karlar] hafa ekki sama aðgang að upplýsingum og [konur], hvort sem er á opinberum vettvangi eða í persónulegum samskiptum. Gerist á vinnustöðum, í stjórnmálum og í félagslífi. [Konurnar] skiptast á mikilvægum upplýsingum í eigin óformlega hópi sem aldrei koma upp á yfirborðið á formlegum fundum og því standa [karlar} höllum fæti í samskiptunum.

  (Vefurinn sem umræðir er lokaður körlum)

  4. Tvöföld refsing
  Þegar [körlum] er legið á hálsi fyrir val sitt eða forgangsröðun í lífinu, bæði sem hópur, en einnig einstaklingar. Þá skiptir ekki máli hvert valið er, niðurstaða [karlsins} verður gagnrýnd hvort eð er. Velji [karl] t.d. að krefjast réttar síns er hún brjáluð, geri hún það ekki, getur hún sjálfri sér um kennt.

  (Karlarnir sem kommenta hér, eru taldir [brjálaðir] af því að þeir vilji fá að leggja orð í belg. Ef þeir gera það ekki geti þeir sjálfum sér um kennt; þeir ættu að berjast fyrir að leggja orð í belg)

  5. Að framkalla skömm og sektarkennd
  Þessar velþekktu tilfinningar meðal [karla] eru framkallaðar m.a. með aðferðum 1-4.”

  En kannski er bara kominn tími til að karlarnir fái að kenna á eigin meðölum?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.