Af sjálfbjargarfærni manneskjunnar

Um daginn skrifaði ung kona hugleiðingu þar sem hún hálfhreykti sér af því að vera svo kvenleg að hún nyti þess vera dálítið ósjálfbjarga gagnvart karlmönnum. Um leið spurði hún sig hvort jafnréttisbaráttan væri kannski búin að eyðileggja dálítið fyrir henni þessa ánægju. Ég skildi skrif hennar sem svo að hún teldi að líklega þyrðu karlmenn ekki lengur að vera „karlmenn“ fyrir þessum mussukellingum.

Hér á knúzinu var einu sinni þýdd ágæt hugleiðing um skilgreiningu á konu. Sú hugleiðing getur allt eins átt við karlmenn líka. Hvað er að vera karlmaður? Er það að vera karlmaðurað rjúka til og blása í dekk á bíl sem lagt er upp við

Þessi pumpa dugir ekki til að pumpa í bíldekk

loftdælu? Maðurinn minn veit ekki einu sinni hvað loftdæla er, ég held ég geti sveiað mér upp á að ef ég benti honum á tækið úti á bensínstöð gæti hann ekki nafngreint það. Hann er hörkuduglegur maður sem þrælar sér út til að halda uppi fjölskyldu, hann eldar oft matinn og ryksugar og skúrar. Er hann ekki karlmaður? Læknirinn hleypti honum í gegnum lögbundna læknisskoðun þegar við giftum okkur og þá vorum við nú reyndar búin að geta tvö börn, sem eru lifandi sönnun þess að við tvö áttum ágætlega vel saman. Ef hann er ekki karlmaður er ég þá ekki kona?
Æ, þetta er kannski leiðinda útúrsnúningur og ég efast ekki um að pistlahöfundurinn myndi samþykkja viðurkenna að víst sé ég kona. Þótt ég sjái að mestu um að pumpa í dekkin á fjölskyldubílnum og eigi borvél heimilisins alveg ein.

Hefðbundin kynhlutverk eru alveg hundleiðinlegt fyrirbæri sem gera heiminn flatan og óspennandi. Mér finnst óþolandi tilhugsun að ég sé eitthvað minna eða meira af einhverju ef ég hegða mér ekki samkvæmt fyrirmælum úr lífsstílsbókum frá sjötta áratugnum. Ég fæ rosalegt kikk út úr því að láta koma mér á óvart, fá blómvönd eða bók að gjöf eða vera boðið út að borða. En ég fæ líka kikk út úr því að koma öðrum á óvart og mér þykja nánast allar þessar forskriftir – hvernig fólk á að haga sér í tilhugalífinu eða í samböndum eða úti á götu í öllu þessu eilífðardaðri sem við erum víst alltaf þátttakendur í – svo fáránlegar að stundum hreinlega sundlar mig af pirringi. Eins og þegar ég las þennan tiltekna pistil.

Það er bara allt í fínasta lagi að einhver kona kunni ekki og nenni ekki að læra að pumpa í dekkið á bílnum sínum. Það er til fullt af fólki sem kann það vel og hið besta mál að redda sér aðstoð við það. En að halda að það að standa og góna út í loftið sé eitthvað smart og að ætlast til þess að fólk hlaupi upp til handa og fóta til að flýta sér að bjarga vesalings konunni er bara svo endalaust hallærislegt að það er ekki hægt að taka því öðruvísi en að verða pirraður. Hneyksl, hneyksl, Egill og þið allir hinir sem þolið ekki femmana. Hneyksl, hneyksl og pirr pirr.

Hér að ofan er stikla að heimildamynd sem vinur minn er að gera. Það veit enginn hve langan tíma mun taka að gera myndina. Það veit enginn hvernig hún mun enda. En þessi stikla er þannig að mig sundlaði af geðshræringu þegar ég sá hana. Sú geðshræring stafaði ekki af „pirringi“ heldur einhvers konar svakalegri hrifningu og spenningi. Þessi maður er akkúrat svona maður eins og ég vil vera. Sönn manneskja. Sem voru einu sinni allir vegir færir og berst nú fyrir því að endurheimta eitthvað af sinni fyrri sjálfbjargarfærni. Sem skilur, á dýpri og raunverulegri hátt en flest okkar hinna, hvað það er í raun að vera „ósjálfbjarga“ og þykir ekkert sniðugt að tala um það ástand sem eftirsóknarvert.

 

 

Ein athugasemd við “Af sjálfbjargarfærni manneskjunnar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.