Þú ert falleg eins og þú ert

Linda Pé er falleg eins og hún er. Meira að segja alþjóðlegir staðlar um fegurð segja að hún sé ein af fallegustu konum í heimi. Í auglýsingu sem birtist á baksíðu Fréttablaðsins nýlega virtist sem ekki öllum fyndist Linda Pé jafn glæsileg og til dæmis eigendum Miss World keppninnar. Að minnsta kosti gaf myndin af henni ekki til kynna að Linda væri nægilega falleg eins og hún er. Myndin hægra megin birtist 5. september en sú til vinstri birtist 10. september. Báðar auglýsa þær líkamsræktarstöð Lindu, Baðhúsið. Á fimm dögum hefur Linda skroppið talsvert saman en þótt að Baðhúsið sé áreiðanlega ágætis líkamsræktarstöð en er ólíklegt að stöðin geti grennt viðskiptavini sína svona hratt. Kannski er þessi framsetning með vilja gerð, kannski var myndin teygð í umbroti, sama hver ástæðan er þá minna myndirnar á þær útlitskröfur sem gerðar eru til kvenna í auglýsingum. Og þessar viðvarandi kröfur gera það að verkum að það er engin leið til að tryggja að Linda hafi ekki verið mjókkuð í auglýsingaskyni.

Linda Pétursdóttir

Auglýsingar Baðhússins þann 5. og 10. september – sú til hægri birtist fyrst

Konur eru gerðar afskaplega mjóar í flestum auglýsingum. Meira að segja mjóar konur eru gerðar enn mjórri. Og þótt við fjöllum mikið um einhæfnina í framsetningu á líkömum kvenna virðist lítið breytast. Ímyndirnar eru alltaf jafn óraunhæfar og konurnar eru eiginlega alltaf ofsalega mjóar.

Það er hið besta mál að sumar konur séu tággrannar en það er líka hið besta mál að aðrar konur séu það ekki. Það er ekki verið að hampa offitu og yfirgengilegri neyslumenningu með því að sporna við einhæfum staðalmyndum, það er verið að gera kröfur til markaðarins að hann mati neytendur ekki á óraunhæfum ímyndum um hvernig líkamar eigi að líta út. Sú klifun sem fer fram í gegnum auglýsingar er til þess gerð að fá jafnvel mjög grannar konur til þess að finnast þær vera of feitar. Auglýsingar eiga ekki að láta fólki líða illa með sig.

Oroblu FW 2011

Oroblu Haust/vetur 2011

Stúlkan á myndinni auglýsir Oroblu sokkabuxur. Hún er grönn og sæt og ekkert að því. En hinar fyrirsæturnar í herferðinni eru líka svona ofsalega grannar. Hvað með að birta fjölbreyttara úrval af fyrirsætum? Oroblu framleiðir sokkabuxur í stærð XL eða 44-46 svo fyrirtækið hlýtur að vilja höfða til talsvert fjölbreyttari hóps en þetta.

Femínistinn Jean Kilbourne hefur framleitt heimildamyndirnar Killing Us Softly: Advertising’s Image of Women þar sem fjallað er um áhrif þessara ímynda á sjálfsmynd kvenna. Kilbourne bendir á að markmið auglýsingabransans sé að halda konum óánægðum með útlit sitt því sú óánægja hvetur til frekari neyslu á fegurðarvarningi. Kilbourne bendir einnig á að með þeirri ímyndarsköpun sem viðgengst séu konur hlutgerðar og að hlutgerðar manneskjur sé auðveldara að lítilsvirða.

 

 

11 athugasemdir við “Þú ert falleg eins og þú ert

 1. Ég var einmitt að benda konunni minni á þessa auglýsingu þar sem ég sá strax að þessi glæsilega kona var allt í einu orðin mikið mjórri og öll teigðari ef á annari auglýsingu sem ég hafði séð stuttu áður.

  Finnst þetta fáránlegt.

 2. Auglýsingin 10. september eru greinilega mistök í innsetningu auglýsingar því hún er í röngum hlutföllum, ekki einungis myndin af Lindu heldur textinn líka. Góð áminning engu að síður.

 3. Tek undir með Arnóri, var búinn að leiðrétta hér annarsstaðar á Knúsinu og skýra út hvernig svona getur gerst og gerist í vitlausri innsetningu auglýsinga. Þótt þessi grein sé gagnleg og góð áminning finnst mér að ekki hefði átt að nota Lindu P auglýsinguna sem fyrsta dæmi þar sem eins og ég benti á annarsstaðar hér á Knúsinu, hef unnið við að setja og halda utan um auglýsingar í dagblöð í meira en 10 ár þá þekki ég hvernig svona mistök verða til. Látum ekki Lindu P líða fyrir mistök Fréttablaðsinns, þetta er ekki hennar ósk að auglýsingin sé bjöguð svona. Ég hef oft þurft að eiga við Lindu þegar að innsetningu auglýsinga frá henni kemur og get vitnað um það að þar er hún aldrei að reyna að láta sig líta öðruvísi út en hún er, heldur þvert á móti verður mjög ill ef auglýsingar hennar eru teygðar eða togaðar (og þar með myndir af henni). Ég tel alveg ljóst að auglýsingadeild Fréttablaðsinns hafi fengið að heyra það frá Lindu daginn eftir þessa birtinu og meðferðina sem auglýsingin hennar fékk og þar með hún.

  • Ég c/p bara svarið á læksíðunni: „Það kemur skýrt fram í pistlinum að þetta geta auðveldlega verið mistök. Engu að síður er samanburðurinn milli þessara tveggja mynda (sem hafa farið á víðáttumikið flakk um netið) ágætis áminning um þá menningu sem er ráðandi í þessum efnum. Þessi pistill áfellist hvorki Lindu né Fréttablaðið heldur bendir m.a. á að líkamar eru svo oft teygðir og togaðir að það er í raun engin leið til að vita hvort það er óvart eða ekki.“

 4. ALVEG DÆMIGERT FYRIR FEMÍNÍSTA AÐ LÁTA EINFALDA VILLU HJÁ EINHVERJUM GRAFÍSKUM HÖNNUÐI VERA TIL MARKS UM FEÐRAVELDIÐ OG KÚGUN.

  ÞAÐ HEFÐU ÖRUGGLEGA ORÐIÐ MIKLU FLEIRI STYRJALDIR EF KONUR HEFÐUR VERIÐ VIÐ VÖLD. ÞÆR MISLESA ALLT OG TÚLKA EFTIR HENTUGLEIKA.

  KV.
  ÁHYGGJUFULLI KARLMAÐURINN

  • kæri áhyggjufulli karlmaður.
   byrjaðu á því að lesa pistilinn því þar kemur fram að mögulega séu þetta mistök í uppsetningu

   það sem þú ættir að hafa áhyggjur af er ekki „valdataka kvenna“ sem mér sýnist þú óttast, heldur óforskömmuð matreiðsla staðaðmynda fjölmiðlanna ofan í yngri kynslóðina. „svona lítur enginn út en við ætlum samt að láta þér líða illa yfir því að líta ekki svona út og selja þér drasl sem þú getur notast við í atlögum þínum til þess að líta svona út. vertu mjó. hafðu átröskun. mér er alveg sama svo lengi sem þú kaupir draslið sem ég er að selja“.

   taktu svo caps lock af. það sem þú skrifar er ekkert gáfulegra í stórum stöfum

 5. ………mér datt ekki annað í hug en að þetta væru mistök því Linda er klárlega svo miklu fallegri á fyrri auglýsingunni. Það er ekki endilega sjálfgefið að horaðir líkamar séu endilega fallegastir;)

 6. Góður pistill hjá þér Helga, það er alltof mikið af Photoshoppuðum myndum í umferð sem skaða ímynd ungra kvenna (m.a. dóttur minnar) á því hvernig kona á að líta út.

  Mistök eða ekki í innsetningu auglýsingar hefur ekkert að gera með þá staðreynd að svona myndbirtingar eru líka viljandi gerðar og það er slæmt. Og það sem pistillinn er um. (Tek alltaf niður karlmennskugleraugun áður en ég les pistlana, þá hverfur svo mikil móða 🙂

 7. Mér finnst þessi umræða af hinu góða – en munum konur og menn- við erum fyrirmyndir dætra og sona okkar fyrst og fremst! Við getum ekki breytt samfélaginu einn tvær og bingó en við getum breytt hvernig við tölum um okkur sjálf og hvernig við hegðum okkur

 8. Hvar er hinn þráðurinn um þessa auglýsingu? Skrifaði afar langa athugasemd sem ég nenni nú varla að rifja upp of skrifa aftur. Var henni eytt af einhverjum ástæðum (þá get ég eiginlega ómögulega áttað mig afhverju) ég varpaði allavega fram öðrum vinkli sem ekki hefur komið fram í pislinum eða svörunum sem að er mun líklegri ástæða myndanna

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.