Skjól til sölu, kostar eina tölu

Mynd frá Aðalbjörgu Þórðardóttur, fundin á Facebook

Þið vitið það vonandi öll, að núna stendur yfir söfnunarátak til að styrkja Kvennaathvarfið. Víða er hægt að kaupa fagurlita tölu og málefnið er svo sannarlega þarft. Starfsemin er fyrir löngu búin að sprengja utan af sér núverandi húsnæði, enda dvelja fjölmargar konur árlega í athvarfinu, auk allra barnanna sem fá þar skjól með mæðrum sínum. Þetta eru stórar og fallegar tölur með mynd af húsi og venusartákni – tákni kvenna – og mig langar að eignast þær allar. Ef ég nennti að prjóna myndi ég kannski nota þær á peysu.

Hér eru fleiri tölur og ekki nærri því eins fallegar, til dæmis þessar:

Árið 2011 leituðu 299 konur frá 36 löndum til Kvennaathvarfsins. Þær voru á aldrinum 18-70 ára og börnin sem fylgdu þeim voru 67 talsins, en dvalartíminn allt frá einum degi upp í 137 daga. Stór hluti dvalarkvenna var af erlendu bergi brotinn, enda eiga erlendu konurnar ekki sama tengslanet hérlendis og þær íslensku, sem eru hins vegar langstærsti hópurinn sem kemur í viðtöl. Ofbeldismennirnir komu frá 28 löndum, 81% frá Íslandi, 13% frá öðrum Evrópulöndum og 6 frá löndum utan Evrópu.

Á heimasíðu söfnunarátaksins eru beinlínis ljótar tölur:

  • Samkvæmt nýlegri íslenskri rannsókn hafa rúmlega 21% íslenskra kvenna orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka
  • Það jafngildir því að á bilinu 23.000-27.000 konur á Íslandi hafi verið beittar líkamlegu og /eða kynferðislegu ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka
  • Í sömu rannsókn kemur í ljós að 1-2% kvennanna höfðu verið beittar líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka á undangengnum 12 mánuðum
  • Það jafngildir því að á bilinu 1200-2300 konur verði fyrir ofbeldi af þessu tagi á Íslandi á einu ári

Svona leið konunum þegar þær komu í Kvennaathvarfið:

Úr ársskýrslu Kvennaathvarfsins 2011

Kvennaathvarfið er orðið 30 ára gamalt og var misvel tekið þegar til stóð að stofna það. Einkum þótti bagalegt að ekki var hugað að körlum sem urðu fyrir ofbeldi. Kannast einhver við þennan tón frá því í júlí 1982? Eru svona úrtölur ekki löngu þagnaðar?

Þörfin fyrir „flóttakvennabúðir“ er löngu komin í ljós og Kvennaathvarfið er opið öllum konum á Íslandi sem búa við ofbeldi. Er ekki örugglega einnar tölu virði að styrkja það?

Það finnst mér. Ég ætla að fá mér fimm í viðbót áður en söfnunarátakinu lýkur 23. september. En þið?

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.