Uppáhalds femínistabloggin mín (II) – Another angry woman

Oft nýti ég kvöldin í að lesa fræðilegar greinar á sviðum sem ég þekki lítið, sem hvíld frá mínu eigin sviði. En stundum vel ég frekar að hella góðum bjór í glas, skella Philip Glass á fóninn og lesa blogg reiðu konunnar.

Höfundurinn, Zoe Stavri, er femínískur anarkisti sem skrifar kraftmikinn texta vel pipraðan af háði og réttmætri reiði. Hún tætir sundur skoðanir sem byggja ekki á þekkingu, reynslu eða rökum, skoðanir sem má réttilega nefna fordóma. (Fyrir þau sem hafa áhuga á íslenskum dæmum um slíkt er vefsíða Egils Helgasonar hrein gullnáma, þar sem má lesa um fordóma gagnvart femínistum, kynjafræði, félagsvísindum, múslimum, marxistum og mörgu öðru.)

Mér þykir gaman þegar bjórinn gussast upp í nef meðan ég hlæ yfir skrifum hennar um kynlíf, en gagnlegast er kannski það sem hún segir um samþykki í kynlífi og nauðganir.

Ég lærði til dæmis um nýlegar (2004) breytingar á lögum í Bretlandi þar sem nauðgun er nú talin hafa átt sér stað ef gerandi hafði ekki réttmæta ástæðu til að ætla að hann hafi fengið samþykki. Þetta felur í sér að það telst ekki vörn í málinu að þolandi hafi ekki „varist“ árásinni. (Þetta felur ekki í sér neina breytingu á sönnunarbyrði, eins og sumir hafa haldið, hún er jafn erfið og áður, þetta er hins vegar breyting á lagalegri skilgreiningu á því hvað nauðgun er.)

Zoe er hörð við þá sem afsaka nauðganir og sparar ekki uppnefnin, sem geta reyndar verið fyndin, ólíkt því sem tíðkast á Íslandi (nærbuxnafemínistar, fasystur,…). Um daginn tók hún fyrir dálkahöfundinn Brendan O’Neill sem hefur, eins og margir karlar, áhyggjur af því hvað nauðgun er vítt túlkuð. Hann er einn af þeim sem telur það á mörkum hins gerlega fyrir karlmann að vita hvort kona er raunverulega samþykk kynlífi með honum á tilteknum tíma eða ekki. Hann ritar þetta í tengslum við mál Julians Assange:

So it is quite wrong to say “sex without consent is rape”. It is more accurate to say that “sex pursued in defiance of a lack of consent is rape”.

En Zoe bendir á einfaldan hlut sem mörgum körlum virðist yfirsjást:

If you’re going to fuck someone, you have a responsibility to check everyone’s consenting.

Einhverjum þótti slík hugmynd reyndar tilefni til brandara hér á hinu íslenskumælandi interneti og gerði mynd af skriflegum samningi milli aðila kynlífs. Svo erfitt er að átta sig á vilja fólks til kynlífs. En Zoe segir að þeir sem hirða ekki um samþykki geti ekki verið sérlega góðir elskhugar, en segir líka:

It’s pretty fucking easy to not rape someone if you make a modicum of effort.

Reynslan sýnir að vísu að oft skortir á þessa tiltölulega litlu áreynslu sem á þarf að halda. En svo er spurningin: af hverju ætti maður að vilja kynlíf með einhverjum sem ekki langar í mann?

Það sem þó einkennir Brendan, eins og svo marga karla, er dómstólaáráttan í þessu samhengi. Eins og þetta snúist allt um réttarkerfi. En nauðganir eru ekki vandamál réttarkerfisins heldur okkar allra. Flestir þolendur nauðgana kæra ekki og réttarkerfið kemur hvergi nærri. Málið er að breyta hegðun okkar og hætta að nauðga. Það er ekki svona hrikalega erfitt að spyrja: „viltu ríða?“ eða „hvað langar þig að gera?“ Höfum við virkilega áhyggjur af því að opin samskipti eyðileggi kynlíf? Eða eins og Zoe segir um kynlíf án samskipta:

Even when it’s not rape, it’s shit sex.

 

4 athugasemdir við “Uppáhalds femínistabloggin mín (II) – Another angry woman

  1. Þetta er sérstaklega fjarstæðukennd umræða á Íslandi, þar sem það er lítil hefð fyrir einhverjum „nei þýðir já“ leikjum miðað við annarsstaðar í heiminum. Slíkt rugl er því miður stór partur af samskiptum kynjanna víða annarsstaðar.

    Skýr samskipti eru ótrúlega mikilvæg, en merkilega erfið fyrir marga. Smá bjartsýnisspurning: ætli opnari umræða um kynlíf (ehemm, og „klámvæðingin“) hjálpi yngri kynslóðunum með þetta? Eða er fólk bara alltaf jafn feimið og vandræðalegt?

  2. Hello! I’m sorry, I don’t speak Icelandic, but I just want to say thank you for writing this. It’s really lovely when I see someone say something nice about me on the internet, and it’s even nicer when it’s someone from far away who is reading what I say and appreciating it. I get a lot of shit for being a woman with an opinion, so it makes me happy when I see nice things like this.

    Thank you so much 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.