Dreifikerfi drullusokkanna

Höfundur (og þýðandi): Gísli Ásgeirsson

Emma Watson var níu ára þegar hún var valin í hlutverk Hermione í myndunum um Harry Potter og lék hana í myndunum átta sem gerðar voru eftir bókunum. Aðdáendur þeirra fylgdust með Emmu vaxa úr grasi og þroskast og aldrei voru ljósmyndararnir langt undan, eins og títt er þegar frægt fólk á í hlut.

emmawatsonísólbaði15. apríl, 2008, markaði tímamót í lífi Emmu. Hún varð 18 ára, hélt upp á daginn með veislu og ljósmyndararnir flykktust að henni, einkum í von um að ná myndum af henni drukkinni, eins og hún segir sjálf. Einn þeirra lagðist á gólfið til að geta tekið mynd upp undir pilsið hennar. Daginn eftir leið henni eins og hún hefði verið svívirt. Hefði hún verið 17 ára á þessum myndum hefði það kostað kæru og háa sekt. Ljósmyndarinn taldi sig vera í fullum rétti, þar sem Emma varð lögráða þennan dag. Hún gat engum vörnum við komið.

Frá þessu og fleiru segir í grein Kiru Cochrane í Guardian, 22. september sl. Kveikjan að umfjöllun hennar eru alræmdar nektarmyndir af Katrínu Middleton, verðandi Englandsdrottningu, sem eins og ungar konur víða um heim, frægar jafnt sem ófrægar, verður í æ ríkari mæli fyrir barðinu á gægjuhneigð fólks á öld alnetsins. Þessar myndir skipta tugum, ef ekki hundruðum, koma nú út í sérblöðum víða um heim og miðað við framboðið er eftirspurnin ærin.

„Mig grunar að myndin sem veki mesta athygli verði sú sem sýni hvar ljósmyndarinn stóð við þjóðveg, svo langt frá húsinu að varla er hægt að greina það berum augum. Rök þeirra sem mótmæla réttinum til einkalífs verða fáránleg með þessu sjónarhorni en þó þráast menn við. Ritstjóri Se og Hör í Danmörku, sem birti 16 síðna fylgirit með myndunum, hefur gefið í skyn að Kate (Middleton) „verði að axla einhverja ábyrgð á því að hafa berað brjóst sín á almannafæri.““

„Einnig vakna spurningar um af hverju markaður og áhugi sé til á svona myndum. Á netinu er nóg af brjóstum sem beruð eru með fullu samþykki og deilt víða. Svarið tengist kunnuglegri blöndu af þrá og auðmýkingu. Fyrir hendi er áhugi á að sjá ekki bara einhver brjóst, heldur öll brjóst, því að kvenlíkamar séu almenningseign, lögmætt skotmark, sem megi eiga, dá og hæða.“

„Margt bendir til þess að ungar konur séu þvingaðar af ungum mönnum til að taka af sér tvíræðar myndir, með álíka aðferðum og paparazzi. Unglingar okkar tíma lifa í heimi fullum af paparazzi-ljósmyndum og myndum af venjulegum konum nöktum að ofan, heimi sem slúðurtímarit og strákablöð hafa mótað.“

„Undanfarin ár hafa sprottið upp vefsíður sem helga sig því að miðla niðurlægjandi myndum af konum

–og stundum körlum, svonefndar hefndarklámsíður. Þar getur fólk í hefndarhug birt auðmýkjandi, kynferðislegar myndir af fyrrum mökum sínum, myndir sem oft eru greinilega ætlaðar til einkanota, hafi þær þá verið teknar með leyfi viðkomandi.“

„Og konunum er ótrúlega oft sjálfum kennt um þetta. „Þú hefðir ekki átt að láta hann/hana fá þessar myndir“ eða „Þú hefðir ekki átt að vera í sólbaði á einkalóð“ eða „Konur ættu aldrei að afklæðast þar sem einhver gæti hugsanlega verið með myndavél.“ Fólki blöskrar þetta athæfi en afsakar það einnig, kemur sökinni á konur fyrir að voga sér að hafa kynþokka.“

Frá Druslugöngu á Indlandi.

Íslenskir unglingar og ungt fólk hefur kynnst þessum netsíðum sem vistaðar eru erlendis, í skjóli nafnleysis og tjáningarfrelsis og tilgangurinn leynir sér ekki. Notendur birta myndir af íslenskum stúlkum og biðja um myndir á móti. Oft fylgir fullt nafn viðkomandi stúlku, sveitarfélag og skóli. Flestar virðast vera undir tvítugu og dæmi eru þarna um myndir af stúlkum allt niður í 13 ára aldur.

Af augljósum ástæðum verða ekki birtar slóðir á þessar síður, en þessar tilvitnanir látnar nægja:

„Á einhver myndir af D (fædd 97) í M…“

„Ég á til af S : ) en set þær ekki inn, XD hennar fyrrverandi lét mig fá myndir : p“

„Er S mikið lauslát? og fýlar hún í rassgatið?“

„…fokk mikil drusla elskar að rimma stráka…“

„Á einhver eitthvað með þessari? XX í Fjölbraut X, sjúkt flottan rass.“

„Þessi brjóst eru nú alveg poooottþétt búin að breytast eitthvað eftir að hún átti krakkann.“

„Hér er mynd af AA, kemur miklu meir ef ég fæ myndirnar af SS.“

„B, 97, í rvk, mesta slut í heimi, fór í 53 á samfés. Getur ekki annað verið en það sé til eitthvað af henni!?“

Það er auðvelt að setja upp vandlætingarsvip og segja að auðvitað eigi stelpurnar að passa sig, ekki taka af sér myndir, ekki senda vinum/vinkonum myndir, ekki treysta kærastanum, vininum, ekki neinum. Meðan þeim sem lenda í dreifikerfi drullusokkanna er kennt um það, halda þeir óáreittir áfram.

Kira Cochran lýkur grein sinni á þessum orðum:

„Við sættum okkur ágætlega við kynþokka kvenna meðan þær eru hlutir og hlutlausar og við getum kveikt á þeim, slökkt á þeim, hlaðið þeim niður, eytt þeim og gert hvaðeina við þær. En um leið og konur vilja ráða yfir líkama sínum, þykir það hið versta mál og við segjum: „Nei, við gerum þig að hóru.““

2 athugasemdir við “Dreifikerfi drullusokkanna

  1. Bakvísun: Dreifikerfi drullusokkanna | Málbeinið

  2. Bakvísun: Nýja nektin keisarans? | *knúz*

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.