137 atriði sem þú vissir ekki um karlmenn…

Höfundur: Gísli Ásgeirsson

137? Af hverju ekki 100? Eða 50? Hvað með 10? Talan er ekki aðalatriðið, heldur þessi formúlufyrirsögn. 20 aðferðir til að verða betri eiginmaður. 10 leiðir til að bæta samskipti á við konur. 15 góð ráð varðandi eitthvað. Lausn við öllum lífsins gátum felst í svona listum.

Þessar listafjólur spretta á túni ráðgjafa og rassvasaspekinga, birtast reglulega á dægurmiðlum, í glanstímaritum og á afþreyingarsíðum sem eru stofnaðar í þeim tilgangi að bjóða fólki upp á vandaða og skemmtilega umfjöllun, lausa við pólitík og leiðindi og leggja áherslu á loft og léttmeti. Höfundar þeirra eru oftast (undantekningarlaust) konur sem tala um sig í fleirtölu („Við konur“) og ávarpa karlmenn á sama hátt („Þið strákarnir“ eða „þið karlmenn“). Við erum hjarðgerðir, staðlaðir, steyptir í eitt og sama mótið með örlitlum tilbrigðum.

Við hugsum um kynlíf á sjö sekúndna fresti, viljum fá frið yfir enska boltanum á laugardögum (bannað að ryksuga), ráðum yfir grillinu á heimilinu og opnum alltaf einn kaldan á meðan við glóðum. Við skiljum ekki konur og þess vegna verða konur að segja okkur í smáatriðum hvernig þær eru og hvernig á að túlka og skilja þær, því þær eru svo óskaplega flóknar og torræðar. Þær eru þar að auki frá annarri plánetu en við.

Og fleira má nefna. Karlmenn eru uppteknir af limstærð sinni og taka magn fram yfir gæði, gefa lim sínum gælunafn og tala um hann sem sjálfstæða persónu. Þeim þykir gott að eiga sitt húsbóndaherbergi á heimilinu þar sem þeir fá frið fyrir konu og börnum til að geta hugsað. Sumir ganga enn lengra og koma sér upp athvarfi úti í bæ „til þess að horfa á fótbolta, spila pool, leika sér og fá frið fyrir eiginkonunum“, eins og segir í þessari lítt dulbúnu auglýsingu.
Svo mætti lengi telja. Sumir hafa af því atvinnu að segja konum hvernig þær eiga að vera og hvernig karlmenn eru og karlmenn eiga helst að vera eins og þeim er sagt að vera. Reglum fylgir öryggi og vellíðan. Frávik valda óöryggi. Markhópurinn fyrir svona lífsmáta er stór og gefur vel af sér.Karlmenn geta bara hugsað um einn hlut í einu, öfugt við konur. Karlmenn eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar og finnst hommalegt að faðmast og kyssast að óþörfu. Karlmenn pissa standandi, gleyma setunni, reka við (alltaf), horfa á klám (mikið), klóra sér í pungnum sýknt og heilagt, tjá ekki tilfinningar, þurfa reglulega að fá að vera bara með strákunum og þá á konan að bíða skilningsrík heima….

Gott dæmi um þetta var í sjónvarpsþætti á sunnudagskvöldið. Karl og kona, samstarfsfólk, hafði greinilega farið á stefnumót samkvæmt formúlu Kanans og af því að karlinn hagaði sér ekki nákvæmlega eins og konan vildi, varð hún reið, hvessti sig við hann, skellti hurðum og leið greinilega illa. Þegar hann útskýrði fyrir henni að hann kynni ekkert á þessar meintu samskiptareglur og gæti ekki lesið hugsanir, tókust sættir með þeim, gegn því að hún fengi að kenna honum undirstöðuatriði stefnumótareglna og samskipta.

Og hvernig get ég, karlmaður á frumstigi miðöldrunar, fullyrt að ég sé þess bær að alhæfa um kynbræður mína? Ég þekki marga og get flokkað þá eftir íþróttagreinum, stjórnmálaskoðunum, atvinnugreinum og skemmtilegheitum en ég veit ekki um neinn sem fellur undir helstu einkenni staðalímyndarinnar sem lýst er hér að ofan. Ég veit að örfá atriði geta átt við mig en þar með er það upptalið. Ég verð aldrei staðlaður frekar en aðrir og frábið mér tilraunir til að troða mér í eitthvert mót sem aðrir hafa skilgreint. Mér nægir að reyna að vera skikkanlegur í orði og æði og góður við þá sem mér þykir vænt um.

3 athugasemdir við “137 atriði sem þú vissir ekki um karlmenn…

 1. Skil ekki eitt.

  Fyrst þessar „staðalímyndir“ hafa greinilega ekki meiri áhrif en svo, að maður þekkir engann sem fellur það vel inní þær (þrátt fyrir hversu svakalega general þær eru) – Fellur þá ekki kenningin um að þessi staðalímynda-væðing sé að hafa alveg hræðileg áhrif á samfélagið?

  Getur ekki verið að þessi alarmismi um áhrif staðalímynda sé oftar en ekki bara tuð í fólki sem eltir uppi hluti til að pirra sig á (rageaholics) ?

  Það er til fyrirbæri í félagsvísindum sem kallast Dunbar number – sem lýsir því hvernig mannsheilinn hafi upper capacity hvað varðar hversu mörgum virkum vina-samböndum hver og einn getur haldið „vitsmunalegt bókhald“ um. Einskonar lífrænt RAM

  Upper-limit talan er 150 manns.

  Fólk getur semsagt átt djúp samskipti við sirka 150 en umfram það verða samböndin yfirborðsleg og skoðanir okkar á því fólki steríótýpískt. (staðlað)

  Ef fólk byggir ekki kenningar sýnar um ógvæginleg áhrif staðalímynda á því hvernig fólk sem það þekkir hagar sér – heldur byggir þær frekar á general dægur-blaðagreinum facebook linkum og vogue magazine… og heldur því síðan fram að slíkt sjoppufæði gæti haft áhrif á steríótýpur sem það þekkir reyndar bara aðalega úr sömu miðlum…

  – Getur þá verið að þessi staðalímynda-alarmisma-slippery-slope kenning sé lítið annað en circular logic? („ég sé sjoppumennsku => ég sé einhvern sem ég dæmi sjoppulegan stunda sjoppumennsku = sjoppumennska er að taka yfir!“)

  Mér er sérstaklega spurn vegna þess að reglulega síðustu áratugi hafa komið upp allskyns „Oprah Winfrey“ kenningar um að bíómyndir skapi glæpamenn, eða tölvuleikir, eða klám, eða gosdrykkja, eða internetið.

  Engar af þessum kenningum þegar þær hafa verið prufaðar hafa sýnt fram á neitt nema veika fylgni (það er sterkari fylgni á milli biblíulesturs og glæpa heldur en t.d. tölvuleikja)

  Að hlutir hafi persónuleg áhrif (sem augljóslega allt fjölmiðlaefni hefur á einn eða annan hátt) segir alls ekkert endilega neitt til um hvert samfélagið í heild sinni er að þróast, getur þessvegna, og er oftast bara noise (tískubólur og trend).

  Mér tel augljóst að staðalímyndir í samfélaginu eru enginn fallandi vísitala sem varar við falli siðgæðis. Ég tel augljóst að þessar staðalímyndir eru að messtu leiti skapaðar af eðli mannsheilans en ekki neinu feðraveldi.

  Mér er það furða að svo losarleg og ílla rökstudd kenning eins og staðalímyndakenningin, sé nánast Dogma þessa daganna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.