Konur sem eitra líf mikilvægra karla

Konurnar sem eitra líf hans.

Þessi forsíða L’Express, frá 10. október 2012, vakti hörð viðbrögð í Frakklandi í síðustu viku og skyldi engan undra. Þarna sjáum við François Hollande, forseta Frakklands, með agalegan mæðusvip. Til vinstri við hann er röð smærri mynda af nokkrum konum sem eitra víst fyrir honum lífið, en þannig má þýða yfirskriftina, sem stendur stórum hvítum stöfum á svörtum grunni yfir myndunum.

Það eru ekki allir á eitt sáttir um þessa framsetningu og Olympe, einn af eftirlætis bloggurum frönsku knúzdeildarinnar, var ekki lengi að kasta fram ágætri greiningu á því hvað er karlrembulegt við þessa forsíðu. Gefum henni orðið:

Alhæfing: Forsíðan lýsir kvenfyrirlitningu því hún vísar ekki til þeirra sem einstaklinga heldur hrúgar þeim saman í einn gífurlega víðan flokk, flokkinn konur.

Þetta fjalla ég um í bókinni minni Hvers vegna fá konur minna borgað en karlar:

Að vera karl er normið, að vera kona er sértækt. Hver karl er sérstök eining í flokknum „menn“; konur tilheyra hins vegar undirskipuðum flokki, sem kallast „menn af kvenkyni“.

[…]

„Konur eru því fyrst og fremst hluti af kyni sínu. Karlar eru viðurkenndir sem sérstakir einstaklingar. Þegar fólk er beðið um að lýsa í fljótu bragði manneskju sem þeim er sýnd á mynd, byrja langflestir á því að taka fram að þetta sé kona, ef það er reyndin. Kyn er hins vegar ekki tekið fram ef myndin er af karli.“

Þetta undirstrikum við í hvert skipti sem við segjum „ah, kvenfólk!“ þegar við erum að ræða hegðun einnar konu.

Samsull: Það felst kvenfyrirlitning í því að setja mikilvægar pólitískar konur undir sama hatt og konur úr einkalífi hans.

Angela Merkel var sögð valdamesta kona í heiminum hjá Forbes, og ef hún eitrar líf forsetans er það alls ekki af sömu ástæðum og ef Valérie Trierweiler gerir það.

Lítilsvirðing: Þessi forsíða lýsir kvenfyrirlitningu með því að gera pólitíska baráttu kvenna að einhverju öðru en því sem hún er.

Í staðinn fyrir að vera taldar höfuðandstæðingar hans í pólitík, hefðu Martine Aubry eða Ségolène Royal átt að geta orðið forsetar í hans stað, ef jafnrétti ríkti hér. Þær eru smættaðar niður í leiðindaherfur, sem rífa í hár hvor annarrar og eitra líf karlanna sem hafa mun alvarlegri hlutum að sinna.

 

Ýmsir hafa tekið þessa forsíðu og afbakað hana, líkt og fólk er eindregið hvatt til að gera við auglýsingar og annan áróður sem því misbýður. Þessa fann ég á Rue89:

Blaðamenn sem fara í eggjastokkana á okkur.

 

Það er tilviljun að þessi pistill rímar ágætlega við þann sem birtist í gær, en undirritaðri fannst áhugavert að sjá þar að Bretar hafa greinilega sýnt François Hollande mikinn áhuga, hann er þarna ofarlega á lista yfir þau sem hvað oftast hafa prýtt forsíður breskra blaða undanfarinn mánuð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.