5 herbrögð til að komast á pólitíska fundi eða aðferðir til að komast að heiman

[til að berjast fyrir jafnfrétti og kvenfrelsi]

Nútímakonan þekkir það kvenna best hversu erfitt það getur verið að púsla saman vinnu, fjölskyldulífi, áhugamálum, líkamsrækt, hugsjónum og síðast en ekki síst sjálfri sér. Til er margt ritað og mælt um hina ýmsu aðferðir til þess að höndla þetta allt, sumir myndu jafnvel segja að framboðið væri of mikið. En af því að víða hvílir meginþunginn af fjölskyldu- og heimilisumhyggju enn að mestu leyti á öðrum aðilanum, oftast konunni, (þrátt fyrir miklar framfarir, sei, sei já) er ekki úr vegi að leita aðeins til fortíðarinnar eftir haldgóðum aðferðum til að takast á við þá einföldu athöfn að komast af heimili eina kvöldstund eða svo. (Athugið að þessi ráð eru einkum ætlum þeim sem eru með börn undir 16 ára aldri og eru í sambúð/gift eða búa a.m.k. á sama stað.)

Árið 1971 kom út bókin: Kvinnens lille röde; í henni má finna greinar norskra femínista þar sem fléttað er saman í gríni og alvöru, hugleiðingum um það hvernig m.a. megi auka þátttöku kvenna í jafnréttisbaráttunni.

Aðferðirnar fimm sem taldar eru upp þar ættu að henta konum af öllum kvengerðum og stéttum:

Hefðbundnar aðferðir henta í hjónabandi þar sem samfélagsleg ábyrgð er umtalsverð:

Aðferðir byggðar á samfélagskennd kvenna henta þeim sem vilja fara mjúkt í þetta:

 

Að segja manninum sínum umbúðalaust að nú ætli maður á fund telst eðlilega til  „djarfra aðferða“:

 

Fjórða aðferðin er svo „Uppeldislega aðferðin“, en hún felst í því að láta börnin sjá um kvöldmatinn sjálf: sex ára barnið sker brauðið, fjögurra ára barnið kemur lifrarkæfunni á og það yngsta, tveggja ára, sér um að hella mjólkinni (gott að kaupa nóg af mjólk þessi kvöld).

Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir þeim möguleika að makinn láti sig ekki gagnvart neinum rökum og bent á nokkur örþrifaráð sem konur geta gripið til þegar fokið er í flest skjól:

 

Það er óskandi að nútímakonan geti nýtt sér einhver þessara snjallræða.

Skjáskotin eru tekin af timarit.is úr blaðinu Forvitin rauð, (1973, 2. árg., 2. tbl. bls. 18). Silja Aðalsteinsdóttir þýddi.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.