Góðan daginn tilfinningar!

Höfundur: Björg Sveinbjörnsdóttir

Líkaminn er fastur við haus okkar og með líkamanum gerum við allskonar hluti eins og að labba, sitja, borða, heilsa, færa hluti, raða hlutum, vinka, brosa, drekka, fæða börn, borða, hrista, knúsa, skrifa, laga hluti, klappa, hlaupa, sveifla, lemja, dansa, ýta, keyra, liggja, standa og auðvitað uppáhalds líkamans iðju: STUNDA KYNLÍF. Vú hú, segja hendurnar þegar þær fá að snerta rass á öðrum. Loksins get ég hætt að vinka og heilsa. Líkaminn elskar nánd.

Stundum þegar ég les eða hlusta á umræður um klámiðnaðinn og réttlætingu á honum koma upp í huga minn nokkrar myndir af allskonar hausum að segja bla, bla bla og fullt af líkömum gangandi um eins og hauslausar hænur. Því þetta er, svo ég alhæfi bara, rosalega aftengd umræða.

Karlkyns áhorfendum er kennt að sjá kynfæri sín sem verkfæri eða hlut sem er á einhvern undarlegan hátt lítið tengdur þeim sjálfum.

Endalausar nærmyndir af andlitslausum tippum að sinna sínum málum á annarri manneskju sem er á einhvern hátt líka algerlega ótengd þeim.

Myndefnið snýst mikið um að koma tippinu á eins marga staði og hægt er á konunni. Hann er ekki með tilfinningar, honum finnst gott að meiða og hann talar ekki. Honum finnst gaman að gera tilraunir á þolmörkum kvenlíkamans. Hann stundar sjálfsfróun á fólki. Ofan á allt þetta heyrast stunur konunnar, því henni finnst þetta víst frekar gott. Þótt myndefnið gefi til kynna að hún gæti verið að meiða sig smá, hún er allavega dálítið hissa á svipinn.

Kvenkyns áhorfendum er kennt að sjá líkama sinn sem nautnalaust fyrirbæri sem eigi að taka við athöfnum annarra, það á líka að vera gott, þó það geti verið vont. Þeim er kennt að niðurlæging á kynfærum þeirra, persónu og líkama sé sexí þó þær hafi í raun ekki verið á þeirra forsendum.

Þá erum við sko ekki að tala um hvað klám gerir við þá sem upplifa það á líkömum sínum.

Gegnumgangandi í klámefni er skortur á samþykki og algjör aftenging á líkama og tilfinninga. Í mínum huga er kynferðislega opinskátt efni sem er ekki gegnumsýrt af vanvirðingu og ofbeldi án samþykkis ekki klám. Það er bara kynferðislegt efni. En það er önnur umræða.

Í klámi eru tilfinningar ekki sexí, samt þarf maður eiginlega að geta hlustað á tilfinningarnar til að rannsaka hvar nautnirnar liggja í kynórum manns og kynlífi. Við vitum það alveg! Kynlíf er form á nánum samskiptum, það er ekki fyrir utan okkur eða á annan hátt ótengt okkur. Við erum að tala um að nudda slímhúðum saman og líkamsvessum saman, nakin. Er ekki kominn tími til að tengja?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.