Kvenréttingar

Helgarpósturinn 9. október 1986 – af timarit.is

 

Allir sem vélrita mikið, vita hve auðvelt er að gera alls konar fáránlegar villur aftur og aftur. Myndin hér að ofan sýnir hræðilega villu sem slæddist í Símaskrána 1986. Þá unnu eingöngu konur við skráningu, ég var sumarstarfsmaður og man vel eftir því þegar þetta komst upp hjá okkur. Mig minnti að það hefði verið í gegnum fjölmiðla, en eina fréttin af þessu sem ég finn á timarit.is er frá október. Þá var ég löngu farin aftur í skólann. Ég man hvað okkur leið ömurlega, mig langar að segja að við höfum allar setið með kindarsvip þó það sé ekki mjög femínistalegt orðalag (já, það er til!).

Ég hef alltaf átt erfitt með að trúa Edith Piaf, þegar hún syngur að hún sjái ekki eftir neinu. Það getur enginn ekki séð eftir neinu. Allt venjulegt fólk (Piaf var svo sem kannski ekkert venjulegt fólk) hlýtur stundum að lenda í því sem ég upplifði þegar ég sló inn timarit.is og leitarorðinu kvenréttingafélag. Ég endurupplifði skammartilfinninguna og leiðann. En mikil var undrun mín yfir fjölda niðurstaðna. Og sérstaklega að grúska aðeins í tíðninni, það kom nefnilega eitt dálítið furðulegt í ljós.

Morgunblaðið 24. febrúar 1965 – af timarit.is

Á þessari mynd sést brot úr auglýsingum fyrir ýmsa viðburði í dálki sem var kallaður „Fréttir“ (síðar kölluðust svona viðburðatilkynningar Dagbók, ég veit ekki hvort þetta er ennþá til). Samkvæmt timarit.is var fundur Kvenréttindafélags Íslands auglýstur sex sinnum árið 1965 með innsláttarvillunni. Fyrst ályktaði ég sem svo að villan hafi flust með fyrsta innslætti áfram, líkt og nú getur auðveldlega gerst, en þegar ég leitaði með réttri stafsetningu komu upp 13 niðurstöður.

Ég veit ekki hvernig ég á að túlka þetta, eða hvort það hefur nokkuð upp á sig. En mér finnst samt spennandi tilhugsun að kannski hafi einhver verið settur í að vélrita upp þessar „Fréttir“ og þótt það hundleiðinlegt. Hinum sama hafi síðan þótt þetta kvenréttindabrölt alveg fáránlegt og því gert sér lífið aðeins léttara með því að afbaka nafn félagsins. Mér finnst það mun skemmtilegri skýring, en að einhver saklaus og jafnvel kvenréttindasinnaður ritari hafi gert sömu villuna aftur og aftur.

Það má nefna að alls fundust 10 kvenréttingafærslur á timarit.is, með því að setja inn leitarorðið kvenréttingafélag, hér hefur verið minnst á 7 (fréttina úr Helgarpóstinum og sex auglýsingar frá 1965), hinar þrjár eru Vísir 1924, Alþýðublaðið 1939 og Tíminn 1977. Hins vegar, ef maður prófar að setja inn kvenréttinga, kemur þetta, ég ætla ekki einu sinni að byrja að reyna að ímynda mér hvað ritnefnd þessa blaðs hlýtur að hafa liðið illa:

19. júní, 42. árgangur 1992, 1. tölublað.

3 athugasemdir við “Kvenréttingar

  1. Þetta vekur þó óneitanlega upp pælinguna hverskonar félag Kvenreddingafélagið væri? Væri það kannski frábært systralag um reddingar? 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.