Drykkjubingó femínista

Femínistar gera sér oft glaðan dag. Stöku sinnum er áfengi haft um hönd, en auðvitað má einnig skemmta sér við gosþamb eða vatnið góða. Ef svo ber við að í sjónvarpi, útvarpi eða innra neti séu meintir andstæðingar femínista að „rökræða“ getur verið gaman að leika þann leik að taka staup eða súpa af glasi þegar einhver gagnrýnandinn hittir á sígildan frasa á spjaldinu. Verður af þessu mikið glens.

Hafið samt í huga, kæru femínistar, að sumt fólk segir þetta ekki af illsku eða kvenfyrirlitningu heldur vegna þess að það veit ekki betur og er að endurtaka og spegla orð og setningar sem það hefur heyrt eða lesið annars staðar. Eða – það sem algengt er um karla – þeir fara í vörn þegar þeim er bent á almenn forréttindi karla í samfélaginu, líklega vegna þess að þeim finnst það beinast að þeim persónulega.

Þið sem lesið og ekki eruð femínistar ennþá: hafið í huga hvert ferðalag hefst á hugsun eða óvæntri tilviljun, og með þolinmæði eða skyndilegri vakningu mun ykkur takast að verða það.

Lykillinn er:

Gulur -> Drekkið sopa (skot)

Rauður -> Drekkið tvo

Grænn -> Drekkið þrjá

Grár -> Drekkið fimm

Appelsínugulur -> Drekkið tíu

7 athugasemdir við “Drykkjubingó femínista

  1. Frábært framtak Ingólfur, mun nota þetta óspart og skála í vatni. Það verður líkalega fljótt að telja upp í ráðlagðan dagskammt af vatni, slíkur er botnlausi brunnurinn er af þessum klisjukenndum setningum. Haf þökk fyrir góða skemmtun 🙂

  2. Vitiði ekki að svona svakalegur drykkjuskapar endar með ósköpum? Með þessu áframhaldi lifi ég ekki út vikuna.

  3. Ég er búin að vera sótdrukkin síðan þessi grein var birt og sé ekki fram á að það renni af mér í bráð!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.