Yfirlýsing frá Knúz.is

Við sem stöndum að vefnum Knúz.is lýsum yfir einlægum stuðningi við sjálfstæða Palestínu og fordæmum um leið það andvaraleysi sem ríkir nú þegar enn ein aðförin dynur á Palestínumönnum og þeirra mannréttindum.

Við gerum okkur grein fyrir því að Hamas beitir vopnum. Þó ber að hafa í huga að Hamas samtökin eru lýðræðislega kjörin til valda og að þjóðir hafa fullan rétt til að verjast hernámi og þjóðarmorði. Við gerum okkur einnig grein fyrir að máttur Hamas má sér einskis gegn ofurefli ísraelska hersins, sem er einn stærsti og öflugasti her í heimi.

Við lýsum yfir óbeit okkar á aðgerðaleysi alþjóðasamfélagsins gagnvart hernámi Ísraela, endurteknum innrásum þeirra og eyðileggingu innviða í Palestínu. Við lýsum yfir ógeði okkar á grunnhyggnum yfirlýsingum fjölda manna um ástandið og virðingarleysi þeirra við langdregnar raunir Palestínumanna.

Við vitum að yfirlýsingar hafa verið samdar af ráðherrum, við vitum líka að ráðherrar mæta og tala á mótmælum. Okkur finnst það ekki nóg, við viljum að hernaði og stríði verði algerlega hafnað og að friður verði tekinn upp sem opinber stefna stjórnvalda.

Við viljum að Ísland slíti skilyrðislaust viðskipta- og stjórnmálasambandi við lönd sem reisa múra milli fólks.

Stríð og hernaður hefur viðgengist í heiminum alltof lengi. Þau hafa verið undirleikur velmegunar okkar Vesturlandabúa og oftar en ekki forsenda þess að við höfum það gott. Það er kominn tími til að taka afstöðu gegn þeim og gera kröfu um að friður ríki í heiminum. Það er til nóg fyrir alla.

Skrifum undir hér og gerum þá kröfu að Ísland taki afstöðu gegn útrýmingarstefnu Ísraelsmanna.

„If you are neutral in situations of injustice, you have chosen the side of the oppressor“ Desmond Tutu

Kristín Jónsdóttir
Sigríður Guðmarsdóttir
Halla Sverrisdóttir
Ingólfur Gíslason
Hildur Knútsdóttir
Helga Þórey Jónsdóttir
Guðrún Elsa Bragadóttir
Gísli Ásgeirsson
Guðrún C. Emilsdóttir
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir
Sóley Tómasdóttir
Brynhildur Björnsdóttir
Hildigunnur Rúnarsdóttir
Elva Björk Sverrisdóttir
Magnea J. Matthíasdóttir
Ásdís Paulsdóttir
Herdís Schopka
Erla Elíasdóttir
Anna Bentína Hermannsen
Salka Guðmundsdóttir
Rún Knútsdóttir
Kristín Vilhjálmsdóttir
Ásdís Thoroddsen
Auður Lilja Erlingsdóttir
Eyja M. Brynjarsdóttir
María Hrönn Gunnarsdóttir

Ein athugasemd við “Yfirlýsing frá Knúz.is

  1. já við sjálfstæðri Palestínu og refsiaðgerðum/ stjórnmálaslitum gegn kúgun og yfirgangi Ísraelshers – en ekki felst lausnin í því að styðja vð bakið á Hamas samtökunum – jú þau voru lýðræðislega kjörin í neyðarástandi en það var Hitler líka.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.