Ævintýri framhaldsskólanema í landi kvenfyrirlitningar

-Eða hvernig ég hætti að óttast femínisma og lærði að elska hann

Höfundur: Stefán Ingvar Vigfússon

Ég er svona latteleppjandi hundrað og einn viðbjóður, ég geng um með trefil og reyki sígarettur. Þá helst vafðar. Ég er femínisti. Ég yrki ljóð og skrifa leikrit. Ég er MH-ingur, ekki beinlínis innritaður akkúrat þessa stundina. En MH-ingur samt.

Nýlega komst skólinn, minn gamli skóli, í kastljós fjölmiðla. Hópi nema innan skólans misbauð ákvörðun ritstjóra Monitor, sem markaðssetur sig fyrst og fremst til ungs fólks, um að birta Egil „Gillz“ Einarsson á forsíðu og hafa viðtal við hann sem meginstykki blaðsins. Feitastur í blaðinu!

Mér þykir boðskapur Gillz að ákveðnu leyti vera hættulegur og að ákvörðun ritstjóra hafi verið vanhugsuð, en meira hef ég ekki um það að segja.

Birt með leyfi Skjábjartar

Þessi hópur nema bjó til event á Facebook (undir titlinum Gillz af forsíðunni – krefjum Monitor um afsökunarbeiðni). Þar varð til opinn vettvangur þar sem allir gátu látið í ljós skoðun sína á manninum og þessu atviki. Þar er einnig að finna margar sorglegustu staðhæfingar og athugasemdir sem ég hef nokkurn tímann séð.

Það allra sorglegasta eru ungar stúlkur að fjarlægja sig frá hugtakinu „femínisti“ um leið og þær taka til máls. „Ég er alls enginn femínisti.“ Stelpur, hvað er að ykkur?

Klámkynslóðin virðist hafa misst sjónar á því hvað femínsmi er: Jafnrétti.

Með tilkomu manna á borð við Egil Einarsson á sjónarsvið íslenskrar æsku, minnar æsku, hefur orðið til eitthvert stigma í garð femínismans. Femínistar nútímans eru ekkert annað sandþurrar beyglur sem þurfa ekkert annað en að láta „fylla“ sig eins og kalkún. Hvaðan kemur: „bara allir komnir með nóg af feministum og engin furða“, sem ég hef orðrétt eftir einum?

„Ef thetta femiatadæmi væri ekki til. Tha myndi eg ekki vita hvad annad væri & thyrfti tha ekki ad væla yfir thvi, lifid væri bara thannig..“ hef ég eftir einni stúlkunni.

„Þurrkunta sem þú ert, þú ert ekkert að gera annað en að leggja manninn í einelti. Viltu að ég fari að leggja þig í einelti MH þurrkuntu viðbjóðurinn þinn! Alveg hrikalega hvað maður óskar skítapakki eins og ykkur allt hið versta. Eins lítið álit og maður hafði á ykkur treflaógeðunum í hamrahlíðinni fyrir!!! Djöfull ertu ógeðsleg!!! Eins mikið og ég vona að þessi umfjöllun um ykkur sverti ykkar skítamannorð, það sama og þið eruð að gera við Egil ekki satt?? ;)“, sendi einhver viti sínu fjær einum af stofnendum hópsins.

Þetta er meingallað hugarfar, ég bið jafnaldra mína að hugsa sinn gang.

Ég er femínisti, en er hvorki með þurra kuntu né nokkura þörf á neinskonar fyllingu.

Ég skora á ykkur jafnaldra mína að skoða sanna merkingu femínismans áður en þið fordæmið hann.

Stefán Ingvar Vigfússon

 

33 athugasemdir við “Ævintýri framhaldsskólanema í landi kvenfyrirlitningar

 1. Það er málstaðnum ekki til framdráttar að hvetja til þess að þaggað sé niður í þeim sem við erum ósammála. DV hefur þurrkað út athugasemdir við fréttina. Þar voru margar málefnalegar og góðar athugasemdir. Síðan kemur Smugan og pikkar út ljótustu athugasemdirnar. Hver er eiginlega tilgangurinn?

  • Sæl,

   Mér finnst ekki vera ástæða til þess að þagga niður í neinum
   Ég vísa í þessi innslög vegna þess að þau eru ekki einstök, heldur lýsandi fyrir (að mínu mati) of stóran hlut minnar kynslóðar og er greinin er ekki ætluð til þess að níðast á þeim sem halda í þá skoðun. Ég kem því einfaldlega ekki fyrir mér hvernig jafnaldrar mínir geta haldið í þetta úrelta hugafar.

 2. Ég er líka femínisti ef að femínismi snýst um jafnrétti. Á Íslandi snýst femínismi hins vegar ekki lengur um jafnrétti og frelsi einstaklingsins, heldur kynjakvóta og sams konar brögð til þess að láta fólk gjalda þess enn frekar að tilheyra öðrum hvorum kynjahópnum. Hvað viðkemur þessu Mónitor blaði er ég fullfær um það sjálf að mynda mér skoðanir um Egil Einarsson og hans gjörðir. Ég þarf heldur ekki á neinni afsökunarbeiðni að halda frá ritstjóra blaðsins. Það eina sem þessi hópur MH-inga hefur gert er að vekja næga athygli á Agli til þess að öll umræðan taki enn annan hring, auk þess að koma hundruðum manna til þess að lesa blaðið sem hefðu annars ekki gert það. Þau hafa líka gert þessari stúlku sem ákærði Egil grikk með því að auglýsa málið enn frekar fyrir samnemendum hennar. Eins og ég segi þá höfum við ekki hugmynd um hvað gerðist. Núna er Egill að ákæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir og það getur alveg eins verið að hún sé sek eins og hann. Hættum að mismuna fólki eftir kyni. Það á líka við um þau tvö. Látum þau bara í friði og leyfum alvöru dómstólum að sjá um málið!

  • Byrjum á að leiðrétta að íslenskur dómstóll sé að einhverju leyti alvöru þegar það kemur að kynferðisafbrotum, annar eins kengúruréttur finnst varla
   Feminsmi á Íslandi er alveg sá sami og annarsstaðar og kynkvóti er nauðsynlegt fyrirbæri. Karlmaður alinn upp í feðraveldi hallast frekar að karlmanni í valdastöðu
   Það sækist enginn innan þessa hóps eftir því að sverta mannorð Egils, það er aftur á móti ávitjavert að setja mann sem hefur leyft sér að tala um samskipti kynjanna og konur á þann hátt sem Egill hefur gert upp sem einhversskonar fyrirmynd. Það er einfaldlega það sem þessi hópur nema er að vekja athygli á.

   Annars fjallaði greinin ekki um þetta mál, nema í örlitlu framhjáhlaupi

   • Þetta er markmið kynjakvótans en þó ekki alltaf raunin. T.d. ekki í skólum sem hafa tekið upp kynjakvóta. Í Verzló kom t.d. upp sú kaldhæðnislega staða að færri stúlkur komust að vegna kynjakvóta en hefðu gert ef einstaklingar hefðu verið metnir eftir einkunnum. Sem sagt þetta með að einstaklingarnir ættu að vera jafn hæfir virðist ekki alltaf skipta máli.

   • Þá má deila um aðferðir sem eru notaðar við kynjakvóta, hugmyndin við kynjakvóta er að eins og Helga sagði að þegar tveir einstaklingar eru metnir jafn hæfir verður að velja manneskjuna af því kyni sem hallar á í þeirri stétt. Ástæðan fyrir því er að yfirleitt þá ræður fólk það sem það er vant að sjá td. karlmenn í valdastöður og konur í umönnunarstörf, kynjakvótinn reynir að leiðrétta hallann og gera það eðlilegra að sjá fólk af báðum kynjum í þessum stöðum. Normið hefur áður verið að vanhæfari karlmenn séu oft ráðnir í hærri stöður en konur af engum sýnilegum ástæðum nema byggt á kyni.
    Það er hinsvegar eitthvað rangt og bogið við það að kynjakvóti sé notaður eins og þú ert að lýsa þarna Sveindís og er alveg vert að kvarta yfir.

   • Kynjakvóti hefur orðið til þess að stelpur þurfa leggja mun meira á sig en strákar til að komast inn í ákveðinn menntaskóla. Þessi kynjakvóti var ekkert nema skot í fót.

   • Skilgreining þín á kynjakvóta er kolröng. Kynjakvóti gengur ekki út á að bæði kyn séu metin á sömu forsendum, heldur að öðru kyninu sé tryggður hluti af einhverju, t.d. stjórnsetu. Í tilviki Verzlunarskólans, þá var karlmönnum tryggður aðgangur í skólann á kostnað kvenna, sem voru betri námsmenn. Það er kynjakvóti.

  • „Auglýsa málið enn frekar fyrir samnemendum hennar“

   Þetta blað er borið út í hennar skóla!! Og með þennan mann á forsíðunni þar sem hann kallar hana lygara, þótt hann geri það „snyrtilega“ …

   En það magnaðasta úr þessu viðtali er þegar hann segist ekki hafa vitað hve gömul hún var því þau voru inn á stað þar sem aldurstakmarkið er 20 ár. Egill virðist þarna vera að reyna að stíla á það að fólk sé búið að gleyma því að meint fórnarlamb hans var hjá honum í einkaþjálfun. Þarna lýgur hann … en stuðningsmenn Egils pæla ekkert í því heldur senda hótunar SMS til þeirra sem benda á þetta.

   Nú er þetta mál enn fyrir dómi þar sem Egill hefur ákært hana fyrir falskar ásakanir. Er þá virkilega tímabært að birta forsíðuviðtal við Egil í blaði sem dreyft er til menntaskóla? Viðtal sem hann notar til að skíta yfir þessa stelpu og kallar þá sem hafa gagnrýnt hann: fábjána og öfgahópa… síðan skilur fólk ekkert í því þegar þetta viðtal er gagnrýnt … og þetta á bara að vera einelti …

   Þvílíkt kjaftæði!

  • Mér finnst áhugavert að þú Sveindís gefur þér að þessi stúlka hafi eitthvað til að skammast sín fyrir, að það sé slæmt fyrir hana að málið sé auglýst. Það er mjög sorglegt að ein algengasta afleiðing nauðgunar er að fórnarlambið upplifi skömm þrátt fyrir að skömmin eigi auðvitað heima hjá gerandanum. Ef að stúlkan segir satt þá þarf hún hvorki að skammast sín fyrir að hafa lent í þessu né að hafa kært, en það er samt skiljanlegt að hún geri það þegar hún býr í samfélagi með fólki sem hefur viðhorf eins og þú hefur. Svo eru þetta auðvitað tvær stúlkur sem hafa kært hann fyrir nauðgun, ekki ein.

   • Ég sagði hvergi í athugasemd minni að stúlkan hefði eitthvað til þess að skammast sín fyrir Margrét. Hins vegar eru þau orð komin frá fólkinu sem stofnuðu eventinn að stúlkan sem kærði í málinu sé í framhaldsskóla þar sem blaðið er í dreifingu, og vildi ég benda á að þau hafi vakið enn meiri áhuga almennings á málinu. Ég held að við getum báðar verið sammála um það að jafn mikil umræða og hefur skapast um þetta mál er aldrei góð. Þetta er mjög viðkvæmt mál og ekki okkar að dæma í því. Að lokum finnst mér einstaklega ómálefnalegt og særandi þegar þú segir að það sé samt skiljanlegt að hún skammist sín þegar hún býr í samfélagi með fólki sem hefur viðhorf eins og ég hef. Þarna ertu í raun sjálf að gefa þér að hún skammist sín og það sé eðlilegt, og að gefa þér það að ég hafi einhver viðhorf varðandi það að fórnarlömb nauðgana ættu að skammast sín þegar þú ert í rauninni bara að snúa út úr athugasemdinni minni. Þú veist ekki neitt um mig eða mín viðhorf og vil ég ítreka það að fórnarlamb nauðgana hafa að sjálfsögðu enga einustu ástæðu til þess að skammast sín.

 3. Ég er náttúrulega algjörlega sammála þér varðandi þessar einstaklega sorglegu athugasemdir sem að greinin þín fjallar um. Vildi bara láta í ljós sjónarhorn stelpu sem finnst leiðinlegar þessar skoðanir femínista um að ef að fólk styðji þá ekki sé það hluti af einhverri klámkynslóð. Þetta er bara asnalegt. Ég styð jafnrétti 100% og tel mig því vera femínista þótt að ég styðji ekki sams konar öfgar og margir femínistar hvort sem það er á Íslandi eða úti í heimi, og vilji þess vegna ekki kenna mig við þá. Svo er blaðið ekki að setja Egil upp sem fyrirmynd með neinum hætti nema þér finnist að einungis góðar fyrirmyndir eigi heima á forsíðum blaða. Eins og ég sagði áður er fólk fullfært um að velja sér sínar eigin fyrirmyndir og þetta er bara viðtal sem allir taka með fyrirvara. Ert þú góð fyrirmynd þegar þú segist reykja sígarettur í þessari grein? Ég veit ekki hvaða orð ávitjavert er en ef þú ert að meina vítavert ertu kominn á hálan ís. Réttara væri hjá þessum nemum að skrifa grein um að því finnist ekki rétt að hafa Egil á forsíðunni í staðinn fyrir að krefjast afsökunar og valda einhverju uppþoti. Ef að mér fyndist þeirra rök gild um að forsíðan hafi áhrif á ungt fólk þá fyndist mér líka varhugavert að þau séu núna að dreifa þessu á meðal fólks á facebook sem að þeirra mati getur ekki myndað sér skoðanir sjálft og sagt þeim að senda fyrirfram samið bréf á ristjórann þar sem að þau gera augljóslega ráð fyrir því að Egill sé sekur. Það mætti halda að þau hafi snúið lögunum við í : Sekur uns sýkna er sönnuð. Samt segja þau líka að enginn viti neitt um það hver sé sekur og hver sé saklaus og eru þau því í algjörri þversögn við sig sjálf.

  • Í þessu viðtali við Gillz að þá fékk hann að úthúða stelpunni sem kærði hann og saka hana um lygar og tala um samsæri gegn sér. Þegar það er tekið með í reikninginn að enginn veit (nema þau sem voru á staðnum) hvort Gillz er sekur eða saklaus að þá er það ekki í lagi að maðurinn fái að úthúða stelpunni svona í blaði sem dreift er víða og þar meðal annars til framhaldsskólanema. Fjölmiðlar eiga að vita betur heldur en að birta slíkt.

 4. Það sem fer virkilega í taugarnar á mér er hversu mikið hugtakið „femenisti“ hefur verið beyglað og brenglað af hinum og þessum hérna í Íslensku þjóðfélagi upp á síðkastið. Málið er að „femenismi“ er bara hugtak yfir margskonar hugmyndir og hreyfingar sem hafa það markmið að berjast við fyrir auknum réttindum kvenna. Fólk í dag hins vegar virðist ekki vita hvað þetta er og tekur þetta upp óspart án þess að lesa sér nokkuð til um þetta og þá á ég bæði við um fólk sem kallar sig femenista og fólk sem kallar sig ekki femenista. Femenismi hefur margar hliðar sem mætti lengi telja upp t.d. radical, liberal, socialist, natural o.s.frv. Sumar þessar hliðar berjast fyrir „kvennveldi“, sumar berjast fyrir jafnrétti og sumar berjast meira segja fyrir meira íhaldi.
  Tel ég sjálfan mig vera femenista? Nei. Það er hins vegar ekki vegna þess að ég vil ekki jöfn réttindi fyrir karla og konur eða að ég sé einhver „karlremba“ sem haldi að femenistar séu bara „þurrkuntur með sand í pjöllunni“. Ástæðan fyrir því að ég vil ekki telja mig til femenisma er einfaldlega sú að ég hef engan áhuga á því að vera að flokka mig undir einhverjar stefnur. Sérstaklega í ljósi þess að það er til svo mikið af fólki sem kallar sig hitt og þetta eins og t.d. femenista eða humanista en hefur ekki hugmynd um hvað það táknar. Frekar vil ég berjast fyrir auknu jafnræði án þess að vera undir merkjum einhverrar ákveðnar stefnu eða hreyfingar. (Mín skoðun, og ég nenni ekki að hlusta á þetta sífella ef þú vilt jafnrétti þá ertu femenisti bull).
  Annar segji ég, hættum þessum skítköstum á hvort annað, það mun ekki koma okkur neitt. Berum virðingu fyrir öllum aðilum sama hversu vitlausar skoðanir þeirra virðast vera, og fyrst og fremst höldum umræðunum á málefnalegum nótum í stað þess að stökkva í vörn og byrja að ausa skít yfir fólk sem við þekkjum ekki neitt.
  Á Egill skilið að koma fram í þessu blaði? ég veit það ekki ég hef ekki myndað mér skoðun á því, sumu leiti finnst mér ekki og að sumu leiti finnst mér hann alveg eiga rétt á því. En það breytir því ekki að fólk hefur mismunandi skoðanir og það er fátt leiðinlegra en þegar fólk er að reyna að halda því fram að skoðanir sínar séu eitthvað sem allir aðrir ættu að fara eftir (þetta á við báða bóga í þessu máli).

   • Sæll Þór, ég tel mig ekki þurfa lesa mig meira til um femenisma, enda er ég búinn með 2 áfanga um femenisma á háskólastigi sem voru báðir kenndir af virtum prófessorum sem hafa gefið út fjöldann allan af bókum um þetta viðfangsefni. En þú mátt endilega benda mér á það hvað það er í fyrra svari mínu sem þú telur að eigi ekki við um femenisma.

   • Gaman að vita af öðrum stúdentum sem hafa numið femínísk fræði á háskólastigi. En þú kannski útskýrir þennan „femenisma“ nánar? Hljómar áhugavert.

 5. Mikið er ég feginn að sjá að sú kynslóð sem nú er í menntaskóla sér að feminismi snýst ekki nauðsynlega um að auka réttindi kvenna. Til dæmis berjast íslenskir feministar með kjafti og klóm gegn staðgöngumæðrun í mannúðarskyni. Af hverju? Jú, feministar treysta ekki fullorðnum og lögráða konum til að taka upplýstar ákvarðanir um eigin líkama. (http://halla.is/?p=1214, til dæmis)

  Svo reyna feministar að setja samasemmerki á milli feminisma og jafnréttis. Af hverju berjast margir feministar þá með kjafti og klóm gegn foreldrajafnrétti? Þegar félagasamtök um foreldrajafnrétti reyndu að fá fulltrúa í Jafnréttisráð, þá sagði Kolbrún Halldórsdóttir þetta: „Ég spyr: Hvers vegna var ekki bara einhverju fótboltafélagi, þar sem strákarnir eru ráðandi í, boðin seta í ráðinu?“ Þetta er bara eitt dæmi um óskiljanlega andstöðu málsmetandi feminista við þetta sjálfsagða jafnréttismál.

 6. Sifjamál eru allt annars eðlis en þau mál sem um hefur verið rætt. Hlutirnir eru ekki eins á orði og á borði og meðganga hefur ekki aðeins áhrif á líkama konunnar heldur einnig sálarlíf hennar. Þetta er mjög flókið samspil hormóna af ýmsu tagi. Þegar barnið er fætt er spurningin sú hver er réttur staðgöngumóður, barns til að vita sinn uppruna og tengsl við staðgöngumóður. Stærsta spurningin er: Hver á hún að vera? Á hún að vera tengd inn í fjölskylduna eða ekki? Hvað ef hún hættir við? Hvað ef hún vill bakka út? Ísland er lítið land og þess vegna hefur staðgöngumæðrun ekki verið talin æskileg. Femínistar hafa aldrei barist gegn foreldrajafnrétti þeir vilja ekki að fátækar konur eða konur njóti verndar og jafnréttis eins og aðrar manneskjur.

 7. Kæra Kristjana,

  Ef við treystum konum til að taka ákvarðanir um eigin líkama þegar kemur að fóstureyðingum hljótum við að treysta þeim í staðgöngumæðrun. Þar koma líka hormónar við sögu, þar spila líka réttindi föður inn í, en samt treystum við konum EINUM til að taka ákvörðunina. Er það ekki líka billegt (og soldið karlaveldislegt) að segja að hormónar í blóði kvenna ræni þær getunni til að taka upplýstar ákvarðanir? Ef við treystum konum (réttilega) til að taka ákvarðanir um líf og dauða þegar kemur að fóstureyðingum, þá hljótum við líka að treysta þeim í staðgöngumæðrun.

  Ef feministar hafa aldrei barist gegn foreldrajafnrétti, er Kolbrún Halldórsdóttir þá ekki feministi?

 8. Svo er það líka umhugsunarefni af hverju unga kynslóðin sé íhaldsamari í jafnréttismálum en þær fyrri. Kannski eru ungir karlar orðnir þreyttir á illa grunduðum og illa rökstuddum dómsdagsspám um að þeir séu upp til hópa við það að breytast í einhvers konar nauðgunarvélar af því einu að horfa á klám. Það getur ekki verið gaman að heyra slíku haldið fram dag eftir dag þegar maður veit að raunveruleikinn er annar.

  Hvað ungar konur snertir, þá gætu þær verið orðnar þreyttar á að vera útmálaðar af feministum sem viljalausir leiksoppar einhverra „klámvæðingarmarkaðsafla“. Ungar konur heyra til dæmis að þær séu heilaþvegnar af klámi ef þær stunda tilraunastarfsemi í bólinu. Er það ekki svolítið öfugsnúið? Þær hafa sjálfstæðan vilja, og eru sennilega orðnar langþreyttar á endalausum fordómum um hvað þær séu nú vitlausar að sjá ekki hlutina eins og feministar eldri kynslóða.

  Ef jafnréttisumræðan á að eiga erindi við yngra fólk, þá verður fyrst að hætta að tala niður til þeirra.

  • Mér finnst ógeðslegt hversu mikil kynlífs-og útlitsdýrkun tröllríður samfélagi okkar. Mér verður flökurt þegar ég sé unaðstæki. Ég kýs frekar skírlífi heldur en unaðstæki. Mér finnst ekki bara karlremba og kvenfyrirlitning koma fram í kvikmyndaiðnaði heldur einnig á síðu sem ætti að vera á háu plani. Það er ónefnd ljóðasíða þar sem misvitrir strákar yrkja um karla sem konur eiga að vera svo æstar í og kærustur. Hending í einu ljóði var konur gerir votar, svona orðræða þykir mér virkilega ógeðsleg undir hinum fallega bragarhætti fornyrðislagi.

 9. Fóstureyðing og staðgöngumæðrun eru gjörólíkir hlutir. Ég gaf það aldrei í skyn að konur gætu ekki tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líkama á grundvelli hormóna heldur var ég að benda þér á staðreyndir um líkama konunnar en ekki hugsun hennar. Réttur föður er að sjálfsögðu mikilvægur og foreldraréttur allra en síðast en ekki síst hver er réttur hvítvoðungsins hvort sem hann er getinn eða ekki? Ég tel að Kolbrún Halldórsdóttir sé femínisti þótt hún sé ekki sammála staðgöngumæðrun. Svona hluti verður að skoða mjög vel og ekki flana að neinu.

 10. Bakvísun: Knúz.is: Stelpur, hvað er að ykkur? | Forréttindafemínismi.com

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.