Átak gegn kynbundnu ofbeldi

Sunnudaginn 25. nóvember hefst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi og verður staðið fyrir ýmiskonar viðburðum í tilefni þess næstu vikur. Ljósaganga UN Women er opnunarviðburður átaksins, en gengið verður frá Alþingisgarðinum að Bíó Paradís þar sem boðið verður upp á kakó og smákökur. Í kjölfarið verða haldin málþing, kvikmyndasýningar, bréfamaraþon og fleira. Í ár höfum við einnig boðið elstu bekkjum grunnskólanna og framhaldskólunum að taka þátt í átakinu og fá fræðslu um kynbundið ofbeldi.

Myndin er fengin hér.

Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Ísland hefur tekið þátt í því síðastliðin níu ár og ekki er vanþörf á. Á síðasta ári, 2011, leitaði 671 kona til Kvennaathvarfsins og 593 einstaklingar til Stígamóta. Kynbundið ofbeldi gegn konum og stúlkum er útbreiddasta ofbeldið á heimsvísu en yfir 70% kvenna verða fyrir því einhvern tíma á lífsleiðinni, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna.

Dagsetning átaksins, frá 25. nóvember, alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, til 10. desember, hins alþjóðlega mannréttindadags, var valin til að tengja á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Tímasetningin var einnig valin til að leggja áherslu á mannréttindabrotin sem felast í slíku ofbeldi. Í ár er þema átaksins hér heima „heimilisfriður – heimsfriður“ því að aðeins
þegar friður er á heimilum næst friður í heiminum. Því er sjónum beint að heimilisofbeldi og ábyrgð gerandans.

Skipuleggjendur hátíðarinnar á Íslandi eru Mannréttindaskrifstofa Íslands, UN Women, Jafnréttisstofa, Rauði krossinn, Jafnréttishús, Stígamót, Kvennaathvarf, Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis, Kynferðisbrotadeild lögreglunnar, Íslandsdeild Amnesty International og ýmsir aðrir sem koma að átakinu með einum eða öðrum hætti.

Dagskrá átaksins og upplýsingar um viðburði má sjá á slóðinni http://humanrights.is/servefir/16dagar og á https://www.facebook.com/16dagar.

Ein athugasemd við “Átak gegn kynbundnu ofbeldi

  1. Nú er ofbeldi ekki bundið við kyn. Um það eru til fjölmargar rannsóknir og auðvellt að finna samantekt á rúmlega 600 rannsóknum sem sýna fram á það ef fólk hefur efasemdir.
    Af hverju í ósköpunum leggja þá hópar á Íslandi áherslu á að uppræta eingöngu ofbeldi annars kynsins, ekki einstaklinga heldur kynsins, og sniðganga þannig þolendur ofbeldis af hálfu kvenna, stúlkur og drengi í stað þess að hvetja þá þolendur líka til að leita sér aðstoðar ef með þar, og sniðganga þannig líka að náð sé til kvennkyns afbrotamanna svo þeir geti breytt sinni hegðun, hægt sé að aðstoða þá við að breyta sinni hegðun, fyrirbyggja að slikri hegðun sé breytt?
    Skiptir líðan fórnarlambs afbrotakonu virkilega minna máli en líðan fórnarlamb afbrotakarls?
    Af hverju reyna þessir hópar ekki að vinna úr og fyrirbyggja ofbeldi af allra hálfu, reyna að ná til sem flestra til að bæta ástandið, Win-Win í staðinn fyrir Win?
    Kæru knúzarar, spyrjið ykkur þessarar spurningar og svarið svo

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.