Opið bréf til stjórnenda Kvikmyndaskóla Íslands

Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands.

Til okkar sem stöndum að vefritinu knúz.is hafa leitað nemendur við skólann sem er gróflega misboðið. Þær segja viðkomandi kennara hafa kallað þær hrikalega viðkvæmar þegar þær gerðu athugasemd við auglýsinguna. Þær upplifa myndina sem skilaboð um að þær hljóti að dreyma um frama í klámi fyrst þær völdu skólann þinn til að mennta sig við.

Okkur hefur einnig borist til eyrna að þessi sérlega ósmekklega auglýsing á þínum vegum hafi verið búin til af Sigurði Kristni Ómarssyni, kennara við skólann sem þú rekur.

Þarna sést opinn munnur konu, kroppaður út úr heildarmyndinni, og undir yfirskriftinni „Leiktu með mér.“ Hvað er átt við? Gengst höfundur auglýsingarinnar við því að hafa ætlað sér að spila á tvíræða merkingu sagnarinnar leika? Er skólinn tilbúinn til að viðurkenna að þarna sé bæði verið að vísa til leiklistar og kynlífs? Því það er sannarlega vandséð hvað þessi opni munnur hefur með leiklist að gera og kynlífs-/klámtengingin öllu augljósari.

Með myndinni er gefið til kynna að kvennemendur skólans séu fyrst og fremst kynferðisleg viðföng karlnemenda. Þá beri að hvetja til að skrá sig til náms þar sem þeir muni „upplifa drauminn,“ enda muni bíða þeirra opinmynntar graðar konur sem vilji leika við þá.

Er þetta myndin sem þú vilt draga upp af nemendum skólans þíns? Nú má ljóst vera að bæði stelpum og strákum í skólanum er verulega misboðið, það hafa komið fram kvartanir sem viðkomandi kennari gerir lítið úr. Því spyrjum við; hver eru þín viðbrögð? Hvernig bregst þú við því að nemendum skólans líði illa vegna opinberra kynferðislegra tilvísana og niðurlægingar kvenna (og raunar beggja kynja) af hendi starfsfólks?

Með ósk um snör viðbrögð f.h. ritstjórnar knúz.is,

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir

24 athugasemdir við “Opið bréf til stjórnenda Kvikmyndaskóla Íslands

 1. mér finnst þessi auglýsing ekkert vitna í neitt kynlíf á neinn hátt. að MÍNU mati finnst mér nemendurnir sem séu búnir að kvarta og skrifandi þessarar greinar hafa of mikla hugsjón á kynlífi! Það er bara þitt mál hvað þú lest úr þessari grein, efast um að skrifandi auglýsingarinnar hafi verið að fá fólk til að koma í leiklist til að stunda kynlíf?????? enda fáránlegt að MÍNU mati að hugsa svoleiðis um leiklistar auglýsingu fyrir skóla, það væri hinsvegar annað mál ef að þetta væri auglýsing fyrir klámiðnaðinn, sem það er ekki.

 2. Ég vil byrja á því að segja að ég er sammála því að þessi mynd og framsetning auglýsingarinnar er óviðeigandi.

  Hins vegar vil ég gera athugasemd við eftirfarandi túlkun þína: „Með myndinni er gefið til kynna að kvennemendur skólans séu fyrst og fremst kynferðisleg viðföng karlnemenda. Þá beri að hvetja til að skrá sig til náms þar sem þeir muni „upplifa drauminn,“ enda muni bíða þeirra opinmynntar graðar konur sem vilji leika við þá.“

  Ég get ekki séð annað en að þessi túlkun sé gripin úr ansi þunnu lofti pg er svo sannarlega ekki það sem vaknar í kollinum á mér þegar ég sé þessa auglýsingu. Það er gott hjá þér að vekja athygli á þessari bjánalegu auglýsingu en óþarfi að krydda með órökstuddum fullyrðingum.

  kv. Bragi

 3. Það að telja allt í mannheimum sem einnig kemur fyrir í klámmyndum sem tilvísun í klám er einfaldlega alvarleg og skaðleg árátta og ég má til með að hvetja þá sem tilhneigingu hafa til slíks til að hugsa sinn gang. Kæra Hildur, þetta er sagt með góðum ásetningi, en ekki bara svo þú getir bætt úr heldur til að minnka líka þann skaða sem útbreiðsla ég-sé-klám-allstaðar hugmynda veldur.

  Fyrirgefið, um hvað fjalla þær kvikmyndir sem við horfum á, t.d. myndir Almadovars?
  Um hvað er Femme fatale? Eru konurnar sem (fé)fletta miðaldra karlmenn á Kringlubarnum ekki til?
  Er hræddur um að losti, mannleg hegðun sem sjá má allar helgar á skemmtistöðum borgarinnar, komi það oft við sögu yfirleitt með alvarlegum afleiðingum (í bíómyndunum þ.e.).

  Er eitthvað rangt við það að búa til auglýsingu sem gefur í skyn að kvikmyndagerð leiki sér með mannlega hegðun, fjalli um slíkt?
  Á skólinn bara að kenna gerð mynda eins og Terminator eða álíka?:)

  Held að Hilmar Oddsson hefði getað unnið betur úr þessari gagnrýni í stað þess að hrökkva undan, hann hefið einmitt getað sagt „Eimitt, okkur langar til að kenna ykkur að gera m.a. svona bíómyndir, myndir um mannlega hegðun og kenndir því þetta er eitt af því sem fjallað er um í bíómyndum, losti!“.

  En að mínu mati er um annað hvort að ræða hjá nemendum þeim sem kærðu: a) viðhorf menguð af eilifum fullyrðingum um hlutgerfingu eða b) einbeittur vilji til að nota hvaða tækifæri sem gefst til að tengja allt sem tengist losta við klám og að slíkt sé afar neikvætt og niðurlægjandi.
  (endurtekin svör mín af DV um frétt vegna málsins)

  kv.Ingimundur

 4. Þessi komment við greinina sýna ef til vill fram á þörfina til að skoða málin. Hvaða aðgengi hafa þessir þrír einstaklingar að upplifunum viðkomandi nemenda? Ég fyrir mína parta, vil hrósa þessum nemum fyrir að þora að standa upp og láta í sér heyra. Það getur varla verið auðvelt – sér í lagi þegar viðrögðin eru t.d. að afneita vandamálinu. Það er kjánalega einfalt að afskrifa þessa upplifun sem eitthvað óeðliegt, hvað þá að nota alhæfingar eins og að gagnrýnin sem kemur fram í greinini sé ósk eftir því að takmarka framleiðslu kvikmynda og hugmynda við terminator.

  Vonandi tekst ykkur, kæru nemum, aðeins að hjálpa þessari stofnun að ranka við sér hvað varðar hlutgervingu kvenna – og því niðrandi áliti sem þessi auglýsing afhjúpar gagnvart karlmönnum.

 5. Palla er EKKI ein í heiminum María. Og vegna þessa þá dugir þér ekki að horfa bara á skynjun nemendanna, eða þinnar ef hún eins og nemendanna, sem sannleik um hvað auglýsingin felur í sér. Við, samlandar þínir, eigum meira skilið af þér en persónuárásir fyrir það að fá að vera þátttakandi í samfélagi okkar allra. Þetta samfélag er ekki bara þitt, og ekki búast við því að við leyfum þér að gera það að bara þínu. Ekkert okkar sem erum þátttakendur þar í munum geta fengið alla þar til að taka upp og fallast á okkar einstrengingslegu skoðanir, það sýnir einfaldlega sagan.

  En hvernig stendur á því að einhverjum dettur í hug að þegar fylltar varir sjást með varalit og gloss, með textanum „Komdu að leika“ og undir sést að auglýsingin er frá Kvikmyndaskóla, að þetta feli í sér leikinn að búa til klámmynd?
  Eða að í stað kvikmyndar skuli konur sækja um til að leika sér í kynlífi? Væri þess utan ekki verið að höfða til karla til leiks, með hliðsjón af varalituðum munni, þ.e. lostafull kona?? Hafa þú og nemendur í kvikmyndaskólanum ekki séð litrófið sem unnið er með í kvikmyndum, stuðandi, rómantískt, gróteskt, gagnrýnandi??? Hefur þú og nemendur í kvikmyndaskólanum aldrei séð konur tæla menn á hvíta tjaldinu með góðum eða illum afleiðingum? Heldurðu kannski að þessar myndir eigi sér enga stoð í raunveruleikanum, að á Kringlukránni séu engar konur að tæla miðaldra karlmenn til fylgilags við sig með féflettingu að markmiði og að afleiðingin sé á stundum gjaldþrot þess tælda? Ætlarðu þá kannski að banna konum að tjá losta sinn með glossuðum vörum, vilja sinn til náinna kynna?

  Hefur ekki hvarflað að þér að skynjun þín og fleiri, túlkun á skilaboðum umhverfisins sé brengluð, þ.e. verulega á skjön við aðra, vegna viðbragða við þeim, og að ástæða sé til að vinna með ykkar vanda??? Eins og brenglun míns gamla kennarra sem taldi upphafstexta Hávamála ristann á fjörgrjót Seltjarnarness og það töluvert annan texta en þann sem honum bar skv. námsskrá að kenna nemendum sínum og prófa í?
  Getur kannski bara verið að þú skiljir þetta allt en ætlir þér World Domination með innrætingu þinna viðhorfa, gagnrýnislausri viðtöku þeirra svo þú getir stjórnað eftir þínu höfði og þurfir ekkert tillit að taka til viðhorfa samborgara þinna?
  Sem þátttakanda í sama samfélagi og þú bið ég þig um að hugleiða hvert markmið þitt er í þessu lífi og hvernig þú ert tilbúin að taka þátt í því.

  Sæl að sinni.

  • Það hefur verið imprað á því nokkuð oft undanfarin ár að það halli nú all hressilega á kvenfólk í kvikmyndabransanum, svo ef til vill þarf hann að breytast. Það er mikið um staðlaðar ímyndir af kynjunum sem eru nú nokkuð óspennandi – karlmenn eiga að vera í einhverju ákveðnu, afmörkuðu hlutverki sem og kvenmenn. Þær eru of fáar kvikmyndinar sem virðast fara út fyrir þessa formúlu, og ég er alveg á þeim buxunum að það þurfi meiri fjölbreytileika í kvikmyndageirann. Enda er þetta frábær miðill sem býr yfir gnægt möguleika. Gæti kannski verið að það sé eitt af þeim málefnum sem þessum nemum er kært? Að það þurfi að sýna einmitt meiri fjölbreytileika og kafa dýpra í mannlegt eðli í raun, en ekki einungis útfrá mikið til öldruðum tuggum. Þú minntist á nokkuð margar sjálfur og ég trú því nú vart að þér finnist það vera toppurinn, en ég þekki þig nú ekki eða skoðanir þínar á þessum málum. Enda eru þær þínar og þú hefur rétt á að hafa þá skoðun sem þú kýst – aðrir hafa líka rétt til þess að tjá sína skoðun. Það hafa nemendur kvikmyndaskólans gert.

   Eftir bestu vitund virðist enginn vera á eftir nokkurskonar heilaþvætti, hvað þá að takmarka tjáningu kvenna hvað varðar kynhneigð sína eða útlit. Það er þeirra eigið mál, og að gera það á sínum eigin forsendum – með eða án gloss.

   Hvað varðar aðra hluti. Því miður hefur það verið skoðað ítrekað að upplifun karla og kvenna af heiminum er ólík, líklega vegna þess að mismunandi kröfur og viðhorf mæta einstaklingum útfrá kyngervi þeirra. Þetta er auðvita hundleiðinleg staðreynd sem orkar takmarkandi á bæði kyn; því að lokum virðist nú vera meiri munur á milli einstaklinga burtséð frá kyni heldur en á milli karla og kvenna sem hópa. Enga að síður er birtingamyndin mjög ólík í auglýsingum, kvikmyndum og tölvuleikjum og þetta hefur áhrif á líðan einstaklinga.

   Það sem nemendur í kvikmyndaskólanum virðast upplifa er einmitt að það sé ekki verið að taka tillit til þeirrra sem samborgara í náminu. í stað þess að íhuga að þetta sé óðlileg birtingarmynd í auglýsingunni, þá mætir þeim viðhorfið að þau séu að sýna af sér einhverja firru. Gæti mögulega verið að firringin sé ekki þeirra?

   Ég vil bara þakka þér kærlega fyrir, svar þitt, Ingimundur. Annars ætla ég ekki að fara í frekari málalengingar við þig og hafðu það nú gott:)

   • Sæl María og þakka svar þitt.
    Mér hefur sýnst þetta mál, kvörtun, fyrst og fremst snúa að auglýsingum kvikmyndaskólans eftir nemendum, og finnst í auglýsingu með frétt á DV verið að vísa til eldri bíómynda, eða þema þeirra. Það er okkur öllum hollt að þekkja fortíðina því margt af því sem rithöfundar gera er að vísa til einhvers í fortíðinni, hefði haldið að nemendur hefðu þekkt kvikmyndasöguna eitthvað. En auglýsingin á við hegðun í nútímanum líka. Þá vaknar upp spurningin um það sem þú kallar firringu og vísar líklega til ummæla þess sem svaraði fyrir auglýsinguna – hvernig er hægt, þrátt fyrir að telja að aðkoma kvenna að Hollywood og myndum þar sé lítil, hvernig hægt sé að túlka auglýsinguna sem svo að þá bíði karlmönnum graðar konur í skólanum eða að verið sé að kenna mönnum klámmyndagerð? bÞú fyrirgefur, en mér er það afar afar erfitt, öllu heldur ómögulegt.
    Af svari þínu mætti álykta að nemendum finnist ekki tekið tilltit til skoðana þeirra í náminu. Ég á erfitt með að trúa, en hef heyrt annað s.s. frá Bretlandi, að kennarar leyfi nemendum aldrei að tjá aðrar skoðanir en kennarans. Nemendur hljóta að hafa ákveðið höfundarlegt frelsi í verkum sínum nema ef kennari setur slíkt afmarkað efni fyrir.
    Byltingar sem skila einhverju verða sjaldan gerðar í skóla, slíkt bíður gjarnan skólaloka og það einnig þessum nemendum sem þá geta ef fjárrráð leyfa unnið verk sem tjá hug sinn. En að kvarta yfir þessari auglýsingu á klámmyndagrunni finnst mér langsótt svo ekki sé meira sagt og engann veginn líklegt til að skila öðru vísi kvikmyndum.

    Þar til næst, vertu sæl að sinni.

   • Harpa, þú ert ekkert að misskilja vísvitandi það sem ég ritaði um féflettandi miðaldra konur á Kringlukrá er það? 🙂

 6. Frábært framtak hjá nemendum Kvikmyndaskólans að kvarta yfir þessu. Það þarf hugrekki til að mótmæla úldnum birtingarmyndum kvenna í fjölmiðlum.

  • Kona sem notar varalit og setur upp lostafullann munnsvip, ef það er það sem lesa má út úr ljósmynd auglýsingar sem kvartað var yfir, er ekki úldin birtingarmynd í fjölmiðlum, sést reyndr ekki oft þessar stundir. En Erla, ekki getur verið að þú teljir það sem birtist í bíómyndum og sjónvarpsþáttum, eins og Sex in the City, vera staðalmyndir? Ég leyfi mér a.m.k. að fullyrða að hið hefðbundna líf sé lítt spennandi, að enginn nenni að horfa á slíkt í sjónvarpi til lengdar, og þess vegna að t.d. Sex in the city sé EKKI dæmi um algengt, hefðbundið líf miðaldra kvenna.
   Athugaðu svo að þarf ekki endilega hugrekki til að mótmæla, heldur fyrst og fremst sannfæringu. En það er ekkert sem segir að sannfæringin sé byggð á rökstuðningi…

   • Afhverju er þá ekki mynd af andlitinu á henni? Afhverju bara lostafullur munnur.

    Skilur þú ekki hvað það er sem kvenkyns og reyndar líka mörgum karlkyns nemendum skólans sjá að þessu.

    Tek undir með Maríu hér fyrir ofan.

   • Já Einar, af hverju er ekki þá mynd af öllu andliti hennar ha, af hverju ekki allur kroppurinn, af hverju ekki allt settið, umhverfið, allir hinir, landið heimurinn….. ???
    Þetta er akkúrat spurningin sem þú ættir að vera að spyrja þig, en fyrst hefðu nemendurnir og þú átt að spyrja þig af hverju ættuð þið að halda að Kvikmyndaskóli Íslands, leikaradeild, ætti að vera auglýsa klámmyndagerðakennslu, kynlifsleik bókstaflegann, af hverju???

    Ég verð að segja Einar að það hefur orðið eitthvað rof, einhver skil á milli kynslóða hvernig manneskjur skynja skilaboð umhverfis síns, og hvernig lesa má saman texta og mynd. Mér finnst reyndar furðulegt hversu mikill munur er á skilningi, og óar við því að fólk, stálpaðir unglingar, komi upp úr grunnskóla, jafnvel menntaskóla, án þess að þekkja tilvísanir í eldri bókmennta- og að ég tali ekki um bíómyndaverk fyrst þið eruð mörg í kvikmyndaskólanum. Það er ekki ílla meint en ég held barasta að þau mörg sem í skólanum eru hafi ekki þroska til að vera þar, að rétt sé að þeir sem þar fái aðgang séu eldri og líklegri að hafa náð meiri þroska en ég ímynda mér að nemendur sem kvörtuðu hafi.

    Á þetta mál sér kannski einhverja forsögu,hefur klámmyndagerð eitthvað verið rædd í Kvikmyndaskólanum, og að nemendur telji auglýsinguna tengjast klámmyndagerð? Getur það verið?

    Ef svo er ekki þá giska ég á, það er einfaldlega líklegasta skýringin ef maður les pistilinn „Þetta sjúka samfélag“, að einhver hafi innrætt viðkomandi nemendum að allt sem hugsanlega má sjá í klámmyndum, .s.s varalitaðann opinn munn, sé tilvísun í klámmyndir, en alls ekki umfjöllun um mannlegt líf. Kynlíf er stór hluti mannlegs lífs, ég veit bara ekki hvort nemendurnir hafi þekkingu á þessu, en spyr mig hvaða bíómyndir hafa þessir nemendur eiginlega horft á, þekkja þau ekkert kvikmyndasöguna, þekkja þau bara Hollywood myndir síðustu ára? Af hverju er svona hræðsla við kynlíf?

    Er kynlíf kannski svona svakalega í andlitinu á nemendum í dag að þeir hafa gert uppreisn? Að þetta sé uppreisn gegn ríkjandi ástandi? Ég veit það ekki, kannski er kominn tími á Viktoríanska byltingu, allar konur í ökklasíðum kjólum og ekkert bert hold fyir ofan háls nema hendur.

    Það veit ég að það fer svolítið um mig við þennan skilning nemenda. Því það er eins og þau lifi í annarri veröld en ég. Nú er best ég hætti áður en ég verð eins og Sjálfs-hverf-hvatur Björgvinsson 🙂

 7. „„Leiktu með mér.“ Hvað er átt við? Gengst höfundur auglýsingarinnar við því að hafa ætlað sér að spila á tvíræða merkingu sagnarinnar leika? Er skólinn tilbúinn til að viðurkenna að þarna sé bæði verið að vísa til leiklistar og kynlífs?“
  Síðast þegar ég gáði var það „leiktu við mig“ sem var tengt kynlífi ekki „Með mér“

  • Já J, við hvað er átt? Gæti það verið akkúrat það sem ritað er, leiktu með mér í leikdeild Kvikmyndaskólans, með kvikmyndapersónunni sem sjá má á myndinni? Kvikmyndapersónu sem svipar til alvöru persóna? Sem er það sem fjölmargar bíómyndir eru byggðar á, þ.e. einhverju sem fyrirfinnst í alvörunni,og er stundum ýkt eða sýnti í öðru ljósi í bíómyndum.
   Það hefur orðið eitthvað skynrof frá einni kynslóð til annarrar hér ef stór hluti nemenda hugsar eingöngu um kynlíf þegar hann sér þennan texta og þessa mynd, skynrof ef nemendur í kvikmyndaskóla af öllum skólum skilja ekki að kynlíf er hluti en bara hluti af mannlífi, hluti sem getur verið töluverður örlagavaldur, sérstaklega í bíómyndum.
   En á þetta mál einhverja forsögu, af hverju dettur ykkur í hug kynlíf, en ekki að verið sé að sýna persónu, leikna persónu, í bíómynd þegar þið sjáið þessa auglýsingu?

 8. Skil eiginlega ekki hvers vegna ég er að svara þér hérna Ingimundur því það mætti halda að þú eigir eitthvað undir í þessari umræðu þvílík er vörnin fyrir hönd kvikmyndaskólans. En ég tek það fram að ég er algjörlega ótengd þessu máli. Ég hins vega sá þessa auglýsingu og blöskraði og ég skal reyna að útskýra fyrir þér hvernig það gerðist. Við getum notað myndmál eins og hvert annað tungumál til að lýsa hlutunum. Þess vegna skiptir máli hvort sá sem gerir auglýsinguna velur að hafa bara munninn, allt andlitið, allan búkinn, bakgrunninn og allt settið með á myndinni. Hver þessara mynda fyrir sig getur sagt gjörólíka sögu. Myndin sem notuð var í þessu tilfelli er mikið stærri en textinn svo ég sá myndina fyrst og ég leyfi mér að fullyrða að flest fólk veit að við tengjum ákveðnar hugmyndir og hugtök við myndir. Það fara í gang einhver hugrenningatengsl, það er bara eðli myndmáls. Þegar ég sá þessa mynd datt mér í hug eitthvað klámfengið. Ekki vegna þess að það sé svona stutt í klámfengna hugsun í mínum kolli heldur vegna þess að myndmálið talar eðlilega þannig til mín. Og myndlestur okkar allra er mjög áþekkur því við búum í sama myndheimi (höfum alist upp við ákveðið myndlæsi). „Varir“ eru þannig ekki endilega alltaf það sama og „varir“. Ef ég sé mynd af vörum sem eru hlutlausar gæti mér dottið í hug matur, tungumál, ást, eða skynjun/túlkun af einhverju tagi. Þegar ég sé hálf opinn munn umkringdan botox fylltum vörum og svitastorkið hár þá dettur mér annað hvort í hug klámmynd eða auglýsing með vísun í klám af einhverju tagi. Það er það fyrsta sem heilinn les. Þegar svo heilinn registerar á miðilinn sem auglýsingin er birt í, kemur hugsunin; nei, þetta hlýtur að vera auglýsing fyrir einhvern íþróttadrykk þar sem konan er svona sveitt:D Svo les ég textann og…What the fuck! Af hverju í ósköpunum er kvikmyndaskólinn að nota þessa mynd í auglýsinguna? Og að setja þennan texta með þessari mynd gerir textann tvíræðan og styrkir klámtenginguna í heilanum á okkur. Ég viðurkenni að hugsanaferli mitt fór ekki svo langt að spá í hver væri að selja hverjum kynlíf í þessum skóla en það er algjört aukaatriði hér. Mín fyrsta tilfinning var bara að finnast þetta fáránlegt og svo kom upp spurningin; tengist þetta eitthvað leiklist? Ef ég væri nemandi í þessum skóla, hvort sem ég væri karlmaður eða kona þá væri mér misboðið. Mér var náttúrulega bara misboðið yfir höfuð að vera boðið upp á þessa auglýsingu persei. Ég er því mjög ánægð með að nemendur hafi látið í sér heyra. Þetta er hallærislegt og ætti ekki að vera skólanum samboðið. En kanski er þetta bara lélegur skóli? Svona auglýsing laðar allavegana eflaust ekki að sér hugsandi fólk. Og Ingimundur ég skil ekki hvað er í húfi fyrir þig að verja svona augljósa myndmálstengingu. Þetta er eins og að benda á tómatsósu og segja „Nei! Hún er ekkert rauð!“. Það er ekkert að losta, það er ekkert að kynlífi og það er ekkert að því að segja sögu sem inniheldur slíkt, (tek það fram að losti og kynlíf sem slíkt er ekki klám) hvað þá að búa til kvikmynd sem inniheldur slíkt en sá sem er að búa til auglýsingu fyrir kvikmyndaskóla ætti að hugleiða hvaða sögu hann vill segja með myndmáli auglýsingarinnar því flest erum við nokkuð vel mynlæs.

 9. Bakvísun: Knúz? | Forréttindafemínismi.com

 10. Bakvísun: Klámmyndir ársins 2012 | Pistlar Evu

 11. Ég sé María hefur bætt við athugasemd, og þó seint sé hendi ég hér inn einni slíkri, vona að María fyrirgefi það.

  María P. segir að halda mætti að ég eigi eitthvað undir þessari umræðu um þessa blessuðu auglýsingu. Greinilegt er af þessu að hún telur óeðlilegt að einhver verji gjörðir kvikmyndaskólans, geri ekki athugasemdir við gjörðir hans. Þetta þykir mér miður, er eins og hún telji óeðlilegt að skoðanir ólikar hennar séu birtar, tjáðar. Hún vill í raun ekki tjáningarfrelsi það sem stjórnarskrá og lög okkar mæla fyrir um, heldur ráða hvað er tjáð. Ég veit ekki hvort María gerir sér grein fyrir þessu, en ég hvet þá sem þannig eru þenkjandi til að endurskoða slik viðhorf og viðbrögð, því skoðanakúgun slík er heilbrigðu samfélagi hættuleg.

  Þegar hugmyndafræði t.d. þolir ekki aðhald gagnrýni, þá getur sú hugmyndafræði tæplegast verið á skynsemi byggð, er lítt rökstudd. Slík hugmyndafræði breytist í trúarbrögð, og þá þarf takmarkað eða ekki að rökstyðja hugmyndirnar. Ég vil ekki búa í samfélagi sem fylgir fyrst og fremst trúarbrögðum, tel að fæstir vilji slíkt.

  María lýsir á mjög áhugaverðan hátt hvernig myndmál kallar fram skoðun, viðhorf, viðbragð hjá henni, og er sú lýsing þakkarverð. En mér þykir það afar sérkennilegt að “eðlilega”, eins og María segir, tali myndmálið, botoxfylltar varir og svitastorkið hár til hennar eins og um klámmynd eða auglýsing vísandi þar í. Að ekkert annað en þetta tvennt komi til greina, að ekki komi til venjuleg kona með smá botoxi í vörum til greina, þess vegna svitastorkin eftir kynlíf. Einhverra hluta vegna hefur það ekki áhrif á hugsanagang Maríu og nemendanna, breytir ekki niðurstöðu hugsana þeirra, að kvikmyndaskólinn hefur tæpast sérstakan hag af því að draga að sér klámmyndagerðaráhugamenn og leikara. Þessi staðreynd ætti að hafa áhrif á niðurstöðuna, en gerir ekki. Eins og ekki fari í gang úrvinnsla heldur miðast allt við fyrstu upplifun, og það er hún sem þau tjá.

  Getur verið að hollt sé að hvetja til minnkandi hvatvísi, og meiri úrvinnslu áður en folk tjáir sig, meiri rökhugsun? Ég held það, því þegar um meðvirka stjórnendur og stjórnmálamenn er að ræða, við erum of mörg meðvirk Íslendingar, þá getur svona óprósesseruð tjáning hjá mörgum aðilum, jafnvel múgsefjun, leitt til alvalegra og neikvæðra gjörða, þess vegna lagasetningar.

  Á þeim nótum hvet ég lesendur hér til að hugleiða hvaða alvarlegu afleiðingar það getur haft ef norrænar ríkisstjórnir ákveða að hlusta á ráðgjafanefnd norrænu ráðherranefndarinnar um að gera sérstaklega hótanir og áreiti andstæðinga einnar hugmyndafræði, feminisma, ólögleg og að barátta gegn andmælum við feminisma verði eitt sviða jafnréttisráðherra, eins og feminism sé hlutlægt fyrirbæri, karl- eða kvenkyns mannvera sem ekki má mismuna, en ekki hugmyndafræði eins og frjálshyggja. Mér sýnist sem ráðgjafanefndin hafi ekki hugsað málið nægilega langt hin neikvæðu áhrif af tillögm sínum, eða satt að segja hvort þær væru líklegar til að skila árangri. Lesa má tillögurnar hér: http://www.reform.no/images/stories/Antifeminisme.pdf

 12. Ég sé að þú hefur gert mér upp skoðanakúgun Ingimundur og mér finnst það segja meira um þig en mig svo ég nenni ekki að reyna að leiðrétta það fyrir þér en það virðist vera algengengt að antifeministar noti þau rök þegar öll önnur þrjóta. Og já ég hlýt að vera stórhættuleg kona ;D Fæstir fara í heimspekilegar vangaveltur um allar þær myndir sem dynja á þeim í dagsins önn en ef þeir hafa snefil af myndlæsi þá tengja þeir myndir strax við sterkustu vísanirnar sem þær gefa. Það er eifaldlega kjánalegt að vilja ekki sjá hverjar sterkustu vísanirnar í þessari tilteknu mynd eru. Mér finnst það vera í besta falli útúrsnúningur. En kanski ert þú illa myndlæs Ingimundur og mæli ég með að þú takir kúrs í t.d. listheimspeki.

  • María P, þú segir “ Og já ég hlýt að vera stórhættuleg kona ;D“. Hafirðu skoðun sem hefur áhrif á lagagerð sem síðan kemur þjóð og landi illa þá geturðu verið hættuleg, kona eður ei. Það segir sig sálft. Efistu um kraft skoðunar þinnar og um meðvirkni samborgaranna, þingmanna, skoðaðu málið þá aftur.

   „Fæstir fara í heimspekilegar vangaveltur um allar þær myndir sem dynja á þeim í dagsins önn en ef þeir hafa snefil af myndlæsi þá tengja þeir myndir strax við sterkustu vísanirnar sem þær gefa“ segir þú.
   Sem sagt bregðast strax við, og þá alltaf með hliðsjón af sterkustu vísuninni. María, það er neyðarviðbragð að bregðast við án umhugsunar, gert til að bjarga lífi. Þroski og uppvöxtur felst hins vegar í að beita aga, bregðast ekki við samkvæmt frumhvötunum. Sjáðu bara fyrir þér allar kanínurnar, ég meina barnafjöldann 🙂

   „En kanski ert þú illa myndlæs Ingimundur og mæli ég með að þú takir kúrs í t.d. listheimspeki.“ María, það getur ekki verið að listheimspekikúrsar þínir hafi krafist þess að þú krefðist aðgerða á grundvelli fyrstu viðbragða þinna við list, eða hvað? Vinsamlega upplýstu okkur um slíka kúrsa ef einhverjir eru svo við getum forðast þá og fengið þá niðurfellda.

   Ég mæli hins vegar með SJÁLFSTÆÐRI HUGSUN, þess vegna kúrsum ef með þarf, fyrir þig María, og fyrir okkur öll hin.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.