Þú hefur rangt fyrir þér

VARÚÐ: Vinsamlegast lesið eftirfarandi bréf með það í huga að hinn eini sanni viðtakandi er ekki til. Verið getur að þú komir auga á eitthvað í sjálfum þér en finnist eins og annað sé einhverskonar útúrsnúningur og eigi einmitt ekki við um þig. Það er örugglega rétt hjá þér. Efnið gæti stuðað einhverja — bæði konur og karla — enda er það skoðun höfundar að fátt blekki meira en tal um „að öll viljum við á endanum það sama.“ Einnig ber að hafa í huga að ekkert sem hér fer á eftir er ætlað að fella dóm um innræti eða siðferði nokkurs manns.  

Kæri karlmaður sem leitast við að gagnrýna baráttuaðferðir femínista!

Ég ætla að detta í smá mansplanation fyrir þig. Ég ætla að tala um hugtakið mansplain (að hrútskýra).

Þú er ekki fyrsti maðurinn sem poppar upp á umræðuvettvangi femínista til að útskýra fyrir femínistum að þeir séu ekki að beita nógu góðum aðferðum til að fá fólk til fylgis við sig. Þú ert ekki einu sinni einn af fyrstu þúsund og varla hundrað þúsund. Þekktir róttækir femínistar segja mér að þeir hitti að minnsta kosti einn slíkan á dag. Athugasemdir þeirra taka nokkrar myndir en geta til dæmis verið að barátta femínista: sé of pólaríserandi, fæli marga frá góðum málstað, fæli sig frá góðum málstað, sé ekki nógu gott PR, sé útilokandi fyrir sig og marga aðra, taki ekki nógu mikið tillit til karla, sé of öfgakennd, úthrópi alla sem hafi einhverjar athugasemdir karlrembusvín, fylgi ekki nógu góðri aðferðarfræði, sé ekki á nógu háu plani, ekki nógu núanseruð, nógu fáguð, sniðug eða frumleg; ekki nógu opin fyrir því að heimurinn sé flókinn en ekki svart-hvítur, ekki nógu opin fyrir ólíkum túlkunum, ekki nógu póstmódernísk eða allt of póstmódernísk. Auk þess má ekki gleyma því að það þarf líka og enn frekar að berjast fyrir réttindum fátækra, útlendinga, annarra kynþátta, samkynhneigðra, fatlaðra, og gegn kapítalisma, stríðsrekstri og umhverfiseyðingu. Svo eitthvað sé nefnt af fjölmörgum mikilvægum málum sem þarf að huga að og helst áður en kemur að kvenfrelsi.

Það sem er svo áhugavert við þetta, ásamt því hvað þetta er þreytandi, er að viðkomandi karlar ímynda sér einhvern veginn að þeir séu fyrstir með fréttirnar og/eða að þetta sé eitthvað sem femínistar hafi ekki hugsað um og rætt í þaula. Annað sem er áhugavert er hvernig þeir móðgast og fara í fýlu og/eða lýsa því yfir að það sé greinilega vonlaust að tala við femínista, sem vilji ekki hlusta á þá. En þeir athuga ekki að femínistar hafa nú þegar eytt gríðarlegri orku, tíma og pappír í að ræða nákvæmlega sömu hluti og þeir vilja ræða. Og það sem er svo afhjúpandi fyrir þetta er að ef þeir hefðu haft fyrir því að leita sér upplýsinga, með því að lesa bækur eða bara gúgla og kíkja á nokkra kommentaþræði úr fortíðinni, þá hefðu þeir getað séð þetta. Þeir hefðu getað kynnt sér hvernig femínistar hafa svarað gagnrýni sinni. Og þarna erum við komin á mjög áhugaverðan punkt: af hverju halda þessir karlar að femínistar (konur) viti ekki af því að barátturaðferðir þeirra séu stuðandi fyrir karla eins og þá sjálfa? Er það af því þær eru konur og þurfa karlmannlega leiðsögn? Gera þær sjálfar sér ekki grein fyrir því að þær eru í raun og veru sammála góðu körlunum en þyrftu bara að orða hlutina betur og hætta þessum öfgum?

Það er þessi „útskýring fyrir femínistum af hverju femínismi þeirra höfðar ekki til fleiri karla (lesist: mín) og hverju þarf að breyta til þess“ sem er svona besta dæmi allra dæma um það sem nefnt er mansplanation.

Þessir menn telja sig alltaf vilja vel. Og út frá þeirra forsendum vilja þeir örugglega flestir vel. En þeir átta sig ekki á því hvernig þeir eru nákvæmlega að „endurframleiða“/viðhalda ríkjandi valdatengslum milli kynjanna með því að koma eins og frelsandi karlar til að kenna konunum hvernig eigi að ná árangri í kvennabaráttunni. Og dettur ekki í hug að setja sig inn í hana áður. Sumir bregðast við með því að heimta kennslu og heimildir, hvar þeir eigi þá að læra þetta. Og gera ráð fyrir að þetta sé eitthvað sem hægt sé að læra 1, 2 og 3, þegar sannleikurinn er að þetta er ekki einfalt, og allra síst fyrir karla, vegna þess að þá skortir reynslu af því að vera konur. Það er ákveðin forsenda þess að geta skilið málstað femínista að hafa skilning á því að reynsla þeirra er ólík reynslu karla. Ég ætla ekki að reyna að útlista það hér, enda yrði það alltaf mjög takmörkuð lýsing, því ég er ekki kona. Ég segi: þú þarf að fá konu til að útskýra þetta fyrir þér, og það konu sem er femínisti, vegna þess að hún hefur bæði reynslu sem kona og veit hvernig sú reynsla er teóríseruð í femínisma.

Staðreyndin er að róttækur femínismi er ekki allra. Ef þér finnst of mikið öfga, eða ekki nógu vinsældavænt að benda á undirskipun kvenna hvar sem hún sýnir sig (sem er alls staðar) eða að gagnrýna forréttindi karla þar sem þau eru að verki (sem er alls staðar), eða þú ætlast til að fá stig fyrir að vera persónulega ekki virkur í kúgun kvenna (sjálfsblekking), svo eitthvað sé nefnt, þá ertu bara ekki róttækur femínisti.

Þegar góðu karlarnir, sem gefa sig út fyrir að „vilja jafnrétti“ (en gera svo lítið nema að tuða og kvarta yfir því að kvennabaráttan sé þeim ekki samboðin) tala um það hvers vegna þeir þurfi ekki að leggja meira af mörkum til fyrrnefndrar baráttu, tala þeir oft um einhver eftirtalinna atriða: þeir nauðga ekki, í þeirra nærumhverfi séu kynin jöfn, þeir eru ekki að kúga konur, þeir heimta ekki að konur séu mjóar og ungar og með slétta húð, þeir kaupa ekki bleikt prinsessudrasl handa dætrum sínum eða litlu frænkum, þeir borga konum ekki lægri laun og þeir velja ekki frekar strákavini sína til að taka þátt í áhugaverðum verkefnum, leikjum eða fundum (allt lagi, þeir hafa oft ekki náð alveg svo langt að geta fullyrt þetta síðasta).

Þetta eru nokkrar af þeim ástæðum sem þeir gefa upp fyrir því að það sé ósanngjarnt að gagnrýna þá frá femínísku sjónarhorni. Þeir vilja ekki að þeir séu spyrtir saman við raunverulega kvenhatara sem beiti ofbeldi og líti niður á konur. Þeir vilja ekki svara fyrir „strámenn“. En strákar mínir:

MÁLIÐ ER EKKI HVORT ÞÚ, PERSÓNULEGA, KOMIR ILLA FRAM VIÐ KONUR, HELDUR AÐ VIÐ BÚUM Í SAMFÉLAGI ÞAR SEM KONUR ERU UNDIRSKIPAÐAR.

Þetta er eitt af þeim atriðum sem femínistar hafa gert grein fyrir ótal sinnum en kemst ekki endilega til skila, og mjög sjaldan til karla sem hér er um rætt. Og það er þannig að mjög margir róttækir femínistar beina sinni orðræðu fyrst og fremst til kvenna (og auðvitað þeirra karla sem eru tilbúnir að láta af varnarháttum sínum og horfast í augu við sína eigin forréttindastöðu sem þeir geta ekki losnað við, hversu heitt sem þeir óska sér það, eða hversu virkir þeir eru í að nýta sér hana meðvitað) vegna þess að þær geta skilið boðskapinn frekar beint og milliliðalaust. Þær eru ekki velta vöngum yfir stöðu kvenna eins og konur væru skógarþrestir, einhver fyrirbæri þarna úti, þær finna fyrir undirskipaðri stöðu sinni á hverjum degi. Róttækir femínistar eru ekki að reyna að sannfæra karla eins og þig, út frá þínum forsendum. Kannski aðallega vegna þeirrar reynslu af því að reyna að sannfæra menn með sama málflutning: það þýðir ekkert. Þú þarft sjálfur að finna út úr þessu. Sumir gera það. Enginn þeirra breytir hins vegar róttækum femínisma í eitthvað „við viljum öll það sama inn við beinið“ jarm. Og þeir vilja einfaldlega ekki það sama og róttækir femínistar.

77 athugasemdir við “Þú hefur rangt fyrir þér

 1. flott skrif,soldið dónaleg og talað niður til karlmanna en mjög útskýrandi og leiðbeinandi fyrir marga sem eru algjört spurningamerki þegar kemur að málefninu.

 2. Ef róttækir femínistar beina orðræðu sinni fyrst og fremst til líkt þenkjandi eins og þú segir hér, er þá ekki hætta á að baráttan fyrir kynjajafnrétti lokist inni í heimi sem „venjulegu“ fólki er lokaður? Venjulegt fólk er ekki háskólagengið og þessi heimur getur verið lokaður flestu fólki vegna þess að orðræðan er svo hástemmd s.s. „orðræða, teoríseruð, undirskipuð“ (nýyrði?).

  Ég fíla skrif þín ágætlega en finnst þau stundum of fræðileg. Ég sakna þess að femínistar tali til fólksins sem er flest og þarf svo nauðsynlega á því að halda að fá basic upplýsingar um þessi mikilvægu mál. En fáir tala máli þeirra því femínistar eru svo uppteknir við að skrifa fyrir hvert annað.

  Kannski er ekki hægt að reyna breytingar á Íslandi nema vera í hóp til að rjúfa einangrun? En þeir hópar mega ekki lokast því þá er hætta á klíkumyndun og elítisma.

 3. mér er spurn hversvegna margir femistar setja aðra feminista spot on um að útskýra hegðun,skrif,húmor og annað sem flæðir hér á fb.ég viðurkenni að ég hef leikið mér aðeins að þessu.

  EN

  stóra spurningin er,hversvegna hefur þetta snúist upp í fylkingar?sem er það versta fyrir hvern málstað sama hver hann er?
  hversvegna þarf að flokka fólk svona mikið?
  hversvegna þarf að horfa á hlutina þannig að hver og einn verði að verja ofureinfaldar ákvarðanir vegna fákunnáttu og vankunnáttu?
  hvernig eru kennsluaðferðirnar og upplýsingaflæðið?
  hver málstaður verður að aðlaga sig hvert einasta skipti sem hann er útskrifaður,afskiptur og umtalaður.
  margir kunna að verða fúlir við þetta.fari svo.
  en ég er undrandi á að fólk beiti fyrir sig bíttíann mótstöðu í stað fræðslu.því ef málstaðurinn er góður þá eru alltaf góð rök ssem fylgja.

  kurteisi kostar ekkert.
  mörg samskipti byrja oft á veistu ekki að ……..blabla þetta og hinn svakalegi hlutur skeði þarna og þar,heimfærum þetta yfir á ísland,byrjum hér heima en sýnum ávallt virðingu.ÁVALLT.annars er ekki mark á takandi málsvara málstaðarins.

  svo eru líka hálfyndnar orðaskiptin sem ég hef of oft séð,jæja vinan,nú skaltu sko fá að sjá hvað ég er ógeðslega vel máli farin,n,skal sko taka þig á háskólamáli og ath hvort þú hefur eitthvað í googluðu sett yfir á mitt mál svo ég virðist vita fáránlega mikið ræðuna mína….just saying 🙂

 4. Á meðan barátta ákveðins hluta feminista fellst í því að níða annað fólk, þá munu þeir ávallt fá fólk upp á móti sér.. Rangt verður aldrei réttlætt með röngu.. Hvað þennan pistill varðar þá er hann svosem ágætur, það er þó alveg ljóst að sá sem þetta ritar tekur sjálfan sig mjög hátíðlega

  • Hvað áttu við að ákveðinn hluti feminista níði annað fólk? Ég spyr í einlægni og þætti vænt um að fá einhverjar vísanir í slíkar aðfarir, enda ekki fallegt að níða aðra.

   • Hvort sem að þú sért versti kvennahatari eða fremstur í fylkingu kvenna, að þá ertu hluti af vandamálinu. Hver karlmaður í heiminum er hluti af vandamálinu og því er ekki hægt að breyta fyrr en jafnrétti er á meðal kynjanna. Þú getur barist með kvenmönnunum, en þú munt aldrei skilja þetta, því þú ert karlmaður og getur ekki skilið hvað kvenmenn fara í gegnum. Af sömu ástæðu mátt þú ekki gagnrýna neitt í baráttunni gegn ójafnréttinu, því þú veist ekki hvernig það er að vera kona.

    Frekar leiðinlegt að heyra að annað hvort verð ég að játa öllu sem feministar segja eða þá er ég karlremba.

   • Auðvitað ertu hluti af vandamálinu. Ég líka. Við öll, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Vandamálið er ójafnrétti og misrétti í því samfélagi sem við erum hluti af. Við fáum þetta samfélag í arf og eigum því litla sök á því hvernig það er uppbyggt, en það er þó á okkar ábyrgð að gera eitthvað til að breyta hlutunum til hins betra. Femínismi er ein leið til að reyna að skýra orsakir og uppruna þessa ójafnréttis á milli kynjanna og benda á leiðir til að bæta úr því. Það er ekki þar með sagt að það sé allur sannleikurinn, enda ef svo væri væri þetta einfalt mál, og femínistar eru heldur ekkert alltaf sammála um allt.

    Það þurfa heldur ekkert allir að gera það sama til að bæta samfélag sitt. Ég t.d. reyni að einbeita mér að því að veita syni mínum gott uppeldi og ræða við hann um hlutina, sýna honum að karlar geti líka verið góðir og nærgætnir uppalendur og að sýna honum að hann þurfi ekki að gangast upp í einhverri karlmennskuímynd sem hann passar ekkert inn í. Ég reyni að vera meðvitaður um fólk í kringum mig og gæta þess að ekki sé gengið á rétt þeirra, né minn eigin rétt. Ég sætti mig við að ég get aldrei skilið til fullnustu hvað það er að vera kona, ekki frekar en ég að ég geti skilið til fullnustu hvernig það er að vera innflytjandi frá Víetnam á Íslandi. Ég er líka alltaf að læra eitthvað nýtt um upplifun kvenna í samskiptum mínum við konur í kringum mig, sem dýpkar um leið sýn mína á lífið og tilveruna. Þetta er ekki spurning um konur á móti körlum, fólk er ólíkt og alls konar og kynið er bara einn hluti af upplagi hverrar manneskju. En því miður virðist kynið setja ákveðinn samfélagslegan stimpil á fólk sem stjórnar því að vissu marki hvernig komið er fram við það, hvað ætlast er til af þeim og hvaða rétt það hefur. Þessu vil ég breyta. Ég er ekki sérlega góður í því, en ég reyni þó. Ekki gefast upp. kæri Hjalti 🙂

 5. Ég er farin að hlakka til þegar nýr pistill birtist og ég sé að höfundur er Ingólfur Gíslason. Fyrirtaks pistill hjá þér eins og svo oft áður.

 6. Þetta var einhver mesta ,,holier than thou“ þvæla sem ég hef séð lengi…það er ekki lítið sem menn leggja á sig til að skora stig. Sammála því að svona yfirlætishroki og að tala niður til fólk sé aldrei meðal sem virki…en ég hef greinilega rangt fyrir mér miðað við kenningar þessa ágæta manns. Það hafa allir rangt fyrir sér sem eru ekki á hans skoðun svo það er kannski best fyrir mig að þegja bara og hlýða(kannast einhver við þetta viðhorf?).

  Jæja, ætla út að leika mér í þessu póstmóderniska og húmaniska mensch umhverfi og líta út fyrir að vera ýkt gáfaður *andvarp*

  • Spiki, ég skil það svo að þú hafir lagt hart að þér í þágu femínisma og finnist greinarhöfundur vera að gera meira úr sínu eigin framlagi en þínu (sbr. „holier than thou“ og „yfirlætishroki“). Hvað hefur þú ritað til stuðnings femínisma? Hvernig vilt þú ná fram feminískum markmiðum? Hvaða forréttindum karlmanna ert þú tilbúinn til að fórna í þágu jafnréttis kynjanna?

 7. „Venjulegt fólk er ekki háskólagengið og þessi heimur getur verið lokaður flestu fólki vegna þess að orðræðan er svo hástemmd s.s. “orðræða, teoríseruð, undirskipuð” (nýyrði?).“
  Er það þá óvenjulegt fólk sem hefur lagt leið sína í háskólann? Þetta er ekki hástemmt þetta heitir bara að hafa orðaforða sem ég reyndar viðurkenna að venjulegt fólk hefur oft á tíðum því miður ekki nóg af. Hann kemur engur að síður ekki með háskólanámi, heldur með því að vera meðvitaður um að það séu til mörg orð til þess að lýsa sama hlutnum.

  • Öh, Ingolfur hérna að ofan er ekki greinarhöfundur, sem er svosem allt í lagi. Fræði og fræðiorð eru stundum nauðsynleg til að skilja heiminn betur. Það er meiri saga á bakvið þessi orð en í stuttu máli, eftir bestu getu: Teóríseruð þýðir að einhverju er lýst með hugtökum úr einhverri fræðikenningu. Að konur séu undirskipaðar þýðir að karlar njóti forskots eða forréttinda í samfélaginu. (Það þýðir ekki að konur geti ekki komist upp fyrir karla í metorðastiganum.)

 8. Hvað þýðir hugtakið femsplain?

  Mér dettur í hug 2 dæmi:

  „Gail femsplainaði fyrir þáttastjórnanda hvernig karlmenn yrðu geðbilaðir við það að horfa á klám“

  og

  „Skýrlslan femsplainaði að 8% munur á sundlauganotkun kynjanna væri augljós kynjanbundin mismunum. Brýnt væri því að skoða málið nánar“

 9. Feminismi er ekki allra svo sannarlega. Einungis hvítar háskólamenntaðar konur eða Beta hanar mega teljast feministar og baráttan snýst ekki um jöfn tækifæri allra kvenna heldur einungis hvítra vel menntaðra kvenna. Eða berjast feministar fyrir að ómenntaðar konur komist á frystitogara til jafns við karlmenn, eða að heimavinnandi húsmæður fái sömu lífeyrisréttindi og makinn?
  En það fyndnasta við þessa grein er að höfundur skítfellur í sömu gryfjuna og fyrsta myndin sýnir. Er sjálfur að segja öðrum til….enda bara karlmaður

  • Athyglisverður punktur hjá Magnúsi – sem þó um leið fellur í þá gryfju að benda á hvað femínistar ættu heldur að vera að gera, vilji þeir standa sig vel og gera baráttuna þér þóknanlegri (í stað þess að blanda þér sjálfur í baráttuna og berjast fyrir þessum mikilvægu málum).
   Í annan stað er forvitnilegt að fá að vita hvernig við skilgreinum „góða menntun“ og svo að spyrja: af hverju ætli menntaðri konur séu þá liðtækari í baráttunni? Ég myndi halda að það væri einmitt út af því að það þarf að fá tíma til að lesa, hugsa og mennta sig til þess að geta greint samfélagið og þá samfélagslegu mótun sem hver einstaklingur verður fyrir. Þeir sem gera það ekki halda gjarnan að undirskipun þeirra í samfélaginu sé eðlileg eða náttúruleg. Í annan stað hafa femínistar víst beitt sér fyrir réttindum kvenna af öllum stéttum, sem dæmi um það eru einmitt aukin réttindi allra kvenna til lífeyris, til kosninga, til fóstureyðingar, menntunar, gegn mansali og annað. Hinsvegar mætti vera mun meira umtal um stéttaskiptingu og lág laun kvennastéttanna innan femínismans.
   Í þriðja lagi: Það væri óskandi að konur úr hvaða sétt eða stöðu sem er færu á frystitogara enda er það séð sem karlastarf og launin eftir því – tölur sem fæstar konur hafa séð áður á launaseðlunum sínum, líka margar konur með „góða“ menntun (háskólapróf).

   • Eru launin a frystitogara góð vegna þess að þau eru „karlastörf“ eða vegna þess að þau(störfin) eru erfið og krefjast þess að fólk fórni stórum parti af sínu fjölskyldulífi?

   • Ég ætla ekki að þykjast geta svarað þessari spurningu, Daði, en bendi á að stór ástæða þess að konur eiga ekki hægt um vik að ráða sig til starfa á frystitogara er að ábyrgð á börnum og heimilishaldi hvílir ennþá á þeirra herðum frekar en karla.

   • Kem með í baráttuna þegar feminisminn hættir að vera þröngsýnn og horfa á hlutina í gegnum skráargat, en verður þess í stað víðsýnn, umburðarlyndur og frjálslyndur.
    Hættir að krefjast boða, banna og harðar refsingar, sem engu skila nema stefnu í átt að lögregluríki, heldur tekur upp frjálslyndari viðhorf sem leið að sínu markmiði. (Engin lögregluríki eru fyrirmyndarrríki og mannkynið hefur barist lengi fyrir auknu frelsi).
    Hættir að vilja eftirlitsþjóðfélag og persónunjósnir (já t.d. feministar í Svíþjóð vilja geta rakið internetnotkun á vændissíðum).
    Hættir að einblína á klám sem eitt stærsta vandamálið í heiminum. Byrja að líta á konuna sem selur vændið og spyrja hana hvað eigi að gera, í stað þess að ákveða á kaffihúsi upp í háskóla hvað sé best fyrir vændiskonuna, (eða verst fyrir kaupandann).
    Hættir að berjast fyrir að börn verði þvinguð til að lesa kynjafræði.
    Þetta eru nokkur atriði sem gera það ómögulegt að berjast með ykkur, en frjálslyndi er hvort sem er á hröðu undanhaldi svo ykkar heimur verður bráðum okkar allra heimur.

   • Er annað en eðlilegt að berjast ekki með málstað sem er ekki manns eigin? Pant ekki. Viltu annars nokkuð fá einhverja karlfauska til að berjast með þér, við gerum hvort eð er allt rangt?

   • Tjah, þú ert auðvitað búinn að segja „pant ekki“, svo ég reikna þá ekki með þér.

    Kjarni pistilsins hér að ofan er að karlmenn, sem hópur, njóta ákveðinna forréttinda fram yfir konur. Til þess að okkur miði í jafnréttisátt þurfa karlmenn að afsala sér einhverju af þessum forréttindum. Gagnrýni á femínisma (og pistilinn hér fyrir ofan) er gjarnan af þeim rótum spunnin að það sé óhæft og allsendis ósanngjarnt að það halli á karlmenn, að það þurfi að ráða konuna þegar tveir umsækjendur um starf eru jafn hæfir o.s.frv. Femínistar vilja krefjast jafnréttis fyrir hönd kvenna og til þess þarf stundum að beita „handafli“ til að jafna stöðuna. Þetta stuðar marga, sérstaklega karlmenn, en einnig sumar konur.

    Forsendan er sumsé sú að þeir sem ekki eru tilbúnir til að fórna neinu né láta af hendi nein völd og vilja heldur ekki beita neinum aðferðum sem hrista upp í núverandi valdastrúktúr kynjanna… ja, það er sama fólkið og byrjar undireins með “mansplaining”. T.d. að barátta femínista “… fæli marga frá góðum málstað, fæli sig frá góðum málstað, sé ekki nógu gott PR, sé útilokandi fyrir sig og marga aðra, taki ekki nógu mikið tillit til karla, sé of öfgakennd…” eða í stuttu máli, “…útskýring fyrir femínistum af hverju femínismi þeirra höfðar ekki til fleiri karla (lesist: mín) og hverju þarf að breyta til þess“.

   • Tjah, þú ert auðvitað búinn að segja „pant ekki“, svo ég reikna þá ekki með þér.

    Að öðru leyti snýst þetta auðvitað um að þeir sem eru viðkvæmir fyrir „öfgafemínisma“ (og þessum pistli hér að ofan) eru þeir sömu og eru ekki tilbúnir að fórna neinum af forréttindum karla í þágu jafnréttis, sbr. svar mitt við innleggi Sigurjóns hér neðar í þræðinum. Öfgafemínismi er í þeirra huga allt sem stuðar karla, skarar ekki eld að köku karlmanna og (gjarnan) allt sem hristir upp í hefðbundnum kynhlutverkum.

   • Sjá svar mitt við innleggi Sigurjóns hér neðar í þræðinum.

    Þú ert búinn að segja „pant ekki“, svo ég reikna þá ekki með þér.

   • Afsakið endurtekningarnar. Svörin mín virtust ekki fara í gegn vegna þess að þau virtust vera endurtekning á því sem ég hef sagt áður hér í þræðinum, en þau höfðu þá samt farið inn og nú get ég ekki eytt þeim, því miður.

   • Ég gerði ráð fyrir að þetta væri eitthvað tæknilegt vandamál, þakka svörin. Nú er ég karlmaður sjálfur en vinn í því sem áður hefði kallast kvennastétt. Þrátt fyrir skítleg laun eru ótrúlegt en satt svipað margir karlmenn sem þar vinna og kvenmenn og ekki fáum við þar að neinu leyti forréttindi umfam kvenkyns samstarfsfélaga nema síður sé. En þetta snýst ekki um persónur, er það, heldur stóra andlitslausa hópa kvenmanna. Rétt skilið?

   • Já, þetta er hiklaust rétt ályktað. Konur, sem hópur, standa höllum fæti í samfélaginu hvað ýmislegt varðar og karlmenn, sem hópur, hafa töglin og hagldirnar t.d. hvað varðar laun og völd. Ingólfur birtir þessar tölulegu upplýsingar neðar í þessum þræði:

    „… Á Íslandi telst kona nú jafnast á við 85% af karlmanni samkvæmt The Global Gender Gap Index sem er reiknuð út frá mismuni á stöðu kynjanna í þátttöku og tækifærum í efnahag, menntun, heilsu og pólitík. Þær standa tiltölulega vel í menntun en á pólítíska og efnahagslega sviðinu er íslensk kona ekki nema um 75% á við karl, og er sérstaklega athyglisvert að þegar konur og karlar í æðri valdastöðum eru taldar ná konur því rétt svo að vera hálfur karl.“ Þetta eru niðurstöður fyrir hópana (karla og konur) í heild en innan hvors hóps er auðvitað dreifing.

    Flest okkar eiga börn, syni og dætur. Viljum við ekki öll að þau njóti sín að verðleikum í framtíðinni? Það er skelfilegt að horfa á tvö fimm ára börn og hugsa með sér að annað þeirra muni hafa 10-20% hærri laun á fullorðinsárum ef ekkert breytist, eingöngu af því annað þeirra er stúlka og hitt er drengur. Jafnréttismálin ættu að vera baráttumál okkar allra.

    Þú nefnir að þú vinnir í því sem var áður kallað kvennastétt og „skítlegu launin“ loði enn við hana. Nú get ég svo sem ekkert fullyrt en þetta hljómar alveg dæmigert fyrir stéttir þar sem konur eru fjölmennar, t.d. hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. Þrátt fyrir að menntunar sé krafist, vinnan oft mjög erfið og krefjandi, ábyrgðin talsverð og vinnutíminn erfiður þá endurspeglast það ekki í laununum. Það er ekkert sanngjarnt við það.

 10. Alltaf jafn gaman að lesa snilldargrein og sjá síðan að meira en helmingurinn af kommentunum er fólk sem virkilega náði ekki pointinu.

 11. ,,að ná pointinu“…felst það í að sitja bara og hlýða án gagnrýnnar hugsunar? Ef svo er þá bara hef ég engan áhuga á að ná pointinu. Þú hlýtur að sjá hversu mikil mótsögn þessi pistill er við hugsjónir feminisma óháð kyni? Eða á það bara við þegar talað er til karlmanna og þ.a.l. jafnréttinu fullnægt?

 12. Þegar ég og barnsfaðir minn skildum fyrir um 7 árum síðan kom kynjamunurinn bersýnilega í ljós. Sérstaklega hjá sýslumanni þegar forræði barnanna var rætt. Það var í raun undir mér komið hverskonar aðgang hann hefði að börnunum og um leið líka undir mér komið hvernig aðgang þau hefðu að honum. Hann fær þau aðra hvora helgi og stendur sig vel í að taka þau og hugsa um þau svo ég býst við að þetta fyrirkomulag sem ég kaus reynist vel.
  Mér stendur nokkurnveginn á sama hvors kyns einhver forstjóri fyrirtækis sem ég mun aldrei vinna með eða hitta er eða hvors kyns einhver þingmaður er sem hugsar um sína hagsmuni en ekki mína er meðan það sem skiptir máli er eins og það á að vera.

  • Margt hefur sennilega breyst á þessum 7 árum. Þar með talið réttur foreldra til að umgangast börnin sín og skilst mér að flestir skilnaðir endi núna með sameiginelgu forræði.

   • Því miður er það ekki rétt. Eins og staðan er í dag er aðeins hægt að dæma öðru foreldrinu forræði. Sem er þá meira og minna alltaf konan. Rétt er að þetta er að skána en alls ekki nógu gott. Allavega er það þannig að ég óttast að hætta með minni því þá á ég möguleika að hitta barnið mitt örsjaldan.

   • Sbr. barnalög þá hafa foreldrar sameiginlegt forræði nema um annað sé samið, kemur inn í lögin 2003 eða 2006. Viljir þú ekki semja þá er eina leiðin sú að fara í forræðismál, og þar má dómari eingöngu dæma öðru foreldrinu forræðið eins og er. Minnir að 2008 hafi 85% skilnaða endað með sameiginlegu forræði. En „umgengnin“, hún er allt annað mál, að ég tali ekki um hvort þú sért skráð foreldri sem þú ert ekki ef þú ert ekki með lögheimili barns…. Enn eitt sem aðallega bitnar á karlmönnum

 13. Þetta var ágætt. Ekkert grípandi skrif en skrif sem innihalda eitthvað bitastætt eru það sjaldnast. Ég held í sannleika sagt að ég þurfi að lesa þetta aftur seinna í dag.
  En samt það eru alltaf mannréttindi að mega tjá sig. Gaman að því.

 14. Vel mælt Halldóra. Þetta er einmitt punktur sem Hildur Lilliendahl hefur minnst og gerir athugasemdir við sjálf þ.e. núverandi verklag í forræðismálum og réttur barna til foreldra. Hins vegar segir hún að það sé ekki hennar að skipta sér af þessu ójafnrétt, heldur liggur það hjá karlmönnum.

  Ég spyr að sama skapi:,, Af hverju ætti ég, sem karlmaður, að skipta mér að jafnréttisbaráttu kvenna“? Er þetta ekki alveg valid pæling að skipta okkur ekki alltaf í hópa? Alltaf þetta ofboðslega leiðinlega ,,við“ á móti ,,ykkur“.

 15. Maður á eiginlega varla orð yfir þessari grein hér að ofan. Kjarninn er þó þessi: Af því að ég (karlmaðurinn) er ekki á réttri bylgjulengd, bylgjulengd róttækra femínista, þá er það í raun ekki við hæfi að ég gagnrýni aðferðafræði, málatilbúnað og nálgun róttækra femínista í jafnréttisumræðunni. Af því að það vanti innsæi í „reynsluheim kvenna“.
  Má ekki snúa sömu hugsun, sömu nálgun, á fjölmarga málaflokka, með það að markmiði að lítillækka þá sem ekki eru sammála þeim hópum sem eru „róttækir/háværir“, en þekkja þó málaflokkinn, og gera þá þar með irrelevant í umræðunni?
  Má þá til dæmis segja að trúleysingjar hafi ekkert með það að gera að gagnrýna innihald biblíunnar eða kóransins af því að þeir trúi ekki á Guð?
  Má þá segja, til dæmis, að almenningur hafi ekkert að gera með að krefjast breytinga í kvótakerfinu af því að hann er ekki að veiða fisk sjálfur?
  Má þá segja að almenningur hafi ekkert með það að gera að krefjast breytinga á stjórnarskránni af því að hann sé ekki löglærður?
  Etc…
  Afsakið meðan ég æli, svo ég vitni nú í skáld (sem er svo óheppinn að vera karlmaður).

  Og takk fyrir Spiki að benda á þetta með við/þið skiptinguna í síðasta innleggi þínu. Þú ert ekki einn sem hefur orðið var við þessa nálgun, svona orð og ummæli, að konur eigi ekkert að skipta sér að, eða hjálpa til, í jafnréttisbaráttu karla, hvað þá róttækir femínstar. Hin ágæta Hildur er ekki eini róttæki femínistinn sem hefur sagt slíkt opinberlega. Með slíkri nálgun þá má að sama skapi segja að karlar hafi ekkert með jafnréttisbaráttu kvenna að gera. Sorglegt bara…. Ég skal hundur heita áður en ég fer niður á það level.

  • Sigurjón, kjarni pistilsins hér að ofan er að karlmenn, sem hópur, njóta ákveðinna forréttinda fram yfir konur. Til þess að okkur miði í jafnréttisátt þurfa karlmenn að afsala sér einhverju af þessum forréttindum. Gagnrýni á femínisma (og pistilinn hér fyrir ofan) er gjarnan af þeim rótum spunnin að það sé óhæft og allsendis ósanngjarnt að það halli á karlmenn, að það þurfi að ráða konuna þegar tveir umsækjendur um starf eru jafn hæfir o.s.frv.

   Róttækur femínismi felur einmitt í sér að til að jafnrétti kynjanna náist sé nauðsynlegt að beita slíkum úrræðum, sem í framtíðinni verða vonandi óþörf, til að jafna stöðuna. Í hinu útópíska samfélagi framtíðarinnar verður vonandi hægt að ráða einfaldlega þann sem hæfastur er af umsækjendum og kasta upp peningi ef tveir eru jafn hæfir, en þangað til er nauðsynlegt að hjálpa upp á stöðuna „með handafli“. M.ö.o., femínistar vilja krefjast jafnréttis fyrir hönd kvenna. Þetta stuðar marga, sérstaklega karlmenn, en einnig sumar konur.

   Forsendan er sumsé sú að þeir sem ekki eru tilbúnir til að fórna neinu né láta af hendi nein völd og vilja heldur ekki beita neinum aðferðum sem hrista upp í núverandi valdastrúktúr kynjanna… ja, það er sama fólkið og byrjar undireins með „mansplaining“. T.d. að barátta femínista „… fæli marga frá góðum málstað, fæli sig frá góðum málstað, sé ekki nógu gott PR, sé útilokandi fyrir sig og marga aðra, taki ekki nógu mikið tillit til karla, sé of öfgakennd…“ eða í stuttu máli, „…útskýring fyrir femínistum af hverju femínismi þeirra höfðar ekki til fleiri karla (lesist: mín) og hverju þarf að breyta til þess“.

   Og trúðu mér, slík röksemdafærsla kemur einnig oftar en ekki úr munni kvenna.

   • Mér? Ég veit ekki hvers vegna þú ert að spyrja mig persónulega að því hér eða hvaða máli mín skoðun skiptir.

    Hins vegar þurfa kynskiptingar víða um heim að berjast fyrir tilverurétti sínum og viðurkenningu samfélagsins. Femínismi boðar jafnrétti kynjanna (fólks yfirhöfuð, jafnt kynskiptinga sem annarra) og að við setjum spurningarmerki við staðlaðar ímyndir fyrir kynin. Við ættum öll að geta verið bara við sjálf án þess að þurfa að reyna að passa inn í einhver fyrirfram ákveðin kynhlutverk. Þess vegna rúmast umræðan um t.d. það að karlar megi líka gráta, og að kynskiptingar eigi sama tilverurétt og allir aðrir, innan femínisma, eða skarast a.m.k. hugmyndafræðilega að miklu leyti við femínismann.

 16. 1. Fyrir mitt leyti „fæla“ baráttuaðferðir feminista (og viðbrögð almennings við þeim) mig ekki frá „málstaðnum“. Þær fæla mig bara frá „umræðunni um íslenska feminista“ sem skapast í kjölfarið. Sem er ógeðslega leiðinleg. En ég fann mig knúinn til að kommenta þannig að kannski er ég bara sjálfur orðinn ógeðslega leiðinlegur.

  2. Ég ætla að taka undir með þeim sem halda því fram að nútíma íslenskur feminismi sé farinn að takmarkast við hvítt millistéttar-háskólafólk. Eins og t.d. mig og Ingólf. Það er oftar og oftar bent á þetta, og maður sér það bara á því hverjir eru langmest áberandi í umræðunni, orðfærinu sem er notað og ekki síst þessari stöðugu marxísku samfélagsgreiningu á öllu.
  Ingólfur beinir orðum sínum að íslenskum karlmönnum og talar um að þeim skorti einfaldlega skilning þar sem þeir þekki ekki reynsluheim kvenna nægilega vel. Þetta snúist ekki um þá og þeirra forsendur. En það útskýrir ekki hversvegna svo margar konur virðast vera orðnar afhuga feminisma. Þær láta íslenska feminista fara í taugarnar á sér þrátt fyrir allan sinn kvenlega reynsluheim. Þetta virðist vera hætt að hafa einhvern relevans fyrir þeim, sem er furðulegt enda á feminísk umræða ennþá fullt erindi til fólks. Hvað veldur?

  3. Núna er ég eflaust að tönnlast á einhverju sem feministar eru búnir að útskýra þúsund sinnum, í bókum, kommentaþráðum og á google.com, en ég skil ekki hugtakið „mansplaining“. Er þetta mansplaining hjá mér fyrir ofan? Eru karlmenn sem tjá sig yfir höfuð um feminisma alltaf mansplaining? Þetta er væntanlega ekki eftirsóknarverður stimpill, þannig að hvernig getur karlmaður tjáð skoðun sína á þessum hlutum án þess að vera að mansplaina?

  4. Ég skil ekki hvernig það að rækta hugsunina „á endanum viljum við öll það sama“ getur verið eitthvað slæmt. A.m.k. finnst mér það mun skárri kostur en að gangast við þessum „við vs. þeir“ skotgrafarhernaði sem hefur tíðkast hjá mannapanum í þúsundir ára en virðist aldrei skila sér í nokkrum sköpuðum hlut. Nema því að allir drepist.

  En takk annars fyrir greinina. Hún var stuðandi.

  • „Eru karlmenn sem tjá sig yfir höfuð um feminisma alltaf mansplaining?“

   Nei. Ekki samkvæmt mínum skilningi á þessu hugtaki. Mansplaining er þegar karl útskýrir fyrir konu eitthvað sem hann gefur sér að hún hafi minni þekkingu eða skilning á en hann, án þess að sýna viðleitni til að kanna bakgrunn konunnar, reynslu hennar eða þekkingu á viðfangsefninu. Hann gerir það í þeim tilgangi að kenna henni, leiða hana í einhvern sannleika sem hann telur sig búa yfir, og jafnvel útskýra fyrir henni hvers vegna hún hafi rangt fyrir sér, allt í skjóli karllægs sjálfstrausts og ofurtrú á eigin ágæti.

   Það gefur því að skilja að karlmenn hafa alla burði til að ræða femínisma, málefni sem varða konur, og bara lífið og tilveruna ef út í það er farið, án þess að mansplaina. Enda gera þeir það oft.

  • Ég get ekki svarað fyrir femínista, Egill, en réttindabarátta kvenna tengist held ég annarri réttindabaráttu órjúfa böndum. Femínistar, eins og allir aðrir, ættu að huga að því hvernig stétt og uppruni hefur áhrif á stöðu fólks. Af hverju finnst þér að íslenskur femínismi takmarkist við hvítt millistéttar-háskólafólk? Það er örugglega rétt hjá þér að það ber mest á slíkum röddum í opinberri umræðu, en á það ekki við um alla baráttu? Það er einmitt hvítt millistéttarfólk (og sér í lagi karlar) sem á greiðasta leið þangað og kann þann leik best. Nú ætla ég ekki að gera þér upp neinar ætlanir, en ég spyr þig hvort þú spyrjir sömu spurninga um aðra baráttu: hverjir tala máli hernaðarandstæðinga, umhverfisverndar, flóttamanna og svo framvegis? Er það ekki að mestu leyti hvítt millistéttar-háskólafólk? Ég gengst algerlega við því að vera slíkt fólk og nákvæmlega það hefur svo sannarlega greitt götu mína í lífinu.

   Ég get hins vegar fært þær gleðifréttir að róttækur femíniskur aktívismi Hildar hefur blásið miklum krafti í íslenskar konur og mjög margar þeirra hafa einmitt „gengið til liðs við femínisma“. En ekki allar, sem eðlilegt er. Það eru líka margir verkamenn sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það er óraunhæft að þær verði allar femínistar á stuttum, eða jafnvel löngum tíma. Þá má ekki gleyma því að kynjakerfið er rótgróið og samgróið menningu okkar á ótal vegu.

   Meira um mansplainið:
   http://scienceblogs.com/thusspakezuska/2010/01/25/you-may-be-a-mansplainer-if/
   http://mansplained.tumblr.com/
   http://www.thenation.com/article/169456/men-still-explain-things-me#

   Enginn alsjáandi dómari getur kveðið upp um það hvort eitthvað sé mansplaining eða ekki – ef þú „trúir ekki á þetta“, gott og vel. Ég hef séð þetta oft og mörgum sinnum og staðið sjálfan mig að því. Er að reyna að hætta.

   Um hið síðasta: ég sé ekki annað en átök um hagsmuni alls staðar (marxíska greiningin sem þú minnist á). Á ég að reyna að ná samkomulagi við kvótaeigendur, fjármagnseigendur, nýfrjálshyggjumenn, hernaðarsinna, og svo framvegis? Ég er ekki að meina að niðurstaðan verði heimsyfirráð eða dauði, engar málamiðlanir. Það eru alltaf (eða oftast) einhverjar málamiðlanir. Það er samt áfram mismunur, ágreiningur og átök.

   • Takk fyrir svarið Ingólfur.

    Ég get eiginlega tekið undir flest sem þú segir (og þetta fyrsta er reyndar alveg rétt hjá þér þegar ég pæli í því. Þetta millistéttar og menntalið er alltaf sígasprandi um allt! :))

    En hvað mansplaining varðar: Ég las “Academic men…” síðuna og mér virtist þetta frekar bara vera besservissera-fávitar að vera besservissera-fávitar frekar en að þetta væri e-ð bundið við kyn. En konur lenda e.t.v. mun oftar í þessu, hvað veit ég..

    Hvað þetta síðasta varðar: vissulega verða alltaf átök milli hópa, en stundum fæ ég á tilfinninguna að í þessu tilviki vilji einmitt mjög margir það sama, en kjósa að detta alltaf í rifrildi um eitthvað kjaftæði sem ég skil aldrei almennilega. Mér finnst kominn svo furðulegur með/móti fótboltaliðsstemmari í alla þessa umræðu..°en það mun kannski alltaf fylgja mannskepnunni, ég veit það ekki…

 17. Þetta er áhugaverð grein og lúmskt skemmtileg fyrir þær sakir að karlmenn geta ekki með góðu móti gagnrýnt hana án þess að treysta í sessi kynbundna hugtakið „mansplanation“.

  Konur geta hinsvegar gagnrýnt að vild, en það ætti ekki að koma að sök því greinahöfundur setur greinina þannig fram að það séu bara karlmenn sem hafa eitthvað að athuga við boðskap róttæks feminisma.

  Varðandi hugtakið róttækan feminisma, nú er ég ekki alveg nógu kunnugur orðræðunni en ég geri ráð fyrir að það sé sama hugtak og á ensku kallast „radical feminism“.

  Ég geri einnig ráð fyrir að þar sem höfundur talar um „róttæka feminista sem tali aðallega til kvenna“ þá sé hann að vísa í feminista á borð við Mary Daly og skoðanasystur hennar? (Ég nota hér kynbundna orðið „skoðanasystur“ einungis vegna þess að ég tel að hún hefði viljað það þannig).

  Ef að ég hef rangt fyrir mér og höfundur er að meina eitthvað annað myndi ég endilega vilja vera leiðréttur svo ég skapi mér ekki ranga sýn af boðskapnum.

  Að lokum finnst mér leiðinlegt að sjá greinarhöfund nota orðið „maður“ sem tilvísun til einungis karla, ég geri mér grein fyrir því að þetta er viðtekin venja, en samt finnst mér þetta óæskilegt. Við erum væntanlega sammála um að í tungumálinu skulu menn vera bæði konur og karlar.

 18. Mér finnst ekki rétt að segja að femínistar tali bara hver við annan, margir íslenskir femínistar hafa verið duglegir að skrifa í blöð, tjá sig á Facebook, á ýmsum vefsíðum, bland.is, í útvarpi og svo mætti lengi telja. Sumt af þessu er hástemmt og fræðilegt en margt af þessu er skrifað á hátt sem allir ættu að geta skilið. Það er aðdáunarvert hvað fólk er í raun duglegt að tjá sig um femínisma og jafnrétt í ljósi þess óhróðurs sem það á á hættu að fá yfir sig í kjölfarið.

 19. Sammála. Burtséð frá öllum leiðindunum þá hefur þeim tekist að setja þessi mál í algjöran brennidepil, og a.m.k. er almenningur mikið byrjaður að leiða hugann að jafnréttismálum og stöðu kynjanna.
  Ég er e-ð að rausa í kommenti hérna fyrir ofan, en ég tek engu að síður ofan fyrir þeim sem eru duglegastir í þessari baráttu. Ekki myndi ég höndla allt þetta endalausa skítkast frá bjánum þessa lands sem t.d. Hildur Lilliendahl fær yfir sig á hverjum degi.

 20. Ingólfur sýnir hér glæsilega takta í að skrifa sjálfan sig út úr þessari umræðu , sökum eigin vanhæfis, sem hann þó reynir að hengja á alla aðra en hann sjálfan. Ef ekki er hægt að ræða misrétti og mismunun í eigin samfélagi, án þess að allt sem maður segir sé fyrirfram „samþykkt af nefndinni“, þá er illa komið fyrir okkur. Hliðstæður um þannig fyrirkomulag eru til í heiminum í dag og hafa alltaf verið til. Vonandi getum við sem flest verið sammála um að það er ekki þangað sem „við“ viljum stefna. Leyfum hugmyndum okkar og hugtakaskilgreiningum að takast á; verum ósammála og rífumst. Ef eitthvað getur fært okkur úr stað, er það heilbrigður núningur hugmynda. Ég neita að draga mig í hlé frá samfélagsumræðunni, þrátt fyrir eindregna ósk Ingólfs þar um. Þó skrifaður sé formáli að grein og því haldið fram að skrifin séu sett fram skv. þröngum skilgreiningum höfundar um ákveðin málefni, þá losar það höfund ekki frá innihaldi og framsetningu á skrifum sínum. Ég frábið mér leyfi frá Ingólfi eða öðrum til þess að mega hafa rangt fyrir mé; á öllum sviðum. Lifi jafnréttið !

 21. Svava: Þetta er einmitt það sem ég vitnaði í upphaflega. Mér finnst andstaða Hildar við núverandi ástand mjög hressandi og í raun það eina sem ég virðist vera sammála henni í þessa dagana. En þau ummæli sem ég vitnaði sérstaklega í eru þarna í lið 1, en þar segir hún: ,,Mér finnst óréttlátt að þess sé alltaf krafist af konum að þær berjist fyrir réttindum karla“.

  Svo svarið er nei, þetta fór ekki framhjá mér heldur stendur þarna skýrum stöfum.

 22. Takk kærlega fyrir góða grein Ingólfur. Það er greinilegt að orð þín hrófla við einhverju/m, og ætli það sé ekki af hinu góða.

 23. Á þessum pistli er ákveðinn galli, sem reyndar er algengur galli á aðferðafræða-þekkingarfræði feminista. Samkvæmt þeim geta nefnilega ekki nema konur talað fyrir hönd kvenna, vegna þess að karlar þekkja ekki reynsluheim kvenna. Þetta viðhorf er frekar gallað vegna þess að í því er lítið gert úr sjónarhóli þeirra sem ekki eru konur, í raun gert ráð fyrir að þeirra viðhorf sé hreinlega rangt. Í raun hefur sannleikurinn ekkert með þetta að gera. Sannleiksgildi fullyrðinga manns fer nefnilega ekki eftir því hvort maður er kona eða karl, heldur eftir því hversu vel fullyrðingin lýsir heiminum. Þetta er eitthvað sem feministar mættu skoða og tileinka sér, í þágu jafnréttis.

  • Skarplega athugað hjá þér Sigurgeir. Það er einmitt gert ráð fyrir því að konur viti meira um það hvernig er að vera kona heldur en karlar.

   • Reyndar alls ekki. Því Sigurgeir benti á hið augljósa: við vitum öll hvernig er að vera MANNESKJA, sama hvað við höfum í nærbuxunum. Svo benti Ingólfur á annað álíka augljóst, að hver manneskja er auðvitað sú sem best þekkir sinn eigin reynsluheim, en svo gildisfelldi hann yrðinguna með því að afmarka hanna aðeins við annað kynið. Þannig gerði hann ekkert nema að endurtaka þesskonar einstrengingsviðhorf sem Sigurgeir var að gagnrýna, og hrakti ekki gagnrýnina heldur sannaði hana.

   • Ég er með betri hugmynd: Íslensk rannsókn frá 2010 bendir til þess að um 24% kvenna hér á landi lendi í því að karl beitir þær einhverskonar kynferðisofbeldi, þar af lenda 13% kvenna í því að karl nauðgar þeim eða reynir það. Hvað finnst þér að ætti að gera í þessum vanda? Annað: Á Íslandi telst kona nú jafnast á við 85% af karlmanni samkvæmt The Global Gender Gap Index sem er reiknuð út frá mismuni á stöðu kynjanna í þátttöku og tækifærum í efnahag, menntun, heilsu og pólitík. Þær standa tiltölulega vel í menntun en á pólítíska og efnahagslega sviðinu er íslensk kona ekki nema um 75% á við karl, og er sérstaklega athyglisvert að þegar konur og karlar í æðri valdastöðum eru taldar ná konur því rétt svo að vera hálfur karl. Hvað leggur þú til aðgerða í þessum efnum? (Þú getur gúglað þessar rannsóknir sjálfur.)

    Ps. Af hverju heldur þú að þú eigir að ráða því um hvað er rætt hér?

   • Ég er ekkert kominn hingað til að ákveða um hvað er rætt hér. Ég er kominn hingað vegna þess að ég er forvitinn um feminisma, sá ákveðinn galla á greininni og ákvað að benda á það. Takk fyrir mig.

   • (Þú getur gúglað þessar rannsóknir sjálfur.)

    Alltaf gaman þegar fólk tjáir sig, þykist vera að vitna í heimildir en lætur síðan þessa setningu frá sér fara.

    Nei bíddu ég meinti ekki gaman, heldur heimskulegt.

 24. Aðeins meira um mansplainið:
  1. Ég held að Hallgrímur Helgason (karl!) eigi orðið hrútskýring.
  2. Það er mjög áhugavert hvernig strákar bregðast oft við með „meh“, tortryggni eða þá væli sem virðist byggjast á ótta um að hugtakinu verði „beitt gegn þeim“. Stelpur hins vegar (sem ég þekki og hef lesið eftir) segja: VÁ HVAÐ ÉG ÞEKKI ÞETTA! Sem sannfærir mig.

 25. Mig verkjar í hjartað að lesa þessa grein, þetta særir bligðunarkennd mína sem manneskju að sjá mannréttindamál sett svona ómálefnalega framm.

  Misréttindi i samfélaginu varðar okkur öll um.
  Ef að það verða til forréttindahópar í samfélaginu þá eiga þeir til að minka og minka og allir aðrir tapa (sjá kapitalisma).
  Svona hroki og eimbeitur vilji til að hafa ALLA á móti til af efla samheldni minnihutans „öfga eða rótækra femenista“ (hvað svo í fjandanum það er) er bara réttlæting á einhverri klíklu með einkarétt á jafnréttismálum.

  Sorry ef að þessi frasi er copyright-aður en:
  Hvernig væri það ef að allir mættu vera með í umræðunum og hægt væri að vekja fólk til umhugsunar ánþess að fá með sér einn í lið og tíu á móti alltaf?

  Sjáið gaypride, glimmer og skrúðganga hefur gert meira fyrir samkinhneigða á 10 árum en „ræsk“ hvað sem að „róttæku femenistarnir“ hafa verið að bauka.

  Hvernig stendur annars femenismi á íslandi, allt í góðu?

 26. flott komment benjamín.ingólfur gísla er líka með góða punkta.gott að sjá að fleirum þyki þessi pistill sti niður á við í menningarlegum málafærslum.þetta má fara að hafa fallegri hliðar en ég hef séð hingað til.

 27. Ég lýsi hér með yfir að jafnrétti hafi verið náð.

  Jafnstöðu kynja hefur verið náð og það sem upp á vantar (einvher tölfræði) kemur til með að jafna sig á næstu 100 árum eða svo. Þ.e. þegar konur velja sér hærra launuð störf og karlar lærra launuð, eining gæti lausnin verið í því að allir fái sömu laun þ.e. 100% jöfnuður. (sé það bara ekki gerast með núverandi kerfi).

  Varðandi áhuga karlmanna á að nauðga konum og horfa á klám þá tel ég það ekkert hafa með jafnrétti að gera. Kannski að einhver geti skýrt það út þannig að jafnvel heimskir karlmenn fatti?
  En að tölfræði 13 prósent kvenna er nauðgað og þar sem ljóst er að þeir sem nauðga gera það oftast aftur og aftur þá erum við að tala um 2-5% karla sem nauðga. Skemmdu eplin. Stórfínt þá að gefa út jólakort þar sem karmenn eru beðnir um að hætta að nauðga. Sé ekki hvernig við „karlmenn“ eigum að bæta upp fyrir það að vera stærri og sterkari?

 28. Takk fyrir svarið Ingólfur.

  Ég get eiginlega tekið undir flest sem þú segir (og þetta fyrsta er reyndar alveg rétt hjá þér þegar ég pæli í því. Þetta millistéttar og menntalið er alltaf sígasprandi um allt! :))

  En hvað mansplaining varðar: Ég las „Academic men…“ síðuna og mér virtist þetta frekar bara vera besservissera-fávitar að vera besservissera-fávitar frekar en að þetta væri e-ð bundið við kyn. En konur lenda e.t.v. mun oftar í þessu, hvað veit ég..

  Hvað þetta síðasta varðar: vissulega verða alltaf átök milli hópa, en stundum fæ ég á tilfinninguna að í þessu tilviki vilji einmitt mjög margir það sama, en kjósa að detta alltaf í rifrildi um eitthvað kjaftæði sem ég skil aldrei almennilega. Mér finnst kominn svo furðulegur með/móti fótboltaliðsstemmari í alla þessa umræðu..°en það mun kannski alltaf fylgja mannskepnunni, ég veit það ekki…

  • “To learn who rules over you, simply find out who you are not allowed to criticize.”- voltaire

   Eitthvað smá fyrir höfund til að stútera. Held ég tjái mig ekki meira, ég hef lesið eitthvað af könnunum um launamál og jafnrétti, þó nokkuð af greinum eftir feminista, erlendis og innanlands, fylgst með umræðum og fréttum gegnum árin, en ég er ekki kona og hef ekki gengið menntaveginn og lært jafnrétti…. Þannig what do i know…

 29. Búum við í þjóðfélagi þar sem konur eru undirskipaðar ???

  Gallin á þessari fullyrðingu er að við búum í lýðræðisþjóðfélagi þar sem konur eru meirihluti kjósenda svo ef þær eru undirskipaðar hlýtur það að vera þeirra lýðræðislegi vilji. Annars væru þær löngu búnar að kjósa konur í öll embætti. Restin af pistlinum er svo álíka langt úti á þekju og ofangreind rökleysa. Nei, auðvitað vilja þær ekki vera í efstu sætum allsstaðar, því þá þyrftu þær allt í einu að fara að bera ábyrgð, í stað þess að geta eins og hingað til bara kennt körlunum um allt sem úrskeiðis fer jafnvel þó að þær eigi klúðrir skuldlaust sjálfar.

  Gildir þá einu hvað besserwisserar sem hér skrifa þykjast vera með allt á hreinu um hvað sé réttur boðskapur þessa vikuna til að koma sér í mjúkinn hjá þjóðflokki femínista. Virðast því miður ekki fatta að það sjá flestir í gegnum svoleiðis og falla ekki fyrir því. Aftur á móti eru þið að leyfa stelpunum að nota ykkur með þessum undirlægjuhætti! Og nú verð ég örugglega brenndur á femínistabáli fyrir að kjafta frá helsta leynivopni femínistans sem er að notfæra sér karlmenn á grundvelli þess hvaða viðhorf teljist eftirsóknarverð, á nákvæmlega sama hátt og kvenlegar konur gera þegar þær beita kynþokkanum sem agni til að veiða það sem þær sækjast eftir: völd. Ekki þá tegund valda sem karlmenn sækjast eftir og felur jafnframt í sér ábyrgð, heldur samkonar völd og aftursætisbílstjórinn, sem stjórnar í raun en ber enga ábyrgð.

  Á meðan einstæður þriggja barna faðir þarf að vera með 150.000 kr. hærri laun en kona í sambærilegri stöðu, til þess eins að þau séu jafnsétt að ráðstöfunartekjum og börn þeirra fái notið sömu lífskjara af hálfu beggja foreldra sinna, þá þarf maður að vera ansi mikill fáviti til að komast að þeirri niðurstöðu að konur séu sá hópur sem er undirsettur. Staðreyndin er að sá þjóðfélagshópur sem hefur það lakast eru einstæðir feður, Það hafa rannsóknir á þessu sviði hér á landi sýnt ítrekað með afgerandi hætti. Ólíkt pistlahöfundi þá hef ég kynnt mér málið og reiknað þetta út sjálfur, annars væri ég ekki að leyfa mér slíkar fullyrðingar. Þeir sem ekki trúa geta fengið að sjá útreikningana sjálfir.

  Gleðileg jól.

 30. Ég var bara að heira af þessu hugtaki í gær. Mansplaining. Ég var að ræða við vini mína um hugtakið „öfga“ og hugtakið „femínismi“ og hvervegna það gerðist í „Íslensku samfélagi“ að þessum tvem orðum væri hent saman í einhvern frasa sem er „öfga femínismi“. Þetta kemur þannig til að vinur minn sem vinnur á sviði markaðsmála og auglýsingamensku skrifa grein um þetta og hvað honum finnist þetta óviðeigandi og lélegt að slengja þessu „öfga“ forskeiti fyrir framan „femínisma“. Ég velti því í framhaldi up spurningunni, hversvegna gerista það? Ég tek það fram að á þeim tíma punkti var ég hvorki sammála né ósammála vin mínum en fanst það áhugavert á samfélagslegum, mannfræðilegum og markaðslegum forsendum. Spurningar sem vakna eru: Hvað er það sem gerist? Hvar er conflictin? Hversvegna erum við ekki öll vinir? Er ekki 2013, afhverju eru nógu margir á móti femínistum og aðferðarfræði þeirra til þess að það sé gripið til svona hallærislegra vinnubragða eins og að gera lítið úr femínistum með því að kenna þá við „öfgar“.

  Ég velti upp nokkrum spurningum sem miðuðust að því að komast að einhverri niðurstöðu. Ég verð að viðurkenna að ég er karlkyns, ég er faðir, ég er sonur einstæðrar móður sem er húmanisti, ég sonur karls sem kaus kvennalistan og tailenskrar konu hans sem ég elska og barðist fyrir í mörg ár að fólk hætti að kalla hóru, ég hef verið beittur ofbeldi bæði af körlum og konum, ég hef beitt ofbeldi bæði karla og konur þegar ég var barn og unglingur. Ég veit hvað ofbeldi er og hef algjöra óbeit á því í öllum þeim byrtingarmyndum sem það getur byrst í. Ég hef tekið út alskonar þroska. Ég er háskólagengin, hvítur, vel stæður. Ég er svo rosalega margt. Ég er ekki sértaklega femínisti þó ég sé fylgjandi jafnrétti fyrir alla óháð lit, kyni, kynhneigð, trúabragða, þjófélagstétt eða annars sem hægt er setja puttan á til þess að gera grein á mili fólks. Til að draga þetta saman er ég manneskja með reinslu og spurningarnar sem ég spurði voru væntanlega litaðar af því. Allt í lagi. En þegar hlekk á þessa grein var svo skelt fram sem einskonar sleggjudóm á allar umræður eða kanski gagnvart mér persónulega þá brá mér svolítið. Mér fanst lítið gert úr mínum reinsluheim og því sem ég var að ræða í einlægni á þeirri forsendu að ég væri „karl“. Þetta fynst mér barnalegt. Átti þá að hætta að ræða um það sem var verið að ræða um og færa umræðuna hingað? Hættum að tala um það hversvenga einhver hópur á Íslandi vil kalla einhvern hóp af femínistum á íslandi öfga femínista og tölum um hvort öll orðræðan hafi verið mansplaining?

  Hér er hlekkurinn ef einhver hefur áhuga á því að greina hvort ég hafi verið með yfirlýsingar eða einfaldlega verið að spyrja spurninga:
  http://www.facebook.com/notes/sveinbjörn-pálsson/öfgar/10151208097011275?comment_id=25834059&ref=notif&notif_t=like

  Eftir að hafa lesið þessa grein hér að ofan þá geri ég mér grein fyrir því að það er til hópur af fólki með ákveðna reinslu sem er þeirra eigin og það er alveg rétt að ég get ekki fullkomnlega skilið reinsluheim kvenna eða skilið tilfiningarnar sem keira áfram þeirra baráttu. Ég get samt rætt um femínisma og pólitík alment út frá minni reinslu og hef rétt á því, femínistar eru jú partur af mínu samfélagi alveg eins og ég er partur af þeirra. Ég get skilið að femínistar séu orðnir þreittir á því að heira karlmenn ræða um femínisma eins og þeir „skilji“ betur en konur. En það má samt ekki gera lítið úr því þegar fólk er að ræða saman og reina að skilja og fræðast, þegar maður veltir upp spurningum og sér persónulega lógík út frá eigin reinsluheim þá er maður að vera heiðalegur, það á ekki að vera ljótt að ræða lógík og persónulega sýn. Það er jú alveg eins að þið femínistar getið ekki skilið minn reinslum heim og mínar tilfiningar frekar en ég ykkar. Mig langar samt að vera vinir og lifa í sátt og samlyndi.

  Að því sögðu þá bið ég ykkur um að sýna mér þá virðinugu að slengja þessum „manskplaining“ frasa ekki framan í mig þegar ég er að ræða við mína jafningja á jafningjagrundvelli. Sleppið því frekar að taka þátt í umræðunni ef þíð hafið ekkert við hana að bæta vegna þess að þið eruð búinn að sjá hana svo oft áður og nennið ekki, það eru ekki allri búnir að taka þessa umræðu og það á öllum að vera frjálst að taka út sinn þroska og ræða hlutina út frá eigin raunveruleika. Ég hef lesið þessa grein hér fyrir ofan og skil hvað stendur í textanum, ég ætla að reina að útskýra ekki femínisma fyrir femínistum. Ég vona að þið skiljið líka að þetta er ekki viðeigandi alltaf þegar fólk er að spyrja spurning, færa lógík fyrir skoðunum á því samfélagi sem það er partur af. Það er mjög hallærislegt og barnalegt að búa til niðrandi orð sem gerir lítið úr allri orðræðu fólks af ákveðnu kyni. Það er eiginlega bara ofbeldi sem miðar að því að þagga ákveðin hóp.

  Eins vil ég benda á að myndin hér að ofan þar sem öllum karlmönnum sem opna á sér munnin er gert að vera „asshole“ finst mér mjög ósmekkleg.

  Með von um virðingu og vinsemd í framtíðinni.
  Ekki femínisti með skoðu á jafnréttismálum.

 31. Bakvísun: Knúz? | Forréttindafemínismi.com

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.