Minna af sálfræði – meira af hormónum!

Á dögunum var farin mótmælaganga transfólks í París, en þau eru að reyna að knýja fram breytingar á ferlinu sem þau þurfa að fara í gegnum til að geta látið leiðrétta kyn sitt. Fólk sem fæðist í röngum líkama þarf nefnilega að fara í gegnum nákvæmt sálfræðimat áður en grænt ljós er gefið á skurðaðgerðir og nafnbreytingu í þjóðskrá.

Krafa franskra transa er í grófum dráttum sú að losna undan kvöð um sálfræðimat og að ferli nafnbreytinga á skilríkjum verði einfaldað, verði sjálfsögð réttindi þeirra sem þess óska. Þau sem hafa farið í gegnum sálfræðimat vita að það getur tekið virkilega á. Spurningarnar eru mjög persónulegar og ágengar, í slíkri kortlagningu á persónuleika felst afhjúpun og margir upplifa það sem niðurlægingu.

Frönsku transarnir telja að ef yfirvöld ganga fram í að breyta lögunum og samþykkja að transar séu eðlilegt fólk sem geti tekið ákvarðanir um kyngervi sitt upp á eigin spýtur, muni samfélagið eiga auðveldara með að fara sömu leið. Þau eru sannfærð um að lög og reglur geti sett fordæmi, að lagalegt svigrúm leiði af sér samfélagslegt svigrúm.

Við leit á netinu að umfjöllun um baráttu transfólks hér á landi finnst ekki mikið af nýlegu efni. Þessi pistill eftir Önnu Jonnu Ármannsdóttur er frá 2009. Hún talar m.a. um þessi grundvallarréttindi að geta sjálfur ákveðið hvort ástæða sé til að fá leiðréttingu á kyni, sem hún kallar „sjálfskilgreinda kynhneigð og kynvitund“:

Sérhver hefur réttinn til viðurkenningar hvar sem er sem persóna að lögum. Persónur af ýmsum kynhneigðum og kynvitundum skulu njóta njóta rétthæfis á öllum sviðum lífsins. Sjálfskilgreind kynhnneigð og kynvitund hverrar manneskju er óaðskiljanlegur hluti af persónuleika hennar og eru alger grundvallaratriði sjálfsákvörðunar, göfgi og frelsi.

Anna Kristín Kristjánsdóttir er annar ötull baráttumaður transfólks á Íslandi og fjallar stundum um málefni transfólks á bloggi sínu. Hún sat til skamms tíma í stjórn evrópsku baráttusamtakanna Transgender Europe en situr nú í stjórn norræns tengslanets transfólks. Hún hefur að langmestu leyti sjálf kostað ferðir á ýmsar ráðstefnur og fleira því tengt, eins og kemur fram í þessum bloggpistli.

Einn pistill um transfólk hefur birst á knúzinu, vert er að minna á hann aftur.

Hafi lesendur fleiri ábendingar má gjarnan setja þær í athugasemdir og knúzið tæki pistlum frá innvígðu baráttufólki með gleði.

 

7 athugasemdir við “Minna af sálfræði – meira af hormónum!

 1. Ég styð baráttu transfólk algjörlega, en mig langar að fræðast aðeins um eitt. Borgar ríkið að einhverju leyti aðgerðirnar og ef svo er, er þá ekki smá skiljanlegt að fá fólk til að fara í sálfræði tíma? Auvitað ekki það rosalegan tíma að fólki líður illa eftir hann, það er auðvitað full gróft. Síðan ef að ríkið tekur engan þátt í niðurgreiðslu kynskiptingarinnar þá eiga þeir í raun og veru engan vegin að skipta sér að þessu, því þá kemur þetta ríkinu bara ekkert við.

  Ég er ekki meina þetta á slæman hátt á neinn hátt, og endilega fræðið mig, ég er opin fyrir öllum skoðunum (sem hægt er að rökstyðja) 🙂

  • Rökin gegn sálfræðimati fyrir kynleiðréttingu eru að það sé óþarft því fólk er fullfært um að ákveða sjálft hvernig það vill tjá kyngervi sitt. Ég sé ekki hvernig aðkoma Ríkisins að þessum ferlum breyti nokkru þar um.

  • Ég er ekki alveg klár á því hvort eða hversu mikið af þessu er niðurgreitt en mér finnst það ekki skipta máli varðandi sálfræðikröfuna.
   Annað hvort hefur ríkið ákveðið að niðurgreiða eða ekki. Annað hvort er ákveðið að fólk geti tekið þessar ákvarðanir sjálft, eða að ríkið þurfi að meta hvort um einhvers konar „kynvillu“ er að ræða, sem mér finnst óþolandi tilhugsun.

 2. Varðandi greiðslur á aðgerðinni, þá er aðgerðin sjálf og sjúkrahúslegan greidd af almannatryggingum sem og brjóstnám fyrir transmenn. Aðrar aðgerðir hafa ekki verið greiddar af hinu opinbera fram að þessu, þó þannig að á allrasíðustu árum hefur ríkið niðurgreitt skeggrótareyðingu.
  Lengi vel meðferðin hjá geðlæknum og sálfræðingum löng, ströng og niðurlægjandi og nokkur dæmi um tímabundna vistun á geðdeildum meðan á fyrstu rannsókn stóð. Ég veit um eitt dæmi slíks á Íslandi en það var löngu áður en farið var að vinna með þessi mál á Íslandi. Á síðustu árum hefur meðferðarferlið orðið mun einfaldara, lágmarksmeðferðartíminn verið styttur í 18 mánuði og allt ferlið gert einfaldara.
  Sjálf sé ég ekkert að einföldu ferli með aðkomu lækna eða sálfræðinga, ekki til að staðfesta neinn sjúkdóm, fremur til að staðfesta að viðkomandi manneskja sé heil á geði og sé fær um að fara í gegnum allt ferlið án þess að skaða sjálfa sig. Það á samt ekki að taka mörg ár eins og var reyndin með mörg okkar því við verðum venjulega miklu betri samfélagsþegnar eftir aðgerð en áður var.

  • Takk fyrir þetta Anna. Mér finnst 18 mánuðir of mikið en mér finnst sjálfsagt að sálfræðingur eða geðlæknir styðji fólk í gegnum ferlið. Tali við það um upplifunina og svo framvegis. Allt annað en að geðlæknir eða sálfræðingur getur í raun neitað manneskju um að komast í aðgerð.

   • Já, auðvitað er ekkert nema gott um það segja að fólk fái stuðning í gegnum ferlið. Vonandi er þróunin í þá átt sem víðast.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.