Bætum kynjafræðslu

Knúz.is hefur að undanförnu birt pistla frá nemendum í kynjafræði við Borgarholtsskóla, en á því námskeiði velta nemendur fyrir sér jafnrétti kynjanna í ólíkum myndum með aðstoð Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur kennara. Hér koma tveir í viðbót og við þökkum krökkunum í Borgó og Hönnu Björg kennara kærlega fyrir samstarfið. Það er svo gott og gleðilegt að sjá ungt fólk gera frábæra hluti. 

–Ritstjórn

 Pistill 1 – Höfundur óskar nafnleyndar.

Oft er sagt að unglingar nú til dags séu með svartan húmor og að þeim þyki klám eðlilegt. En spurningin er: Af hverju er þetta svona?

Hér auglýsa Britney Spears, Beyoncé og Pink ónefndan gosdrykk. Fengið að láni á cestquiquiestgros.com

Hver sem er getur nálgast klám einungis með því að skrifa „porn“ inn á google leitarsíðuna og þar kemur upp það grófasta sem til er í klámi. Krakkar fá líka mjög litla fræðslu um það hversu skaðlegt áhorf á klámi getur verið. Það er svo margt sem við áttum okkur ekki á, án þess að hafa séð eða lært um það. Ég sá t.d. ekkert athugavert við margar auglýsingar þar sem kynbundið ofbeldi var normalíserað fyrr en ég lærði um það í kynjafræði.
Mér fannst í raun eðlilegt að sjá konur hálfnaktar í kynæsandi stellingum að auglýsa bjór og bíla þegar ég var yngri og eflaust finnst flestum ungum framhaldsskólanemum það vera eðlilegt.
Ástæðan fyrir því er að þeir vita ekki betur og hafa séð svona auglýsingar svo oft vegna þess að þær hafa verið nornmalíseraðar af samfélaginu. Í svona tilfellum er ekki hægt að kenna stelpunum sjálfum um heldur samfélaginu sem þær hafa alist upp í. Þær eru fórnarlömb kynþokka- og klámvæðingar í samfélaginu. Þær hafa alist upp við að horfa á vinsæl tónlistarmyndbönd, m.a. með Jennifer Lopez, Britney Spears og Beyonce Knowles þar sem þær eru hálfnaktar og hlutgerðar en á sama tíma viðurkenndar og dýrkaðar af samfélaginu.
Stelpur fá ekki aðeins röng skilaboð um það hvernig þær eigi að haga sér heldur fá þær einnig ranghugmyndir um líkama sinn. Þeim finnst þær aldrei vera nógu grannar eða nógu flottar. Ég man eftir því í grunnskóla þegar ég fékk fyrirlestra um anorexíu og búlimíu og hversu slæm áhrif þessir sjúkdómar hafa á líkama okkar. Þegar ég hugsa til baka var aldrei rætt um það af hverju stelpur lenda í þessu, hver ástæðan fyrir því var, en útlitsdýrkun samfélagsins hefur átt stóran þátt í því að þessar stelpur geta ekki viðurkennt líkama sinn eða elskað hann eins og hann er.

Á grunnskólaaldri fá börn ýmiskonar fræðslu varðandi umferðarreglur og forvarnir sem tengjast áfengi, eiturlyfjum og tóbaksnotkun en enga kynjafræðslu sem getur komið í veg fyrir svo margt, s.s. klámáhorf  ungra drengja og neikvæðar afleiðingar þess sem hafa verið áberandi í samfélaginu upp á síðkastið. Kynjafræðsla getur einnig komið í veg fyrir kvenfyrirlitningu hjá ungum drengjum sem verður verri með tímanum.

Að mínu mati er fræðsla í grunnskólum mikilvæg vegna þess að það hefur sýnt sig vel að framhaldsskólanemar mættu hafa augun betur opin fyrir grundvallaratriðum kynjafræðslu. Gott dæmi um framhaldsskóla sem ættu að passa sig betur eru t.d. MS sem vakti mikla athygli með auglýsingu sinni á ’85- viku skólans. Nemandi í MA olli einnig hneyksli með því að tala niður til stúlkna á íþróttadegi skólans. Þar voru stúlkurnar niðurlægðar og kallaðar nöfnum bólfélaga sinna en ekki sínum eigin nöfnum.

Í 23. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla segir m.a. að:

Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi. Kennslu- og námsgögn skulu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað.

Þar er einnig kveðið á um að menntamálaráðuneytið skuli fylgjast með að jafnréttis kynjanna sé gætt í skóla- og uppeldisstarfi sem og í íþrótta- og tómstundastarfi.

Því miður hefur þessum lögum ekki verið framfylgt nægilega vel enda er kynjafræðsla alls ekki kennd í öllum grunnskólum og aðeins í örfáum framhaldsskólum. Þróunin er þó í rétta átt þar sem einhverjir framhaldsskólar eru að íhuga kynjafræðikennslu ásamt því að umræða um kynjamisrétti og umræða um efnið hefur aukist í samfélaginu.

Árshátíðarannáll Skólafélags Menntaskólans við Sund 2012

Pistill 2 – Höfundur: Thelma Lind


Ég held að allir geta verið sammála því að kynfræðsla í skólum sé engan veginn nógu góð miðað við þá þróun sem hefur átt sér stað í klámvæðingu samfélagsins. Klámvæðing byrjaði sem lítið vandamál sem hefur aukist með hverju árinu sem að líður.
Grunnskólakrakkar fá litla kynfræðslu og þeir taka ekki mikið mark á henni. Kynfræðsla talar einungis um hluti eins og blæðingar, samfarir og getnaðarvarnir. Það þyrfti að vera mun ítarlegri fræðsla í grunnskólum fyrir alla aldurshópa um afleiðingar klámvæðingarinnar. Hún er gríðarlega stórt vandamál og flestir vita að konur verða fyrir ofbeldi og niðurlæginu mun fremur en karlar sökum klámvæðingar. Þessu gerir fólk sér ekki grein fyrir án þess að fá fræðslu um þessi mál.
Strákar halda stundum að þeir „eigi að stjórna“ í öllu sem að þeir taka sér fyrir hendur. Klámvæðingin hefur t.d. mótað afstöðu þeirra til kynlífs því að strákar þekkja ekkert annað. Klám er sjaldan rætt opinskátt heima fyrri en strákar byrja oftast að horfa á klámefni á ungum aldri eða í kringum 12-13 ára. Það er því ekki skrítið að strákar haldi að kynlíf og klám sé það sama, en það er heilmikill munur þar á. Þeir þyrftu að fá fræðslu sem skýrði fyrir  þeim muninn.
Flestum þykir þægilegri tilhugsun að fá fræðslu um klám og afleiðingar þess t.d. í skólum af ókunnugri manneskju heldur en að foreldrar taki það að sér að tala við barn sitt um að það sem sé gert í klámi sé ekki sambærilegt við kynlíf í raunveruleikanum. Klámneysla getur haft þær afleiðingar að strákar meta stelpur ekki eins mikið og þeir ættu að gera. Klám sýnir mikla niðurlæginu í garð stelpna og oft er eins og það þurfi ekki að koma almennilega fram við þær.
Persónulega hef ég áhyggjur af þessu því ég á yngri bræður og vil ekki að þegar þeir hitti sínar fyrstu kærustur að þeir hafi allt aðrar væntingar en þær í kynlífi og að þeir komi illa fram við hana vegna klámsins. Ég myndi vilja sjá vitundarvakningu í skólum og að einhver snjöll og opin manneskja myndi taka það að sér að vera með fyrirlestur í skólum um klám og afleiðingar þess. Ég er viss um að foreldrar væru sammála þessu því þeim finnst ekki beint þæginlegt að ræða þessi mál við börnin sín.

 

Ein athugasemd við “Bætum kynjafræðslu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.