Klámvæðing jólanna

Frá ritstjórn: Það er kennd kynjafræði í fleiri framhaldsskólum en Borgarholtsskóla og nemendur Þórðar Kristinssonar í Kvennaskólanum í Reykjavík hafa líka verið að skrifa fyrir okkur.

 

Höf.: Sólrún Agla Bjargardóttir
Nú ganga jólin brátt í garð og fólk streymir í verslanir til að finna gjafir og fleira fyrir hátíðina. Í flestum verslunum óma jólalögin, gömul og ný, íslensk og erlend.

Lagið „All I Want For Christmas Is You“ með Mariah Carey kom fyrst út árið 1994 og varð strax gífurlega vinsælt. Það komst á topp tíu lista í Noregi, Bretlandi og öðrum löndum en gagnrýnendur töldu það vera eitt besta jólalag síðari ára. Mariah Carey gerði tónlistarmyndband við lagið sama ár og það kom út, en þar er hún klædd í rauðan snjógalla og er að leika sér í snjónum mest allt myndbandið. Jólasveininn kemur og bregður á leik með henni, þau knúsa hreindýr og guð má vita hvað. Semsagt tiltölulega saklaust myndband.

Í fyrra kom út nýtt tónlistarmyndband við lagið og þar syngur poppstjarnan Justin Bieber með henni. Myndböndin tvö eru sláandi ólík.

Mikið hefur verið rætt um klámvæðingu í samfélaginu okkar, sumir vilja meina að hún sé ekki til staðar á meðan að aðrir vilja meina að hún liti nánast allar auglýsingar, kvikmyndir og myndbönd sem hafa komið út síðustu ár. Fyrir þá sem vita ekki hvað klámvæðing er, þá má sjá hér fyrir neðan skilgreininguna á hugtakinu. Textinn er tekin frá orðabók jafnréttisstofu, jafnretti.is:

Klámvæðing (e. pornification)
Klámvæðing er hugtak sem notað er til að lýsa því þegar klám og vísanir í myndmál, táknmyndir og orðfæri kláms eru notaðar í okkar daglega umhverfi. Klámvæðingin birtist víða til dæmis í auglýsingum, tónlistarmyndböndum, kvikmyndum og tísku. Þetta hefur leitt til þess að klámfengið efni hefur orðið sýnilegt og smeygja sér inn í daglega líf. Smátt og smátt hefur þetta aukið umburðarlyndi almennings gagnvart slíku efni sem er orðið samþykkt og jafnvel dáð menningarlegt fyrirbæri.

Nýjasta myndband Mariah Carey er óbilandi sönnun þess að klámvæðing sé vissulega staðreynd.   Ekki er nóg með að Mariah hefur fækkað fötum allsvakalega heldur  er henni stillt upp sem sýningargrip við hvítan vegg og þar er hún nánast allt myndbandið. Hún skartar stuttu jólalegu pilsi og brjóstahaldara, ásamt svörtum leðurstígvélum. Hvað eftir annað stillir hún sér upp í heldur vafasamar stellingar, sem dæmi má nefna klassíska strippstellingu – rykkja höfðinu afturábak og sýna rassinn – sem verður helst fyrir valinu í þessari jólalagaklassík.

Í lokin fær hún þó að setjast upp í vagn og brosta ástúðlega til viðskiptavina Macy‘s, sem höfðu beðið fyrir utan búðarglugga allt myndbandið eftir gjöfum frá jólasveininum. Justin Bieber er táknmynd neytendavæðingarinnar, en í myndbandinu sést hvar hann gengur um búðina Macys og tínir Nintento-tölvur, strigaskó og fleira smálegt í búðarkörfuna.

Það er reyndar lítið reynt að fela það hvað Bieber vill raunverulega fá frá jólasveininum en þegar hann klárar titilsetninguna „All I Want For Christmas Is You“ bendir hann beint í myndavélina og næsta skot er einmitt af Nintendo tölvu.

Hvers vegna leikstýrendum myndbandsins fannst þeim þurfa að breyta Mariah á þennan hátt er stórfurðulegt. Skýringin á því er kannski sú að klámvæðingin er notuð til að selja flestallar vörur í dag, líka vörur sem hafa ekkert með klám að gera. Enn sem komið er hefur gamla myndbandið frá 1994 fleiri áhorf heldur en nýja og mun því undirrituð fagna því yfir hátíðirnar.

 

Hér er hægt að bera saman myndböndin:

http://www.youtube.com/watch?v=fGFNmEOntFA    – 2011

http://www.youtube.com/watch?v=yXQViqx6GMY 1994

23 athugasemdir við “Klámvæðing jólanna

 1. Mér finnst óhuggulegt hvað þú hefur mikla séfræðiþekkingu á klámi.
  „klassíska strippstellingu – rykkja höfðinu afturábak og sýna rassinn“
  Það mætti halda að talaðir sem fagmanneskja…

  En hvað þá með reiðstellinguna í Gangnam style dansinum? Er hún ekki argasti viðbjóður?

  Eru það fréttir að Mariah Carey geri út á kynþokka í myndböndum sínum? Nei, ekki frekar en að páfinn sé kaþólskur.
  Fegurð hefur alltaf verið söluvara. Ef þú ert ósammála skora ég á þig að leggja saman snyrtivörureikninginn þinn.

  Svo er eitthvað undarlegt við það hvernig þú sérð sjálkrafa eitthvað ljótt og óæskilegt við þessa hæfileikaríku (og kynþokkafullu) söngkonu. Getur verið að þú upplifir þetta kannski sem ógn vegna þess að þú telur þig ekki búa yfir samskonar hæfileikum (eða kynþokka) og ert þar af leiðandi afbrýðisöm? Vonandi ertu ekki með svo brotna sjálfsmynd.

  Ég skal samt taka heilshugar undir að hún hefði alveg mátt gera minna af því að snúa rassinum að myndavélinni.
  Ekki vegna þess að hann sé neitt ljótur nema síður sé, heldur er bara hallærislegt að ofgera flesta hluti.
  Sérstaklega þegar bloggarar gera það í tilgerðarhneysklan út af einhverju sem er ekki neitt.

  • Guðmundur þessi athugasemd þín er ótrúlega sorgleg.
   1. Því miður þekkja flestir þeir sem horfa á sjónvarp, bíómyndir, myndbönd flestar „klassíksar stripparastellingar“ mun betur en þeir vilja, það er hreinlega orðið ómögulegt að komast hjá slíku efni í dægurmenningu nútímans og því er lítið athugavert við þó að höfundur geri það.
   2. Þó höfundur vilji hér gagnrýna eitt myndband þarf hún ekki að skrifa um öll önnur myndbönd sem gerð hafa verið árið 2012.
   3. Það eru ekki fréttir að Mariah Carey geri út á kynþokka sinn en þó að eitthvað hafi „alltaf“ verið svona eða hinsegin þýðir ekki að það megi ekki gagnrýna það núna.
   4. Snyrtivörureikningur höfundar kemur þessu máli bara ekkert við!
   5. Það að gangrýna þá ímynd sem Mariah Carey hefur þýðir ekki að höfundur pistilsins sé afbrýðissöm út í hana. Mariah er mjög hæfileikarík söngkona og það er eðlilegt að spyrja af hverju það er ekki nóg? Af hverju þarf hún líka að vera hálfnakin í jólamyndbandi með unglingsstrák og sett fram á þann hátt að líkamlegt útlit hennar skipti meira máli en sönghæfileikar hennar?
   6. Þessi pistill er auk þess ekki bein gagnrýni á Mariah Carey heldur mikið frekar á afþreyingariðnaðinn í heild sinni. Lestu hann aftur ef þú ert ekki að ná því. Við vitum ekkert um það hver kom með hugmyndina að framsetningu myndbandsins en í raun skiptir það ekki máli, greinin snýst um að vekja athygli á því hve mikil áhrif klámvæðingin er að hafa á allt, meðal annars jólin.

  • Elsku Guðmundur, þetta komment hjá þér er það karlrembulegasta sem ég hef heyrt. Sólrún er flott stelpa með fínar pælingar og ég held að þú þyrftir að læra smá kynjafræði áður en þú ferð að tjá þig um svona. Gleðileg jól dúlla mín, vona að þú fáir kartöflu í skóinn 😉

 2. Albina þessi pistill er ótrúlega sorglegur, sem og tölusettar athugasemdir þínar:
  1. Talaðu fyrir sjálfa þig. Ég hef ekki hundsvit á klámstellingum eða annari kóreugrafíu.
  2. Nei þú þarft ekki að skrifa um þau öll. Þú ákvaðst einmitt sjálf að pikka eitt þeirra út sérstaklega og taka það fyrir.
  3. Ég var ekki að segja að það mætti ekki gagnrýna það. En fyrst þú finnur virkilega þörf hjá þér til að hnýta í það að sætar söngkonur dilli bossanum í tónlistarmyndböndumum, þá er vel hægt að láta sér detta í hug milljón önnur raunveruleg vandamál sem mætti vekja athygli á. Til dæmis hvernig verið er að innræta hjá ungum piltum þeirri hugmynd að ef eitthvað kvenlegt kemur þeim til kynferðislega þá hljóti það sjálkrafa að vera vont og óhreint.
  4. Þá hlýturðu að taka undir það sem ég var að segja: fegurð selur. Allavega reyndirðu ekki að hrekja það, og þú hefur ekki heldur afneitað því að eyða sjálf einhverjum fjármunum í að líta betur út en annars væri.
  5. Það er ágætt að þér finnst þú ekki þurfa að vera afbrýðisöm út í þá sem eru sætir, sexý, og kunna að syngja. Ég er sjálfur haldin þeim vanbúnaði að ég hefði ekkert á móti því að vera jafn hæfileikaríkur og María, eða jafn myndarlegur og Justin og njóta jafn mikillar kvenhylli og hann (þó aðeins hjá kvenfólki á mínum aldri).
  6. Það var engin að setja þetta jólalag í klámfengið samhengi fyrr en þú fórst að skrifa um það á þeim nótum. Hinsvegar tek ég heilshugar undir það mér að afþreyingariðnaðurinn er grunnhygginn og þar er margt sem mætti betur fara.

  Gleðileg jól.

  • Guðmundur það var ekki ég sem skrifaði upphaflega pistilinn og ég þekki manneskjuna sem gerði það ekki neitt bara svo það sé á hreinu. Mér fannst hann hins vegar ágætur og ég vil gjarnan hvetja ungt fólk og þá sérstaklega ungar konur til að tjá sig um svona hluti. Illa ígrundaðar athugasemdir eins og þínar eru til þess fallnar að hræða fólk frá því að ræða málin og ég vild þess vegna svara þér.
   Ég sagði að flestir þekki þessar klámfengnu stellingar ekki allir og það er gott ef þú hefur komist hjá því að þekkja þær, ég vildi að ég gæti sagt það sama. Fæstir femínistar halda því fram að kynferðislegir hlutir eða kvenlegir hlutir séu vondir og óhreinir. Femínistar eru almennt ekki á móti kynlífi, þeir eru á móti hlutgervingu og óréttlæti. Það er ekkert ljótt við að karlmönnum finnist konur kynferðslega æsandi og öfugt, það er smættun fólks og þá sérstaklega kvenna niður í yfirborðskennd kynferðisleg viðföng sem er það sem flestir femínistar eru að gagnrýna. Ég er alveg sammála því að fegurð selji en kynferðisleg hlutgerving og fegurð eru ekki það sama. Auk þess má vel gagnrýna að af hverju fegurð selur þó hún geri það.
   Ef þú horfir þessi tvö umræddu myndbönd (sem ég er búin að gera) þá er þar mjög greinileg áherslubreyting sem höfundur rekur til klámvæðingarinnar. Það getur vel verið að skýringin sé önnur en mér finnst þetta ágætlega rökstutt og er sammála ályktun höfundar. Þú hefur auðvitað fullan rétt á að vera ósammála en persónulegar árásir og athugasemdir um afbrýðissemi eru ekki málefnaleg gagnrýni.

   Gleðileg jól sömuleiðs.

 3. Mér finnst áhugavert að bera saman jólakjólana hennar í þessum myndböndum. Í því fyrra en hún í rauðum flaueliskjól sem berar ekkert (þó hálsmálið sé í víðara lagi miðað við veður). Kjóllinn er síðerma og hún í þykkum sokkabuxum. Þetta er sæt og skemmtileg útgáfa á hinum klassíska jólsveinabúningi handa sætri stelpu sem vill vera svolítið sexí. Sjáum svo kjólin í nýrra myndbandinu. Þar er elsku Mariah með berar axlir og heilmikla brjóstaskoru, kjóllinn nær varla niður fyrir rass og svo vantar hluta af honum yfir mittið. Myndatakan er líka allt öðruvísi, í seinna myndbandinu sjáum við ítrekað skot af lærum, rassi og skoru á meðan í því fyrra sjáum við hana leika sér við hundinn sinn og setja upp jólaskraut í stórri peysu sem virðist rosa þægileg. Þetta segir kannski ekki allt sem segja þarf um þá samfélagsþróun sem hefur átt sér stað á þessum 15 árum en þetta er allavegana áhugaverð pæling…

 4. Góð og þörf grein. Ég tók eftir þessu myndbandi í fyrra þegar því var deilt á Facebook.
  Mig langar til að benda á að JB er barnastjarna og t.d. á ég dóttur sem er 7 ára og heldur mikið upp á hann (ef ég mætti ráða væri önnur hetja hjá henni) síðan þá staðreynd að þegar þetta myndband er tekið upp þá er JB 17 ára gamall og MC er 42 ára (ef ég man rétt).
  Guðmundur: sambandi við Gangnam style þá er fyndið að sjá að hann er nánast sá eini sem er vel klæddur í því myndbandi (!). En jú það fær mann líka til að hugsa og hrökkva við þegar maður heyrir litla krakka, allt niðrí þriggja ára, syngja “ HEY sexy lady“.

 5. Guðmundur Ásgeirsson, ég skora á þig að taka aftur orð þín um að pistlahöfundur hljóti að „tala sem fagmanneskja“ vegna þess að hún hafi kynnt sér klámvæðingu. Hvers konar „fagmennsku“ hafðir þú í huga? Ein frægasta einkenni rökþrots er „ad hominem“ rökleysan, þegar fólk ræðst persónulega gegn höfundi texta frekar en að gagnrýna efni texta hans. Þetta er ekki beysið eða málflutningi þínum til framdráttar.

 6. Albina það er greinin sem var illa ígrunduð, og ég hef kirfilega rökstutt hvernig. Að svara því á móti með því að segja bara án rökstuðnings að gagnrýni á hana sé illa ígrunduð, er ekki beinlínis málefnalegt.

  Ég réðst ekki á neinn með neinu, heldur velti upp þeirri spurningu hvort um öfund gæti verið að ræða? Viðbrögðin fela í sér allt það svar sem ég þurfti við þeirri spurningu.

  Ég hinsvegar biðst velvirðingar á því að hafa ruglað þér saman við höfund greinarinnar. Það voru saklaus mistök af minni hálfu.

  En útskýrðu endilega fyrir mér eftirfarandi orð þín:

  – „Fæstir femínistar halda því fram að kynferðislegir hlutir eða kvenlegir hlutir séu vondir og óhreinir.“
  Í myndbandinu er bæði kynferðislegir og kvenlegir hlutir sem koma fyrir. Var ekki einmitt punkturinn með greininni sá að gagnrýna það? Eða hvernig á annars að skilja hana? Ekki var verið að kvarta undan lýsingu eða leikstjórn myndbandsins….

  – „Femínistar eru almennt ekki á móti kynlífi,“
  Nei, hafa bara engan áhuga á því. Sértu ósammála þá skulum við bara skella okkur á djammið í kvöld og spyrja alla femínista sem við hittum hvort þær séu til í tuskið, og könnum svo hver viðbrögðin verða. Ef það verður ekki búið að hella yfir mig bjór eða jafnvel lemja mig fyrir lokun skemmtistaða, þá vinnur þú veðmálið.

  – „þeir eru á móti hlutgervingu og óréttlæti.“
  Það er ég líka. Mestu hlutgervingar og óréttlæti mannkynssögunnar höfðu heldur ekkert með kynlíf að gera heldur fólk sem var drepið í massavís. Fyrir þá sem ætla að líkja þessu saman hef ég þrjú orð til aðvörunar: don’t go there.

  – „Það er ekkert ljótt við að karlmönnum finnist konur kynferðslega æsandi og öfugt“
  Nú??? Mér fannst Mariah vera dead sexy í þessu myndbandi.
  Samt gekk öll greinin út á það hver rangt það væri.
  Eitthvað passar ekki í rökum þínum…

  – „það er smættun fólks og þá sérstaklega kvenna niður í yfirborðskennd kynferðisleg viðföng sem er það sem flestir femínistar eru að gagnrýna.“
  Svona tal lætur þetta nú hljóma allt saman eins og um þrælahald og ánauð sé að ræða.
  Mariah Carey er moldrík, og hefur það sennilega miklu betra en bæði ég og þú.
  Hún væri það ekki nema vegna þess að hún selur bílfarma af plötum.
  Meðal annars með fegurðinni sem lekur af henni.
  Og varðandi hvort fegurð sé söluvara þá hefurðu enn ekki svarað um snyrtivörureikninginn þinn og þarft heldur ekki að gera það.

  Getur verið að það sem karlmenn sjá sem fallega konu (sem virkar þar af leiðandi kynæsandi á þá) sé einmitt þetta sem þið eruð sífellt að vísa til með tali um „kynferðisleg viðföng“ og „hlutgervingu“? Þegar ég horfi á Mariuh Carey dilla bossanum þá sé ég einmitt það: fallega konu sem er klædd og hreyfir sig á eggjandi hátt sem kemur mörgum til kynferðislega ef það fellur að þeirra smekk (já ótrúlegt karlmenn hafa fjölbreyttan smekk á það hvað er fallegt!). En boðskapurinn í greinni er einmitt sá að það sé allt saman svo rangt við þetta vegna þess að þá er ég að „hlutgera“ hana hvað svo sem það þýðir því ég lít aldrei á hana sem annað en konu sem er lifandi og skil því ekki þessar vísanir til dauðra hluta. Þegar sífellt dynur á manni áróður um að það sé vont og óhreint að hafa karlmannlegar kenndir og hrífast af fallegum konum sé eitthvað vont og óhreint. Hvernig á maður þá að bera sig að?

  Ef við gefum okkur að fullyrðing þín að femínistar hafi bara víst áhuga á kynlífi væri sönn. Hvar eru þær þá eiginlega?
  Hef nefnilega ekki hitt konu mjög lengi sem hefur sýnt neinn áhuga á slíku, hvorki femínista né aðra. Þið eruð hinsvegar voðalega sætar í röddini í símanum og jafnvel búnar að klæða ykkur í sparidressið þegar maður mætir á staðinn ef ykkur vantar hjálp með eitthvað (bara ef það er eitthvað annað en að dansa láréttan mambó). Þetta er óskiljanlegur heimur sem þið femínistarnir virðist vilja skapa, þar sem það er allt í lagi að hafa áhuga á kynlífi, en bannað að láta það í ljós eða ásælast slíkt, því þá er maður alltaf að hlutgera einhverja helvítis staðalímynd sem maður kann ekki einu sinni skil á sjálfur, hvað þá að maður hafi hugmynd um hvernig maður fer að því að gera það. Ég gefst upp, og óska komandi kynslóðum femínista velfarnaðar í yfirvofandi útdauða sínum. (Þ.e. þeim sem muna enn hvernig börn eru búin til.)

  P.S. Ég vil frekar vera gamaldags en veruleikafirrtur. Og endilega brennið mig nú á ykkar femínistbáli ef það stoðar.

 7. Má tala á niðrandi hátt um þessa blessuðu söngkonu en ekki pistlahöfundin? Þau eiga það jafn lítið skilið.

  Þessi kynþokkafulla og hæfileikaríka kona á fullan rétt á að klæðast því sem hún vill og finnst mér sorglegt að sjá endalaust af svona „árásum“ á kvenmenn.

 8. Ég skil ekki og mun aldrei skilja auglýsingar og auglýsinga-sálfræði. Þegar ég sé auglýsingu sem notar „sexy“ eða „kynæsandi“ konur til að selja eitthvað sem hefur ekkert með kynlegar konur að gera, þá móðgast ég. Það er eins og mikið af fólki sem vinnur í auglýsingum heldur að ég sé bara gredda í mans-mynd, tilbúinn að gera hvað sem er bara með því að kitla í frumstæðasta partin af heilanum mínum.

  Annars þegar það kemur að þessu í daglegu lífi þá velti ég því fyrir mér hvort þetta sé partur af náttúrulegri þróun, þar sem kynlíf og allt sem því fylgir er að verða minna og minna „taboo“ málefni í samfélaginu eftir því sem við verðum frjálslegri og meira „libo“. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að klám og kynlíf eru ekki það sama en ég held því fram að það sé tenginn á milli þessa hluta (augljóslega).

  Svo er ég líka að pæla í skilgreiningum. Er allt sem vekur kynferðislega hugsun klám? Hefur manneksja alltaf rétt til að „flagsa sínu fagrasta“ eða eru aðstæður þar sem það er einfaldlega óviðeigandi (ég tel svo) og hvernig komum við í veg fyrir að fólk geri óviðeigandi hluti án þess að skerða á tjáningar-réttindi. Er mismunur á því sem okkur finnst virðulegt og óvirðulegt (örruglega)?

  Við viljum ekki sýna slæmt fordæmi þ.e.a.s halda útlitsdýrkun, yfirborðskend og van-virðing í garð kvennfólks sem góðum gildum fyrir fólk á meðan við hunsun önnur (betri) gildi svo sem gáfur, kærleik, jafnrétti og sköpunargáfu. Það er það sem ég geri ráð fyrir að feministar hafi áhyggjur af þegar það er talað um klámvæðingu og eg er sammála því.

  En það er einn partur sem ég mun ekki neita (og nú get ég aðeins tala fyrir mína eigin hönd) og það er að ég er líffræðilega hlyntur ákveðnari ímynd af fegurð. Skilgreining á fegurð fer mismunandi frá manni til mans en ég efast að það sé nokkur manneskja sem getur neitað þessari tilhneiningu. Allir velja fegurð yfir „ekki“ fegurð. Ég nefni það til að minna á að útlitsdýrkun og yfirborðskennd rís út frá líffræðilegum hvötum.

  Hvað finnst ykkur? Er eitthvað vit í þessu eða er ég bara að bulla?

 9. Ég held að þessi umræða sé á villigötum. Fyrir það fyrsta þá ber að spyrja af hverju svo margar konur velja að nota sex appeal í sínum tónlistarflutningi, þær eru alls ekki neyddar til þess þannig að af hverju eru konur ekki að spyrja sig hvort ekki sé komin tími til þess að leggja þetta gamla vopn frá sér, klæðast bara gallabuxum og krumpuðum jökkum og einbeita sér að tónlistinni eins og aðrir tónlistarmenn ? Heimurinn er fullur af kventónlistarmönnum sem gera þetta ekki og Það er enginn að pína neinn til þess að gera þetta svona. Nú, fólk hefur áhyggjur af því að í myndbandinu sé verið að klámvæða Mariu Carey, það ég fæ reyndar ekki séð ef mið er tekið af framkomu kvenna í tónlist kannski undanfarinna 50 ára.

  Hitt er annað mál að Carey hóf sinn feril með því að taka saman við og síðar giftast forstjóra Sony Music Entertainment sem var 20 árum eldri en hún og entist það hjónabandið rétt nógu lengi til þess að gera hana fræga, það var bara PURA útreiknað. Þetta hefur mér alltaf þótt mjög sleasy, því þrátt fyrir að vera fín söngkona þá var hún á þeim tíma bara dropi úr hafi söngvara sem voru tiltölulega karakterlausar eftirapannir af Whitney Houston. Hún hefði ekkert endilega komist áfram nema með aðstoð þessa Sony forstjóra. Þetta er gagnrýnisvert út frá kynjafræði og ættu konur að hugleiða þessa hlutverkaánauð sem þær allt of margar, kjósa að nýta sér til hins ýtrasta, án þess að neinn krefji þær um það. Nóg er af konum sem hafa snúið þessari þróun við og standa sig á við hvern annan, því miður eru alltaf innan um þær sem velja gömlu leiðina.

  Að þessu sögðu þá held ég að hér sé höfundur pistilsins vel meinandi, að velta fyrir sér óeðlilegri dýpt neikvæðra kynjahlutverka en flokki þetta myndband ranglega undir klámvæðingu. Þetta er ekki klámvæðing en þetta er ekkert síður alvarlegt mál. Það er afskaplega lítið ef nokkuð samband milli tónlistarsköpunar og kynhegðunnar og ef tónlist er sett fram í þessum pakkningum þá þykir mér það persónulega lélegt en það er bara mitt álit og hefur ekki mikið vægi held ég. En það er kvenna að snúa þessari þróun við og vil ég persónulega hvetja ungar konur til þess að nota ekki þetta gamla vopn ‘SEX’, hvorki í tónlist né á neinum vettvangi. Þið þurfið ekki á því að halda! Ef það verður til þess að þið verðið ekki næsta Maria Carey fyrir vikið, þá allavega hafið þið lagt ykkar að mörkum til þess að brjóta upp aldagamalt ógeðslegt kerfi sem allir tapa á.

  • Gunnar, sagan sem þú segir af framabraut Mariuh er forvitnileg, og svo sannarlega sleazy eins og þú segir. Hún er samt góð söngkona og ég hef haft gaman af að HLUSTA á hana syngja (horfi hinsvegar sjaldan á popptónlistarmyndbönd). Það er einmitt lélegt ef listamaður hefur ekki meiri trú á hæfileikum sínum en að þurfa að nota eitthvað „gimmick“ til að selja þá, til dæmis kynþokka. Þetta er heldur alls ekki bundið við konur, svo við hljótum að geta aðskilið það frá þessari femínistabulli sem hér tröllríður öllu og kæfir niður gáfulega umræðu.

   Ég er mótfallinn þessu „sleaziness“ og að lélegri söluvöru sé pakkað inn í kynferðislegar umbúðir af sömu ástæðum: það geta ekki allir keppt við fólk eins og Mariu Carey, Justin Bieber, Pál Óskar, Þórunni Antoníu, eða einhvern af þessu fallega fólki, ef það er keppni sem snýst um kynþokka. Að einhver fái forskot í bransanum út á slíkt (eða í hverri annari atvinnugrein ef því er að skipta) er auðvitað mjög ósanngjarnt gagnvart þeim sem ekki hafa útlitið með sér og þess vegna er eðlilegt að þær skuli vera bitrar út af því. Þetta er alls ekkert síður ósanngjarnt gagnvart okkur karlmönnunum. Ég hef til dæmis aldrei um ævina átt þess kost að fá plötusamning (eða einhverja aðra eftirsóknarverða vinnu) með því að sofa hjá forstjóra fyrirtækisins. Augljóslega virkar þetta ekki fyrir mig ef forstjórinn er karl, en konur eru færri í slíkum stöðum og oftast giftar nú þegar, svo ekki virkar það fyrir mig heldur sem hef mikla andúð á framhjáhaldi.

   Skora á ykkur að googla Eric Prydz – Call on Me og horfa á það myndband ef þið hafið ekki gert það nú þegar. Takið sérstaklega eftir því að þar er ekki meiri nekt á ferðinni heldur en er fullkomlega eðlileg í kringumstæðunum (eróbikk). Samt er myndefnið 1000% meira kynferðislegt en í myndbandi Mariuh Carey og það heldur áfram að vera það nánast hverja einustu sekúndu myndbandsins en ekki bara í nokkrum stuttum myndskeiðum. Það væri miklu meira varið í að sjá almennilega greiningu femínistapenna á því myndbandi, þar sem konur eru að stunda líkamsrækt. Vegna þess að ég held að menn gætu lent í vandræðum með að gagnrýna það fyrir neitt, nema þá helst „karlpunginn“ í myndbandinu sem er svo upptekinn af því að góna á rassana á konunum, enda nær hann fyrir vikið engum árangri í leikfiminni.

   • Já þetta er hárrétt hjá þér Guðmundur!

    Ég vil að litla frænka mín horfi stolt á þetta myndband!
    Ég vil að hún biðji mig um svona búning fyrir næsta grímuball!
    Svo segi ég við hana..dillaðu rassinum eins mikið og þú getur…það kemur þér á framfæri.
    Svo ..af þvi hún elskar Justin Bieber svo heitt..þá segi ég líka við hana „sjáðu..ef þú sýnir af þér
    kynþokka þá er líklegra að þú endir með draumaprinsinum í gullvagni“.

    Því auðvitað á þetta myndband að höfða frekar til ungra stúlkna. Call on me er sóðalegt klám fyrir eldra fólk.
    Þetta er svona just right myndband.. byrja snemma Guðmundur 😉 😉

 10. Nú vil ég svo sem ekki staðhæfa algerlega með Mariu Carey en þetta var alltaf orðið á götunni. Tónlistarbransinn er víða sorglegur og sums staðar eiga skilin milli vændis og tónlistarbransa það til að verða óljós. Ég hef rekist á ýmis dæmi þess að söngkonur séu vændiskonur. Sumir skemmtistaðir sem bjóða upp á lifandi tónlist erlendis eru einnig vændishús. Þá liggur bara beinast við að ráða vændiskonu sem er einnig söngkona. Nú er það ekki meiningin að skilja fólk eftir í kúltúrsjokki en þetta er bara veruleiki víða. Það sem við verðum síðan vitni að hjá Madonnu og fleiri artistum er ekki raunveruleg þróun til hins verra nema þá kannski er hér götumenningin að gægjast meira upp á yfirborðið.

  Vandamálið kemur því ekki ofan frá heldur er gjörvöll menningin afstillt og í ójafnvægi. Annars vegar eru konur sem velja sér þessa braut og hins vegar karlar sem láta sér þetta kerfi vel líka. En það sem skiptir mestu máli er að konur vakni til vitundar um að taka ekki þátt í þessu. Ég sé marga femínista dásama Madonnu sem dæmi sem fyrir mér er hreint hörmulegur músíkant, allt sem hún hefur gert hefur hún apað upp eftir öðrum, skreytt það síðan með yfirdrifnu kynferðislegu bulli sem jafnast á við strip. En meðan konur vilja halda í þetta, þá er vandinn til staðar. Á meðan þetta er svona þá eru konur sem ekki eru með kynbombu lúkkið ekki að koma fram á sjónarsviðið þrátt fyrir að hafa tónlistarlega allt til þess að bera, þetta er mjög mjög sorglegt fyrir allar tónlistarkonur.

 11. Ég vil þakka fyrir vel ágætan pistil, það er nokkuð áhugavert að sjá breytinguna frá fyrsta myndbandinu til hins síðara. Mér þykir afspyrnu leiðinlegt að sjá hvort um sig neysluhyggjuna sem veður uppi í nýrra myndbandinu, og alveg jafn dapurlegt að sýna kynverund kvenna sem söluvöru, eins og höfundur bendir á í greininni. Sjálfsvera okkar er svo margfalt meira, mun fljölbreyttari, skemmtilegir og fyrst og fremst; á okkar eigin forsendum og helst til ekki annara. Alveg eins og hjá karlmönnum. Frábært að velta upp umræðu um þetta, og að sjá þá vinkla sem koma upp:) Takk fyrir!

 12. Ég held að greinarhöfundur sé ekki alveg með það á hreinu hvað klám er. Á wikipediu segir: „pornography involves the depiction of acts in a sensational manner, with the entire focus on the physical act, so as to arouse quick intense reactions.“ Þannig að klámvæðing, eins og það orð er skilgreint, er þá þegar verið er að vísa í þá gjörð að stunda kynlíf. Hvernig þetta myndband vísar í „myndmál, táknmyndir og orðfæri“ kynlífsathafna er mér algjörlega hulið.

  Mér dettur einna helst í hug að höfundur líti svo á að léttklæddar og fallegar konur á mynd sé klám, jafnvel þótt konan sé ekki að gera klámfengnar hreyfingar eða tala dónalega, eða vísa í kynlíf á annan hátt en að snúa rassinum að myndavélinni stöku sinnum. Einhvernvegin verður hún að snúa konan, ef hún hefði snúið fram þá hefði athugasemdin eflaust verið um lögulegan barm hennar. Ef þetta er málflutningurinn þá heldur hann engu vatni. Hvað með Venus de Milo? Hún er jafnvel enn léttklæddari, berbrjósta. Og hún hreyfir sig álíka mikið og Mariah Carey gerir í þessu myndbandi. Er Venus klám að mati greinarhöfundar?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.