Simone de Beauvoir Egyptalands

Höfundur: Sigríður Þorgeirsdóttir

Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur heldur úti skemmtilegu jóladagatali á þessari aðventu. Þar hafa femínískir heimspekingar birst ein og ein hvern dag eins og jólasveinarnir. Ein þeirra kvenna sem Sigríður hefur kynnt með þessum nýstárlega hætti í jóladagatalinu er egypska baráttukonan Nawal El Saadawi, sem kom hingað til lands í fyrra. Hér birtist pistill hennar um El Saadawi.

Myndin er fengin að láni hjá Independent UK

Konur tóku með körlum þátt í byltingunum sem kenndar eru við arabíska vorið árið 2010-2011. Í þeirra hópi var rithöfundurinn, læknirinn og femínistinn Nawal El Saadawi sem stundum hefur verið kölluð Simone de Beauvoir Egyptalands. Þrátt fyrir að vera komin um áttrætt lét hún ekki sitt eftir liggja í mótmælunum á Tahrir-torginu. Það er skömm að konur hafa ekki tekið þátt í endurskipulagningu samfélaganna eftir arabíska vorið líkt og þær tóku þátt í byltingunum en afar fáar konur tóku t.d. þátt í að semja nýja stjórnarskrá fyrir Egyptaland.

El Sadaawi hefur lifað tímana tvenna. Hún þurfti snemma að sjá systkinum sínum farborða en lærði jafnframt til læknis og rann til rifja bágt heilsufar kvenna. Bók hennar „Konur og kynlíf“ sem kom út árið 1972 fjallar m.a. um tengsl hefða og kynbundins ofbeldis og einnig um kynfæralimlestingar, sem El Saadawi hefur barist gegn frá unga aldri. Bókin varð mikilvæg fyrir aðra bylgju femínsimans líkt og bók hennar um „Hulið andlit Evu“ sem er innblásinn og jafnframt fræðilegur texti um samband kúgandi áhrifa hefða og trúarbragða fyrir konur.

El Sadaawi mátti sæta pólitískum ofsóknum, m.a. af hálfu islamskra bókstafstrúarmanna eftir útgáfu þessara bóka og sat um tíma í fangelsi. Árið 1988 neyddist hún til að flýja heimaland sitt og kenndi hún við ýmsa háskóla næstu ár, einkum í Bandaríkjunum. Hún sneri aftur til Egyptalands árið 1996.

Það er byltingarkennt fyrir ríki hugsunar hvað kynlíf hefur verið mikið umfjöllunarefni heimspekinga á 20. öld. Sigmund Freud beindi ljósi sálgreiningarvísinda á kynlífið. Titillinn á verki Simone de Beauvoir „Le Deuxième Sexe“ er tvíræður vegna þess að „sexe“ merkir í senn kyn og kynlíf. Michel Foucault sýndi með heimspeki sinni fram á samband hugmynda um kynlíf, samfélags og menningar. El Sadaawi leitast við að varpa sama ljósi á eigin menningu, að innleiða kynlífs-upplýsingu þar sem fáfræði og bæling ríkja.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.