Stutt hugleiðing út frá Intercourse eftir Andreu Dworkin

Þegar ég var um það bil 10-11 ára var einu sinni tími í svokallaðri „kynfræðslu“. Ég man að einhver strákur í bekknum tók til máls og hóf það á orðunum „þegar maður nauðgar konu“. Og ég man líka að hann meinti kynlíf, samfarir – ekki nauðgun. Ég man líka að kynlíf var einhvern tíma kallað „að gera ljótt“.

Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var að lesa sígilda bók Andreu Dworkin, Intercourse, frá 1987. Bókin er reyndar nokkuð fræg, sérstaklega fyrir að halda fram kenningu sem hún gerir ekki, nefnilega þeirri að kynlíf karls og konu, með typpi í píku, sé alltaf nauðgun. Það sem hún hinsvegar gerir er að leita í heimsbókmenntir til að sýna fram á að hefðbundin viðmið um slíkt kynlíf feli í sér ójöfnuð, valdamun, yfirráð karlsins og „sigur“ hans á konunni, innrás í líkama hennar. Hún lítur vissulega á kynlíf sem einskonar grunnpunkt. Þar sé ójöfnuður kynjanna framleiddur (og endurframleiddur) í sinni tærustu mynd, þar sem hlutverk kynjanna eru staðfest: karlinn er sá sem ríður, konan er sú sem er riðið. Hún tengir viðbjóðinn sem ríkt hefur gegnum aldirnar, og boð og bönn við kynlífi homma, við kynhlutverk: það að vera riðið er ekki karlmannlegt heldur kvenlegt. Ef karlar taka sér kvenhlutverk grefur það undan almennu valdi karla yfir konum.

Dworkin fer víða í bók sinni og það skiptast á lýsingar og túlkanir á Biblíunni, lagatextum, leiðbeiningarritum fyrir konur eftir karla, klámi og sígildum karlabókmenntum. Hún tekur meðal annars fyrir Kreuzer-sónötu Tolstoys, sögur eftir Kobo Abe, leikrit Tennessee Williams, Another Country eftir James Baldwin, Frú Bovary eftir Flaubert, Dracula eftir Bram Stoker, Satan in Coray eftir Isaac Bashevis Singer og líf Jóhönnu af Örk. Dworkin dregur fram viðhorf þessara karla sjálfra til kynlífs og kvenna og veltir upp áleitnum spurningum sem liggja venjulega í þagnargildi. Við ímyndum okkur til dæmis að kynlíf sé einkamál, persónulegt, og komi hinum stærri veruleika og samfélagi ekki við.

Current dogma is to teach by rote that sex is “healthy” as if it existed outside social relations, as if it had no ties to anything mean or lowdown, to history, to power, to the dispossession of women from freedom. (218)

En Dworkin er á öðru máli:

The political meaning of intercourse for women is the fundamental question of feminism and freedom: can an occupied people – physically occupied inside, internally invaded – be free; can those with a metaphysically compromised privacy have self-determination; can those without a biologically based physical integrity have self-respect? (156)

Slóvenski spekingurinn Slavoj Zizek hefur kynnt marga fyrir þeirri hugmynd að eitthvað „ljótt“ eða „ógeðslegt“ sé við allar nautnir. Dworkin bendir á hvernig ríðing er í hefðbundnu tali „ljót“ eða „skítug“ athöfn (dirty) sem hún tengir við það að konan sé talin skítug. Fyrir Dworkin stafar hefðbundin kynlífsnautn af niðurlægingunni, valdamismuninum, því að konan er smættuð í dauðan hlut, og því að konan er skítug. Og hún spyr:

with women not dirty, with sex not dirty, could men fuck? (218)

Mér finnst áhugavert að karlspekingar eins og Zizek (og ótal fleiri) lýsa kynlífi oft sem nauðsynlega einhverju „skítugu“ ef það á að vera nautn í því, þeir viðurkenna jafnvel að þeir þurfi valdaójöfnuð til að „ná honum upp“. Og konur eru ekki undanskildar, eins og vinsældir 50 grárra skugga bera vitni um. Enda alast þær upp við sömu hugmyndir og karlar. Mér þætti áhugavert að vita hvað Zizek hefði að segja um kynlíf ef staða kynjanna væri jöfn, og kynlíf væri þar af leiðandi ekki „skítugt“. Dworkin skrifar sjálf:

But for sex not to mean dirt – for sex not to be dirty – the status of women would have to change radically; there would have to be equality without equivocation or qualification, social equality for all women, not personal exemptions from insult for some women in some circumstances. (218)

En þrátt fyrir þessa dökku sýn á ríðingar fyrir kvenlega tilvist segir hún í viðtali sem tekið var nokkru eftir útgáfu bókarinnar:

I think both intercourse and sexual pleasure can and will survive equality.

9 athugasemdir við “Stutt hugleiðing út frá Intercourse eftir Andreu Dworkin

 1. Þetta er vafalaust forvitnileg bók, þó hún komist ekki fyrir í staflanum á náttborðinu eins og er! Dworkin var auðvitað ansi herská og pólariserandi í sínum boðskap, hafi ég skilið söguna rétt. Sumir myndu kalla hana öfgafeminista, ef það hugtak er á annað borð viðurkennt! 🙂

  Er það réttur skilningur á boðskap bókarinnar að við karlmenn getum ekki átt „vaginal intercourse“ við konu án þess að um sé að ræða innrás og beina og óbeina kúgun og drottnun? (Nema mögulega í óræðri framtíð þegar og ef feðraveldi er liðið undir lok?)

 2. Hjúkk, lokasetningin bjargar öllu! Mjög áhugavert, ég sé sterkar mögulegar tengingar við þau óumdeilanlega skítugu mál sem hafa komið upp í kringum valdamikla pólitíkusa í Frakklandi undanfarið og sem „allir“, konur og karlar í pólitíkinni þögðu um og leyfðu að viðgangast ótrúlega lengi. Það er nefnilega ekki bara mál Strauss-Kahn, heldur eru mun fleiri mál í rannsókn. Eru skítamál á einhvern hátt nauðsynlegur eða eðlilegur hluti af „leiknum“ (valdataflinu/pólitíkinni)?

 3. „Hún tengir viðbjóðinn sem ríkt hefur gegnum aldirnar, og boð og bönn við kynlífi homma, við kynhlutverk: það að vera riðið er ekki karlmannlegt heldur kvenlegt. Ef karlar taka sér kvenhlutverk grefur það undan almennu valdi karla yfir konum“

  Afhverju var þá lesbíum mismunað á við samkynhneigða karla? Er það bara yfirráð ef það er einhver innsetning? Er kona að brjóta á sér ef maður notar dildó eða er það bara ef það er kynlíf á milli tveggja samþykkra aðila? Hvernig stundar maður kynlíf í hefðbundnum skilningi án þess að gera „innrás?“

 4. „casgrave“ – hún vitnar t.d. í Biblíuna og þar segir: „Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð.““ (Ekkert um lesbíur hér.)

  • Það svarar ekki alveg spurningunni. Minnir ekki að allir séu kristnir eða hafa komist í samband við þessa hugmynd einungis út frá trúarritum. Enda er mest af því í þessum apparötum en hvernig getur hún (Dworkin) sagt að þetta sé þvermennsk hugmynd að undiroka konur í gegnum kynlíf? Að kynlífið „sjálft“ út frá öllum möguleikum um breytileika og ást sé alltaf „violation“ þangað til „einhvað“ breytist. Hvernig komumst við að því þegar kynlíf hættir að vera „nauðgun/violaton“ gerist það allt í einu eða hafa sum samfélög náð því stigi?

   „Only when manhood is dead – and it will perish when ravaged femininity no longer sustains it – only then will we know what it is to be free.“
   Andrea Dworkin

 5. Ég held að í kynjafræði og umfjöllun um hana verði að fara að greina að fantasíur lesbía um karlalausan heim og beina og óbeina rökstuðning fyrir að útrýmingu karlmanna — konur sem hata karla — og svo aftur kenningar og fræði þeirra sem gera sér grein fyrir að velgengi mannkyns um aldir alda byggist þrátt fyrir allt á samhygð, ást og kærleika para, foreldra, fjölskyldna og gagnkvæmri samfélagslegri ábyrgð — og kynlífi ástfanginna einstaklinga sem njóta að hinn njóti þess, sem þannig eflir samstöðu þeirr og samhygð sem foreldra og/eða pars. AÐ farsæl sambúð er aldrei nauðug af hálfu annars eða einhvers aðila hennar — og farsæl sambönd eru ferkar regla en undantekning.

  Sá sem ber á borð teksta eins og þessa grein getur ekki hafa kynnst alvöru ást og alvöru sambandi eins og flest fólk ber gæfa til að njóta.

 6. Orð Dworkins veita okkur innsýn inn í einhverja þá hryllilegustu dystópíu sem fyrirfinnst. Konan er fangi síns eigin móðurlífs; kynfæra sem hún hræðist og fyrirlítur vegna þess hversu opin þau eru fyrir innrás limsins. Sæðið er viðurstyggð síendurtekinnar nauðgunar. Umskurður í æðra veldi gæti ekki náð að frelsa hana frá líffræðilegri hindrun sinni. Hún er fordæmd vera sem leitar frelsis og tilgangs í því sem er andsnúið líkama hennar. Hjóli sköpunarkraftsins er snúið við og í stað fæðingar uppsker hún niðurlægingu og dauða. Nýtt litróf verður til; dökkgrár bogi yfir skítugum líkömum okkar. En þá tilfinningu upplifir kona sem hefur verið nauðgað. Hjá Dvorkin verður sú sára, persónulega reynsla að almennri reglu í samskiptum kynjanna. Sé gengið út frá þeirri reglu þá hljóðnar dansinn, og gítarar sem enduróma blæbrigði mennskunnar í botni sínum, sleppa myrkrinu lausu.

  • Góður texti hjá þér Sveinbjörn Halldórsson.
   Andrea Dworkin var mjög illa farin eftir samband sitt við hollenskan mann 1971, og stundaði vændi en lýsti sig svo árið 1972 opinberlega lesbíu, hvort sem svo kom á undan að hún í raun gat ekki hugsað sér ást og kynlíf með körlum eða að þessi maður fór svona illa með hana.
   Eftir það (1974) kynntist Andrea Dworkin John Stoltenberg sem var og er yfirlýstur hommi og femínisti, en saman urðu þau samt lífsförunautar í yfir 30 ár þar til hún lést árið 2005.
   En eins og ég sagði hér aðeins ofar er löngu kominn tími til að fantasíur róttækra lesbía um að þær einar fái notið allra kvenna og að karlmönnum verði útrýmt, séu einfaldelga skoðaðar sem fantasíur — mis myrkar — í því ljósi að þær þetta eru fantasíur (en í engri merkingu fræðiriti) lesbía sem vilja heim án karla og hafa ekkert til að bera til að meta eða að ráðleggja konum fyrir sambönd gagnkynhneigðra kvenna við gagnkynhneigða karla — eða neina reynslu sem er yfirfæranleg á allan almenning um hvað felst í slíku sambandi og kynlífi hvorki í svefnherberginu eða á stóra mælikvarða menningarinnar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.