Fáðu já – viðbrögð frá nemendum

Höf.: Margrét Erla Þórsdóttir og Silja Jónsdóttir, 9. bekk í Laugalækjarskóla

 

Áður en við sáum Fáðu já var danskt, teiknað myndband frá 1980 eina kynfræðslumyndbandið sem við höfðum séð.

Eins og það var spennandi að fylgjast með þessum teiknifígúrum prófa sig áfram í kynlífi, á meðan vélræn rödd útskýrir það sem er í gangi, þá fengum við kannski ekki nægar upplýsingar út úr því. Það var ómögulegt að tengja þessar persónur við raunveruleikann, og því kom þetta allt frekar út eins og eitthvað grín. Auk þess var ekki fjallað neitt um kynferðislegt ofbeldi.

„Að segja nei“ er líka brýnt fyrir manni fram og aftur í örugglega öllum kynfræðslumyndböndum sem gefin hafa verið út. En þessi mynd lagði áherslu á annað líka. Hvað ef maður segir ekki neitt? Hvað þýðir það? Eða „ég veit ekki“? Og ef maður segir ekki nei, þýðir það þá já? Nei! Það að segja ekki nei og að segja já er nefnilega alls, alls, alls ekki sami hluturinn!

 

 

Strax frá byrjun vakti Fáðu já athygli okkar og hélt henni þangað til í lokin. Hún var bæði létt og skemmtileg, líka mjög áhugaverð en á tímum jafnvel örlítið ógnvekjandi og óþægileg að horfa á. En við teljum það alls ekki vera galla við myndina, heldur nauðsynlegt, því við erum vissar um að við munum t.d. aldrei gleyma atriðinu með gráðostinn – og ef unglingar muna eftir þessu atriði, þá eru þeir strax mun ólíklegri til að þvinga aðrar manneskjur út í eitthvað sem þær vilja ekki gera.

Einhverjir telja myndina vera of grófa, en við teljum svo ekki vera, þó að það sé kannski bara persónulegt mat. Fáðu já snýst líka um grófa hluti og það væri hálf fáránlegt að reyna að berjast gegn klámvæðingu og kynferðisbrotum án þess að sýna afleiðingar þeirra.

Eftir að við kláruðum myndbandið rann upp fyrir okkur að við vissum mun minna um allt þetta en við héldum! Þegar helstu heimildir manns eru líka úr bandarískum sjónvarpsþáttum eða úr spjalli milli vina er mjög líklegt að margt af því sem við heyrum séu ósannindi eða jafnvel ýkjusögur.

Okkur fannst myndin mjög mikilvæg fyrir alla unglinga að sjá, af því að unglingar taka betur eftir þegar fræðslumyndir eru settar fram á nútímalegan hátt sem höfðar til þeirra. Hún  gefur unglingum tækifæri til að líta í kringum sig og sjá hvernig klámvæðingin er að hafa áhrif á samfélagið okkar, hversu brenglaðar hugmyndir krakkar í dag fá um kynlíf úr tónlistarmyndböndum, sjónvarpi, klámi og svo mörgu öðru. Páll Óskar heldur líka áfram að koma manni á óvart, hann er örugglega ein besta fyrirmynd fyrir unglinga í íslensku samfélagi í dag.

Þetta er vel útfærð og mikilvæg mynd, sem löngu var kominn tími á. Enginn unglingur ætti að láta hana framhjá sér fara!

 

2 athugasemdir við “Fáðu já – viðbrögð frá nemendum

  1. Bakvísun: Knúz: Viðbrögð nemenda | faduja.is

  2. Bakvísun: Femínískur áramótaannáll | *knúz*

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.