Yfirlýsing

Við á Knúz.is og önnur undirrituð fordæmum niðurstöðu meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 521/2012. Þar voru fjórar manneskjur sýknaðar af ákæru um kynferðisbrot þrátt fyrir að hafa sannanlega þröngvað fingrum inn í endaþarm og leggöng brotaþola og veitt honum áverka. Meirihluti Hæstaréttar telur eðlilegt að afstaða geranda til eigin ofbeldisverknaðar ráði því undir hvaða ákvæði brot hans er fellt.

Undanfarið hefur umræða um kynferðisofbeldi opnast mikið og eru ýmis teikn á lofti um aukinn skilning samfélagsins á alvarleika slíkra brota. Brotaþolar koma fram í auknum mæli og tjá sig um brotin og afleiðingar þeirra og eiga síður á hættu að vera fordæmdir fyrir það. Hæstiréttur stígur stórt skref aftur í tímann með niðurstöðu sinni. Meðvitund hans varðandi kynferðisofbeldi virðist þróast í öfuga átt við skilning samfélagsins og fordæmisgildi dómsins er stórhættulegt. Meirihluti Hæstaréttar virðir upplifun brotaþola að vettugi og það fordæmum við.

Sératkvæði Ingibjargar Benediktsdóttur sýnir svo ekki verður um villst að þarna er ekkert að lögunum. Nauðgun er ofbeldi og nauðgun hefur oft þann tilgang að meiða og niðurlægja.

Með þessum gjörningi hafa hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen og Ólafur Börkur Þorvaldsson gert lítið úr öllum þolendum kynferðisofbeldis og hafa vafalaust fælt fólk enn fremur frá því að kæra kynferðisbrot. Við höfum misst trúna á að þolendur kynferðisofbeldis geti fengið réttláta málsmeðferð hér á landi. Við lýsum yfir vantrausti á Hæstarétt Íslands. Við höfum fengið nóg.

Smelltu hér og bættu þínu nafni á listann!

Smelltu hér til að skoða listann.

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir
Hildur Knútsdóttir
Magnea J. Matthíasdóttir
Kristín Jónsdóttir
Helga Þórey Jónsdóttir
Halla Sverrisdóttir
Guðrún C. Emilsdóttir
Ingólfur Gíslason
Gísli Ásgeirsson
Ásdís Thoroddsen
Guðný Elísa Guðgeirsdóttir
Herdís Schopka

Anna Bentína Hermansen
Kristín Vilhjálmsdóttir
Elías Halldór Ágústsson
Jón Thoroddsen
Líf Magneudóttir
Ása Fanney Gestsdóttir
Fjóla Dísa Skúladóttir
Arngrímur Vídalín
Sóley Tómasdóttir
Kári Emil Helgason
Margrét Sigurðardóttir
Guðbjörg Thoroddsen
Þórlaug Ágústsdóttir

Smelltu hér og bættu þínu nafni á listann!

38 athugasemdir við “Yfirlýsing

  1. „Bættu þínu nafni á listann“, með bláu letri, er hlekkur á form þar sem hægt er að skrifa undir.

    • Það þarf að kvitta með nafni, og ekki í komment held ég amk, þarf að ýta á “Smelltu hér og bættu þínu nafni á listann!“ með rauðu letri, sem er fyrir ofan og neðan nafnalistann hér fyrir ofan!

  2. Bakvísun: Yfirlýsing Knúz.is & almennings – Hún.is styður hana en þú? ‹ Hún.is

  3. Við erum ekki hér til að fara eftir reglum, -heldur að vera í endalausri „búa til reglur – fara eftir reglum“ hringrás.

  4. Bakvísun: Hugleiðingar ofstækiskonu um nauðganir | Freyja

    • Ef okkur hefði grunað umfangið, hefðum við líklega haft þetta mun formlegra. Við lærum af reynslunni og persónulega er ég hissa og glöð að sjá hve margir eru tilbúnir að rísa upp og segja nei takk. 🙂

  5. Bakvísun: Ítarefni um dóm hæstaréttar í máli nr. 521/2012. | *knùz*

  6. Bakvísun: Femínískur áramótaannáll | *knúz*

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.