Við neitum að búa í heimi þar sem:
• Nauðgunarmenning er normið
• Þar sem konum er kennt að hafa varann á sér þegar þær eru einar úti
• Þar sem ungar stúlkur eru þvingaðar og seldar í hjónabönd
• Þar sem konur eru útskúfaðar úr samfélaginu ef brotið er á þeim kynferðislega
• Þar sem konur eru myrtar ef þær eru taldar hafa kastað rýrð á heiður fjölskyldunnar
• Þar sem konum er refsað fyrir að kæra kynferðisbrot
• Þar sem refsileysi ríkir þegar konur eru niðurlægðar í netheimum
Sýnum samstöðu, dönsum af gleði og krafti fyrir mannréttindum kvenna, fyrir heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að líða ofbeldi vegna kyns síns.
Það verður dansað gegn ofbeldi í hádeginu á morgun, 14. febrúar
– komdu í Hörpu og dansaðu með!
(Efnisviðvörun: í myndbandinu eru atriði sem sýna ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi)
Frekari upplýsingar um V-daginn er að finna hjá UNWomen á Íslandi og á alþjóðlegri síðu viðburðarins One Billion Rising.
Bakvísun: Femínískur áramótaannáll | *knúz*