Af brotthvarfi Steinunnar Stefánsdóttur af Fréttablaðinu

Fyrstu fréttir af brotthvarfi hins vandaða blaðamanns og aðstoðarritstjóra, Steinunnar Stefánsdóttur, frá Fréttablaðinu hermdu að hún hefði verið rekin.

Þessari frétt var breytt og síðan hafa fjölmiðlar ýmist talað um samkomulag eða að Steinunn hafi sjálfviljug látið af störfum.

Þessar breytingar á ritstjórn útbreiddasta dagblaðs landsins eru kjaftshögg fyrir jafnréttisbaráttu á Íslandi. Undirrituð hafa marga heimildamenn fyrir því að Steinunni hafi bókstaflega verið bolað út af skrifstofu sinni sama dag og Mikael Torfason mætti til vinnu.

Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar síðasta sumar voru mánaðarlaun Steinunnar Stefánsdóttur 635.000 krónur árið 2011. Ef marka má fréttir þótti yfirstjórn 365 sér sæmandi að handvelja karl af öðrum fjölmiðli og lofa honum með nær þreföldum þeim tekjum fyrir að vera settur yfir Steinunni.

Þarna er ekki einungis verið að fórna menntaðri konu í valdastöðu til að koma ómenntuðum og talsvert yngri karli að í enn hærri valdastöðu, heldur er einnig verið að láta hana gjalda fyrir „óhlýðni“ ritstjóra hennar, Ólafs Stephensen.

Steinunn Stefánsdóttir hefur verið aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins í sjö ár. Í störfum sínum hefur hún skrifað af þekkingu og innsæi um ýmis mikilvæg samfélagsmál, ekki hvað síst tengd réttindum kvenna og barna. Það er mikill missir að hennar sjónarhorni í blaðinu.

Staða kvenna í æðstu stjórnunarstöðum íslenskra fréttamiðla er vægast sagt hörmuleg. Á þriðjudag bættist kona í þennan hóp þegar Sigríður Dögg Auðunsdóttir tók sæti sem ritstjóri Fréttatímans við hlið karls. Þar með fjölgaði konum í æðstu stjórnunarstöðum stærstu fréttamiðlanna úr engri í eina.

Fjölmiðlar hafa skoðanamótandi áhrif í samfélaginu. Um það er tæpast deilt. Í því ljósi er 10% hlutur kvenna við æðstu stjórnun fréttamiðla til skammar. Framkoma karlanna sem stýra 365 er þeim til ævarandi minnkunar.

[Ritstjórn knuz.is harmar að í fyrstu birtingu þessarar yfirlýsingar var rangt hermt að ýjað hefði verið að launalækkun við Steinunni Stefánsdóttur. Ekkert slíkt mun hafa komið til tals.]

 

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir
Elva Björk Sverrisdóttir
Halla Sverrisdóttir
Kristín Jónsdóttir
Hildur Knútsdóttir
Helga Þórey Jónsdóttir
Guðný Elísa Guðgeirsdóttir
Erla Elíasdóttir

Ingólfur Gíslason
Fjóla Dísa Skúladóttir
Elías Halldór Ágústsson
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Ásdís Thoroddsen
Sigríður Guðmarsdóttir
Kristín Vilhjálmsdóttir
Anna Bentína Hermansen
Jón Thoroddsen
Gísli Ásgeirsson
Hildigunnur Rúnarsdóttir
Arngrímur Vídalín
María Hrönn Gunnarsdóttir
Salka Guðmundsdóttir
Inga H. Björnsdóttir
Guðrún C. Emilsdóttir
Ása Fanney Gestsdóttir

4 athugasemdir við “Af brotthvarfi Steinunnar Stefánsdóttur af Fréttablaðinu

  1. Kvitta glöð undir þennan pistil með ykkur. Takk. Það er ástæða til að hafa miklar áhyggjur af íslenskum fjölmiðlum.

  2. Í fyrsta lagi er astæðan líklega sú að Steinunn er slappur blaðamaður og Mikael Torfason reynslumikill ritstjóri.
    Í öðru lagi er Fréttablaðið einkafyrirtæki og það er eigenda að velja starfsfólk, ekki ykkar.

    • Kalli. Og er Steinunni ekki reynslumikil? Steinunn hefur verið aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins síðan 2003 og þar áður ritstjórnarfulltrúi. Þar áður var hún blaðamaður á DV. Fyrir utan að hún er einn af stofnendum Fréttablaðsins. Lestu þér til um Steinunni og hvað hún hefur gert áður en þú berð svona rugl á borð.

  3. Bakvísun: 100 prósent karlakvóti | *knùz*

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.