Suor Angelica

 

Í dag kl. 17 og 20, sýnir Óp-hópurinn óperuna Suor Angelica eftir Puccini í Tjarnarbíói. Einungis kvenhlutverk eru í óperunni og fjallar hún um örlög Systur Angelicu sem var send í klaustur eftir að hafa kallað skömm yfir fjölskyldu sína með því að eignast barn utan hjónabands. Þó slíkur þankagangur virðist fjarri vestrænum hugsunarhætti í dag er kvenfrelsi víða um heim settar álíka hömlur. Með sýningunni vill Óp-hópurinn minna á Alþjóðlegan baráttudag kvenna, 8. mars. Sá málstaður sem þá var haldinn á lofti ætti að vera á lofti allt árið. 

Hér á eftir er grein dr. Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur sem birt er í sýningarskrá:

 

SKÖMM SYSTUR ANGELICU

Skömm er tilfinning sem margir upplifa næstum daglega. Skömmin yfir því að vera ekki eins og maður á að vera. Skömmin yfir því að vera eins og maður er og skömmin yfir því að gera eitthvað sem er á skjön við samfélag sem maður býr við.

Að vera barnshafandi án þess að vera gift er ennþá stórkostleg skömm fyrir meirihluta kvenkyns. Konur eru enn grýttar, jafnvel drepnar, eða útilokaðar frá samfélagi manna og kvenna ef þær verða barnshafandi án þess að gifta sig. Sársauki þessara kvenna býr með öllum konum, sársaukinn yfir ástmissi, stuðningsleysi og örvæntingin að geta ekki ráðið yfir sínum eigin líkama. Sársaukin yfir því að geta ekki elskað þann sem hefur tekið sér bólfestu í líkama og sál. Við vitum djúpt, í sálu okkar, hvernig hræðslan við að vera útskúfuð er ennþá drifkraftur kvenna og karla. Þá skilur maður þrána að geta flúið útskúfun með því að ganga í klaustur. Í nútíma samfélagi flýjum við með ýmsum hætti hræðslu okkar og skömm. Við þekkjum flóttaleiðirnar og vitum að við getum þó ekki flúið, það kemur að uppgjöri eins og hjá systur Angelicu. Hún upplifir skömmina, sorgina, reiðina, vonbrigðin og glötuð tækifæri. Þá má segja að um leið og við tökumst á við tilfinningarnar er hægt að rísa upp.

Það er vel við hæfi að setja þessa óperu upp til þess að vekja athygli á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Það er frábært að kvenlistamenn opni augu okkar og minni okkur á að eina leiðin til að takast á við skömm er með kjarki, ástúð í eigin garð og annarra og fyrirgefningu. Ég hlakka til.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.