„Við stöndum með ykkur“

– stuðningsyfirlýsing gegn ofbeldisklámi

Femínistinn, ritstjórinn og aðgerðasinninn Gloria Steinem er ein þeirra sem undirrita yfirlýsinguna

18. mars 2013
Ögmundur Jónasson
Innanríkisráðuneytið
Sölvhólsgötu
Reykjavík

 

Ágæti hr. Jónasson,

Erindi þessa bréfs er að að lýsa yfir stuðningi okkar við  hugmyndir íslenskra stjórnvalda um að koma á fót og innleiða lagalegar takmarkanir á aðgengi að ofbeldisfullu klámi á netinu. Sem fræðimenn, heilbrigðisstarfsfólk, fagfólk á sviði lýðheilsu og félagslegrar þjónustu og sem samfélagsaðgerðasinnar fögnum við skýrum vilja ríkisstjórnar ykkar til að takast á við þann skaða sem klám veldur. Lagalegar takmarkanir á aðgengi að klámi á netinu munu, ásamt víðtækum aðgerðum gegn ofbeldi, aukinni kynfræðslu og eflingu lýðheilsu, veikja það vald sem þessi hnattræni og gríðarlega fjársterki iðnaður hefur nú til að festa í sessi ranghugmyndir og skerða lífsgæði, tækifæri og tilfinningaleg tengsl íbúa Íslands.

Sérstaklega ber að fagna viðleitni ríkisstjórnar Íslands til að vernda börn fyrir tjóni af völdum kláms. Nú þegar virðist almennt viðurkennt að á ýmsum öðrum sviðum neyslumenningar, svo sem í auglýsingamennsku, sé full ástæða til að hlífa börnum á viðkvæmum þroskastigum við áreiti fégráðugra stórfyrirtækja. Þá samfélagssátt verður einnig að innleiða gagnvart klámi, nú þegar klám ryðst inn í daglegt líf barna og mengar sálarlíf þeirra þegar á grunnskólastigunum. Það væri einfeldningslegt og óraunhæft að gera þá kröfu til foreldra og skóla að þau geti ein og óstudd varið börn fyrir áhrifamætti þessa fjársterka og áhrifamikla iðnaðar. Samfélaginu ber þvert á móti skylda til að grípa til aðgerða til að verja þá gríðarlegu hagsmuni sem það hefur af því að tryggja börnum öruggt og nærandi umhverfi. Við teljum því einkar lofsvert að ríkisstjórn ykkar skuli nú kalla samfélagið til ábyrgðar á velferð barna með því að leitast við að takmarka skaðann sem þetta stórhættulega efni getur haft á þau börn sem ella yrði tæpast hægt að hlífa með fullnægjandi hætti.

Okkur er ljóst að áform ykkar eru á frumstigi og að enn á eftir að útfæra marga mikilvæga þætti í fyrirhuguðu lagafrumvarpi. Engu að síður þykir okkur lofsverður sá yfirlýsti ásetningur ríkisstjórnar ykkar að skilgreina klám þröngt (sem kynferðislegt efni tengt ofbeldi og niðurlægingu) og tryggja með því móti aðgengi íslenskra ríkisborgara að breiðasta mögulegu úrvali upplýsinga á netinu samfara því að vernda borgaraleg réttindi barna og kvenna til jafnréttis. Eftir því sem fyrirætlanir ykkar taka á sig skýrari mynd viljum við hvetja ykkur til að missa ekki móðinn þegar dregnar verða upp dökkar hryllingsmyndir af alræðishyggju eða óheftum svörtum markaði á klámi. Klámiðnaðurinn gæti varla lotið færri reglugerðum en hann gerir núna og hvatirnar að baki íslenska framtakinu og framkvæmd þess gætu ekki heldur verið ólíkari aðferðum alræðisstjórna.

Allt frá því að tekin var upp svonefnd „norræn stefna“ í vændismálum 2009 og nektarklúbbar bannaðir 2010 hefur Ísland skipað sér í forystu meðal þjóða heimsins, jafnt í jafnrétti kynjanna og í því að bjóða viðskiptavaldi birginn, auk þess að þið hafið sem þjóð staðið næstum ein meðal þjóða að því að draga banka til ábyrgðar í kjölfar hinnar hnattrænu fjármálakreppu. Við sækjum innblástur í dirfsku ykkar og nýbreytni við vernd barna, við að hafa í heiðri rétt kvenna til öryggis og jafnréttis, og við að standa vörð um heilleika íslenskrar menningar andspænis árásum óhefts iðnaðar kynferðislegrar misbeitingar. Sem hópur fræðimanna, aðgerðasinna og fagfólks um allan heim, sem vinnur að sama markmiði, stöndum við með ykkur og hlökkum til að sjá endanlega niðurstöðu af viðleitni ykkar.

Með bestu kveðju,

 

 • Dr. Esohe Aghatise, Executive Director, Associazione Iroko Onlus, Turin, Italy
 • Ruthanna Barnett, Human Rights Lawyer, Santa Cruz, California, USA/Oxford, England
 • Roseanne Barr, Actress, Producer (“Roseanne”), USA
 • Dr. Kathleen Barry, Author, “Female Sexual Slavery” and “Prostitution of Sexuality,” Professor Emerita, Penn State University, USA
 • Angela Beausang, Chair, Roks (The National Organization for Women´s Shelters and Young Women’s Shelters), Sweden
 • Julie Bindel, Journalist and Feminist Activist, London, England
 • Edda Björgvinsdóttir, Actress, Iceland
 • Dr. Ana Bridges, Assistant Professor, Department of Psychology, University of Arkansas, USA
 • Anne Burns, 
Health Improvement Lead, Child & Maternal Health, 
Health Improvement Team
 NHS Greater Glasgow and Clyde Scotland, Scotland
 • Tanith Carey, Author, “Where Has My Little Girl Gone?” London, England
 • Vivien Caldwell, Solicitor, The Crown Office and Procurator Fiscals Service, Glasgow, Scotland, former Local Councillor, Renfrewshire,  Scotland
 • Elaine Carr, Clinical Psychologist, Coathill Hospital, Coatbridge, Scotland
 • Vednita Carter, Founder and Executive Director, Breaking Free (Anti-Trafficking Organization), St. Paul, Minn., USA
 • Alexandra Charles, President, Ordförande, 1.6miljonerklubben, Stockholm, Sweden
 • Chris Cherry, Director of Communications, South Carolina Democratic Women’s Council, USA
 • Collective Shout, Leading Anti-Pornography Organization, Australia
 • Dr. Julia Long, Author, Activist, VAWG Services Manager, UK
 • Eleanor Mills, Associate Editor, The Sunday Times, England, UK
 • Norma Ramos, Esq. Executive Director, Coalition Against Trafficking in Women, Int’l.
 • Dr. Deirdre Condit, Associate Professor of Political Science, Virginia Commonwealth University, Richmond, Virginia, USA
 • Angie Conroy, Activist, Strategic Advisor, Strey Khmer, Phnom Penh, Cambodia
 • Dr. Gail Dines, author of “Pornland,” Professor of Sociology and Chair of American Studies, Wheelock College Boston, Mass., USA
 • Anni Donaldson, Violence Against Women Team Lead, West Dunbartonshire Violence Against Women Partnership, Glasgow, Scotland
 • Kezia Dugdale, Member, Scottish Parliament, Shadow Minister for Youth Employment, Lothian Region (Labour & Co-op)  Scotland
 • Sharon Dunn, Scottish Coalition Against Sexual Exploitation
 • Matthew B. Ezzell, Ph, Assistant Professor of Sociology, James Madison University, Harrisonburg, Va., USA
 • Dr. Melissa Farley, Executive Director, Prostitution Research & Education, USA
 • The Feminist Party of Germany
 • Camilla Silva Floistrup, Project Manager, Danish Institute for Human Rights, Copenhagen, Denmark
 • Robert L. Franklin, MS, Sexual Violence Prevention Professional, Virginia, USA
 • Fredrika-Bremer Association (Oldest Women’s Movement Organisation in Sweden)
 • Dawn Fyffe, Say Women, Glasgow, Scotland
 • Marlyn Glen, Former Member, Scottish Parliament
 • Ruchira Gupta, President, Apne Aap Women Worldwide (sex trafficking), India
 • Sophie Gwyther, Team Leader, Children and Young People’s Service, Fife Women’s Aid, Scotland
 • Professor Simon Hackett and Dr. Nicole Westmarland, Durham University Centre for Research into Violence and Abuse (CRiVA), UK
 • Kolbrún Halldórsdóttir, President, Federation of Icelandic Artists
 • Elizabeth Handsley (Northwestern) Professor of Law, Flinders University; President, Australian Council on Children and the Media (ACCM)
 • Birgitta Hansson, Union President, Sweden Union, Soroptimistklubbar
 • Maree Hawken, coordinator, Queensland Women’s Health Network, Australia
 • Dr. Susan Hawthorne, Publisher, Spinifex Press, Adjunct Professor, James Cook University
 • Ann Hayne, Gender-Based Violence Manager, Coathill Hospital, Coatbridge, Scotland
 • Marta Torres Herrero, Violence Program Coordinator, Pozuelo de Alarcon, Spain
 • Wiveca Holst, Swedish Expert, The Observatory European, Women’s Lobby
 • Derrick Jensen, Author, “Endgame,” Crescent City, California, USA
 • Cherie Jimenez, Director, Kim’s Project (Anti-trafficking), Boston, Mass., USA
 • Dr. Jennifer A. Johnson, Associate Professor and Chair of Sociology, Virginia Commonwealth University, Richmond, Virginia, USA
 • Hetty Johnston, Founder and Executive Director, Bravehearts (child abuse prevention), Australia
 • Dr. Sue Jones, Centre for Gender and Violence Research, School for Policy Studies, Bristol University, UK
 • Guðrún Jónsdóttir, Spokesperson for Stigamot, Reykjavík, Iceland
 • Jackson Katz,  Ph.D., Director, MVP Strategies, Long Beach, Calif., USA
 • Dr. Liz Kelly, Child and Woman Abuse Studies Unit, London Metropolitan University London, England
 • Jenny Kemp, Coordinator, Zero Tolerance Campaign, Scotland
 • Connie J. Kirkland, National Certified Counselor, Certified Trauma Specialist, Association of Traumatic Stress Specialists, Northern Virginia Community College, USA
 • Dr. Renate Klein, Associate Professor (retired), Women’s Studies, Deakin University, Melbourne, Australia; Publisher, Spinifex Press
 • Elizabeth Koepping, Associate Director, CSWC, School of Divinity, University of Edinburgh, Scotland
 • Iluta Lace, Manager, Association Resource Centre for Women, MARTA, 
Riga, Latvia
 • Dr. David Levy, Professor and Chair, Business School, University of Massachusetts, Boston, USA
 • Linda MacDonald, MEd, BN, RN, Nurse and Human Rights Defender for Women, Persons Against Non-State Torture, Nova Scotia, Canada
 • Finn Mackay, Founder, London Feminist Network; Centre for Gender and Violence Research, University of Bristol, UK
 • Jan Macleod, Senior Development Office, Women’s Support Project, Glasgow, Scotland
 • Dr. Ramesh Manocha, Convenor and Chairman, “The Right to Childhood,” CEO Healthed and Generation Next, Australia
 • Malka Marcovich, Mediterranean Network Against Trafficking in Women; International Coalition Zero Impunity
 • Dr. Betty McLellan, Coalition for a Feminist Agenda, Townsville, Queensland, Australia
 • Robin Morgan, Author, Activist, USA
 • Kate Morrissey, Counselling and Supervision Services, Manchester; UK Feminist Network
 • Sarah Morton, Co-Director, Knowledge Exchange, Centre for Research on Families and Relationships (CRFR), University of Edinburgh, Scotland
 • Wendy Murphy, JD, Professor of Sexual Violence Law, New England Law, Boston, Mass., USA; Former Sex Crimes Prosecutor
 • Pauline Myers, National Chairman, Townswomen’s Guilds, Birmingham, England
 • The National Organization for Women’s Shelter and Young Women’s Shelters, Sweden
 • Rachel McPherson LLB (Hons) M.Res (Law), Institute for Society and Social Research, Glasgow, Caledonian University
 • Bel Mooney, Author, Columnist, UK
 • Hiroshi Nakasatomi, Associate Professor, University of Tokushima, Japan
 • The Hon. Alastair Nicholson, AO RFD QC, Former Chief Justice of the Family Court and Founding Patron, Children’s Rights International, Australia
 • Dr. Caroline Norma, RMIT University, Australia, School of Social, Urban and Global Studies
 • Dr. Lesley Orr, Feminist Historian, Theologian; Acting Chair, Zero Tolerance Trust (Fighting Male Violence Against Women), Scotland
 • Sue Palmer, Author of “Toxic Childhood,” Edinburgh, Scotland
 • Bridget Penhale, Reader in Mental Health, School of Nursing Sciences, University of East Anglia, Norwich, UK
 • Dianne Post, International Human Rights Attorney, Phoenix, Arizona, USA
 • Dr. Helen Pringle, School of Social Sciences, University of New South Wales, Sydney, Australia
 • Rape Crisis Scotland
 • Rape Crisis Glasgow, Scotland, Emma Ritch, Chair; Isabelle Kerr, Manager
 • Eha Reitelmann, General Secretary, Estonian Women’s Associations Roundtable
 • Dr. John Sanbonmatsu, Associate Professor, Philosophy, Worcester Polytechnic Institute, Mass., USA
 • Amber Schalke, Feminist Party of Germany; Renate Schmidtsdorff-Aicher, Treasurer; Margot Müller, National Spokeswoman
 • Dr. Marsha Scott, Convener Engender, Scotland
 • Elaine Smith, Member, Scottish Parliament
 • Rt. Hon. Jacqui Smith, British Home Secretary (2007-09), UK
 • Gloria Steinem, Writer, Lecturer, Co-founder, Ms Magazine
 • Ane Stoe, Ottar (Feminst Organization), Norway
 • John Stoltenberg, MDiv, MFA, Author, Washington, DC, USA
 • Jacci Stoyle, Amnesty Paisley (Campaign Against Human Trafficking), Scotland
 • Swedish Medical Women’s Association, Gothenburg, Sweden (Johanna Berg, National, Coordinator)
 • Swedish Women’s Lobby, Gertrud Åström, President, Stockholm, Sweden
 • Melinda Tankard Reist, Editor, “Big Porn Inc.,” Australia
 • Emily Thomson, Lecturer, Co-Director of Women in Scotland’s Economy Research Centre, Glasgow, Caledonian University
 • Liane Timmermann, MillionWomenRise, Wales, UK
 • Linda Thompson, National Development Officer, Women’s Support Project, Scotland
 • Teresa Ulloa Ziaurriz, Regional Director, Coalition Against Trafficking in Women and Girls in Latin America and the Caribbean; Winner, 2011 Gleitsman International Activist Award (Harvard)
 • Megan Walker, Executive Director, London Abused Women’s Centre, London, Ontario. Canada
 • Vivien Walsh, Professor, Innovation Studies, University of Manchester, England, Author, „Whose Choice?“
 • Lori Watson, Associate Professor, Philosophy, University San Diego, Calif., USA
 • Karin Werkman, Researcher, The Netherlands
 • Maria Weston, Nurse, National Health Service, Nottingham, England, UK
 • Dr. Rebecca Whisnant, Associate Professor, Philosophy, University of Dayton, Ohio, USA
 • Women Graduates’ Association, Dr. Catherine Dahlstrom, Associate Professor, Stockholm, Sweden
 • Women’s Front of Norway, Agnete Strøm, International Coordinator
 • WOCAD: Women’s Organisations Committee on Alcohol and Drug Issues, Stockholm, Sweden
 • John Woods, Consultant Psychotherapist, The Portman Clinic, London, England

 

Ritstjórn knuz.is þýddi úr ensku. Efni bréfsins á frummálinu má nálgast hér.

4 athugasemdir við “„Við stöndum með ykkur“

 1. Við skulum líka muna orð Gloriu Steinem um eiginmenn og elskhuga, því aldrei er kona óhult í hjónabandi:

  “Patriarchy requires violence or the subliminal threat of violence in order to maintain itself … the most dangerous situation for a woman is not an unknown man in the street, or even an enemy in wartime, but a husband or lover in the isolation of their own home.“

  Það er mikill gæðastimpill á klámbannstilraunir Ögmundar að Gloria Steinem sé þeim samþykk!

  Fyrir þá/þær sem vilja lesa meira um hættur hjónabands og þess að vera almennt í kringum karlmenn, má benda á þessa bók:

  http://www.amazon.com/Revolution-Within-A-Book-Self-Esteem/dp/0316812471

  • *dæs*

   Mér sýnist Steinem einfaldlega vera að benda á þá staðreynd að konur eiga frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi af hálfu einhvers nákomins heldur en ókunnugra manna. Og án þess að vilja gera þér upp tilfinningar verð ég að segja að mér sýnist þú vera í vörn og taka þessari staðhæfingu sem persónulegri árás, sem hún er ekki. Hún er bara sannleikurinn. Fólk sem beitir ekki ofbeldi þarf ekki að taka því persónulega þó að bent sé á í hvaða aðstæðum ofbeldi á sér oftast stað.

   Að því sögðu segi ég mig frá þessari samræðu.

 2. Bakvísun: Friðrika og farísearnir « Afgrunn

 3. “…og við að standa vörð um heilleika íslenskrar menningar andspænis árásum óhefts iðnaðar kynferðislegrar misbeitingar.”

  Heilleiki íslenskrar menningar?

  Hvaða grín er þetta? Hver er heilleiki íslenskrar menningar og hverjar eru helstu birtingarmyndir hans?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.