Knúzið spyr um jafnréttismál og femínisma í aðdraganda alþingiskosninga

Núna rétt fyrir helgina var tengiliðum þeirra flokka og aðila sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum í lok mánaðarins sent eftirfarandi bréf:

Kæru frambjóðendur til alþingiskosninga 2013!

Okkur sem stöndum að femíníska vefritinu Knúz.is þykir lítið hafa farið fyrir kynningu á viðhorfum þeirra fjölmörgu framboða og flokka sem nú bjóða fram til Alþingis til jafnréttismála og kynjajöfnuðar.

Við sendum því öllum flokkum og framboðum samhljóða spurningalista og vonumst eftir skjótum svörum, til að kjósendur eigi auðveldara með að gera upp hug sinn. Svörin verða svo birt í vefritinu knuz.is.

Spurningalistinn er svohljóðandi:

1. Telur þú að fullum jöfnuði kynja sé náð á Íslandi? Ef já, hvers vegna? Ef nei, hvað vantar upp á?

2. Ef svarið við spurningu 1. er nei, telur þú rétt að beita ráðstöfunum til að bregðast við því og þá hverjum?

3. Telur þú ástæðu til að taka meðferð kynferðisbrotamála innan dómskerfisins til sérstakrar skoðunar? Ef já, hvers vegna? Ef nei, hvers vegna ekki?

4. Styður þú kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og aðrar forvirkar leiðir til að jafna hlut kynjanna?

5. Telur þú rétt að leita leiða til að stemma stigu við framboði á ofbeldisklámi?

6. Nýleg könnun leiddi í ljós talsverðan mun á launum karla og kvenna, þótt yfirvinna væri ekki höfð inni í þeim útreikningum. Hvað telur þú útskýra þennan launamun? Finnst þér og þínum flokki nauðsynlegt að bregðast við með einhverjum aðgerðum?

7. Telur þú og þinn flokkur að hér á landi viðgangist kynbundið ofbeldi? Ef svarið er já, hvernig hyggist þið bregðast við því?

 

Með góðri kveðju og von um skjót svör,

ritstjórn Knúz.is

—-

Svör verða birt í þeirri röð sem þau berast og listinn var sendur þessum framboðum:

Björt framtíð (A)

Framsóknarflokkurinn (B)

Sjálfstæðisflokkurinn (D)

Hægri grænir (G)

Húmanistaflokkurinn (H)

Flokkur heimilanna (I)

Regnboginn (J)

Lýðræðisvaktin (L)

Alþýðufylkingin (R)

Samfylkingin (S)

Dögun (T)

Vinstrihreyfingin grænt framboð (V)

Píratar (Þ)

Landsbyggðarflokkurinn

 

(Rétt er að taka fram að listinn var ekki sendur á framboðið Sturla Jónsson þar sem engar tengiliðaupplýsingar reyndust vera á vefsíðunni sturlajonsson.is, aðrar en hnappur fyrir framlög.)

 

4 athugasemdir við “Knúzið spyr um jafnréttismál og femínisma í aðdraganda alþingiskosninga

  1. Bakvísun: Knúzið spyr – Lýðræðisvaktin svarar | *knùz*

  2. Bakvísun: Knúzið spyr – Alþýðufylkingin svarar | *knùz*

  3. Bakvísun: Knúzið spurði – og þetta sögðu frambjóðendur | *knùz*

  4. Bakvísun: Vituð ér enn? | *knùz*

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.