Knúzið spyr – Regnboginn svarar

Eins og fram hefur komið hefur knuz.is sent tengiliðum þeirra sem bjóða fram til Alþingiskosninga spurningalista um afstöðu til jafnréttismála og femínisma.

Atli Gíslason, sem skipar 2. sæti á lista Regnbogans í Reykjavíkurkjördæmi norður, sendi svör fyrir hönd flokksins og vísaði að mestu í svör til Femínistafélags Íslands sem fylgdu með í viðhengi og má sjá aftast í pistlinum.

1.     Telur þú að fullum jöfnuði kynja sé náð á Íslandi? Ef já, hvers vegna? Ef nei, hvað vantar upp á?
Nei.  Á Íslandi er kynbundinn launamunur viðvarandi, kynbundnu ofbeldi sem öðru ofbeldi ekki mætt sem skyldi o.m.fl.  Sjá viðhengi.

2.      Ef svarið við spurningu 1. er nei, telur þú rétt að beita ráðstöfunum til að bregðast við því og þá hverjum?
Sjá viðhengi.

3.      Telur þú ástæðu til að taka meðferð kynferðisbrotamála innan dómskerfisins til sérstakrar skoðunar? Ef já, hvers vegna? Ef nei, hvers vegna ekki?
Já.  Sjá viðhengi.

4. Styður þú kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og aðrar forvirkar leiðir til að jafna hlut kynjanna?
Já.

5.      Telur þú rétt að leita leiða til að stemma stigu við framboði á ofbeldisklámi?
Já, sjá viðhengi.

6.      Nýleg könnun leiddi í ljós talsverðan mun á launum karla og kvenna, þótt yfirvinna væri ekki höfð inni í þeim útreikningum. Hvað telur þú útskýra þennan launamun? Finnst þér og þínum flokki nauðsynlegt að bregðast við með einhverjum aðgerðum?
Skýringin er að mati þess sem undirritar póstinn karllægt samfélag.  Sjá viðhengi að öðru leyti.

7.      Telur þú og þinn flokkur að hér á landi viðgangist kynbundið ofbeldi? Ef svarið er já, hvernig hyggist þið bregðast við því?
Já.  Sjá viðhengi.

Svör til Femínistafélags Íslands

1. Er framboðið femínískt?

Svar Regnbogans:
Samkvæmt þeirri skilgreiningu Femínistafélags Íslands, að „Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því“ , þá er framboðið femínískt og í anda sjálfbærrar þróunar.

2. Hvaða aðgerðum, ef einhverjum, mun framboðið beita sér fyrir til að jafna hlut karla og kvenna í stjórnmálum?

Svar Regnbogans:
Framboðið leggur áherslu á sem jafnastan hlut kvenna og karla í forystuhlutverkum í stjórnmálum. Mikilvægt er að bæði sjónarmið karla og kvenna endurspeglist sem best í stjórnmálaumræðu og ákvarðanatöku. Þess má geta að 17 af 26 frambjóðendum í suðvesturkjördæmi eru konur, þar af þrír efstu. Regnboginn berst fyrir jafnrétti á öllum vígstöðum og með fjölbreyttum aðferðum.

3. Hvaða aðgerðum, ef einhverjum, mun framboðið beita sér fyrir til að útrýma kynbundnum launamuni hérlendis?

Svar Regnbogans:
Við viljum uppræta kynbundið launamisrétti. Hækkun lægstu launa er algjört lykilatriði í því þar sem „kvennastéttir“ eru oftast þær sem lægst sitja í launastiganum. Regnboginn mun berjast fyrir því að útrýma kynskiptum vinnumarkaði. Hækkun launa þessara stétta er liður í þeirri leiðréttingu og að komið sé á enn fjölbreyttara námsvali og fræðslu í grunn- og framhaldsskóla. Við viljum gefa jafnréttisstofu víðtækar heimildir til að rannsaka launamismunun og fara í launabókhald fyrirtækja og stofnana ef grunur leikur á misrétti og beita viðurlögum ef slíkur grunur er staðfestur.  Sjá frumvarp Atla Gíslasonar á nýliðnu þingi, mál 372, þingskjal 430.  Mikilvægt er að jafna hlut kynjanna í hverskyns stjórnunarstöðum í íslensku samfélagi til að vinna á kynbundnum launamun. Við viljjum einnig stórauka fjárframlög til Jafnréttisstofu í átak gegn kynbundnum launamun.  Sjá breytingatillögur Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur við fjárlög fyrir árið 2013, þingskjal 690 – 1. mál.

4. Hvaða aðgerðum, ef einhverjum, mun framboðið beita sér fyrir til að uppræta kynbundið ofbeldi, svo sem nauðganir, ofbeldi í nánum samböndum, vændi, mansal o.fl., og færa þolendum þess réttlæti í dómskerfinu?

Svar Regnbogans:
Regnboginn telur að brýna nauðsyn beri til að efla verulega kynjafræðslu í grunnskólum og enn frekar í framhaldsskólum.  Upplýsa þarf ungt fólk til hlítar um hversu alvarleg nefnd ofbeldisbrot eru.  Refsirammann þarf að styrkja og stórefla starf og fjárveitingar til löggæslunnar,  Beina þarf sjónum réttarvörslukerfisins, ekki síst dómenda, að grafalvarlegum andlegum afleiðingum þessara brota fyrir þolendur og gefa þeim fullt sönnunargildi í dómsmálum.  Sjá nánar frumvarp Atla Gíslasonar um breytingu á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga á nýliðnu þingi, mál nr. 325, þingskjal 372.  Þá vill Regnboginn að fjárframlög ríkisins til félagasamtaka og stofnana sem sinna þessum mikilvæga málaflokki verði aukin verulega, sbr. einnig breytingatillögur Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur við fjárlög fyrir árið 2013, þingskjal 690 – 1. mál. Allsherjar hugarfarsbreytingar er þörf.

5. Hvaða aðgerðum, ef einhverjum, mun framboðið beita sér fyrir til að stemma stigu við aðgengi að klámi?

Svar Regnbogans:
Dreifing kláms er ólögleg á Íslandi og þeim lögum þarf að framfylgja. Sérstaklega er mikilvægt að halda slíku efni frá börnum og unglingum og stöðva dreifingu á grófu klámefni. Skoða þarf hvaða leiðir eru færar til að takmarka frekar aðgengi að klámi.  Núgildandi lagaúrrræðum gegn klámi verður að fylgja eftir í verki.

———

Knúzið þakkar Regnboganum kærlega fyrir svörin.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Knúzið spyr – Regnboginn svarar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.