Knúzið spyr – Framsóknarflokkurinn svarar

Eins og fram hefur komið hefur knuz.is sent tengiliðum þeirra sem bjóða fram til alþingiskosninga spurningalista um afstöðu til jafnréttismála og femínisma. Nú hefur Framsóknarflokkurinn bæst í hóp svarenda en svör hafa ekki enn borist frá Sjálfstæðisflokki, Hægri grænum og Samfylkingu.

Hér eru svör Framsóknarflokksins við spurningum Knúzzins:

1. Telur þú að fullum jöfnuði kynja sé náð á Íslandi? Ef já, hvers vegna? Ef nei, hvað vantar upp á?

Nei, Framsókn vill útrýma launamun kynjanna og sér fyrir sér launavottunarkerfi sem hluta af þeirri lausn. Ljóst er að baráttan gegn launamismun hefur sóst hægt áfram sl. ár. Fæðingarorlof karla var sett á í tíð framsóknarmanna og vill Framsókn stuðla áfram að jafnrétti kynjanna meðal annars með því að bæði konum og körlum sé kleift minnka við sig vinnu til þess að sinna fjölskylduábyrð eins og umönnun barna. Einnig þarf að skoða sveigjanlegan vinnutíma fyrir starfsfólk.

2. Ef svarið við spurningu 1. er nei, telur þú rétt að beita ráðstöfunum til að bregðast við því og þá hverjum?

Framsókn telur rétt að beita ráðstöfunum eins og sjá má í svari við spurningu eitt.

3. Telur þú ástæðu til að taka meðferð kynferðisbrotamála innan dómskerfisins til sérstakrar skoðunar? Ef já, hvers vegna? Ef nei, hvers vegna ekki?

Framsókn hefur ekki sérstaklega ályktað varðandi það.

4. Styður þú kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og aðrar forvirkar leiðir til að jafna hlut kynjanna?

Framsókn hefur ályktað um að standa eigi vörð um lög um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja

5. Telur þú rétt að leita leiða til að stemma stigu við framboði á ofbeldisklámi?

Framsókn hefur ekki ályktað um aðgengi að klámi.

6. Nýleg könnun leiddi í ljós talsverðan mun á launum karla og kvenna, þótt yfirvinna væri ekki höfð inni í þeim útreikningum. Hvað telur þú útskýra þennan launamun? Finnst þér og þínum flokki nauðsynlegt að bregðast við með einhverjum aðgerðum?

Sjá svar við spurningu eitt.

7. Telur þú og þinn flokkur að hér á landi viðgangist kynbundið ofbeldi? Ef svarið er já, hvernig hyggist þið bregðast við því?

Það er grunnskylda ríkisins að tryggja öryggi borgaranna. Forsenda þess er öflug löggæsla. Framsókn átelur mjög fjársvelti löggæslumála.

———
Knúzið þakkar Framsóknarflokknum kærlega fyrir svörin.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Knúzið spyr – Framsóknarflokkurinn svarar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.