Opið bréf til Facebook

Samtökin Women, Action & the Media hafa birt opið bréf til Facebook þar sem sett er fram krafa um að samfélagsmiðillinn sporni við og banni dreifingu á efni sem hvetur til ofbeldis gegn konum. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Magnea J. Matthíasdóttir úr ritstjórn Knúz.is hafa snarað bréfinu og birtist það hér á íslensku. Knúz.is hvetur alla lesendur sína til að taka þátt í herferðinni. Við vekjum sérstaka athygli á hashtagginu #FBrape á Twitter. Við viljum einnig taka fram að **TW** er nauðsynlegt við margar af myndunum sem linkað er á í tístunum.

21. maí 2013

Opið bréf til Facebook

Við undirrituð skrifum ykkur til að krefjast snöggra, yfirgripsmikilla og árangursríkra aðgerða til að stöðva birtingarmyndir nauðgana og heimilisofbeldis á Facebook. Við krefjumst þess að Facebook grípi til þrenns konar aðgerða:

  1. Viðurkenni orðræðu sem gerir lítið úr eða upphefur ofbeldi gegn stúlkum og konum sem hatursorðræðu og lýsi því yfir að slíkt efni verið ekki umborið á vefnum.
  2. Þjálfi starfsfólk í að bera kennsl á og fjarlægja kynbundna hatursorðræðu.
  3. Þjálfi starfsfólk í að skilja hvernig áreitni á netinu hefur ólík áhrif á karla og konur, meðal annars vegna þess alheimsfaraldurs sem kynbundið ofbeldi í raunheimum er.

Til að ná ofangreindu fram hvetjum við notendur Facebook til þess að hafa samband við kaupendur þeirra auglýsinga á Facebook sem birtast við hliðina á efni sem hvetur til ofbeldis gagnvart konum, og óska eftir því að fyrirtækin auglýsi ekki á Facebook fyrr en ofangreind skref hafa verið stigin til að banna kynbundna hatursorðræðu á vefnum. (Við munum vekja athygli á málstaðnum og ná til auglýsenda í gegnum Twitter með hashtagginu #FBrape.)

Við eigum einkanlega við hópa, síður og myndir sem afsaka eða hvetja til nauðgana eða heimilisofbeldis eða gefa til kynna að slíkt ofbeldi sé vel til þess fallið að gera grín að eða monta sig af því. Af síðum sem þegar eru í umferð á Facebook má nefna Fly Kicking Sluts in the Uterus, Kicking your Girlfriend in the Fanny because she won’t make you a Sandwich, Violently Raping Your Friend Just for Laughs, Raping your Girlfriend og margar, margar fleiri. Af myndum sem líðast á Facebook má nefna myndir af konum sem hafa verið barðar, marðar, bundnar, þeim byrlað eitur og þær blæðandi, með myndatextum á borð við „Þessi tík vissi ekki hvenær hún átti að halda kjafti“ og „Ekki verða ólétt næst“.

Þessar síður og myndir eru samþykktar af Facebook þrátt fyrir að þið fjarlægið reglulega myndir af konum að gefa brjóst, líkömum kvenna eftir brjóstnám og listrænum birtingarmyndum kvenlíkamans. Að auki er pólitísk barátta kvenna þar sem þær beita líkama sínum í mótmælaskyni á ókynferðislegan hátt, reglulega bönnuð vegna þess að hún þykir klámfengin, á meðan raunverulega klámfengið efni, sem er bannað samkvæmt ykkar eigin viðmiðum, fær að standa óhreyft. Svo virðist sem Facebook upplifi ofbeldi gegn konum sem minna niðurlægjandi en óofbeldistengdar myndir af kvenlíkamanum, og að einu réttlætanlegu birtingarmyndir nakins kvenlíkama séu þær sem stilla konum upp sem kynlífsviðföngum eða þolendum misnotkunar. Leiðin sem þið hafið farið, að leyfa efnið með viðvörun um [húmor] í hornklofa, segir bókstaflega að fyrir ykkur sé ofbeldi gegn konum fyndið.

Nýjustu alþjóðlegu tölur frá herferð Sameinuðu þjóðanna, Segðu nei við ofbeldi, gefa til kynna að hlutfall stúlkna og kvenna sem hafa upplifað ofbeldi um ævina sé komið upp í 70%. Í heimi þar sem slíkur fjöldi kvenna á von á að vera nauðgað eða þær barðar einhvern tímann á ævinni, jafngildir það að leyfa dreifingu á efni þar sem er hlegið að nauðgunum og barsmíðum gegn konum því að að skapa andrúmsloft þar sem ofbeldismenn eru líklegri til að trúa því að þeim verði ekki refsað, auk þess sem þolendum eru send þau skilaboð að kærur þeirra og tilkynningar verði ekki teknar alvarlega.

Samkvæmt könnun frá breska innanríkisráðuneytinu (UK Home Office) finnst einni af hverjum fimm manneskjum ásættanlegt undir ákveðnum kringumstæðum að karl kýli eða slái eiginkonu sína eða kærustu til að refsa henni fyrir að klæðast efnislitlum eða kynþokkafullum fatnaði opinberlega. 36% finnst að konunni sé að einhverju eða öllu leyti um að kenna verði hún fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á meðan hún er undir áhrifum áfengis. Slík viðhorf mótast meðal annars af risastórum og áhrifamiklum félagsmótandi fyrirbærum eins og Facebook; þau ýta undir hugmyndir um þolendaábyrgð og normalísera ofbeldi gegn konum.

Þótt talsmenn Facebook haldi því fram, í þröngt skilgreindri vörn sinni fyrir málfrelsi, að þeir taki ekki afstöðu til viðtekinna skoðana eða ritskoði mál manna, hefur samfélagsvefurinn komið sér upp ferli, skilmálum og leiðarlínum innan netsamfélagsins sem hann túlkar og framfylgir. Facebook bannar hatursfulla orðræðu og eftirlitsmenn vefsins taka daglega á efni sem einkennist af ofsafengnu kynþáttahatri, hómófóbíu, íslamófóbíu og gyðingahatri. Þegar vefurinn þverneitar að taka á sama hátt á kynbundinni hatursorðræðu jaðarsetur hann stúlkur og konur, vísar reynslu okkar og áhyggjum á bug og leggur sitt af mörkum til ofbeldis gegn okkur. Facebook er gríðarstórt samfélagsnet sem meira en milljarður manna um allan heim notar og því hefur vefurinn mjög mikil áhrif í þá átt að móta félagsleg og menningarleg viðmið og hegðun.

Svör Facebook við þeim mörg þúsund kvörtunum og beiðnum sem borist hafa um að taka á þessum málum hafa verið ófullnægjandi. Þið hafið svikist um að senda frá ykkur opinbera yfirlýsingu um málefnið til að svara áhyggjufullum notendum og hafið ekki heldur markað stefnu sem gæti bætt ástandið. Þið hafið ekki heldur verið samkvæm sjálfum ykkur í eigin stefnu um bann á myndum og neitað í mörgum tilvikum að fjarlægja hneykslanlegar myndir af nauðgunum og heimilisofbeldi þegar almennir notendur hafa tilkynnt þær en fjarlægt þær um leið og þær eru nefndar í fjölmiðlum, sem sendir sterk skilaboð um að þið sinnið fremur einstökum málum einu og einu í senn til að verja orðspor ykkar en að hrinda í framkvæmd skipulegri kerfisbreytingu og taka skýra opinbera afstöðu gegn stórhættulegu umburðarlyndi gagnvart nauðgunum og heimilisofbeldi.

Í heimi þar sem hundruð þúsunda kvenna verða fyrir árásum dag hvern og þar sem ofbeldi í nánum samböndum er enn ein helsta dánarorsök kvenna um allan heim er ekki hægt að ástunda hlutleysi. Við krefjumst þess að Facebook taki einu ábyrgu ákvörðunina sem í boði er og láti hratt og skilmerkilega til skarar skríða í þessum efnum, svo að stefna samfélagsvefsins í málum er varða nauðganir og heimilisofbeldi sé sú sama og leiðarlínurnar sem þið hafið sjálf sett ykkur um orðræðu um önnur málefni.

Virðingarfyllst,

Laura Bates, The Everyday Sexism Project

Knúz.is

Soraya Chemaly, Writer and Activist

Jaclyn Friedman, Women, Action & the Media (WAM!)

Angel Band Project

Anne Munch Consulting, Inc.

Association for Progressive Communications Women’s Rights Programme

Black Feminists

The Body is Not An Apology

Breakthrough

Catharsis Productions

Chicago Alliance Against Sexual Exploitation

Collective Action for Safe Spaces

Collective Administrators of Rapebook

CounterQuo

End Violence Against Women Coalition

The EQUALS Coalition

The Fawcett Society

Fem 2.0

Feminist Peace Network

The Feminist Wire

FORCE: Upsetting Rape Culture

A Girl’s Guide to Taking Over the World

Guerilla Feminism

Hollaback!

Illinois Coalition Against Sexual Assault

Jackson Katz, PhD., Co-Founder and Director, Mentors in Violence Prevention

Lauren Wolfe, Director of WMC’s Women Under Siege

The Line Campaign

Media Equity Collaborative

MissRepresentation.org

Ms. Magazine

No More Page 3

Object

The Pixel Project

Rape Victim Advocates

Secular Woman

The Sin City Siren

Social Media Week

SPARK Movement

Stop Street Harassment

Take Back the Tech!

Tech LadyMafia

Time To Tell

Unite Women NY

UniteWomen.org

The Uprising of Women in the Arab World

V-Day

The Voices and Faces Project

White Ribbon Campaign

The Women’s Media Center

Women’s Networking Hub

The Women’s Room

Women’s Views on News

Ein athugasemd við “Opið bréf til Facebook

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.