33 ástæður fyrir því að við þurfum femínisma

*TW* Myndir og texti gætu innihaldið lýsingar á grófu kynferðislegu ofbeldi

Höfundur: Sofia Zackrisson

1) Vegna þess að auglýsingar sem þessar, þar sem ofbeldi gegn konum er gert æsandi og konur eru sýndar á niðurlægjandi hátt, eru hreint ekki sjaldséðar og eru birtar í samfélagi okkar án þess að vekja víðtæk eða sérlega sterk viðbrögð.

 

 

 

2) Vegna þess að það er ekki sjálfsagt mál að konur fari með umráðaréttinn yfir líkama sínum.

 

 

 

3) Vegna þess að konur eru stöðugt gerðar að kynferðislegu viðfangi og hlutgerðar en karlar eru sýndir sem valdamiklir og virðulegir og áhersla lögð á hæfileika þeirra og færni.

 

 

 

4) Vegna þess að það er bannað að sýna mynd af þessu á Facebook…

 

 

 

5) …en þessar myndir eru í góðu lagi.

 

 

 

6) Vegna þess að 97% allra nauðgara þurfa aldrei að eyða svo mikið sem dagstund í fangelsi.

 

 

 

7) Vegna þess að fyrirsætuskrifstofur sitja um sjúkrahús þar sem konur leita sér hjálpar við lystarstoli í leit að nýjum „efnivið“.

 

 

 

8) Vegna þess að konur sæta mismunun á vinnumarkaði sökum þess að þær eiga börn, eru þungaðar eða gætu hugsanlega átt eftir að eignast börn.

 

 

 

9) Vegna þess að konur fá lægri laun en karlar fyrir sömu störf.

 

 

 

10) Vegna þess að það gerist enn að konum sé refsað fyrir að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.

 

 

 

11) Vegna þess að enn þykir sumu fólki nauðgun ekki vera nauðgun ef brotaþolinn er meðvitundarlaus.

 

 

 

12) Vegna þess að við verðum að breyta því á hvaða hátt konur eru sýndar í tölvuleikjum.

 

 

 

13) Vegna þess að sjötta hver kona í Bandaríkjunum hefur orðið fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar.

 

 

 

14) Vegna þess að við lifum í heimi þar sem stúlkum er kennt að þær þurfi að gæta sín á því að vera ekki nauðgað en drengjum ekki kennt að nauðga ekki.

 

 

 

15) Vegna þess að nauðgunum er beitt sem vopni í styrjöldum.

 

 

 

16) Vegna þess að við viljum að líkamar kvenna fái að vera í friði en séu ekki sífellt hlutgerðir, ræddir í smáatriðum og ágallar á þeim tíundaðir.

 

 

 

17) Vegna þess að við þurfum að breyta ímynd feðraveldisins af karlmanninum sem árásargjörnu dýri sem getur ekki haft stjórn á hvötum sínum.

 

 

 

18) Vegna þess að nokkrir unglingspiltar geta nauðgað stúlku margítrekað heila nótt, tíst um það á meðan á því stendur, hlegið að því eftir á og fengið að launum stuðning nærsamfélags síns, sem skellir skuldinni á brotaþolann vegna þess að hún var drukkin.

 

 

 

19) Vegna þess að konu er nauðgað á fjórtán sekúndna fresti í Suður-Afríku.

 

 

 

20) Vegna þess að kvenfyrirlitning sem er dulbúin sem grín er ekkert minna niðurlægjandi og skaðleg en öll önnur kvenfyrirlitning.

 

 

 

21) Vegna þess að það er til fólk sem hefur viðhorf á borð við þessi.

 

 

 

22) Vegna þess að þegar konur og stúlkur kæra nauðgun mæta þær alltof oft vanvirðingu og vantrú. Talið er að einungis 20% allra kynferðisbrota séu tilkynnt til lögreglu.

 

 

 

23) Vegna þess að á hverju ári er tilkynnt um um það bil 28.000 tilvik um heimilisofbeldi og talið er að einungis fimmti hluti brotanna séu tilkynnt til lögreglu.

 

 

 

24) Vegna þess að það verður að auka meðvitund almennings um þá kvenfyrirlitningu sem er þrífst allt í kringum okkur í daglegu lífi okkar og um hættuna sem fylgir því að samþykkja hana þegjandi og hljóðalaust.

 

 

 

25) Vegna þess að í Kína er sumum fóstrum eytt vegna þess að þau eru kvenkyns og foreldrarnir vilja frekar eignast drengi.

 

 

 

26) Vegna þess að konur sem gera sig sýnilegar, tala máli réttlætis og jafnréttis og láta skoðanir sínar skýrt í ljós uppskera fyrir vikið hatur og nauðgunarhótanir frá körlum sem hata konur.

 

 

 

27) Vegna þess að þessi síða fékk 1.768 læk og það er 1.768 of mikið.

 

 

 

28) Vegna þess að um það bil þrjár milljónir stúlkna sæta kynfæraskurði á ári hverju.

 

 

 

29) Vegna þess að það ætti að vera jafn sjálfsagt og eðlilegt að berjast fyrir femínisma og það er að berjast gegn kynþáttahatri, styrjöldum og fátækt.

 

 

 

30) Vegna þess að alþekkt tískufatafyrirtæki á borð við American Apparel getur leyft sér að nota aðferðir sem þessar við að markaðssetja vörur sínar.

 

 

 

31) Vegna þess að þetta er raunveruleiki dagsins í dag.

 

 

 

32) Vegna þess að Sameinuðu þjóðirnar telja að verslun með fólk nemi um það bil tveimur milljónum karla og kvenna ár hvert. 85% fórnarlambanna eru konur og 50% allra fórnarlambanna eru undir lögaldri.

 

 

 

33) Vegna þess að það þarf að miðla og dreifa upplýsingum um það sem femínisminn snýst um. Sem er jafnrétti. Allir þeir sem eiga móður, systur eða dóttur hljóta að vilja að þær njóti sömu virðingar og réttinda og karlmenn, ekki satt?

 

 


Þýtt af knúz.is og birt með góðfúslegu leyfi frá Sofiu Zackrisson. Frumútgáfu má nálgast hér.

Ein athugasemd við “33 ástæður fyrir því að við þurfum femínisma

  1. Ég er all for jafnrétti, en mikið af þessu er misskilningur, alhæfing, ýkjur og áróður. Jafnrétti er jafnvægi rétta milli kynjana, en feminisminn er langt utan þess. Þó feminismi hafi byrjað sem slagtog kvenna fyrir jafnrétti þá er það ekki svo í dag. Sumt af þessu er rétt, eins og að kvenmenn fá minna borgað fyrir sömu störf og karlar, sem má allveg breytast, en svo er sumt af þessu hreint kjaftæði eins og það að í Kína skuli vera eytt fóstrum vegna þess að foreldrarnir langi frekar í strák!?! Þetta er gert vegna þess að kvenmenn gange með börn og offjölgun er vandamál í Kína. Því fleyri strákar en stelpur í samfélagi sem þessu minnkar offjölgun um nokkur 97%

    Feminísmi er orðinn móðursýki og vanskilið mál í augm kvenna í dag, og ÞAÐ er staðreynd.

    Þessi grein er skammarleg og ýtir undir vanskilning á efninu!

      • hmmm. Það er rétt… ég biðst afsökunar á þessu. þetta var vanskilningur á minn part. En ég stend við það sem ég segi. Ef þú færir í grunnskóla eða framhaldsskóla næstum hvar sem er og spurðir kvenmenn um að lýsa feminísma, væri jafnrétti ekki hluti af þeirri lýsingu. (ég ætla ekki að alhæfa þetta við alla, og strákar eru stór hluti af þessu líka en það eru ekki þeir sem ég bendi á). Jafnrétti er eitthvað sem skortir í nútíma samfélagi, en feminístar í dag gera úlfalda úr mýflugu við minnstu mál. Tökum sem dæmi stráka og stelpu ísinn frá emess sem var rakkaður niður. Það virtust allir skilja nema ofsa-feminístarnir að þetta væri bara ís og ekki væri verið að banna einum né neinum að borða hvorugt. Þetta var ekki gert í þeim tilgangi til að mismuna kynjunum en það er nákvæmnlega ástæðan fyrir því að hann var tekinn af markaði. Hér liggur móðursýkin.

        Svo er það klæðnaður og nauðgun. Tvö mál sem feminístarnir liggja í daginn inn og daginn út. Þó svo að sum fyrirsætufyrirtæki sitji um fólk sem er haldið sjálfsýmindar truflunum og lokki það út í svona kjaftæði, þá er það ekki næstum því meirihlutinn. Það neyðir enginn neinn að klæðast á einn hátt eða annan. Persónlegar ákvarðanir eru notaðar til fyrirstöðu í baráttu feminísta. Svo er það nauðgun, sem gerist allt of oft sér í lagi hér á landi, en kvenmenn eru ekki meirihlutinn af þeim málum. Það er barnaníð (gegn strákum oftar en stelpum) sem tekur toppinn þar.

        Það er líka ósanngjarnt að alhæfa að karlar hati konur (sem er óþarfa oft) þegar ekki má segja það sama á hinn boginn. Það er vælt um það að karlar séu stjórnlausar skepnur sem geta ekki stjórnað hvötum sínum en sammt eru það feminístarnir sem henda svoleiðis hatri um.

        „Vegna þess að við þurfum að breyta ímynd feðraveldisins af karlmanninum sem árásargjörnu dýri sem getur ekki haft stjórn á hvötum sínum.“ – það er rétt… þessu þarf að breyta líka. Ég stend með janfrétti alla leið og að standa því á móti er svívirðing, en mikið af þessu er misskilningur, alhæfing, ýkjur og áróður, eins og ég sagði áður.

        Ef ég er að fara með eitthvað kolrangt hérna þá er um að gera að láta mig vita, því persónulega vil ég halda fram sannleikann, ég vil actually vita hann.

      • Okei, afsakið, en ég hef verið feministi lengi og talað við marga feminista í gegnum tíðina en ég hef aldrei hitt feminista sem segir að feminismi snúist ekki um jafnrétti. Kannski er til fólk sem misskilur feminisma en þetta er aldargamalt hugtak sem stendur fyrir jafnrétti kynjanna og útrýmingu feðraveldisins.

        Varðandi ísinn: Reyndar voru merkingar á umbúðunum sem bönnuðu strákum að borða stelpuísinn og stelpum að borða strákaísinn. Mér finnst allavegna fáránlegt þegar það er ýtt undir að það sé t.d. stelpulegt að borða jarðarberjaís og strákalegt að borða vanilluís. Þetta er bara glötuð markaðsetning og á enga stoð í samfélaginu.

        Varðandi klænað og nauðgun: Veit ekki hvort ég sé að misskilja en ertu að segja að það sé ekki þess virði að berjast fyrir einhverju ef það á ekki við í meirihluta tilvika. Skrýtið…
        Ég viðurkenni að ég veit ekki hvernig hlutfall kynja er með barnaníð en það er líklega mun fleiri strákar en stelpur sem lenda í því. Það breytir því ekki að miklu, miklu fleiri konur lenda í nauðgunum en karlar. Og já… MIKILL meirihlulti karla eru gerendur í nauðgunarmálum, bæði gegn fullorðnum einstaklingum og börnum.

      • Ehem, ég geymdi umbúðirnar af ísnum og á þær enn, og hér stendur ekkert um að strákar megi ekki borða stelpuísinn né á hinn boginn. Ég hef engann tíma í þessa vitleysu núna en ég skil við ykkur segjandi; nei, ég er ekki að segja að „það sé ekki þess virði að berjast fyrir einhverju ef það á ekki við í meirihluta tilvika.“ Ég er að segja að þó svo að þú hafir einungis hitt góða feminísta, þá er ALLT of mikið af pseudo-feminístum sem ekki vita hvað þetta þýðir. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er gamalt hugtak og ég veit hvað feminísmi þýðir raunverulega, en það sem ég er að segja er að það gera ekki allir. Það er heldur ekki það að þó færri konum skuli vera nauðgað en börnum skula það vera tilgangslaus barátta, ég var bara að benda á það að barnaníð er miklu alvarlegra og er í 99% tilvika flat out sálarmorð, sem enginn jafnar sig af.

        Svo er fátítt að heyra um kvenmenn sem fremja kynferðisofbeldi en það gerist MIKLU oftar en fólk gerir sér almennt grein fyrir.

      • Tvær athugasemdir:
        1) „Ehem, ég geymdi umbúðirnar af ísnum og á þær enn, og hér stendur ekkert um að strákar megi ekki borða stelpuísinn né á hinn boginn.“

        Ég held þú sért að geyma box af „Jarðaberjashake“ eða eitthvað því svona leit stelpu- og strákaísinn út: http://www.dv.is/media/cache/d6/9a/d69a3655512918223f294ac59550cd49.jpg?entry=73555

        Einfaldari og skýrari gerast bannmerkin ekki.

        Það fer nefnilega svo rosalega í taugarnar á mér þegar fólk virðist missa af pointinu með umræðum um svona mál.
        Stelpur mega alveg vera prinsessur og klæðast bleiku og elska einhyrninga og kanínur og Pony hesta og allt þetta sem maður hefur lært að sé „stelpulegt“. Það er ekkert að því.
        Pointið er það að þeim á rosalega ekki að finnast að þær *EIGI* að vera bleikar krúttlegheitaelskandi prinsessur.

        Það sama á við um stráka.

        Ég er hálfþrítugur karlmaður og hef aldrei nokkurn tímann haft nokkurn áhuga né þekkingu á bílum. Ég hef OFT yfir ævina fengið að finna fyrir því að það sé eitthvað „weird“ og „ókarlmannlegt“, því strákar eiga að fíla bíla – sem er auðvitað bara kjaftæði í hæsta gæðaflokki.

        Þess vegna voru athugasemdir gerðar við ísinn: Stelpur „máttu“ ekki borða ís í bláu boxi og strákar „máttu“ ekki borða ís í bleiku.
        Þau *eiga* að vera svona en ekki hinsegin.

        ÞAÐ er vandamálið og þess vegna var réttilega drullað yfir þessa markaðssetningu.

        2) „…þá er ALLT of mikið af pseudo-feminístum sem ekki vita hvað þetta þýðir.“

        Auðvitað er til fólk sem misskilur femínisma og háir einhverja öfgakennda baráttu undir fölsku flaggi konseptsins – en það fólk er augljóslega ekki femínistar og eiga ekkert skylt við „alvöru“ femínistana, sem eru að berjast daginn út og daginn inn fyrir jafnara og betra samfélagi.
        Maður sem kallar sig fótboltamann en spilar leikinn með golfkylfu er augljóslega ekki fótboltamaður.

        Þess vegna er punktur númer 33 mjög mikilvægur í upptalningunni.

      • Ertu að djóka? Ef þú ert að tala um bannmerkin þá hef ég enga von fyrir framtíð íslensku þjóðarinnar. Bannmerkin voru alls ekki ætluð til að mismuna kynjunum og segja að „þessi má bara borða þetta“, þau voru ætluð til að auglýsa og undirstrika nafn íssins. Það var líka til fjölskylduís, pabbaís og mömmuís. Ef bannmerkin eru það sem er verið að væla yfir þá vantar eitthvað í hausinn á fólki. Ég stórefast um að einhver muni taka kynjamismunun sem góðum hlut ef sá borðar ís merktan „strákaís.“

        Bottom line, this country is getting pretty hysterical.

      • Sæll Hafsteinn
        Í fyrsta commentinu tínu tá sagðir tú að tessi grein ýtti undir vanskilning á efninu og komst aðeins með eitt dæmi máli tínu til stuðnings. Tad dæmi reyndist svo vittlaust hjá tér.
        Ef að tér er annt um að fólk skilji efni sem tessi grein fjallar um er tá ekki lágmarkskrafa að tú kynnir tér tað sjálfur?

        Svo er enginn með neina móðursýki tegar teir fjalla málefnanlega um viss mál á netinu, eða finnst tér tað bara móðursjúkt af tví að tú ert ósammála tví?

        Tú sagðir svo að tig langaði að komast að sannleikanum, (um feminista tá?)
        Mér sýnist tú nú vera búinn að ákveða hvað tér finnst um feminista nú tegar og langir ekkert sérstaklega að fræðast um tá.

        Ég legg til að tú kynnir tér feminista áður en tú gerir tér upp skoðanir á teim og kemur svo með málefnalega gagnríni ef tú ert ósammála einhverju.

      • Móðursýkin virðist aðalega vera hjá þeim sem einbeita sér að því að rita fjarstæðukenndar samsæriskenningar í tengslum við áform og stefnu feminísta. Þar er búið að búa til þá ímynd að feminístar séu samtök einstaklinga sem fyrirlíta menn og einblíni á yfirtöku kvenmannsins yfir karlmanninum. Þessi mynd er svo nýtt sem grunnurinn að allri andfeminískri umræðu.

        Stefna feminísta er þó mjög skýr og tala fyrir jafnrétti og engu öðru, þau sem halda öðru fram hafa lítið kynnt sér umræðuna sem þau „taka þátt í“. Það er hægt að gagnrýna þær aðferðir sem eru notaðar í nafni feminísma og þannig reynt að hafa áhrif til hins betra,

    • Það að það séu færri stelpur í heiminum en strákar kemur ALLS ekki í veg fyrir offjölgun o.O .. hvar hefurðu þessar heimildir spyr ég bara? Síðast og ég athugaði þá tekur það tvær manneskjur til að búa til barn og það vill svo til að kona hefur takmarkaðan fjölda eggja sem hún getur búið til barn úr á meðan karlmenn geta spreyjað sæðinu sínu út um allar trissur og búið til börn eins og þeim lystir án þess að það hafi nokkrar afleiðingar fyrir þá (nema kannski meðlagskostnað). Ég get ekki í vitnað í neina heimild sem staðfestir að kvenkyns fóstrum sé eytt í Asíu eingöngu vegna kynja þeirra en það er því miður mun líklegri ástæða heldur en það þetta sé einhver undralausn við fólksfjölgun! Því miður er enþá til sá hugsunarháttur í Asíu (sem á rætur sínar að rekja til fornalda) að kona sé minna virði en karl og þar með er til hópur af fólki sem vill frekar eignast stráka en stelpur og af því að það er (eða var, man ekki hvort að það er búið að leggja hann niður) kvóti á hversu mörg börn hvert par mátt eiga. Ef að þau hafa bara eitt eða tvö tækifæri til að eignast barn vilja þau líklega fá barn sem heldur fjölskyldunafninu og heiðrinum á lofti. Annars er ég að mörgu leiti sammála því að feminísmi geti nú til dags verið svolítið over the top…

      • Færri stelpur getur komið í veg fyrir frekari offjölgun. Eins og þú sagðir, it takes two to tango. Karlmenn geta ekki bara gengið um og sprautað sæði sínu út í loftið og púff! barn. Því færri kvenmenn, því færri barnseignir. Ég viðurkenni þó að ég hef lesið eitthvað rangt með Kína og það er búið að benda á það hérna og ég tók þeim heimildum eins og þær eru, svo þessi ræða er óþörf.

        Og já, kvótinn er ennþá uppi þó svo hann hafi breyst smá. Skoðaðu linkinn fyrir ofann.

        And a bit over the top is a grand understatement.

      • What?? Þú getur alveg eins sagt: ,,Því færri strákar, því færri barnseignir“ Fáránlegustu rök sem ég hef heyrt.

      • „því færri strákar því færri barnseignir“? tja, nei vegna glasafrjóvgunar.

        Fáránlegustu rök sem þú hefur heyrt? það má vel vera, en segðu mér þá hvernig í fjandanum þú getur barn? Það þarf oftar en ekki, hitt kynið til að fullkomna þá stöðu.

    • Hafsteinn þú ættir að kynna þér málið betur, vegna þess að í Kína ER kvenkyns fóstrum eytt. Aðeins eitt barn er leyfilegt og foreldrar kjósa dreng þar sem hefðin er sú að hann sér um foreldrana í ellinni. Þú mátt svo hafa þær skoðanir sem þú vilt á þessu viðhorfi (alltof margra) Kínverja,

      • Áður en þú svarar skrifum einhvers, skoðaðu hvað fleira sá hefur skrifað því að þetta er löngu dauð ræða…

      • Er efitt að lesa heildina á umræðunni. Ég gerði mér grein fyrir þessu fyrir löngu og ef þú hefðir tekið þér tímann til að actually lesa eitthvað af þesu almennilega þá mydir þú vita það. Gerðu mér greiða og ekki svara mér fyrr en þú veist fyllilega um hvað umræðan fjallar.

      • Hættu þessu skítkasti þótt að einhver skoði beint svarið þitt og svari því. Þegar ég svaraði því sem þú hafðir skrifað var ekkert annað á skjánum hjá mér en upphaflega greinin og þitt svar. Gerðu mér greiða og ekki svara mér fyrr en þú getur skilið að ég skil fyllilega um hvað umræðan er en er bara ekki sammála þér.

  2. Bakvísun: 3. Feminismi notar lygar í áróðursskyni | Pistlar Evu

  3. Bakvísun: 4. Feminisminn lítur á karla sem illmenni | Pistlar Evu

  4. Bakvísun: 18. Feminismi er að festa sig í sessi sem kennivald | Pistlar Evu

  5. Hafsteinn, röksemdir þínar eru jafn vitsmunalegar og stafsetning þín er „góð“.

    Það er ekki rétt að þessi grein valdi „misskilningi“ eða „ýkjum“.

    Það er samt þannig að sumir hafa alltaf þörf fyrir að snúa út úr, vona að þú náir samt heildarmyndinni og skilaboðunum sem liggja hér á bakvið.

    2 staðreyndir; 1. Við búum nú samt við það að mega öll hafa okkar skoðanir. 2. Við búum einnig á landi með misgreindu fólki. Síðar nefnda er mín leið til að lýsa minni skoðun á þínum athugasemdum.

  6. Allt mjög góðir punktar og ég styð þá 100%, en hvar eru væntingar karlmanna til samfélagsins? Ég er fullkomlega hlynntur femínisma og finnst frábært hversu vel hefur gengið seinustu ár að upplýsa fólk um mikilvægi þess. En síðast þegar ég vissi snýst stefnan ekki bara um réttindi kvenna, heldur einnig réttindi karla. Allt of lítið er talað um t.d. væntingar karla til samfélagsins og finnst mér óþolandi þegar það er nánast horft fram hjá því.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.