Stúlkur í neyð í tölvuleikjum, 2. hluti

**TW** Í myndböndunum hér að neðan má sjá grafískt og gróft ofbeldi gegn konum.

Í mars sögðum við frá fyrri/fyrsta hluta fræðslumyndbands Anitu Sarkeesian um stúlkur í neyð í tölvuleikjum (og höfðum þá raunar minnst á þennan mikla töffara áður).

Myndböndin eru hluti af Tropes vs. women vefseríu Sarkeesian sem hún safnaði fé fyrir í gegnum Kickstarter og þurfti fyrir vikið að þola ótrúlega grófar árásir og ofbeldi á netinu. Seinni/annar hlutinn af „stúlkum í neyð“ datt inn í síðustu viku.

Hér má sjá myndbandið og beint fyrir neðan það gefur að líta frábæran fyrirlestur Sarkeesian á TEDxWomen 2012, en þar lýsir hún því sem við þekkjum öll svo vel úr íslenskum fjölmiðlum og umræðu; það eru allsstaðar til karlar sem eru til í að hóta og ógna konum með ofbeldi þegar þær tala um að vera beittar misrétti.

14 athugasemdir við “Stúlkur í neyð í tölvuleikjum, 2. hluti

 1. Tölvuleikir eru framleiddir til að skila hagnaði. Sem stendur er mikill meirihluti þeirra sem spilar tölvuleiki karlmenn. Þegar story line er búið til í tölvuleik þá er annað hvort að hafa story line fyrir það kyn sem er stærri customer base, eða að hafa fyrir bæði kynin sem skapar miklu meiri vinnu sem skilar sér væntanlega ekki í hagnaði.

  Mér er í raun alveg sama hvort damsel in distressið sé bróðir, vinur, kærasta eða dóttir í slíkri sögu… Ég er ósammála henni að það sé ýtt undir ofbeldi gagnvart konum í tölvuleikjum og finnst mér hún taka mjög stórt stökk að fara að horfa þannig á hlutina.

  Þetta er aftur á móti að breytast, þar sem dialouge options og storyline er haft tvöfalt fyrir kvenn og karlkyns sögupersónur. Ekki útaf feminista hreyfingum og bulli eins og þessum myndböndum, heldur vegna þess að konur eru að koma inn í tölvuleikja menninguna vegna áhuga í fjölda. Þeir sjá hagnað í því að hafa þennan valmöguleika.

  Mér finnst þetta mjög bjánalegt hjá henni, en allstaðar sjá kynjagleraugun vandamál kynjana og ójafnrétti.

  Held að hún sé að gera meira úr því að fórnarlambavæða kvennfólk í ræðum sínum og hugsjón heldur en nokkurn tíman þessir tölvuleikir.

  Ég held að ef það yrðu gerðar kannanir hvort að það sé samasem merki milli karlmanna sem stunda ofbeldi gagnvart konum og spila tölvuleiki í miklum mæli, þá kæmi út þveröfug niðurstaða miðað við hvað hún er að halda fram.

  (On the bright side, sá nokkra tölvuleiki þarna sem mig langar að prufa)

  • Það er ekki rétt að mikill meirihluti þeirra sem spila tölvuleiki* séu karlar, konur spila tölvuleiki líka í miklu mæli. Það er hinsvegar ákveðin hluti tölvuleikjaheimsins sem einblínir á karla og útilokar konur. Því það er útilokun þegar ákveðnum hópi fólks er sagt „þið eruð betri dauð en á lífi“ sem eru skilaboðin sem margir þessara leikja senda til kvenna, hvort sem það er viljandi eða óviljandi. Iðnaðurinn ætti að taka þessari greiningu fagnandi ef þetta er óvilja verk því þá geta þeir hugsanlega tekið á þessu og lokkað til sín fleiri viðskiptavini. Þeir þurfa ekki þig til að verja gjörðir sínar ef þetta er eitthvað sem þeir vilja bæta, þeir þurfa bara að gera betur. Og raunar ættir þú sem neytandi að krefjast þess að þeir geri betur, en endurtaki ekki í sífellu sömu þvæluna og láti þig borga í hvert skipti.
   Og það er vitleysa að það þurfi að skrifa sérstaka storyline fyrir hvort kyn fyrir sig, þú hlýtur að geta spilað sem stelpa, eða hvað? Hefurðu einhvertíman lesið bók sem sögumaður er kvennkyns? Það kemur fyrir að ég lesi bækur þar sem sögumaður er karl og það dregur ekkert úr innlifun minni á sögunni, ég les um fólk og það er meira sem sameinar okkur en sundrar.
   * Tölvuleikir eru leikir sem þú spilar á tölvu, hvort sem það er á símanum þínum eða leikjatölvu.

 2. Þótt konur séu aðalpersónan eða hetja þvert í gegn í tölvuleikjum hefur ekkert með sölu tölvuleikja að gera eða áhuga karlmanna á leiknum. Ef leikurinn er góður og sagan góð er þetta ekki vandamál!

  Leikir eins og Lara Croft, sem eru með kvenn hetju út í gegn að sparka í rassa og drepa birni og eitthvað. Mass Effect þar sem þú getur verið konu character og verið ein stærsta hetja vetrarbrautarinnar. Velvet Assassin ertu kvennkyns stríðshetja að læðast um og slátrandi nasistum. Í Batman Arkham City geturu spilað sem Catwoman og það er alger snild!

  Ef characterinn er trúlegur, sagan góð og game-mechanics góð þá er leikurinn góður (og nær oftast vinsældum) hvort sem það er kona eða karl sem aðal persónan.

  Ég er persónulega orðinn þreyttur á þessu damsel-in-distress rugli, þetta er ódýrt krapp sögu „trix“ sem er ofnotað og er bara léleg afsökun fyrir söguþráð.

 3. Hvað meinar þú að það sé ekki rétt hjá mér að mikill meirihluti sem spili tölvuleiki séu karlmenn og að konur spili líka tölvuleiki….
  Ég sagði að konum væri að fjölga en karlmenn eru í miklum meirihluta… Ertu að segja að karlmenn séu ekki í miklum meirihluta ?

  Á hverjum andskotanum byggir þú það 🙂

  Það er engin að útiloka konur, ég hef reynt að fá allar mínar fyrrverandi til að prufa þetta með mismunandi útkomum. Engin þeirra fannst hún útilokuð vegna þess að einhverjir leikirnir voru ekki með kvennkyns persónum.

  Ég er ekki að verja neitt, ég er ósammála þessu vídeó, þetta er ekki spurning um að verja neinn.
  Ég held þú gerir þér ekki grein fyrir hvernig tölvuleikir eru uppbyggðir. Tökum sem dæmi Fallout. Allur texti og allt audio dialouge gerir ráð fyrir kvennpersónu, þ.e.a.s svör taka bæði til greina hvort það sé verið að spila karlmann eða kvennmann.

  Slíkt kostar pening, það þarf nánast að vinna þann part tvisvar, mig grunar samt sterklega að innan við 5% þeirra sem spilar fallout séu kvennfólk og ég held að innan við 0.1% hefði sleppt því að spila leikinn hefði þessi valmöguleiki ekki verið til staðar.
  Mér fannst þetta samt flott hjá þeim en ég held að þetta hafi ekki skilað þeim neinum aur.

  Hvað kemur kvennréttindabaráttu slíku við ?

  Þegar ég spila tölvuleiki þar sem ég neyðist til þess að horfa aftan á persónuna þá kýs ég venjubundið að búa til kvennkyns character. Ef ég neyðist til þess að horfa á rass í marga klukkutíma þá kýs ég að hann sé heillandi. En jú, ég hef valið mér kvennpersónur fyrir utan slíkt tilefni, það í raun skiptir mig litlu máli hvort kynið ég spila.

  Ég er bara ósammála þér að skilaboðin séu „þið eruð betri dauð en á lífi“ enda held ég að allir séu ósammála því nema feministar.

  Þú heldur bara að þessi 2% fólks sem eru harðlínu feministar séu með eitthvað betri sýn á þessu „vandamáli“ og flest ykkar spilið væntanlega ekki tölvuleiki.

  Þér finnst ég væntanlega blindur, óskynsamur og líklega karlremba fyrir rassacommentið ‘ypptir öxlum’ öll höfum við rétt á okkar skoðunum.
  Þessvegna skiptumst við á þeim hér og vonandi kem ég eða þú eða fólk sem les commentin þroskaðari úr lestrinum fyrir vikið.

  Tek það fram að ég hef alveg lesið eða horft á fyrirlestra eftir feminista sem ég er fullkomlega sammála, þetta er ekki einn þeirra.

  • Hefurðu tekið eftir einhverjum mun á þáttöku kvenna og karla í leikjum á facebook? Það eru líka tölvuleikir. Það að segja að bara þeir leikir sem þú hefur gaman af megi flokka sem tölvuleiki er hugsanabrengl. Það sem ég er að benda á er að console hluti tölvuleikjamarkaðarinns einblýnir á karlkyns viðskiptavini og gefur konum mjög takmarkað pláss. Aðrir hlutar tölvuleikjamarkaðarinns höfða til beggja kynja í meira mæli og konur eru þáttakendur þar á mjög svipuðu róli og karlar. Það sýnir að það er ekki konur sem vilja ekki spila tölvuleiki, frekar að þær kæra sig ekki um að spila leiki þar sem eina hlutverkið sem þær fá er fórnarlambið. http://en.wikipedia.org/wiki/Women_and_video_games#Female_gamers_as_a_demographic
   Candy Crush, anybody?
   Þú mátt alveg slaka á og lesa það sem Þorsteinn skrifaði, hann hittir naglan á höfuðið. Kannski þú farir ekki í svona mikla vörn afþví hann er með typpi og er þá líklega rökfastur, level-headed og traustur, en ekki tilfinningasamur og taugaveiklaður eins og grey litla ég sem hef ekki svona undralíffæri. Bara rass sem þú getur horft á klukkutímum saman. (Ég hef áhyggjur af þér, ég held það sé ekki eðlilegt að geta horft á sama líkamspart það lengi, sama hversu flottur hann er)

   • Þorsteinn :

    „Þótt konur séu aðalpersónan eða hetja þvert í gegn í tölvuleikjum hefur ekkert með sölu tölvuleikja að gera eða áhuga karlmanna á leiknum. Ef leikurinn er góður og sagan góð er þetta ekki vandamál!“

    Ég er sammála þér. Það skiptir engu máli fyrir mig persónulega og örugglega skiptir þetta litlu máli fyrir flesta.

    Anna er greinilega ekki sammála þér, það virðist skipta máli að auka kvennpersónur því annars hefur kvennfólk að hennar mati ekki áhuga á tölvuleikjum. (miðað við svar hennar neðar)

    „En“ þegar karlmenn eru 90% þeirra sem kaupa console leiki sem dæmi þá er ekki ólíklegt að markaðsdeild viðkomandi fyrirtækis komi með það komment að það borgi sig fyrir sölu á leiknum að hafa leikinn með karlkyns söguhetju.

    „Leikir eins og Lara Croft, sem eru með kvenn hetju út í gegn að sparka í rassa og drepa birni og eitthvað.“

    Lara Croft var meira fyrir karlmenn en kvennfólk, það sést á bossanum sem var á stærð við hnetu og brjóstunum sem voru á stærð við fótbolta…

    Hinir leikirnir, mjög rétt hjá þér. Ég spilaði sjálfur bara með kvk avatar í eve og fannst það ekkert skrýtið.

    „Ef characterinn er trúlegur, sagan góð og game-mechanics góð þá er leikurinn góður (og nær oftast vinsældum) hvort sem það er kona eða karl sem aðal persónan.“

    Sammála.

    „Ég er persónulega orðinn þreyttur á þessu damsel-in-distress rugli, þetta er ódýrt krapp sögu “trix” sem er ofnotað og er bara léleg afsökun fyrir söguþráð.“

    Sammála.

    ———————————————————————————————–

    Anna:

    „Kannski þú farir ekki í svona mikla vörn afþví hann er með typpi og er þá líklega rökfastur, level-headed og traustur, en ekki tilfinningasamur og taugaveiklaður eins og grey litla ég sem hef ekki svona undralíffæri. Bara rass sem þú getur horft á klukkutímum saman. (Ég hef áhyggjur af þér, ég held það sé ekki eðlilegt að geta horft á sama líkamspart það lengi, sama hversu flottur hann er)“

    Í alvöru ?!

    Veistu, það er auðveldara að taka hans argument og melta þau með yfirveguðu hugarfari.

    Lestu hvað þú skrifar……
    Lestu hvernig þú tjáir þig…..

    Kemur málinu ekkert við að hvort þú hafir píku eða typpi og ég held þú þurfir aðeins að skoða ef að þú ert að fá þá tilfinningu frá mörgum stöðum hvort það sé ekki frekar þinn eiginn persónuleiki, skapofsi og fórnarlambavæðing á sjálfri þér sem skapar slíkt viðmót frekar en inngróin karlremba hjá fólki….

 4. Þetta video segir mun meira um menningarmun á evrópu/ameríku annarsvegar og svo Japan hinsvegar. flest dæmin eru úr Japönskum leikjum og þau grófustu er öll þaðan. Leikjaiðnaðurinn hefur tekið sig verulega á. Þegar horft er á casual leiki þá er munurinn á kynjunum hverfandi en þegar kemur að stóru, „big budget“, Console/PC leikjunum. þá eru konur jafn algengir neytendur eins og karlar í saumaklúbbi.

 5. Hvað varðar kvennfólk í tölvuleikjum þá held ég að facebook leikir séu meira eitthvað sem kvennfólk er að taka þátt í eins og kemur fram í þessum wikipedia leik. Að kalla facebook leiki tölvuleiki er eins og að kalla „Solitaire“ tölvuleik….

  Þetta er í tölvu en þetta eru ekki „tölvuleikir“ að mínu mati.

 6. Palli Valli, ég skora á þig að þykjast vera stelpa einhverntímann þegar þú spilar WoW eða CoD eða Counter eða bara einhvern af þeim leikjum sem þú spilar. Tala með stelpulegri rödd, vera með stelpuavatar og/eða stelpuscreenname. Prófaðu það í hálftíma og segðu mér síðan að það sé enginn að reyna að útiloka konur. Þegar þú þarft að þykjast vera strákur til þess að geta spilað tölvuleiki án áreitis, þá fer hálft gamanið úr því, því að þú getur ekki verið þú sjálfur á meðan. Að fá endalaus skilaboð um að koma og sjúga typpið á einhverjum, eða beiðnir um að hitta einhvern annan player eða þá að vera beinlínis útilokuð bara því að ég er með píku og brjóst en ekki þeir, er eitthvað sem ég upplifi í hvert einasta skipti sem ég fer inn á server. Þetta er ekki bara einhver ímyndun í okkur og það að konur í tölvuleikjum líta út og haga sér eins og frítt ofurkynlíf á priki sem þarf endalaust að láta bjarga sér, er alls ekki að hjálpa til.

 7. Bakvísun: Ungfrú Gaur og strympulögmálið | *knúz*

 8. Bakvísun: Tröllin í netheimum – árásir á konur á veraldarvefnum | *knúz*

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.